Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRIMA ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 15 Keflvíkingar náðu að stríða þeim dönsku KEFLVÍKINGAR stóðu í FC Kaupmannahöfn í síðasta leik sínum í Intertoto keppninni í Keflavík á laugardaginn. Loka- staðan var 2:1 og gerðu Danirn- ir öll mörkin og sigurmarkið þegar tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar enduðu í neðsta sæti 3. riðils, með eitt stig, og FC Kaupmannahöfn í 2. sæti með 10 stig. Það var hins vegar „íslendingaliðið" Örebro sem sigraði riðlinum og kemst því áfram. ValurB. Jónatansson skrífar frá Keflavík Danirnir byijuðu vel í leiknum og sóttu stíft og uppskáru mark á 12. mínútu. Það var lands- liðsmaðurinn Henrik Larsen sem það gerði með skalla eft- ir mistök í vörn Kefl- víkinga. Eftir mark- ið drógu Danir sig til baka og Kefl- víkingar komust meira inn í hann. Þeir náðu þó ekki að ógna marki Kaupmannahafnar að neinu gagni fram að leikhléi. Keflvíkingar gerðu tvær breyting- ar á liði sínu í hálfleik. Ungu strák- arnir Jóhann Guðmundsson og Haukur Guðnason komu inn á fyrir Karl Finnbogason og Sverri Sverris- son. Breytingin hafði góð áhrif og það var meiri ógnun í leik þess. Jöfnunarmarkið kom á 62. mínútu. Eysteinn Hauksson, besti leikmaður Keflvíkinga, gaf þá upp í vinstra hornið á Adoif Sveinsson sem sendi fyrir markið og þar kom varnarmað- urinn Martin Nielsen að og ætlaði að hreinsa í horn enn boltinn fór óvart í vinstra markhornið. Keflvíkingar voru nálægt því að komast yfir skömmu síðar er Adolf komst einn inn fyrir vörn Dana, en skot hans fór rétt framhjá. Við þetta vöknuðu Danir af værum blundi og sóttu stíft síðasta stund- arijórðunginn og þá hafði Olafur mikið að gera í markinu og varði oft á tíðum meistaralega. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir sigurmark- ið tveimur mínútum fyrir leikslok. Danir spiluðu þá laglega í gegnum vörn heimamanna. Morten Nielsen komst upp að endamörkum og sendi út í teiginn og þar var varamaður- inn Kenneth Perez réttur maður á réttum stað og sendi boltann í net- ið frá markteig. 0B 4| Daði Demc sendi ■ I fyrir markið utan af vinstra kanti á 27. mínútu og Pétur Björn Jónsson skallaði boltann til Gunnars Más Más- sonar sem skaut yfir Albert í markinu af stuttu færi. Vörn Grindvíkinga mÆm mistókst að hreinsa frá markinu. Páll Guðmundsson náði boltanum rétt fyrir utan vítateig á 56. mínútu og renndi honum til Péturs Björns Jóns- sonar sem skaut framhjá út- hlaupandi markmanni Grindvík- inga í vítateignum. 1m^% Grétar Einarsson mmm fékk boltann á víta- teig eftir að Ólafur Ingólfsson liafði unnið boltann og sent til hans. Grétar skaut yfir Atla í markinu sem kom á móti honum á 71. mínútu. 2m^% Guðlaugur Jóns- ■ émm son iék með boltann á vinstra kanti og lék í átt að markinu á 85. mínútu. Skammt utan vítateigshorns skaut hann föstu bogaskoti upp í markvink- ilinn fjær og hitti stöngina en boltinn fór af fótum Atla í mark- ið. Mjög skenimtilegt mark. Keflvíkingar léku skynsamlega, reyndu að halda boltanum og oft brá fyrir ágætu spili. Eysteinn Hauksson var góður á miðjunni og eins stóð vörnin vel fyrir sínu með Kristin Guðbrandsson sem besta mann. Ólafur stóð sig vel í markinu og bjargaði liðinu frá stærra tapi. Danir léku ekki af fullum styrk, gerðu aðeins það sem þurfti. „Við vissum það fyrir leikinn að Örebro var búið að vinna riðilinn og því áttum við enga möguleika. Þetta var því eins og æfingaleikur fyrir okkur og við tókum ekki mikið á í þessum leik. Aðalatriðið