Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 6

Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Þorskur %4,v \ 25.vTlfcvl~27.vl 28.v| 29.v|^ Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Hh Karfi Ki/ka —120 00 24.v| 2S.vl 26.v 27. Júní Alls fóru 21,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 5,2 tonn á 113,72 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 9,4 tonn á 109,81 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 6,8 tonn á 109,60 kr./kg. Af karfa voru seld alls 42,9 tonn. I Hafnarfirði á 71,02 kr./kg (6,71) og á 76,68 kr. (36,21) á Suðurnesjum (enginn karfi var seldur á Faxamarkaði). Af ufsa voru seld alls 35,1 tonn. í Hafnarfirði á 50,96 kr. (8,31), á Faxagarði á 47,62 kr. (1,41) og á 60,34 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (25,41). Af ýsu voru seld 66,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 87,16 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur Karfi Ufsi c= í Þýskalandi voru seld 83 tonn af karfa úr gámum í síðustu viku og meðalverðið var 152 kr./kg. Enginn ufsi var í þessum gámum. Júní 24. vika 25, vika i 26. vika Júlí 27. víka 8. vika 29. vika KrAg 180 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 401,9 tonn á 130,11 kr. hvertkíló. Afþorski voru seld samtals 48,5 tonná 123,60 kr./kg. Af ýsu voru seld 212,5 tonn á 102,99 kr. hvert kíló, 55,8 tonn af kola á 220,54 kr./kg og 12,0 tonn af karfa á 115,07 kr./kg. Beitarfískur talinn fískur næstu aldar í fískeldinu Á FISKELDISSÝNINGU í Vex mjög hratt og £ f Óðurkostnaður lítill °s hann hefur verið nefndur á íslensku kallaður „Fiskur 21. aldarinnar" en um er að ræða harðgerðan ferskvatnsfisk, sem virð- ist lausari við sjúkdóma og óþrif en flestar aðrar tegundir. Hefur beitar- fiskseldi vaxið hröðum skrefum á síðustu árum enda er það auðveld- ara en á öðrum fiski og fóðurkostnaður minni. Beitarfískurinn er frá Mið- austurlöndum og í Níl eins og lat- neska nafnið bendir til, Tilapia ni- lotica, og í vötnunum miklu í Aust- ur-Afríku og suður alla álfuna. Fræðimenn segja, að þegar Jesús mettaði mannfjöldann með brauði og fímm fískum hafi hann áreiðan- lega verið með beitarfísk. Nú er fiskurinn ræktaður víða um heim eða þar sem vatnshitinn er nægur. Beitarfiskur og sérstaklega karlfiskurinn nýtir fóðrið betur en nokkur annar eldisfiskur. Etur hann næstum allar gróðurleifar, til dæmis gras, bananahýði og sykurreyr, sem búið er að pressa, og .hann fúlsar heldur ekki við fóðri úr dýraríkinu. Á þessu þrífst hann svo vel, að hann nær slátur- stærð .á skömmum tíma. 590.000 tonn 1994 Áætlað er, að 1984 hafi eldis- framleiðsla á ýmsum beitarfisks- tegundum verið 240.000 tonn en 1994 var hún komin í 590.000 tonn. Er eldið stundað í 75 löndum en langmest er það i Asíu. Þar var framleiðslan um 500.000 tonn 1994 og mest í Kína, 158.000 tonn, og síðan á Filippseyjum, rúmlega 100.000 tonn. Á Tævan, Filippseyjum og í Malasíu hefur heildsöluverð á beitarfiski verið á bilinu 66 ísl. kr. og upp í 100 kr. og vegur þá fiskurinn frá 100 upp í 500 gr. Fæst því meira fyrir hann sem hann er stærri. Hingað til hefur fiskurinn yfirleitt verið fluttur út heilfrystur en flakafrysting fer vaxandi. I Bandaríkjunum var beitar- fiskseldið tæp 7.000 tonn 1995 og hafði þá aukist um 16% frá árinu áður. Búist er við, að það verði um 8.600 tonn á þessu ári. Á fimm árum hefur það þá aukist um 300% og hefur ekki verið um jafn mikinn vöxt að ræða í öðru eldi. Fiskeldi í Bandaríkjunum er mest af fiskinum sent lifandi á markað fyrir fólk af asísku bergi brotið, jafnt á austur- sem vesturströnd- inni og til Chicago og Toronto í Kanada. í mars sl. fengust nærri 290 kr. fyrir kílóið. Aðeins um 25% framleiðslunnar voru unnin frekar en vitað er, að fín veitinga- hús eru tilbúin til að greiða hátt verð fyrir ný beitarfisksflök. Uppfyllir kröfur markaðarins Innflutningur til Bandaríkj- anna á ferskum beitarfisksflökum hefur verið að aukast, aðallega