Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 BLAÐ SÍF tekur saltfisksölu á Spání í eigin hendur Slítur samstarfinu við Copesco Sefrisa SÍF hefur slitið samstarfi sínu við Copesco Sefrisa á Spáni, en félögin ráku saman saltfisksölufyrirtækið Copesco SÍF frá því haustið 1994. SÍF hefur ákveðið að stofna eigin sölufyrirtæki á Spáni undir nafninu Union Islandia og mun það hefja starfsemi í eigin húsnæði í september. íslenzkur framkvæmdastjóri verður ráðinn að fyrir- tækinu. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir að hagsmunir SÍF og spænsku samstarfsaðiljanna hafi ekki farið nógu vel saman. „Hagsmun- um okkar er bezt borgið með því að reka eigin starfsemi á Spáni. Með því næst það markmið okkar, að skila framleiðendum hér heima sem hæstu skilaverði fyrir fiskinn," segir Gunnar Örn. Gunnar Örn segir, að þar sem það sé markmið SIF að skila framleiðend- um eins miklu heim og unnt sé, sé það bezt að félagið starfi sjálfstætt á hin- um erlendu mörkuðum. Reynslan af slíkri starfsemi á Ítalíu, í Frakklandi og Portúgal sé góð og því full ástæða til að fara sömu leið á Spáni. „í raun hefði SÍF átt að stíga slík skref miklu fyrr en gert var,“ segir Gunnar Örn. SÍF á 1.500 fermetra nýlegt hús- næði í Mercabana í Barcelona, en þar er miðstöð matvæladreifingar í Kata- lóníu. Húsið er talið henta mjög vel 3 LárusÆgir Guðmundsson formaður Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Bátasmíði 5 Bátasmiðja Guðmundar með nýjan og stærri Sóma Markaðsmál 0 Beitarfiskur tal- inn fiskur næstu aldar í fiskeldinu til þessarar starfsemi og mun hún hefjast þar í haust undir stjórn ís- lenzks framkvæmdastjóra. Mikilvægt að Íslendíngur stjórni fyrirtækinu „Við vildum í upphafi samstarfs okkar við Spánveijana ráða íslenzkan framkvæmdastjóra, en þeir gátu ekki sætt sig við það. Niðurstaðan varð svo sú að áherzlurnar við reksturinn urðu aðrar en þær, sem þjónuðu hagsmunum framleiðenda heima bezt. Það gátum við auðvitað ekki sætt okk- ur við, því ein af forsendum þess að ná markmiðum okkar er að íslendingur stjórni fyrirtækinu. Spánn er einn af mikilvægustu salt- fiskmörkuðum okkar og verður svo áfram. Öll sala Nord Morue, dótturfyr- irtækis okkar í Frakklandi, mun fara í gegn um hið nýja fyrirtæki okkar. Það mun svo markaðssetja fiskinn undir vörumerkinu Bacalao Islandia, sem er mjög þekkt á Spáni. Eiga ekki von á eftirköstum Við eigum ekki von á neinum sér- stökum eftirköstum vegna þessa máls. Það er þó ljóst að fyrrum samstarfs- aðilar okkar munu nú keppa við okkur og aðra útflytjendur um hylli framleið- enda hér heima. Þeir munu vafalaust reyna að yfirbjóða okkur og ná ein- hveijum yfir til sín, en reynslan hefur sýnt að hag framleiðenda á íslandi er bezt borgið í viðskiptum við SÍF. Við teljum okkur því ekki hafa neitt að óttast," segir Gunnar Örn Kristjáns- son. Á SJÓSTÖNG MEÐ PABBA • VALGEIR Guðmundsson bra sér nýlega á sjóstangaveiðar með föður sínum Friðrik Guðmunds- syni. Þeir feðgar skruppu út á Vopnafjörð til að sækja ýsu í soð- Morgunblaðið/HG ið. Það var hins vegar bara sá guli sem gaf sig, svo minna varð úr veiðum en ætlað var. Kannski