Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sandgerði Mikil uppbygg- ing hafnar- svæðisins að skila sér Uppgangur hefur verið í atvinnulífi í Sand- gerði. Hér fjallar Kristinn Benediktsson um byggingaframkvæmdir í bænum í við- tali við Sigurð Val Ásbjarnarson bæjarstjóra. Á nýrri uppfyllingu lands við höfnina i Sandgerði er hafin bygging nýs húsnæðis fyrir Fiskmarkað Suðurnesja. Hægi-a megin er grjótflutningsbíll að losa sig við hlass í uppfyllinguna sem verður alls 7 þúsund fermetrar. Mikill uppgangur hefur verið fyrir smábátana," sagði Sigurður í atvinnulífmu í Sandgerði Valur ennfremur. „Því er þetta Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson, skoðar hér breytingarnar á gamla skólahúsnæðinu ásamt Guðjóni Kristj- ánssyni, skólastjóra. Hér hefur gangi verið breytt í vinnuher- bergi fyrir kennarana. undanfarin ár eftir að hafnarað- staðan var stækkuð og innsigling- in dýpkuð. Lætur nærri að nú fái um 120 bátar, allt frá smábátum upp í stóra togara, þjónustu þar en 115% meðalnýting er á hafnar- aðstöðunni að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar bæjarstjóra. „Bryggjuaðstaðan er þegar orð- in of Iítil og höfum við leyst brýn- ustu þörfina með tveimur flot- ’bryggjum til viðbótar sem þegar eru fullnýttar," segir Sigurður Valur. „Auk þess urðum við að fara fyrr en við áætluðum í að veija höfnina fyrir ágangi sjávar með stækkun varnargarðsins sem liggur meðfram Norðurbryggju. Til þess urðum við að taka 60 millj. kr. lán, en þar af greiðir rík- ið til baka 45 millj. kr. á næstu árum. Af þessu leiðir að_ mikill kraftur er í atvinnulífinu. I vetur : auglýstum við nýtt deiliskipulag á hafnarsvæðinu fyrir atvinnuhús- næði.“ „Fyrir lá að Fiskmarkaður Suð- urnesja hafði sótt um lóð undir 1500 fm. húsnæði fyrir starfsemi sína en hluti af uppgangi hafnar- innar er auðvitað tilkoma markað- arins hér enda er stutt á miðin hentugt fyrirkomulag, en markað- urinn er fulllangt frá höfninni í dag. Betri þjónusta Smíði hússins hófst fyrir skömmu, en með tilkomu þess gerbreytist þjónustan vegna ná- lægðar við höfnina. Sandgerðis- bær verður í samvinnu við Fisk- markað Suðurnesja um hluta af húsnæðinu fyrir viktaraðstöðu og aðra aðstöðu fyrir starfsmenn hafnarinnar. Þá liggur fyrir að nokkrir fisk- verkendur sem flytja út ferskan fisk með flugi ætla að reisa 1200 fm. húsnæði í samvinnu við er- lenda aðila og er það fyrsta ný- byggingin fyrir fiskverkun í Sand- gerði í mörg herrans ár. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hefur fengið lóð í Sandgerði fyrir 1500 fm. húsnæði. Ennfremur eru nokkrir útgerðarmenn að huga að lóð fyrir veiðarfærageymslur þannig að það 7000 fm svæði sem við þurfum að fylla upp til að mæta þessari þörf eftir lóðum er nánast fullnýtt. Bæjarfélagið hefur einnig lagt í miklar framkvæmdir til að gera bæinn byggilegri. Ráðist var í að byggja við Grunnskóla Sandgerðis tæplega 1700 fm. viðbyggingu vegna breytinganna á grunnskóla- rekstrinum sem í vændum eru og við miðum við að skóladagurinn verði samfelldur hjá börnunum í stað þess að kappkosta að skólinn verði einsetinn. Viðbyggingin er á tveimur hæð- um. Á neðri hæðinni sem tekin hefur verið í notkun er salur, eld- hús, bókasafn, handmennta- og myndmenntastofur og tónlistar- stofa. Á efri hæðinni verða 8 kennslustofur og lögðum við áherslu á að klára eina stofu síð- ast liðið haust til að sex ára börn- in fengju betri aðstöðu og þyrftu ekki að vera á ferðinni snemma á morgnana í myrkri og vetrarveðri. í gamla skólahúsnæðinu hefur verið ráðist í miklar breytingar m.a. komið þar fyrir stjórnsýslu skólans og í kjallara útbúin að- staða fyrir hreyfihömluð börn. Á þessu ári er síðan stefnt að því að klára tvær stofur til viðbótar auk þess að leggja áherslu á við- haldsvinnu, en með því móti er hægt að færa tónlistarskólann í húsnæði grunnskólans. Áætlaður byggingakostnaður er 150 millj. kr. og hafa fram- kvæmdirnar kostað til þessa 96 millj. kr. og ljóst að áætlun stenst enda búið að kaupa allan búnað fyrir skólann, en við náðum mjög hagstæðum innkaupum. Ný íþróttamannvirki