Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 20
ÍÞROmR TORFÆRA Sekúndubrot réðu úrslitum SEKÚNDUBROT réðu úrslitum í fjórðu umferð íslandsmótsins á Akranesi á laugardaginn. Einar Gunnlaugsson frá Akureyri vann í lokaþrautinni með því að ná besta tíma í tímabraut og sigra með tíu stigum, en sekúndubrot skildu fremstu menn að í flokki sérútbúinna jeppa. Tilþrifaverð- laun hlaut Sigurður Axelsson. sr Urslitin kynda upp ísiandsmótið fyrir síðustu umferðina sem verður á Hellu í september. í báðum flokkum eiga margir möguleika á sigri. Gísli G. Jóns- Gunnlaugur son ?r ®^ur að Rögnvaldsson um 1 flokki serutbu- skrifar inna jeppa með 65 stig, Haraldur Pét- urssori 63 og Einar Gunnlaugsson 61. Sigurður Axelsson er síðan með 53. Allir eiga þeir góða möguleika á titlinum. Haraldur hafði forystu að stigum fyrir mótið á Akranesi, en lenti aðeins í sjötta sæti. Fyrstu þrjár þrautinar í mótinu voru eins og mal- bikaður vegur er fyrir fólksbíl og gerðu ekkert til að ögra ökumönnum. Þetta þýddi að þijár síðustu þrautirn- ar réðu úrslitum, sem gerði Iokaslag- inn spennandi. Hinsvegar voru tilþrif lítil, en kvöldið fyrir keppni rigndi og gerði það að verkum að fyrstu brautirnar urðu greiðfærari en ella. „Fyrstu þrautirnar voru alltof léttar og þá eru jepparnir að fara meira á ausudekkjunum, en skófludekkjum. Persónulega fínnst mér að það eigi að banna ausudekk. Jeppamir stýra illa og gripið er svo mikið að erfitt er að búa til þrautir," sagði Gísli G. Jónsson. „Ég hélt ég myndi ná betri tíma í tímabrautinni, en siagurinn var GOLF harður um sigurinn. Það er sárt að tapa með 10 stiga mun og maður hugsar um það hvar maður hefði getað farið sekúndu hraðar í tíma- brautinni. Ég hefði kannski líka átt að láta allt flakka í flórðu þraut, sem var þó lúmsk í lokin. Ég er þó í for- ystu til meistara og lokamótið verður hrikalegur slagur,“ sagði Gísli. Hann var í fyrsta sæti fyrir tímabrautina með 1.410 stig. Skammt undan voru Einar Gunnlaugsson og Ragnar Skúlason með 1.390 stig. En sex ökumenn hefðu hæglega getað unnið í lokaþrautinni, jafnvel fleiri með mik- illi heppni. Ásgeir Jamil Allansson ók tíma- brautina á 47,05 sekúndum, Einar fór á 47,36, Gunnar 47,95, Gísli 48,09, Haraldur 48,63. Stigagjöfin fyrir þrautina olli því að Einar skreið 10 stigum framúr Gísla. „Ég hugs- aði mikið í tímabrautinni sem ég hafði skoðað vel og vandlega. Ætl- aði að ná góðum tíma. Eftir hveija beygju hugsaði ég um að ég hefði nú getað farið aðeins hraðar. Röflaði heil ósköp við sjáifan mig, en mér tókst að ná góðum aksturstíma, þeim næstbesta. Það rétt nægði til sigurs, engu mátti muna. Sekúndubrot réðu sigrinum," sagði Einar. „Ég ákvað að hafa skófludekk að framan og ausudekk að aftan í þessari keppni og réð betur við jeppann en áður. Það var skemmtilegra að keyra en á ausudekkjum allan hringinn. Sigur- inn heldur mér volgum í slagnum um að ná titlinum, sem Haraldur náði af mér í fyrra. Ég virðist alltaf sterkástur á lokasprettinum, vann lokamótið í fyrra og verð að gera það núna ef ég ætla að verða meist- ari," sagði Einar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Tilþrifaverðlaun