Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 999 ATLAWTA ’96 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 11 Þátttakendur Islands Sumarleikar Vetrarleikar Ólympíuleikunum 1916 var aflýst. íslendingar voru ekki með á Ólympíuleikum í París 1924, Amsterdam 1928 og Los Angeles 1932. Arið 1940 og 1944 var Ólympíuleikunum aflýst vegna seinni heimstyrjaldarinnar. framförum sem Vernharð hefði sýnt undanfarið ár „og þeir hafa hrifist mjög af honum. Þeir bera virðingu fyrir honum og meta hann orðið mikils." Tékkinn bætti við að hið neikvæða við framfarirnar væri það að nú væri það algjörlega úr sögunni að Vernharð gæti kom- ið keppinautunum á óvart framar, því allir fylgdust orðið gaumgæfi- lega með honum. Með þeim bestu Vachun spáir Vernharð glæstri framtíð, en hve glæstri? Hefur þjálfarinn t.d. trú á að hann geti fetað í fótspor Bjarna Friðriksson- ar og náð í verðlaun á Ólympíuleik- um? Svarið er einfalt: „Já, ég held það. Kim er ári yngri en hefur þó mun meiri reynslu því hann hefur lengi tekið þátt í öllum helstu mótum í heiminum. Hann og Venni eru með þeim allra bestu á þessum aldri í 95 kílóa fiokknum.“ Vachun sagði mikið til af ungum góðum júdómönnum í hinum ýmsu lönd- um, en ekki mörgum jafn góðum og Kim og Vernharði. „Þeir bestu í flestum löndum eru orðnir tals- vert eldri en þessir tveir, en Vern- harð hefur verið að vinna eða geng- ið vel gegn mörgum þeim næstb- estu frá sterkum júdóþjóðum eins og t.d. Ukraínu og Georgíu.“ Þjálfarinn tók skýrt fram að ef Vernharð ætlaði sér að ná langt kostaði það mikla vinnu, það mætti ekki gleymast. „Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur júdómaður hefur búið við sömu aðstæður og andstæðingarnir. Eftir að fyrirtæki á Akureyri, ÍSÍ og ólympíunefnd tóku sig saman í fyrra og styrktu hann gátum við farið í æfingabúð- ir og á mót. Gátum gert það sem við þurftum en áður var þetta allt- af spurning um peninga og þá þurftum við oft að sleppa allt að helmingi þeirra móta sem við vild- um fara á. Það er þvi mjög mikil- vægt að hægt verði að halda áfram að styrkja Venna. Annars komast hinir fram úr honum aftur.“ Kim, sem vann svo silfurverðlaunin tta sig við að tapa uppreisnarglímu , sem á myndinni heidur Vernharðí srð fyrir Kóreumanninum Kim Min- silfurverðlaununum. iið, með >g virðing- ið vopni Geta gert það sem ég vil. Það yrði himneskt. Ég vil vera einhvers stað- ar þar sem mér líður vel. Ekki fara til Spánar til sex mánaða dvalar einn,“ sagði hann, en athygli vakti í fyrra er Vernharð fór úr æfinga- búðum á vegum alþjóða ólympíusam- hjálparinnar á Spáni. „Ég hef verið að bæta mig mikið síðasta árið en það er aldrei að vita nema maður afreki eitthvað í einhverju öðru. Ég held að hæfileikar mínir séu ekki einskorðaðir við þessa íþrótt. Ég hef reyndar komist nokkuð langt á guðsgjöfinni en það hlýtur að vera eitthvað fleira í pokanum sem ég fékk,“ sagði Vernharð. Og bætti svo við brosandi: „En ég gæti náð ógeðs- lega langt í þessu!“ Hve langt? spurði blaðamaður að bragði. Þá varð Vernharð alvarlegur á svip aftur, og sagði lágt, einbeittur á svip: „Alla leið.“ En hvaða guðsgjöf skyldi hann iiafa verið að tala um áðan? „Þetta hérna,“ sagði Vernharð þá og benti á höfuðið á sér. „Það er hér inni; sigurvilji og virðingarleysi upp að vissu marki.