Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 13 Fylkir datt á botninn Vala Flosadóttir setti íslandsmet NORÐURLANDAMÓT unglinga í fjölþrautum fór fram í Vaxjö í Sví- þjóð um helgina. íslendingar áttu tvo fulltrúa á mótinu að þessu sinni. Það voru Sunna Gestsdóttir og Vala Flosadóttir. Sunna keppti í sjöþraut í flokki 19-20 ára og hafnaði í 2. sæti með 4.995 stig. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 14,76 sekúndum og stökk 1,53 metra í hástökki ásamt því að varpa kúlunni 11,16 metra. Hún hljóp 200 metra á 24,50 sekúndum og stökk 5,69 metra í lang- stökki. Spjóti kastaði Sunna 34,26 metra og 2.36,55 mínútum. Vala hafnaði í 4. sæti í flokki 18 ára og yngri í sjöþraut og setti íslandsmet stúlkna - fékk 4.911 stig. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 15,36 sekúndum, stökk 1,71 metra í hástökki og varpaði kúlu 11,39 metra. Vala hljóp 200 metra á 26,85 sekúndum, stökk 5,47 metra í langstökki, kastaði spjóti 31,82 metra og hljóp loks 800 metra á 2.29,29 mínútum. Eyjólfur T. Geirsson skrifar frá Borgamesi SKALLAGRIMSMENN tóku á móti Völsungum frá Húsavík á Skallagrímsvelli í Borgarnesi á sunnudagskvöldið og lauk leiknum með sigri heimamanna, 3:2. Völs- ungar náðu foryst- unni á 12. mínútu með marki Ás- mundar Arnarsson- ar eftir fyrirgjöf Arngríms Arnarssonar og var það fyrsta tækifæri leiksins. Heima- menn tóku sig heldur betur saman í andlitinu eftir þetta og sóttu stíft það sem eftir lifði hálfleiksins. Á 34. mínútu átti Kristján Georgsson hörkuskot í þverslá Völsungs- marksins. Boltinn fór út í teig en Húsvíkingar náðu að bjarga í horn. Eftir góða fyrirgjöf Valdimars Sig- urðssonar renndi Alfreð Karlssson boltanum í netið og Borgnesingar höfðu þar með jafnað. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og á 49. mínútu skoraði Ásmundur annað mark sitt og kom Húsvíkingum yfir að nýju. Leikurinn jafnaðist er á leið og á 71. mínútu skoraði Sindri Grétarsson glæsilegt mark með skalla eftir hornspyrnu Valdi- mars Sigurðssonar, en skömmu fyrir leikslok skoraði Sindri sigur- mark Skallagríms með skalla eftir góða fyrirgjöf Jakobs Hallgeirs- sonar. Sennilega hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit, en það eru mörk- in sem telja og því fagnaði Skalla- grímur sigri í leikslok. Lið Skalla- gríms virðist vera í lægð um þess- ar mundir og leikgleðin, sem var til staðar í fyrstu leikjunum, er ekki sú sama og áður, en betur má ef duga skal. Kristján Georgs- son var bestur í liði heimamanna, en hjá Völsungum stóðu Guðni R. Helgason og Hjörtur Hjartar- son, fyrrum Skallagrímsmaður, upp úr. ÞRÁTT fyrir þjáifaraskipti, náðu Fylkismenn ekki að rífa sig upp úr lægðinni og töpuðu sjöunda leik sínum í röð á sunnudagskvöldið þegar Valsmenn komu íheimsókn í Árbæinn og unnu 1:0. Síðari hálfleikur Arbæinga var mun skárri en sá fyrri og í lið gest- anna vantaði fjóra fasta- menn, sem ýmist voru meidd- ir eða í banni en það dugði ekki til. Valsmenn sigla hins- vegar lygnan sjó rétt fyrir ofan miðja deild. Bæði lið reyndu að sækja með látum í upphafi leiks og hart var barist um miðjuna en fljótlega náðu Valsmeim Stefán bet1-' tökum á leikn- Stefánsson um og eftir mark skrifar þeirra á 15. mínútu réðu þeir lögum og lofum. Ræða Þóris Sigfússonar, hins nýja þjálfara Fylkis, í leikhléi hef- ur líklega gert það að verkum að lið hans tók sig saman í andlitinu en auk, þess setti hann Aðalstein Víglundsson og Ásgeir Má Ás- geirsson í sínar gömlu stöður. Eft- ir varfærnar upphafsmínútur náðu Árbæingar sífellt betri tökum á leiknum svo að undir lokin áttu Valsmenn í vök að veijast. En mörkin létu á sér standa því færin voru ekki svo hættuleg. „Við vorum á hælunum allan fyrri hálfleikinn, strákarnir gerðu ekki eins og fyrir þá var lagt og þá fer svona. En ég las vel yfir þeim í hálfleik og síðustu tuttugu mínúturnar þegar Valsmenn bökk- uðu, komumst við inní leikinn," sagði Þórir þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Það er ákveðin spenna í mannskapnum og menn fara að djöflast á fullu en þreytast þá fljótt. Þetta verður erfitt hjá okkur en ef liðið leggur sig fram eins og það gerði eftir hlé, á þetta að geta gengið upp hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að halda okkur í deildinni og við tökum einn leik fyrir í einu.