að venju SIGURÐUR Axelsson hlaut verðlaun fyrlr bestu tilþrifin eins og oft áður, og ekki að furða. HALANDALEIKAR Marteinn sló uþp- hafshöggið LANDSMÓTIÐ í golfi hófst í Vestmannaeyjum á sunnu- daginn með því að Marteinn Guðjónsson, Eyjapeyji á átt- ræðisaldri, sló fyrsta högg- ið. Á morgun hefja meistara- flokkarnir keppni en mótinu lýkur á laugardaginn. Kepp- endur eru 265 talsins og víst er um að mikið verður slegið í Eyjum í vikunni. Búast má við því að höggin nálgist 90 þúsund, en það eru 84,9 högg að meðaltali á hring á keppenda. Búist er við jafnri og spennandi keppni í meist- araflokkunum og sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið nefndir sem möguleig- ir sigurvegarar. Björgvin Sigurbergsson úr Keiii og Karen Sævarsdóttir úr GS eru núverandi meistarar. Á myndinni má sjá Martein Guðjónsson slá fyrsta höggið á landsmótinu, kl. átta ár- degis á sunnudaginn. Morgunblaðið/Sigfús Auðunn vann KRAFTLYFTINGAKAPPINN Auðunn Jónsson vann fyrsta mótið af sex í hálandaleikum á laugardaginn. Fjögur mót af sex gilda til lokastiga og fara þau fram víða um land. Fyrsta mót- ið var á Akranesi og kepptu sex valdir íþróttamenn þar í skota- pilsum ífimm keppnisgreinum. Keppendur voru úr ólíkum íþróttagreinum, aflraunum, vaxtarrækt, sleggjukasti, spjótkast og lyftingum og þótti keppendum ekkert verra að keppa í fijálslegum skotapilsum. Hjalti Ursus vann tvær greinar í mótinu, staurakast og lóðk- ast, Unnar Garðarsson vann eina. Auðunn lagði alla að velli í sleggjuk- asti með sérhannaðri sleggju að hætti skoskra og í því að kasta lóði yfir rá. Hlaut Auðunn samtals 24, Unnar 21 stig, Hjalti 19. „Hálandleikarnir eru mjög ólíkir minni aðalíþrótt, kraftlyftingunum, en eru mjög góð æfíng fyrir mig. Það er mjög gott fyrir íþróttamenn að stunda annars konar æfingar og íþróttir, skapar snerpu og lip- urð. Varnar stöðnun í æfíngum. Svo var ekki verra að vinna,“ sagði Auðunn í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina á Akranesi. „Ég tek þessu alvarlega og langar að ná Islandsmeistaratitilinum í þessari nýju keppnisgrein. Ég náði ekki að endastinga staur í staurakasti, að- eins Hjalti náði því í mótinu, en mér tókst það hinsvegar á æfingu. Það tekst vonandi á næsta móti sem verður í Hafnarfirði um næstu helgi. Ég held að mótin verði mjög jöfn, það voru þrír mismunandi sig- urvegarar í einstökum greinum og allir geta unnið á góðum degi.“ „Það er óvenjulegt að keppa í pilsi, en stemmningin er líflegri en í kraftamótunum. Þetta er fin til- breyting og góð æfing fyrir heims- meistaramótið í kraftlyftingum í haust. Þar stefni ég á að ná verð- launasæti í réttstöðulyftu, hné- beygju og bekkpressu. Ég hef þeg- ar náð meiri þyngd en mótið vannst á í Finnlandi í fyrra, þannig að ég er hæfilega bjartsýnn á góðan árangur," sagði Auðunn. Hann hef- ur lyft 965 kg í samanlögðu, 235 kg í bekkpressu, 370 kg í hné- beygju og 360,5 í réttstöðulyftu. íþrmr FOLK ■ GUNNAR Pálmi Pétursson vann í flokki sérútbúinna götujeppa. Hann er á eina jeppanum sem er skráður á númerum, löglegur á götuna. Gunn- ar er rheð 70 stig til meistara, Rafn A. Guðjónsson