var að sigra og það tókst. Lið Keflvíkinga var sterkara en ég bjóst við og lék þennan leik skynsamlega og það náði að stríða okkur verulega. Markmaðurinn Ólafur [Gottskálks- son] var mjög góður í markinu og eins var miðjumaðurinn númer 10 [Eysteinn Hauksson] góður,“ sagði Henrik Larsen, landsliðsmaður Dana. Kjartan Másson, þjálfari Keflvík- inga, sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna. „Ég verð að segja að ég var hálf undrandi á því hve við stóðum í þessu liði. Það hefði verið gaman að ná jafntefli og við áttum möguleika á því. Strákarnir mínir börðust vel í þessum leik. Ég nota þessa leiki fyrst og fremst sem æfingu og ungu strákarnir fá mikla reynslu út úr því að spila á móti svona liðum,“ sagði Kjartan. í viðbragðsstöðu LEIKMENN beggja liða eru hér tilbúnir að taka við knettinum eftir hornspyrnu danska liðsins. Frá vinstri: Morten Falch, Eysteinn Hauksson, Jóhann B. Magnússon, Henrik Larsen, Guðmund- ur Oddsson, Michael Nielsen og Ólafur Gottskálksson. Leiftursmenn köst uðu sigri frá sér Fótboltinn er óútreiknanlegur eins og sannaðist í leik Grind- víkinga við gesti sína frá Ólafsfirði ■■■■■■ í Leiftri sem með Frlmann réttu hefðu átt að Ólafsson sigra miðað við skrífar frá markskot, horn- Grindavík spyrnur og spil úti á vellinum. En í fótboltanum reiknast mörkin og heimamenn sneru tveggja marka forskoti gestanna í jafntefli með því að nýta færin sín vel en gestirnir ekki. Svo einfalt er það. Leikurinn var mjög hraður í byrj- un og engu líkara en leikmennirnir ætluðu að ljúka honum sem fyrst. Heimamenn fengu fyrsta færið á 3. mínútu en Leiftursmenn sem voru mjög sprækir náðu góðum tökum á leiknum eftir það. Þeir tóku framarlega á móti Grindvík- ingum og unnu boltann oft þannig og komu síðan hratt upp að mark- inu. Mark þeirra var búið að liggja lengi í loftinu þegar það kom á 27. mínútu og þeir áttu að vera búnir að bæta við mörkum fyrir leikhlé miðað við færin sem þeir fengu. Albert í marki Grindvíkinga greip þó oft vel inní leikinn eða þá að skot þeirra voru yfir og framhjá markinu. Eftir seinna mark Leiftursmanna snemma í seinni hálfleik var eins og Grindavíkurliðið rankaði við sér og fór að taka á móti Leiftursmönn- um. Það var þó á brattann að sækja því norðanmenn tóku vel á móti en það var þó ekki sami kraftur í þeim og í fyrri hálfleik og leikur þeirra fór að taka mið af því að sigur væri í höfn. Grindvíkingar voru ekki á sama máli og jöfnuðu og komu bæði mörkin nánast upp úr engu en Leiftursmenn voru illa á verði í bæði skiptin. Grétar skoraði fyrra markið án afskipta varnar Leifturs- manna sem töldu hann rangstæðan. Jöfnunarmark Guðlaugs var hins- vegar af betri gerðinni og ekki oft sem slík mörk sjást. Þar las Guð- laugur staðsetningu markvarðar hárrétt og hnitmiðað skot hans end- aði í markinu með viðkontu í mark- manni. Leiftursmenn gerðu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en mjög góður markmaður Grinda- víkurliðsins sá við þeim á lokamín- útunum. Grindvíkingar söknuðu þjálfara síns Guðmundar Torfasonar sem er í leikbanni ásamt Kekic Siusa. Þá er ljóst að fyrirliðinn Stefán Jankovic spilar varla á næstunni því hann þarf að fara í uppskut'ð. Ungu mennirnir í liðinu voru þó vandanum vaxnir þegar á reyndi. „Það tók þá einn og hálfan hálf- leik að fá trúna og það er það sem máli skiptir. Menn voru ekki að ná upp baráttu fyrr en þeir sáu að þeir gátu skorað og staðið í þeim. Ég er mjög stoltur af strákunum en það er margt sem við þurfum að laga. Við byggjum á baráttunni og