“ Fylkismenn voru framan af leiknum varla með, óör- uggir og samvinna mjög lítil og þeir máttu þakka fyrir að Vals- menn bættu ekki við fleiri mörk- um. Aðalsteinn var settur fram á miðjuna og Ásgeir Már í vörnina, Andri Marteinsson sat á bekknum og Ómar Valdimarsson var meidd- ur en í þeirra stað komu Bjarki Pétursson og Sigurgeir Kristjáns- son. Liðið komst hinsvegar í gang eftir hlé, Aðalsteinn og Ásgeir „LOKSINS, það var kominn tími til, með þessu er þungu fargi af okkur létt,“ sagði Há- kon Sverrisson, leikmaður Breiðabliks eftir að félagið hafði brotið ísinn og náð að sigra í fyrsta leik sínum í ís- • landsmótinu er það tók á móti Stjörnunni á heimavelli í 9. umferð á sunnudagskvöldið. Lokatölur voru 3:0 eftir að staðan í leikhléi var 1:0. „Við vissum að það kæmi að þessu hjá okkur því það hefur verið stígandi í leik okkar í síðustu leikjum og spurningin var ein- ungis hvernær kæmi að þessu,“ bætti Hákon við. Blikar komust yfir snemma leiks og eftir það bökkuðu þeir og Stjörnumenn náðu um miðjan leikhlutann að fá tvö góð Ivar Benediktsson skrifar færi til að jafna en án árangurs. í bæði skiptin var það Ragnar Arnarson sem átti í hlut. Annars var fyrri hálfleikur ekkert augnayndi og fátt markvert sem bar fyrir augu í sólskininu og blíðunni í Kópavog- inum á þessu ljúfa sunnudags- kvöldi. Síðari hálfleikur var mun hressi- legri en sá fyrri það voru leikmenn Breiðabliks sem sáu til þess. Þeir sóttu ákaft og annað markið lá í loftinu. Stjörnumenn náðu aldrei að veita neina mótspyrnu og vera kann að fjarvera Kristins Lárus- sonar og Baldurs Bjarnasonar hafi haft þar áhrif. Altjént var miðjan ekki upp á marga fiska og varnar- mennirnir voru daufir. Af þessu leiddi að lítið fór fyrir sóknarleik í síðari hálfleik eftir enn magrari fyrri hluta. Blikar nýttu sér mótspyrnuleysi gestanna og skoruðu tvö lagleg mörk og réðu lögum og lofum á leikvellinum og hefðu að ósekju getað skorað tvö mörk til viðbótar.' En sigurinn var Blikum kær- kominn en taka verður tillit til þess að leikur gestanna var ekki stórbrotinn, en ísinn hefur verið brotinn í Kópavogi og eins og Hákon sagði, þungu fargi af leik- mönnum létt. Skallagrímur áfram ítoppbaráttunni fóru í sínar gömlu stöður, en liðið vantaði að klára ágætar sóknir, þrátt fyrir ágætis spretti Bjarka Péturssonar. „Við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik því þá vorum við að spila gífurlega vel og áttum góð færi en misstum tökin í síðari hálfleik, ætluðum þá að gefa þessar svo- kölluðu úrslitasendingar en héld- um boltanum ekki nógu vel,“ sagði Sigurður Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn. „En ég er auðvitað sáttur við stigin þijú því það var mikil pressa á okkur í lokin. Við erum á réttu róli og getum farið að horfa upp á við.“ Sigurður lék allan leikinn því í liðið vantaði Gunnar Einarsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, sem voru meiddir, Jón Grétar Jónsson var í banni og Lárus Sigurðsson, sem var veikur. Valsmenn léku eins og sá sem valdið hefur fyrir hlé en verulega fór að draga af liðinu er á leið. Morgunblaðið/Golli ANTHONY Karl Gregory sækir hér að Kjartani Sturlusyni markverði Fylkis. 0B 4 Á 15. mínútu vann Valsmaðurinn ■ I Sigþór Júlíusson boltann út við kant fyrir miðjum veliinum. Hann geystist upp vinstri kantinn þar til hann var á móts við miðjan víta- teig vinstra megin, sendi þá knöttinn fyrir markið á Salih Heimi Porca við ljærstöng, sem skallaði í öndvert horn án þess að mark- vörður Fylkis fengi nokkuð að gert. 1m 5. mínútu tók Kri- ■ \#stófer Sigurgeirsson hornspyrnu frá vinstri og boltinn barst inn fjærstöng þar sem Þórhallur Hinriksson tók á móti knettinum niður á hægra læri og skaut með vinstri fæti í nærhorn og í markið, en Bjarni Sigurðsson kom við knöttinn á leiðinni í markið. 2b ^\ívar Siguijónsson ■ ■JPfékk boltann rétt ut- an við miðjan vítateiginn sendi stutt til Árnars Grétarssonar sem sendi rakleitt inn í miðjan teiginn þar sem ívar var kominn og hann skaut að marki en Bjami varði með góðu úthlaupi. Kristófer Sigurgeii'sson kom þar aðvífandi og náði frákast- inu frá Bjarna og skoraði auðveldlega. 3iA ■ Ws iPálmi Haraldsson 'sótti upp hægri kant- inn og þegar hann var kominn á móts við vítateigshomið sendi hann fyrir og boltinn rann með vítateigslínunni og tveir Blikar misstu af knettinum og loks var það Kjartan Einarsson sem tók boltann við vítateigshornið vinstramegin og skaut með vinstri fæti með snúningi í fjær- hornið án þess að Bjami kæmi við vörnum í markinu. Blikar brutu ísinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.