Þá hefur bærinn lagt íþrótta- starfinu lið með því að fjármagna 80% af nýju 250 fm. vallarhús- næði við knattspyrnuvöllinn í sam- vinnu við Knattspyrnufélagið Reyni auk tveggja valla og spark- vallar. Hlutur þæjarins í þessu verkefni er 40 millj. kr. og greið- ist á næstu fimm árum. Einnig hefur bærinn með sama hætti lagt Golfklúbbi Sandgerðis lið og fjár- magnað 80% byggingar nýs golf- skála. Þetta gerbreytir allri að- stöðu til íþróttaiðkana hér í bæ. Þá er verið að byggja nýtt safn- aðarheimili í bænum og mun það bæta mjög safnaðarstarfið en kirkjan er á Hvalsnesi", sagði Sig- urður Valur. Hann bætti því við að lokum að lokið væri skipulagn- ingu á einni götu með malbiki þar sem fást sex nýjar byggingarlóðir, en einungis eru nú í smíðum fjórar íbúðir í bænum. Til stendur að auglýsa lausar lóðir án gatnagerðargjalda, því það er áhyggjuefni að hér skuli vera fólksfækkun á sama tíma og uppsveifla er í atvinnulífinu og fólk vantar til vinnu. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvdli og Rábhústorginu -kjarni málsins! SJAVARGATA Vorum að fá í sölu einbhús á Álftanesi 125 fm ásamt tvöf. bílsk. Parket. Suðurverönd. Eignask. möguleg á 4ra herb. íb. Verð 11,9 millj. Áhv. 6,4 millj. STARENGI Ca 176 fm einb. á einni hæð. Fullb. að utan, fokh. að innan. Fallegt hús. Verð 8,6 millj. BREKKUSEL Endaraöhús ca 240 fm meö mögul. á 6 herb. Parket og flísar. Bílskúr. Verð 12,9 millj. Áhv. 5,2 millj. UNUFELL Fallegt ca 187 fm endaraðhús i góðu ástandi ásamt bílskúr. Parket, arinn og nýl. innr. Kjallararýminu er auðvelt að breyta I litla ibúð. Verð 11,9 millj. MELSEL Parhús ca 250 fm ásamt tvöf. bílsk. Húsið er á þremur hæðum. Stórt eldh., góöar saml. stofur. Stór suöurgarður. Verð 13,8 millj. BAUGHÚS Parhús á tveimur hæðum ca 188 fm ásamt innb. bílsk. Góðar stofur. 3-4 svefnherb. Verð 12,5 millj. Áhv. 6,8 millj. Hæðir LANGHOLTSVEGUR Vorum að fá ca 117 fm hæð ásamt bilsk. Góður garður. Öll þjónusta i næsta ná- grenni. Verð 8,4 millj. LINDARHVAMMUR - HAFN- ARFJ. Góð efri sérhæð og ris ásamt ca 32 fm bíl- skúr. Möguleiki á séríbúö í risi. Áhv. ca 4,5 millj. Verð 11,5 millj. 4ra - 6 herb. REYKAS - NY Vorum að fá í sölu fallega ca 153 fm Ibúð á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fjögur svefnherb. Parket á gólfum. Verð 10,8 millj. Áhv. ca 2,8 millj. HJALLABREKKA - KÓP. Falleg mikið endurnýjuð Ibúð á 1. hæð með sérinngangi. Gott útsýni, parket á gólfum. Þrjú svefnherbergi. Verð 7,9 millj. EYJABAKKI Vorum að fá í sölu góða 4ra herb. ib. með aukaherb. í kj. Sameign nýl. tekin I gegn. Nýtt gler. Þvherb. í íb. Verð 7,2 millj. SELJABRAUT Vorum að fá í sölu ca 102 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð með stæði í bílag. Góð íbúö. Hentar vel fjölskyldufólki. Verð 7,4 millj. Áhv. 1,7 millj. HOFUM KAUPANDA að góðri 3ja herb. íbúð með bílskúr miðsvæðis í borg- inni. Verðhugmynd 7,5 - 8,5 millj. Mjög góð 3ja herb. ib. ca 70 fm á 5. hæð I lyftuhúsi. Gott útsýni. Ibúðin er nýmál- úð, nýleg teppi. Tengt fyrir þvottavél á baði. Áhv. ca 2,8 mlllj. Verð 5,9 millj. NJÁLSGATA Vorum að fá í sölu 3ja-4ra herb. íb. ca 53 fm miðsvæðis í höfuðborginni. (búðin býð- ur upp á mikla möguleika. Áhv. 3,2 millj. Verð 6,2 millj. BIRKIMELUR - NY Vorum að fá í sölu góða ca 65 fm íbúð á 2. hæð. Laus strax. Verð 4,9 millj. FURUGRUND - NÝ Til sölu ca 54 fm íbúð á 2. hæð. Suðursv. Verð 5,0 millj. WBBBiB SKIPHOLT - NY Vorum að fá I sölu fallega ca 84 fm íbúð á 2. hæð. Vestursvalir. Parket. Fataher- bergi I (búð. Verð 6,6 millj. SKERJAFJORÐUR - NY Vorum að fá í sölu bjarta og mjög fallega 3ja - 4ra herb. Ib. í tvibhúsi. Fallegur suðurgarður. Stór verönd. Parket. flísar. Eign sem vert er að skoða. Verð 7,9 millj. Áhv. ca 4,5 millj. STRANDASYSLA Vorum að fá í sölu jörðina Hrafnadal í Bæj- arhreppi ca 1800 ha. heiöarland - veiöi- hlunnindi. Uppl. á skrifst. SELFOSS - ÁLFTARIMI Vorum að fá I sölu á besta stað góðar full- búnar Ibúðir 2ja og 3ja herb. Stærðir frá ca 75 fm til 98 fm. Verð frá 5,6 millj. Netfang: kjr@centrum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.