Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hverfakort Árbæjar geymir upplýsingar um byggð og framkvæmdir HVERFAKORT gegnir margvís- legu hlutverki. Því er ætlað að veita íbúum viðkomandi borgarhluta og öðrum upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og gera grein fyrir tillögum um úrbætur t. d. fyrir umferð og opin svæði. í hverfa- korti er ennfremur fjallað um mark- mið varðandi frekari útfærslu byggðarinnar, götumynda og húsa. Þessi markmið eru síðan höfð að leiðarljósi, þegar deiliskipulag er unnið. Við gerð hverfakorta er borginni skipt í níu borgarhluta. Borgar- skipulag Reykjavíkur hefur nú gef- ið út hverfakort fyrir Árbæ, sem í hverfakorti fyrir Árbæ má finna margvíslegar upplýsingar um einkenni og sögu byggðarinnar. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um hverfakortið, en Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, skipu- lagsfræðingur hjá Borgarskipulagi, hefur stjómað undirbúningi þess. Samvinna við íbúa borgarhlutans er stór þáttur í gerð hverfakortsins Bæjarháls og Hyljir. Byggingarnar eru margbreytilegar og ólíkar að stærð og gerð. SUÐURLANDSBRAUT 10 SÍMI: 568 7800 FAX: 568 6747 ÍRABAKKI. Falleg ca 79 fm íbúö á 1. hæö. Tvennar svalir, parket flísar, góöar innrétt- ingar. V. 6.2 m. GRANDAVEGUR 47. ELDRIBORG- ARAR. Vorum aö fá í sölu fallega 2ja herb. 45 fm íb. á 4. hæö. Frábært útsýni. Mikil þjónusta. (búö fyrir 60 ára og eldri. Laus nú þegar. VALLARÁS Til sölu mjög falleg ca 53 fm íb. Suöursv. og lyfta. Gott hús. LINDARSMÁRI - KÓP. Nýkomin í sölu ca. 56 fm falleg og vel innréttuö íbúö á fyrstu hæö í góöu fjölb. V.6,4. JÖKLAFOLD. Ný glæsileg 56,3 fm íb. á 2. hæð. Til afhendingar strax. ASPARFELL. 66 fm ib. á 3. hæö. Suður- svalir. V 5,5 m. Áhv. 2,9 m. VÍKURÁS. 58 fm íb. á 4. hæö. V 5,4 m. Áhv. 3,2 m. ÁLFTAMÝRI. 55 fm íb. á 4. hæö. Parket Suöursvalir. V 5,2 m. Áhv. 3,2 m. NESVEGUR. 49 fm risibúö. V 3,9 m. KARLAGATA. 52 fm íb. í kjallara. V. 3,9 SKAFTAHLIÐ. Falleg 104 fm íb. á 3. hæö. Vandaðar innr., og húsiö þykir eitt þaö besta í bænum. V 8,7 m. Áhv.byggsj. 3,4 m. LJÓSHEIMAR. Góð 4ra herb. íb. á 1. hæö. V 6,9 m. HRAUNBÆR Falleg 108 fm íb. á 1. hæö. Fiísar. Parket. NÝBÝLAVEGUR. M/BÍLSKÚR. 4ra herb. 83 fm íb. á efri hæö í 5 íb. húsi. V 7,9 m. ÁLFHEIMAR. Mjög góð 98 fm íb. í þessu eftirsótta hverfi, þaðtilheyrir jú Langholtssókn. itar hæð í vesturl Fjárst.kaupandi. HJALLABREKKA - KÓP. Fráb. 98 fm ibúö á góðum staö. Allt sér. Spennandi ib. FURUGRUND - KÓP. Efri sérhæö í tveggja íb. húsi ásamt innb. bílskúr, samt. 170 fm. LINDARBRAUT SELTJ. Ca. 130 fm neðri sérhæö á þessum vinsæla staö. Sann- gjarnt verö. EFSTASUND. Neöri sérhæð og 1/2 kj. samt. 163 fm V 9,8 m. Vantar í Fossvogi og Safamýi Góðar greiðslur. AUSTURSTRÖND-SUÐURSV. Mjög fal- leg og vel umgengin ca80 fm íbúö í góöu fjölb. Fráb. útsýni. Verð 7.5 SOGAVEGUR. 63 fm íb. á jaröhæö. Sér inng. V 5,6 m. Áhv. 2,6 m. GRUNDARGERÐI. Falleg rísíbúð. Sér inng. V. 5,2 m. Áhv. 2,9 m. MÁVAHLÍÐ - GÓÐ KAUP.. 95 fm ib. í kjallara. Parket. v 6,3 m. FURUGRUND - NÝMÁLAÐ. 