liðsheild en það skemmdi ekki fyrir, þetta glæsimark hjá Guð- laugi,“ sagði Guðmundur Torfason þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. Albert í markinu og Ólafur Örn spiluðu skínandi vel með liðinu en hjá Leiftursmönnum var fyrirliðinn Gunnar Oddsson óþreytandi allan leikinn. Óskar Ingimundarson þjálfari Leiftursmanna var ekki ánægður með sína menn. „Þetta er grátleg niðurstaða fyrir okkur að fá ekki þtjú stig hér, ég held að við höfum átt þau skilið. En svona er fótbolt- inn, menn nýta ekki færin. Við gáfum eftir í seinni hálfleik, en þeir léku mun betur í seinni hálf- leik eftir dapran fyrri hálfleik og það kom upp meiri stemmning í herbúðum þeirra en við vorum dauðans aular að tnissa þetta nið- ur,“ sagði Óskar. Man. Utd. krækti í Poborsky TÉKKNESKI landsliðsmað- urinn í knattspyrnu, Karel Poborsky, skrifaði á laugar- dag undir fjögurra ára samning við ensku meistar- ana Manchester United. Samkvæmt fréttum frá Englandi þurfti United að reiða fram litlar 360 milljón- ir króna fyrir kappann en auk United sýndi úrvals- deildarliðið Liverpool Po- borsky mikinn áhuga. Po- borsky skaut upp á stjörnu- himininn í Evrópukeppninni á Englandi I síðasta mánuði þegar hann sýndi þar oft og tíðum snilldartakta og þótti mörgum hið eftirminnilega mark hans í leiknum gegn Portúgal í 8-liða úrslitunum glæsilegasta mark keppn- innar. íþrLwr FOLK ■ TÉKKNESKI landsliðsmaður- inn í knattspyrnu, Radek Bejbl, skrifaði á föstudag undir fjögurra ára samning við spænsku meistar- ana Atletico Madrid. Bejbl, sem er 24 ára gamall, bætist þar með í hóp tveggja annarra landsliðs- manna Tékklands, sem leika á Spáni en það eru þeir Petr Kouba hjá Deportivo Uoruna og Pavel Hapal hjá Tenerife. ■ ARGENTÍNUMAÐURINN knái, Claudio Biaggio, mun að öllum líkindum skrifa undir samn- ing við franska liðið Bordeaux á allra næstu dögum. Bordeaux seldi frönsku landsliðsmennina Zinedine Zidane, Christophe Dugarry og Bixente Lizarazu eftir síðasta keppnistímabil og ætti Biaggio því að verða kærkominn styrkur í liði Frakkanna. ■ HETJA þýska landsliðsins frá því í úrslitaleik Evrópukeppninnar í síðasta mánuði, Oliver Bierhoff, tilkynnti á laugardag að hann hefði skrifað undir samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese til alda- móta en þar lék kappinn með ágæt- um árangri á síðasta keppnistíma- bili. Samkvæmt fréttum fær Bier- hoff 44 milljónir á ári í sinn hlut. ■ GABRIEL Bntistuta. sem leikur með Fiorentina á Ítalíu segist ætla að leggja skóna á hilluna eftir þrjú ár, eða þegar hann verður þrít- ugur. Hann segist ætla að flytjast heim til Argentínu þegar knatt- spyrnuferlinum lýkur. Batistuta jafnaði markamet Diegos Mara- donna er hann gerði 34. mark sitt fyrir landsliðið fyrr á þessu ári. ■ FRANSKA liðið Marseille mun vera á höttunum á eftir ítalska varnarmanninum Lorenzo Minotti, sem leikið hefur með Parma á ítal- íu undanfarið, og er jafnvel búist við því að Minotti muni skrifa und- ir samning við Marseille á allra næstu dögum. ■ ÞA hafa samningar loks tekist milli Marseille og þýska landsliðs- markvarðarins, Andreas Köpkes, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við franska liðið á sunnu- dag. ■ ENN af Marseille því það þykir nú næsta víst að hinn 22 ára gamli varnarmaður, Chris Makin, sem leikið hefur með enska 1. deildarfé- laginu Oldhain Athletic undanfar- in ár, sé á leiðinni til Marseille og er jafnvei búist við að hann muni skrifa undir samning við félagið um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.