frá Costa Rica, Kólombiu og Ekvador, og verðið á fisknum, jafnt unnum sem óunnum, hefur verið að hækka. Sérfræðingar í fiskeldi og markaðssetningu segja, að beit- arfiskurinn uppfylli vel þær ósk- ir, sem neytendur gera nú til vörunnar. Þeir vilja fá flök, sem eru beinlaus, hvít og lykta ekki. Þá er ógetið eins enn, sem ekki skiptir minnstu máli: Fiskurinn á helst ekki að bragðast eins og fiskur. Sem dæmi um beitarfiskseldi má nefna Nusantara-fyrirtækið á Jövu í Indónesíu en það hefur leyfi til að framleiða 450.000 tonn. Fiskurinn er alinn í vötnum og tjörnum þar sem vatnið er mjög súrefnisríkt og það tekur hann aðeins 10 mánuði að ná slátur- stærð eða 900 grömmum. Enn er framleiðslan ekki komin nema í tæp 300 tonn á mánuði en eig- andi Nusantara, Rudi Lamprecht, segir, að það séu næstum engin takmörk fyrir útþenslunni. í líkamsrækt fyrir slátrun Fyrirtækið er með sína eigin klakstöð þar sem fiskurinn er hafður þar til hann er orðinn 25 gr. Þá er hann settur í netkvíar þar sem hann er fóðraður á mjög eggjahvíturíku fóðri. Mánuði áður en fiskurinn nær sláturstærð er honum komið fyrir í steinsteypt- um rásum feiknalöngum en um þær streymir vatn með miklum straumþunga. Er þetta gert til að styrkja fiskinn og gefur honum betra bragð og þéttara hold. Töluvert ódýrara er að ala beitarfisk en lax eða flestan ann- an eldisfisk og ástæðan er fyrst og fremst sú, að hann er alæta. Þess vegna þarf ekki jafn mikið af fiskmjöli. Hingað til hefur beitarfiskur- inn fyrst og fremst verið á borð- um fólks í Austurlöndum og hjá afkomendum þess annars staðar en farið er að kynna hann í Evr- ópu og hafa viðbrögðin verið ágæt. Kínveijar stærstir allra í fiskeldinu FISKELDI I heiminum nam alls 18,5 miiyónum tonna árið 1994 að verðmæti 2.200 milljarðar króna. Sé eldi á sjávargróðri talið með, nam það alls 24,5 milljónum tonna að verðmæti um 2.40 milljarðar króna. Fiskeldið er langmest í Asíu, eða um 23 milljón- ir tonna. Eldið í Evrópu nam aðeins 1,3 milljónum tonna, Norður- Ameríka var með 573.000 tonn, Suður-Ameríka 355.000 tonn, Rússland og nágrenni var með 143.000 tonn, Afríka 80.100 og Eyjaálfa 75.000 tonn. AIls staðar hefur verið um aukingu að ræða, nema hjá Rússum. Kína er enn sem fyrr á toppnum með 10, millj- ónir tonna, sem auknign um tæplega 2 milljónir tonna. Indland var með 1,6 milljónir og Japanir með 781.000 tonn. í Evrópu voru Frakkar afkastamestir með 281.000 tonn, en næstir komu Norð- menn með 218.000 tonn. Fiskveiðiárið 94-95 390,5 Ráðstöfun botnfiskaflans sept. til júní 1994/95 og 1995/96 408,6 þús. tonn Gámar/ slglingar* Vinnslu- skip Alm. löndun * Gámafiskur trá vinnslustððvum kemur fram í alm. jórvdun. Þorskurinn unninn í landi NÆR öllum þorski, sem aflast á Islandsmiðum, var landað til vinnslu hér á landi á síðasta fisk- veiðiári. AIIs veiddust um 137.500 tonn fyrstu 10 mánuði fiskveiðiársins, en af því var tæplega 115.000 tonnum landað til vinnslu hér heima. Um 20.600 tonn voru unnin um borð í vinnsluskipum og tæplega 2.300 tonn fóru beint á markaði er- lendis. Mestu af karfanum var landað hér heima, 33.400 tonn- um, en 24.100 voru unnin um borð í vinnsluskipunum. Fremur hátt hlutfall karfans fer óunnið á erlenda markaði, hátt í 19.000 tonn. Fiskveiðiárið 95-96 Helstu tegundir aflans september til júní 1994/95 og 1995/96 qQn R 408,6 þús. tonn Annar botn- fiskafli Úthafs- karfi Karfi Þorskur BREYTINGAR á ráðstöfun afla eru ekki miklar á milli tímabila. Þó fer útflutningur á óunnum þorski minnkandi og sömu sögu er að segja af karfanum. Vinnsla á úthafskarfa í landi hefur reyndar meira en tvöfaldazt milli tímabila, en það hefur heildarafli af úthafskarfa einnig gert. Mest af þessum karfa er unnið um borð í vinnsluskipun- um. Vinnsla á ýsu úti á sjó hefur hins vegar dregizt saman um þriðjung, sem er mun meira en samdráttur á ýsuaflanum. Þá er hátt hlutfall grálúðunnar unnið úti á sjó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.