Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3
. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR24.JÚLÍ1996 C 3 VIÐTAL Formaður rækjuframleiðenda segir nauðsynlegt að minnka sveiflur í greininni ÁRIN 1994 og 1995 voru mjög góð fyrir rækjuiðnaðinn, þá breyttist ástandið til batnaðar eftir nokkur afar slæm ár þar á undan. Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd, nýkjörinn formaður stjórnar Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að í október hafi menn farið að merkja það að eitthvað væri að gerast á markaðnum og upp úr áramótum hafi verðið byrjað að lækka. „Síðan hefur rækjuverð far- ið lækkandi og því miður er verið enn á niðurleið. Við höfum verið að vonast eftir verðhækkunum en þær hafa látið á sér standa," segir Lárus Ægir. Birgöir tvöfalt meiri en venjulega Telur hann að rækjuverð sé nú 13-32% lægra en það var fyrir verð- fall. Þrátt fyrir það segir hann að verðið hafi stundum áður farið enn neðar. „Við erum fegnir því að stöðvast einhvers staðar í miðjum hlíðum en lenda ekki niðri í dalbotn- inum í þetta skipti," segir Lárus Ægir. Stærsta rækjan hefur lækk- að minnst í verði en millistærðir og sú smæsta mest. „Um tveggja mánaða skeið höfum við verið að vona að botninum væri náð og við gætum farið að þoka verðinu aftur upp á við. Þetta hefur því miður brugðist." Erfið birgðastaða er hjá rækju- verksmiðjunum. Telur Lárus Ægir að 4000-5000 tonn af rækju séu í birgðum en það er liðlega tvöfalt meira en eðlilegt er talið. Salan er frekar dræm, eins og raunar oftast á þessum árstíma en Lárus Ægir segir að salan hafi ekki verið eins kraftmikil síðustu mánuði og venja er til. Flestar verksmiðjurnar eru að tapa peningum á framleiðslunni um þessar mundir, að mati Lárusar Ægis. Þær eru enn að vinna fryst Vonasteftir verðhækkun í háust Rækjuiðnaðurinn er að ganga í gegn um enn eitt öldurótið. Verðið hefurfalliðum 13-32%, birgðir eru tvöfalt meiri en venjulega og verk- smiðurnar enn að vinna úr hráefni sem þær keyptu dýrum dómum fyrir verðfallið. Lárus Ægir Guðmundsson, formaður rækjufram- leiðenda, var þó bjart- sýnn á verðhækkun í haust þegar Helgi Bjarnason kom við hjá honum á Skagaströnd hráefni sem þær keyptu í vetur á háu verði þegar afurðaverðið var hærra og eykur það erfiðleikana. I kjölfar lækkunar á afurðaverði hef- ur hráefnisverð einnig lækkað, bæði á fersku og frystu hráefni, en Morgunblaðið/Helgi Bjarnason LÁRUS Ægir Guðmundsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. þó ekki eins mikið og afurðaverðið. „Það gerist reyndar sjaldnast," seg- ir Lárus Ægir. Sveiflurnar erfiöar Hann telur óraunhæft að reikna með verðhækkun næstu mánuði vegna þess hvað birgðir eru miklar. „Menn eru að vonast eftir því að þegar kemur fram á haust fari rækjan í stærstu flokkunum að minnsta kosti að hækka aftur í verði." Formaður rækjuframleiðenda tekur undir þá skoðun að erfitt sé að stunda atvinnurekstur í þeim miklu sveiflum sem einkennt hafa greinina. „Sennilega er það skýr- ingin á verðfallinu nú að rækjan þolir ekki nema ákveðið hámarks- verð. Verðið hefur farið of hátt, miðað við það sem húsmæðurnar sem kaupa inn til heimilisins eiga í buddunni. Þær snúa sér að öðrum tegundum matar og þá getur liðið langur tími þangað til þær velja rækjuna aftur. Okkur finnst þetta ekki gott, viljum frekar hafa stöð- ugra verðlag, til dæmis eins og ein- kennir botnfiskvinnsluna. Þar er ákveðinn öldugangur en ekki stórsjóir eins og í rækjuvinnslunni. En það hefur gengið illa að finna jafnvægið sem allir geta verið sátt- ir við," segir Lárus Ægir. Fjárf est til að auka gæðin Margar verksmiðjanna fjárfestu töluvert í góðærinu. Lárus Ægir segir að sumar vinnslurnar hafi dregist aftur úr í tækni og hafi verið að bæta úr því, bæði til þess að auka afköstin og ekki síður til að geta framleitt betri vöru. Ekki sé vanþörf á því, kröfur markaðar- ins aukist sífellt. Rækjuframleiðendur á norður- slóðum eiga í harðri samkeppni við hlýsjávarrækju. „Kaldsjávarrækjan á alltaf í vök að verjast gagnvart hlýsjávarrækju og rækjusem alin er í fiskeldisstöðvum. Á meðan kaldsjávarrækjan er talin í tugum þúsunda tonna er