73 fm íb. á 5. hæö. V 6,5 m. áhv. 1,8 m. SÖRLASKJÓL - FALLEG ÍBÚÐ. Góö ca 90 fm ib á 1. hæö í fallegu 3býli. Mikiö endurnýjaö. GRASARIMI- STÓRGL.Vorum aö fá í sölu eitt fallegasta húsiö í öllum Grafarvog- inum. Sjón sögu ríkari. FROSTASKJÓL Stórgl. ca. 30 fm endaraö- hús. Glæsilegar innr. Fráb. hús. BRIKIGRUND - KÓP. Fallegt ca. 200 fm einbýlishús ásamt stórum innbyggöum bíl- skúr. Góöur garður. BLESUGRÓF - SPENNANDI. Spenn andi 183 fm eínb. ásamt bílskúr. Möguleik- ar í boði fyrir laghenta aöila. Gott verö. LANGABREKKA - TVÆR ÍB.180 fm parhús á þremur hæöum ásamt 34 fm bíl- Sk. íb. í kj. V 13,8 m. _ Sendiráð erlends rikis hefur óskað eftir aðstoð okkar við að útvega gott hús í Reykjavík fyrir starfsemi sína. 100% trúnaður. Vinsam- lega hafið samband við Lárus H. Lárusson. BRYNJAR FRANSSON, lögg. fasteignasali, LARUS H. LARUS SON, KJARTAN HALLGEIRSSON. ber heitið Borgarhluti 7. Hverfa- kortinu, sem áður hét hverfaskipu- lag, er skipt í tvo hluta. Fjallar annar þeirra um byggðina og skipt- ist í skipulag, einkenni hennar og framtíðarmarkmið, en borgarhlut- inn nær _yfir fjögur hverfi, íbúðar- hverfin Árbæ, Selás og Ártúnsholt og athafnasvæðið á Bæjarhálsi. Hverfin mynda eina landslags- heild, sem er afmarkaður hluti í heildarmynd Reykjavíkur. Þau skiptast í minni svæði eftir aldri og eðli byggðarinnar, húsagerðum og götuheitum. Nú eru íbúar borg- arhlutans um 9000 manns. Hinn hluti hverfakortsins er um- hverfiskort, þar sem fjallað um fyr- irhugaðar framkvæmdir, umferð og mannvirki í borgarhlutanum, en hann afmarkast af Vesturlandsvegi í norðri, Suðurlandsvegi og Breið- holtsbraut í austri og Elliðaárdal i suðri og vestri. Á umhverfiskortinu er einnig fjallað um stíga og opin svæði, þar á meðal um útivistar- svæðið í Elliðaárdal, sem er í næsta nágrenni. Gömul byggð og ný Saga borgarhlutans er rakin á mjög aðgengilegan hátt í hverfa- kortinu í frásögn Helgu Bragadótt- ur arkitekts. Artúns er fyrst getið í jarðabókum árið 1379 og er þá talið i eigu Neskirkju og Árbæjar er fyrst getið í heimildum árið 1464. Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti býl- ið Árbæ og og jörðina Ártún árið 1906 vegna vatnsveitufram- kvæmda, sem þá voru fyrirhugaðar. Upp úr 1920 fór bærinn að leigja út skika til ræktunar í Ártúns- brekku fyrir ofan Rafstöðina. Þarna varð til lítill íbúðarkjarni, sem myndaðist einnig af veglegum heils- ársbústöðum fyrir starfsmenn Raf- stöðvarinnar. Árbæjarblettir voru sumarbú- staðalönd, sem borgaryfirvöld út- hlutuðu á erfðafestuleigu upp úr 1930. Smám saman reis þar nokkuð af húsum, sem búið var í allt árið. Um 1930 hafði einnig myndast all- þétt byggð sumarhúsa í Selásnum, sem mörg urðu að heilsársbústöðum með tímanum. Um 1960 var hafin vinna við aðalskipulag Reykjavíkur 1962- 1983 og þá var tekin ákvörðun um skipulagningu Árbæjarhverfís. í lok sjöunda áratugarins náð byggðin alla leið inn að Elliðaám og var Árbærinn ásamt Breiðholtinu fyrsta eiginlega úthverfi Reykjavíkur- borgar. Aðflutt fólk af landsbyggð- inni og ný fjölmenn kynslóð borg- arbúa þarfnaðist húsnæðis. Um 1970 var þar risið íbúðarhverfí með rúmlega 4000 íbúum. í Selási voru um 200 íbúar árið 1980. Landið var þá að stórum hluta í eigu einkaaðila, en borgar- sjóður eignaðist það síðar að hluta