“ Morgunblaðið/Kristinn „VENNI er mjög góður en Sergueev og Pólverjinn Nastula eru langbestir allra hér ef þeir ná mótherjanum í gólfið. Venni átti reyndar mjög góðar tilraunir til að losna en það var mjög erfitt. Staðreyndin er sú að ef Sergueev nær andstæðingnum í svona fastatak á gólfi vinnur hann - alveg sama við hvern hann glímir,1' sagði Tékkinn Michal Vachun landsliðsþjálfari eftir að Vernharð tapaði fyrir Rússanum Sergueev og var úr leik. Q9P 110 Atlantal9% 9 19081912 /V' að spretta upp nánast samstundis til að eiga möguleika. Rússinn náði honum á leiðinni upp og í þennan lás.“ Afrek Vachun sagði að þrátt fyrir töp- in tvö hefði Vernharð glímt vel, ekki síst þegar tekið væri tillit til aldurs og að þetta væru fyrstu Ólympíuleikar hans. „Það er mikið afrek að glíma svona vel. Hann er enn mjög ferskur miðað við flesta aðra í flokknum. Þeir eru mun eldri og reyndari, þessir bestu. Sem dæmi um það má geta að Venni fékk fyrstu verðlaun sín á A-mótum núna í vetur, rétt fyrir Ólympíuleikana - í Róm og Varsjá. Hinir hafa nánast allir verið að sanka að sér verðlaunum síðustu árin. Það er alltaf mikið andlegt álag á mönnum á fyrstu Ólympíu- leikunum og það er stórkostlegt að í dag kom í ljós að Vernharð var ekki hræddur. Það á eftir að reynast honum vel að vera kominn yfir þann þröskuld; það er nefni- lega erfitt að læra slíkt ef menn hafa það ekki í sér, en Venni er að læra þetta.“ Og Vachun, sem lætur senn _af störfum sem landsliðsþjálfari á ís- landi, horfir björtum augum fram á veginn fyrir hönd Vernharðs. „Ég lít á frammistöðu hans í dag sem mjög gott upphaf á ólympíuferli. Við vonuðumst auðvitað eftir meiru en þetta var samt gott. Hann á að minnsta kosti tvenna Ólympíuleika framundan og á án nokkurs vafa glæsilegan feril framundan í júdóinu." Vachun sagði alla þjálfara og keppendur hafa tekið vel eftir þeim Vachun líklega til Tékklands MICHAL Vachun er á leið frá íslandi eftir margra ára starf og tekur að öllum likindum við yfirþjálfun tékknesku landsliðanna. „Ég fékk reyndar líka boð frá Dönum um að taka við Iandsliði þeirra og þjálfa það fram yfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Boð þeirra er mjög freistandi en ég reikna samt með að fara heim til Prag. Færi égtil Danmerkur yrði/jölskyldan slitin í sundur aftur; ég og konan nnn höfum verið á íslandi en dóttir- in var í háskóla i Prag síðasta vetur og okkur langar til að vera saman á ný,“ sagði Vachun við Morgunblaðið. Ef verður af því að Vachun fari heim, eins og allt bendir til, verður hann yfirþjálfari allra landsliða og sér sjálfur um þjálfun A-liðs karla. Vachun sagðist í raun ekki vera vonsvikinn með frammistöðu Vernharðs þó svo hann hefði tapað glímunum tveimur. „Hann stóð sig vel. Það var vitað mál að viðureign- in gegn Kóreumanninum yrði erfið; þeir eru svipaðir að styrkleika og hafa náð svipuðum árangri á mót- um undanfarið. Kóreumaðurinn kom geysilega á óvart hér í dag, en Venni var samt mjög nálægt því að vinna hann. Svona er júdóið." Þjáifarinn sagði að Vernharð hefði gengið vel gegn Rússanum meðan þeir voru uppistandandi, hefði notað góða taktík, „en vitað mál var að mesta hættan fyrir hann var ef Rússinn næði honum í gólf- ið.“ Spurður um hvort Vernharð hefði gert einhver mistök að hans mati; hvort hann hefði getað kom- ið í veg fyrir að Rússinn næði fastatakinu, sagði Vachun að hann hefði hugsanlega átt að geta stað- ið fyrr upp eftir að Rússinn náði honum niður. „Hann hefði þurft jr a Olympíuleikum 1908-1996 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson MICHAL Vachun, landsliðs- þjálfari, fylgist spenntur með Venna. Miehal Vachun ekki vonsvikinn með frammistöðu Vernharðs Gæti átt glæsi- legan feril fyrir höndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.