framleiðslan þarna suður frá reiknuð i milljónum tonna," segir Lárus Ægir. Helstu framleiðslulönd kaldsjávarrækju eru með markaðsátak í Þýskalandi þar sem reynt er að leggja áherslu á gæði vörunnar. Lárus Ægir segir að átakið hafi gengið vel, fyrsta árið gefi góðar vísbendingar sem menn vonist eftír að skili sér í auk- inni sölu á næsta starfsári. „En við erum með skæða keppinauta sem einnig eru að bæta gæði framleiðsl- unnar. Aðstæður hafa gjörbreyst að þessu leyti." Bjartsýnn Lárus Ægir er bjartsýnn á fram- tíðina, fyrst verðið lækkaði þó ekki meira í vetur. „Menn vonast til þess að afkoman hjá rækjuverk- smiðjunun verði þokkaleg, þegar til lengri tíma er litið. Það er samdóma álit framleiðenda og markaðs- manna," segir hann. Mjölkerfi Héðins Smiðju reynast vel HÉÐINN Smiðja hf. hefur frá ára- mótum hannað og byggt þrjú mjöl- blöndunar- og lagergeymakerfi hér á landi, en þessi kerfi þykja bylting í meðferð og framleiðslu mjöls. Þegar hafa verið sett upp rnjöl- blöndunar- og lagergeymakerfi við verksmiðjur Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði og Hraðfrystihús Eskifjarðar, en einnig eru í smíðum lagergeymar við verksmiðju Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi og von- ast til að þeir komist í gagnið fyrir næstu vetrarvertíð. Gunnar Pálsson, LOÐNUVINNSLAN FÁSKRÚÐSFIRÐI • Heítóargoymslurýroi um 7.000 rúmmetrar « Arkaslageta ötöWptinar urn 100 lonn/klsl BIÖNDUNAR- GEYMAR INN SNiGIU. DRAQARI LYFTA FAtLRÓR C UT((skip) MJÖLBLÖNDUNAR- og lagerkerfið sem Héðinn Smiðja hf. setti upp á Fáskrúðsfirði. verkfræðingur, hefur haft yfirum- sjón með byggingu kerfisins og seg- ir hann í nýjasta fréttabréfi Héðins Smiðju að notkun blöndunar- og lagergeymanna hafi mikla vinnuha- græðingu í för með sér á öllum þrep- um frá blöndun til útskipunar. Notk- un mjölsekkja, sem verkmiðjur hafa notað við mjölgeymslu fram að þessu, hverfi með notkun kerfisins og þar með öll fyrirhöfn sem notkun þeirra fylgir, að ógleymdri skriff- innskunni. Þá fylgi notkun sekkj- anna alltaf bein rýrnun og ávinning- ur af því að koma mjölinu í lokað kerfi sé því augljós. Betri gæði í tokuðu kerfi Gunnar segir annan höfuðköst kerfisins felast í gæðum mjölsins. Lokað kerfi minnki líkur á að bakt- eríur og síklar komist í mjölið sem sé alltaf áhættuþáttur þegar mjölið sé geymt í sekkjum í misþrifalegum húsnæðum. Það gefi mönnum auk þess kost á því að stjórna efnasam- setningu og eiginleikum mjölsins með því að blanda saman hinum ýmsu gerðum til að fá þá útkomu sem þeir sækjast eftir. Um leið og hægt sé að halda sömu gæðum á framleiðslunni til lengri tíma verði samningsstaða gagnvart kaupend- um sterkari, því margir kaupendur leggi meira upp úr jöfnum gæðum og öruggri framleiðslu en lægra verði. Mikill vinnusparnaður í fréttabréfinu er auk þess rætt við Gísla Jónatansson, fram- kvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Hann segir það spara mikið fé að þurfa ekki að sekkja mjölið og geta komið því strax í lagergeymana. Það spari auk þess heilt vinnugengi og vörubíla að geta losað beint í skipin. Einnig sé hægt að komast næi' þeim gæð- um sem tilgreind eru í þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið. Björn Kristinsson, verksmiðjustjóri á Eskifirði, tekur í sama. streng og segir kerfinu fylgja mikla hagræð- ingu og vinnusparnað. Með tilkomu kerfisins sé lagerhald jafnframt allt mun léttara og geri þeim kleift að framleiða þrjá flokka mjöls í stað eins áður. TIL SOLU Ms Særún" GK-120 (Sknr. 0076) ásamt varanlegum aflaheimildum. Tog- og línuskip smíðað í Austur-Þýskalandi. Yfirbyggt og ný brú 1982. Lengd 37,95, breidd 7,32, aðalvél 930 BHP Callesen, endurbyggð I júlí 1996, Cummins hjálparvélar, endurbyggðar í júlí 1996, Mustard línubeitningarvél f. 30.000 króka. Varanlegar aflaheimildir fiskveiðiárið 1995-1996. þorskur 196.704 kg, ýsa 121.015 kg, ufsi 183.591 kg, karfi 178.945 kg, grálúða 1.192 kg, skarkoli 10.069 kg, úthafsrækja 128.618 kg. Skip í mjög góðu ásigkomulagi. AUarfrekari upplýsingar hja: B.P. SKIP ehf., Borgartúni 18, Reykjavík. sími 551 4160 / Fax 551 4180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.