Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 C 5 Bátasmiðja Guðmundar með nýjan og stærri Sóma Sómabátarnir eru nú þekktir um allt land enda hefur Bátasmiðja Guð- mundar smíðað um 300 slíka báta frá árinu 1980. Nú er í smíðum ný gerð af Sómabát, Sómi 1500, stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið hér á landi. Helgi Mar Arnason leit við í bátasmiðjunni og ræddi -----—--------7-----------—------------------------- við Oskar Guðmundsson framkvæmdastjóra. NÚ ER í fullum gangi smíði á nýj- um Sómabát hjá Bátasmiðju Guð- mundar í Hafnarfirði og er áætlað að smíðinni ljúki næsta sumar. Báturinn, Sómi 1500, verður stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið hérlendis og segist Ósk- ar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, binda miklar vonir við útgerð slíkra báta þar sem hún sé mun hagkvæmari en útgerð hefðbund- inna báta af þessari stærð. Sómi 1500 er stækkuð útfærsla á krókabátalínu sem Bátsmiðja Guðmundar hefur smíðað undan- farna tvo áratugi. Hann er byggður með svokallaðri samlokuaðferð en í henni felst að léttur kjarni er húðaður með treíjaplasti beggja megin. Óskar segir að með þessari aðferð náist mikill styrkur og létt- leiki og tiltölulega einfalt sé að breyta bátnum í framleiðslu, til dæmis smíða þá fyrir ákveðna úr- eldingu. 25 hnúta hraði meðfullfermf Sómi 1500 er 15 metrar á lengd og 4,5 metrar á breidd og er 30 brúttótonn að stærð. Óskar segir að í bátnum verði tvær 5-600 hest- afla vélar og því geti báturinn gengið á um 30 hnúta hraða tómur og um 25 hnúta hraða með full- fermi, um tíu tonn í lest. Hann segir að þessi mikli hraði geri það kleift að báturinn „plani", þ.e. lyfti sér og liggi þar með að mestu leyti ofan á vatninu þannig að mótstaða minnkar. Eldsneytiseyðsla verði því í lágmarki eða svipuð og á bát af hefðbundinni gerð og svipaðri stærð, miðað við eyðslu á hvetja sjómílu. „Það gætir nefnilega þess mis- skilnings hjá mörgum að tala um eyðslu og vegalengdir í tímum. Sómabátarnir eru hinsvegar ekki nema hálfa klukkustund að fara vegalengd sem hefðbundnir bátar eru tvo og hálfan tíma að fara. í útgerð í dag er tíminn peningar og með nýja Sómanum tel ég að eyða megi meiri tíma á miðunum, skoða stærri eða fleiri svæði á styttri tíma, sækja lengra og með þessu skapast einnig sá möguieiki að skjótast þangað sem fiskverð er hærra,“ segir Óskar. Marglr möguleikar Báturinn er einkum hugsaður til útgerðar á vistvæn veiðarfæri, línu og færi. Óskar segir að einnig séu möguleikar fyrir allar aðrar veiðar, svo sem net, snurvoð, rækjutroll og jafnvel gildrur. „Dekkplássið er mjög mikið eða um 40 fermetrar og í lestina má koma fímmtán 660 lítra fiskikörum. Þarf aö endurnýja bátaf lotann Vistarverumar eru hugsaðar fyrir fjögurra manna áhöfn og ég sé til dæmis mikla möguleika með þennan bát á línuveiðum á djúp- sævi því í þennan bát má hæglega setja beitningavél. Norðmenn hafa til að mynda verið að veiða með línu á Reykjaneshrygg og Færey- ingar eru víða á færum á bátum af þessari stærð á miklu dýpi með ágætis árangri," segir Óskar. Óskar segir að þessi stærð ís- lenska skipaflotans sé löngu úrelt og því telji þeir tímabært að ráðast í smíði slíks báts. „Við erum helst að fiska eftir útgerðarmönnum sem eru á vertíðarbátum, allt upp í 100 tonna bátum sem hafa um 2-300 tonna kvóta. Það vita