og Sigurður Þ. Jóns- son 63. Gunnar telur stuðning eigin- konunnar Sigurborgar Svavars- dóttur skipta miklu máli. Böm þeirra Jón Vilberg og Pálmi Freyr mættu á mótið með þeim hjónum. ■ HARALDUR Pétursson flytur jeppa sinn og alla varahluti í gömlum strætisvagni, hægri hringleið vagni SVR sem hann hefur endursmíðað. Rútan fór ekki í gang á heimleið og svo virtist að eyðslan væri 300 lítrar á hveija 100 km, eins og geimflaug, sagði Haraidur. ■ UM síðir vaknaði vagninn gamli og í ljós kom að eyðslan er líklega „bara“ 100 lítrar af díselolíu á hveija 100 km. Þá hefur rútan verið haldin strætisvagnaveiki. í fyrstu stoppaði hún reglulega af eigin hvötum og hrökk svo í gang. Greinilega vön reglulegum biðstöðvum fyrrum hús- bónda hjá SVR. ■ GUNNARI Egilssyni var vel fagnað sem nýjum afa og þeim yngsta í torfærunni á verðlaunaaf- hendingu á Langasandi eftir keppni. Hann er þriðji afinn til að keppa í torfæru. Páll Þormar ók eina keppni í fyrra og þá hefur Pétur Sigur- björnsson einnig afi ekið í torfæru. Hinsvegar verður Sæunn Lúðvíks- dóttir kona Gunnars fyrsta amman í íslenskri torfæru. Ung líka, aðeins 34 ára. ■ EINAR Gunnlaugsson ætlaði að kaupa nýja spariskó til að keppa á að venju. Ætlaði að fá íslenska skó frá Skagaströnd sem hann þekkti til en gat bara fengið lögguskó. Ein- ar þáði það, en skórnir voru ekki afgreiddir í tæka tíð. Hann notaði því reynda spariskó úr vinnunni á dekkjaverkstæði sínu, en hann er jafnan í spariskóm. Jafnvel þegar hann fer í veiði. ■ SIGURÐUR Axelsson hefur staðið sig vel á árinu og er fjórði að stigum. Hann ekur Fríðu Grace sem skírð er eftir dóttur systur hans Sig- rúnu Bragadóttur. Yfirbygging jeppans er smíðuð úr plasti af tengdaföður hans Markúsi Markovic sem er bátasmiður. Jepp- inn er nú einn sá dýrasti í torfær- unni, en Sigurður hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í hann. ■ EINAR Gunnlaugsson heldur sér í æfingu á ýmsan máta, viljandi eða óviljandi. Fyrir ekki löngu skrapp hann í bíltúr á Range Rover árgerð 1979 í sveitaferð upp á Mýrar fyrir norðan. Eitthvað fór hann geyst á gripnum sem hrundi hreinlega undan torfærutöktum hans. Ferðafélagar höfðu eggjað hann eitthvað. Einar var ekkert að draga hann í bæinn, seldi gripinn á staðnum fyrsta kaup- anda sem veifaði seðlum símleiðis. ■ VIÐAR G. Sigþórsson á að baki harmsögu vegna vélar sem hann keypti í nýjan keppnisjeppa að utan í vor. Hún hrundi í fyrstu keppni, fúskaði svo í tveimur næstu. Á Akra- nesi hrundi hún öðru sinni og var föst fyrir lokaþrautina. Viðar ætlar að endursenda vélina vestur um haf og heimta nýja. Staðan í torfærunni: Árangur fjögurra móta telja. Einu móti er ólokið, það verður á Hellu 7. september. Sérútbúnir götujeppar Gunnar P. Péturss. Sigurður Þ. Jónss.. Rafn A. Guðjónss.. Gunnar Guðmund Sérútbúnir. - jeppar Gísli G. Jónsson..lí HaraldurPcturss...2( Einar Gunnlaugss..17 15 Sigurður Axelsson. ...15 10 Gunnar Egilsson...10 17 .13 20 17 20 70 .20 17 15 n 63 .17 11 20 15 63 .15 15 13 13 56 .13 20 15 15 65 .20 13 20 9 63 .17 15 9 20 61 .15 10 17 ii 53 .10 17 5 15 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.