til. í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1981-1998, austursvæði, var ákveðið, að Seláshverfi og Ártúns- holt yrðu næstu meiri háttar verk- efni á sviði deilskipulagningar íbúð- arhverfa og byggðust þau nokkurn veginn upp samhliða. Megin uppbygging Selásshverfis átti sér stað upp úr 1983, en í Suð- ur-Selási hófst uppbygging nokkru síðar og stendur enn. Ibúar hverfis- ins eru nú um 3500. Uppbygging Ártúnsholts var mjög hröð eftir 1983 og var hverfið fullbyggt 1988. íbúar þar eru nú tæplega 1800. Skipulag athafnasvæðisins á Bæj- arhálsi er frá miðjum áttunda ára- tugnum. Uppbygging hófst þá þegar og stendur enn. Með tilkomu nýs Suðurlandsvegar hefur austasti hluti hverfisins verið endurskipulagður. Fastmótuð íbúðarhverfi Helztu einkenni byggðar í borg- arhlutanum eru fastmótuð íbúðar- hverfí, þar sem sérbýli og stærri sambýli eru ríkjandi íbúðarform. Hverfin markast af umferðaræðum og útivistarsvæðinu í Elliðaárdal. Stór hluti byggðarinnar myndar lágreist jaðarsvæði að Elliðaárdaln- um og ósnortinni náttúru hans og gefur það byggðinni sérstakt gildi. Miðsvæðis í hverfunum eru stofn- anasvæði, að hluta til í tengslum við verzlunar- og þjónustusvæði. Árbær hefur ákveðna sérstöðu gagnvart Ártúnsholti og Selási sök- um aldurs og mjög sterkrar skipu- lagsheildar. Á athafnasvæðinu við Ártúnsholt er enn töluvert af óbyggðum og ófrágengnum lóðum. Verzlun og þjónusta er yfírgnæf- andi þar eins og í Hyljunum í Ár- túnsholti. íbúðarbyggðin í borgarhlutanum hefur að mestu byggzt upp eftir ákveðnu skipulagi og skilmálum. Við endurbætur og viðbyggingar húsa er mikilvægt að halda í þá hugsun, sem sett er fram í uppruna- legu skipulagi til þess að raska ekki heildarmynd hverfanna. Ganga þarf endanlega frá opnum svæðum, leik- svæðum, gangstígum og gangstétt- um og lagfæra umhverfí verzlana og fyrirtækja, segir í hverfakortinu. Á svæði milli Bæjarháls og Hraunbæjar hefur verið samþykkt skipulag, sem gerir ráð fyrir verzl- un, þjónustu og menningarstarf- semi á horni austan Bæjarbrautar, sem styrkja mun núverandi mið- hverfí. Þar er ennfremur gert ráð fyrir bílskúraþyrpingum, garðlönd- um og boltavöllum ásamt lóð fyrir stofnanir og íbúðir. íbúðarlóðir Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Raf- stöðvarveg hafa verið afmarkaðar og gerð tillaga um nánasta um- hverfi þar. Stígakerfið endurbætt í hverfakortinu er fjallað ítarlega um stíga og opin svæði og hefur Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt tekið saman þann kafla. Þar eru sett þau markmið, að hraða lagn- ingu helztu stíga innan borgarhlut- ans og stíga, sem tengja íbúða- byggðina við aðliggjandi útivistar- svæði. Áherzla er jafnframt lögð á að vernda sérstæða náttúru umhverf- isins, endurbæta opin svæði og gera þau vistlegri og fjölbreyttari og loks að bæta ásýnd borgarhlutans með markvissri gróðursetningu og frá- gangi við aðkomu inn í hverfin og við helztu umferðargötur. Fram kemur, að stígakerfið er yfírleitt gott í borgarhlutanum og einkennist af góðum tengslum við nálægt útivistarsvæði. Sérstaklega eru tengslin góð við Elliðaárdalinn úr Árbæjarhverfi og Ártúnsholti. Miðað við flest önnur borgar- hverfi í Reykjavík, þá er þessi borg- arhluti vél