allir að þessi hluti bátaflotans er úreltur og bein- línis hættulegur. Það yrði mjög hagkvæmt að físka þennan kvóta á svona bát þar sem hann er bæði ódýrari, og ódýrari í rekstri auk þess sem við teljum hann afkasta á við miklu stærri bát. Hundrað manna Sómaferja Gerðar hafa verið nokkrar út- færslur á nýja Sómanum og segir Óskar að meðal annars sé til út- færsla á bátnum sem sé sérhönnuð til björgunar- og eftirlitsstarfa. „Eftirlitsiðnaðurinn er á mikilli uppleið og við sjáum fyrir okkur að þessi bátur henti sérstaklega vel við til dæmis veiðieftirlit og fyrir björgunarsveitir. Ferðamannaþjónustan virðist einnig vera að styrkja stöðu sína hér á landi, þá einkum sjóferðir ýmiskonar og nægir þar að nefna mikinn uppgang í hvalaskoðunar- ferðum. Við erum með útfærslu á Sóma 1500 sem farþegafeiju sem tekur 60-100 manns. Þá erum við að sjálfsögðu ennþá að tala um 30 hnúta hraða og sem dæmi mætti nefna að sjóleiðin milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur tæki með þeim hraða 7-9 klukkustundir,“ segir Óskar. _ Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Lárusson, forstjóri, og Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, fyrir framan skrokk væntanlegs Sóma 1500 en hann verður að öllum líkindum settur á flot næsta sumar. RÆKJUBA TAR Nafn Btnrð Afli Flskur SJóf Löndunarst. KARI GK 146 36 26 O 2 Qrindavík PÁLL JÓNSSON GK 257 234 55* 12 2 Grindavík VÖRÐUFELL GK 205 30 13 O 2 Grindavík GUÐFINNUR KE 19 30 65 0 4 Sandgeröi HAFBORG KE 12 26 11 0 2 Sandgerði SVANUR KE 90 38 18 0 3 Sandgeröi ÓLAFUR GK 33 51 36 O 3 Sandgerði ÞORSTEINN KE 10 28 21 0 2 Sandgerði EMMA VE219 82 64 0 1 Bolungarvík STAKKUR VE 650 137 45 0 1 Bolungarvík SÆBJÖRG ST 7 76 19 O 1 Drangsnes LÓMUR HF 177 295 105 0 1 Hvammstangi SIGURBORG HU 100 220 117 0 . 1 Hvammstangi GISSUR HVITI HU 35 165 63 0 1 Blönduós FANNEYSH24 103 106 0 2 Skagaströnd GRETTIR SH 104 148 76 0 2 Skagaströnd GRUNDFIfíÐINGUR SH 12 103 33 0 I Skagaströnd RÆKJUBA TAR Nafn INGIMUNDUR GAMLI HU 65 Stærð 103 Af II 46 Flskur 0 SJÓf. 1 Lóndunarst. Skagaströnd kristinn FRIÐRIKSSON SH 3 104 j 65 0 1 Skagaströnd SVANUR SH 111 138 48 0 1 Skagaströnd ÁRSÆLL SH 88 101 33 0 1 Skagaströnd HAFÖRN SK 17 149 57 0 1 Sauðárkrókur JÖKULL SK 33 68 7 0 1 Sauðárkrókur ERLING KE 140 179 47 0 1 Siglufjörður SIGLUVÍK Sl 2 450 41 0 1 Siglufjörður SÍGÞÓR ÞH 100 169 96 0 1 Siglufjörður STÁLVlK Sl 1 364 48 1 0 1 Siglufjörður ARNÞÓREA 16 316 I 98 0 1 Dalvík HAFÖRN EA 955 142 70 0 1 Dalvik NAUSTAVIKEA 151 28 22 0 1 Dalvik SVANUR EA 14 218 102 0 1 ; Dalvik SÆÞÓREA 101 150 80 0 1 Dalvík VlOIR TRAUSTI EA 517 62 27 0 1 Dalvik SJÖFN ÞÍi 142 199 68 6 1 Grenivík ÞRJÁR gerðir af sama bát. Efst er fiskibáturinn, í miðjunni er björgunar-, eftirlits- og lóðsbátur og loks er farþegabátur fyrir 60 manns. Halda í „víking“ til Suður-Kóreu ■^■■■■■■■■■■■■■■■■H í TENGSLUM við opinbera heim- MikliV tnöcniloilmv sókn utanríkisráðherra til Suður- ÍVIIKÍII mOgUieiKar Kóreu 27. ágúst til 1. september { oióimin'ifimm knw> hefur verið skipuð viðskiptasendi- 1 fejaVarULVegl par nefnd íslenskra fyrirtækja sem munu kynna sér viðskiptalíf þar í landi, kynna íslensk fyrirtæki og fjár- festingartækifæri á íslandi. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir ótal tækifæri fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til að hasla sér völl í Kóreu. Að sögn Halldórs er tilgangurinn með heimsókninni að koma íslensk- um fyrirtækjum á framfæri í Kóreu. „Mér var boðið í opinbera heimsókn til Kóreu og taldi rétt að nýta ferð- ina sem best í þágu samskipta á milli landanna. Það hefur verið unn- ið að undirbúningi málsins í sam- vinnu við Útflutningsráð og ýmsa aðra aðila og það lítur út fyrir að það verði mikil þátttaka í ferðinni og meiri þátttaka en áður hefur ver- ið í tengslum við opinberar heim- sóknir utanríkisráðuneytisins," segir Halldór. í heimsókninni verður farið til tveggja borga í Kóreu, Seoul og Pusan, en Pusan er aðal sjávarút- vegsborg Kóreu. í borgunum verða fyrirtækjakynningar þar sem ís- lenskt atvinnulíf og fjárfestingar- möguleikar á Islandi verða kynntir auk þess sem fiskmarkaðir og stór sjávarútvegsfyrirtæki verða heim- sótt. Ótal möguleikar í Kóreu Fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi hafa þegar tilkynnt þátttöku í ferð- ina og má þar meðal annars nefna SH, IS, Hampiðjuna, Marel, Borg- arplast,' Sæplast auk annara fyrir- tækja. Halldór segir mikið lagt upp úr breidd í sendinefndinni þannig að í henni séu ekki einsleit sjávar- útvegsfyrirtæki, heldur bæði útflytj- endur og innflytjendur. „Fyrir flest af þessum fyrirtækjum er Kórea óplægður akur og þar eru miklir möguleikar. Kóreumenn ætla á næstu árum að eyða gífurlegum flármunum í endurnýjun á fiskiskipa- flota sínum. Tollar á innflutning sjáv- arafurða fara auk þess lækkandi í Kóreu. Það er mjög rík hefð fyrir fískvinnslu í Kóreu og Kóreumenn hafa fjárfest mikið á Vesturlöndum og velmegun í Kóreu hefur farið vax- andi. Þá hafa laun í Kóreu farið upp og sú skrýtna staða hefur komið upp að kóresk fyrirtæki hafa verið að fjár- festa meðal annars í Bretlandi vegna þess að launin eru lægri þar en í Kóreu. Við vitum til þess að fulltrúar kóreskra stórfyrirtækja hafa komið hingað til lands til að skoða sig um án þess þó að það hafí leitt neitt af sér. Þessari ferð er ætlað að leggja áherslu á það að kynna fyrir Kóreu- mönnum þá miklu möguleika sem eru á fjárfestingum hér á landi," segir Halldór. Rússamir veiða mikið við Færeyjar RUSSAR hafa veitt langmest allra erlendra þjóða í lögsögu Færeyja á þessu ári, eða alls um 21.270 tonn. Gagnkvæmir samningar um veiði- heimildir eru á milli Færeyja og Rússlands og skýrir það mikla veiði Rússa. Færeyingar hafa einnig gert samninga við nokkur önnur ríki svo sem Noreg, en athygli vekur, að sú þjóð, sem næst kemur á eftir Norð- mönnurn, eru Eistar. Rússarnir veiða fyrst og fremst kolmunna og var afli þeirra af honum innan færeysku lögsögunnar orðinn 18.140 tonn um mitt ár. Þá voru þeir einnig komnir með nærri 3.000 tonn af makríl. Uppistaða afla Norðmanna í fær- eysku lögsögunni eru langa og keila, samtals nærri 570 tonn. Þá hafa þeir tekið 116 tonn af þorski og 91 tonn af grálúðu. Eistarnir hafa nær eingöngu veitt makríl, eða 180 tonn, en einnig hafa þeirtekið 15 tonn af kolmunna. Ijret- ar hafa veitt um 80 tonn fyrstu 6 mánuði ársins og er um helmingur þess ufsi, en þeir hafa einnig veitt smávegis af k'arfa og þorski. Alls hafa þjóðir Evrópusambands- ins veitt um 100 tonn af fiski í lög- sögu Færeyja í ár og notað til þess 36 daga. Aðrar þjóðir hafa svo tekið 22.300 tonn og notað til þess 563 veiðidaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.