að kvótinn hafi verið búinn. Fréttir Markaðir Spá fækkun sóknardaga • SÓKN ARDÖGUM króka- báta fækkar verulega á fisk- veiðiárinu 1997-8 sam- kvæmt spá sjávarútvegs- ráðuneytisins en spáin er miðuð við þorskveiði sókn- ardagabáta á þessu fiskveið- iári fram að 9. júlí. Sóknar- dagabátar hafa veitt mun meira á þessu fiskveiðiári en væntanlegar heimildir þeirra verða á því næsta. Þorskaflahámarksbátar eru í miklum meirihluta þeirra sem sótt hafa um úrelding- arstyrki til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins./2 Gjöfult fiskveiðiár • YFIRSTANDANDI fisk- veiðiár stefnir í að verða hið gjöfulasta í sögunni. Þegar tveir mánuðir voru eftir af því, var heildaraflinn orðinn rúmlega 1,4 milljónir tonna. Það er um 80.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 50.000 tonnum meira en fiskveiðiárið þar á undan. Síid og loðna eru uppistaða aflans, eða um 920.000 tonn. Botnfiskafli er nú um 408.000 tonn, sem er nokkru meira en í fyrra en mun minna en undanfarin fisk- veiðiár. Héðinn byggir mjölgeymana • HÉÐINN Smiðja hf. hefur frá áramótum hannað og byggt þrjú mjölblöndunar- og lagergeymakerfi hér á landi, en þessi kerfi þykja bylting í meðferð og fram- leiðslu mjöls. Þegar hafa verið sett upp mjölblöndun- ar- og lagergeymakerfi við verksmiðjur Loðnuvinnsl- unnar hf. á Fáskrúðsfirði og Hraðfrystihús Eskifjarð- ar, en einnig eru í smíðum lagergeymar við verksmiðju Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi./3 Aflinn fimm fiskveiðiár, 1991/92-1995/96 Krabbi og skel Loðna og síld Annar botnf. Þorskur 91/2 92/3 93/4 94/5 95/6 Aflaverðmæti fer vaxandi lÁUpus. ionn- Verðmæti aflans jan.-júní 1994-96 3,0 milljarðar kr.--- 0............ Krabbi og skel Loðna og síld Annar botnf. Þorskur í „víking“ til Suður-Kóreu • I TENGSLUM við opin- bera heimsókn utanríkisráð- herra til Suður-Kóreu 27. ágúst til 1. september hefur verið skipuð viðskiptasendi- nefnd íslenskra fyrirtækja sem munu kynna sér við- skiptalíf þar í landi, kyniia íslensk fyrirtæki og fjárfest- ingartækifæri á Islandi. Halldór Asgrímsson, utan- ríkisráðherra, segir ótal tækifæri fyrir íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki til að hasla sér völi í Kóreu./5 Mjöl fyrir um milljarð króna • MIÐAÐ VIÐ um 200 þús- und tonna loðnuveiði á yfir- standandi sumarvertíð má ætla að heildarverðmæti loðnunar sé um 2 milljarðar króna sé tekið mið af af- urðaverði hráefnistonnsins. Þegar hefur verið framleitt rnjöl fyrir rúmlega einn milljarð króna og verðmæti lýsisframleiðslunnar eru orðin um 713 milljónir króna./7 • VERÐMÆTI fiskaflans er nú meira en á sama t íma í fyrra, en undanfarin ár hefur verðmæti aflans minnkað milli t ímabila. Verðmætið eftir fyrstu 6 mánuði ársins er rúmlega 27 miUjarðar króna, en var 26,8 milljarðar á sama í fyrra. Þorskurinn gefur mest af sér, eða um 6,5 millj- arða, en verðmæti rækjuaf- lans eykst stöðugt og er nú komið í 4,4 inilljarða í öðru sætinu. Karfi er svo í þriðja sæti með 4,3 miUjarða, bæði úthafskarfi og aðrar teg- undir. Loðnan er í því fjórða með um 4 milljarða króna./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.