settur hvað varðar fjölda leiksvæða. Reyndar eru mörg leik- svæðanna lítil og skiptast misjafn- lega á einstaka hverfishluta, en nær alls staðar eru leiksvæði innan eðli- legra göngumarka, sem eru um 300 metrar. Borgarhlutinn er í nokkurri sér- stöðu, hvað varðar nálægð útivist- arsvæða, en víða eru skólalóðir, leikskólalóðir og leiksvæði í jaðri byggðarinnar við mörk Elliðaár- dalsins. Það veitir börnum hverfis- ins aukið tækifæri til þess að kynn- ast og njóta útivistarsvæðisins. Borið hefur á óskum um fleiri sparkvelli í borgarhlutanum, sér- staklega í Árbæjarhverfi og Ártúns- holti. I nýju deiliskipulagi af svæð- inu milli Hraunbæjar og Bæjarháls er gert ráð fyrir tveimur nýjum sparkvöllum og gerð hefur verið tillaga um staðsetningu nýs spark- vallar í Ártúnsholti. Vonazt er til, að með tilkomu þessara boltavalla, verði þörfínni fyrir sparkvelli mætt. Ástand opinna svæða, leiksvæða og boltavalla er víða gott í hverf- inu, en sums staðar er kominn tími til endurbóta og má fínna tillögur um slíkt í umhverfískortinu. Stór opin svæði Hlutfall opinna svæða af heildar landstærð borgarhlutans er tæplega 36%, sem er með því mesta, sem gerist í borginni. Þar munar mest um nálægð Elliðaárdalsins, sem er eitt helzta útivistarsvæði borg- arbúa. Borgarhlutinn mótast að sunnan og vestan af EUiðaárdaln- um, en austan við hverfið eru Rauðavatnshverfið og austurheiðar, sem einnig eru vinsæl útivistar- svæði. Elliðaárdalurinn er eina svæðið í borgarhlutanum undir borgarvernd, en borgarvernduð svæði hefur borg- arstjórn ákveðið að friða og leitast við að halda sem mest ósnortnum. Frá Elliðaárvogi að Elliðavatni er dalurinn samtals um 400 hektarar að flatarmáli og er stærsta útivist- arsvæðið innan borgarmarkanna, en hann tengist Fossvogsdalnum að vestan og útmörkum Reykjavík- ur að austan. Skipulag Elliðaárdalsins var samþykkt í borgarstjórn í maí 1994. Meginmarkmið skipulagsins er að vernda náttúrlega heild dalsins og tryggja til frambúðar tengingu milli byggðar og útmarka Reykjavíkur. Þar er leitazt við að mæta þörfum núverandi byggðar og hinna mörgu og ólíku útivistarhópa. Innan Elliðaárdalsins er m. a. aðstaða til þess að stunda laxveiði, iðka skíðaíþróttir og njóta útiveru á gangstígum og hjólreiðabrautum. Jafnframt er íþróttasvæði Fylkis og athafnasvæði hestamannafé- lagsins Fáks hluti af heildarútivist- arsvæðinu. Austan Selásshverfis er Rauða- vatn, sem er eftirsóknarvert svæði til útivistar. Á veturna er m. a. hægt að ganga á skíðum á svæðinu umhverfis Rauðavatn, stunda skautaíþróttir á á ísilögðu vatninu eða hleypta hestum á ísnum. Á sumrin er íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur með tómstundastarf fyrir unglinga við vatnið, en segl- bretta og bátaíþróttir eru vinsælar íþróttir á þeim tíma. Samvinna við íbúana mikilvæg Að baki hverfakortinu liggur umfangsmikil undirbúningsvinna starfshóps hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur og hefur Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir skipulagsfræðingur stjórnað þessari vinnu. Að hennar sögn er samvinna íbúa borgarinnar og þeirra, sem vinna að skipuiags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.