Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 8

Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 LOÐNU MIÐLAÐ Á MIÐUNUM Morgunblaðið/Ármann Agnarsson Flæmski hatturinn ekki sú gullkista sem vænst var UM ÞRJÁTIU íslensk skip hafa verið á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni undan- farna mánuði. Verið hafði á dögunum sam- band um borð í Andvara frá Vestmanna- eyjum og fyrir svörum varð Jóhann Berg Þorbergsson stýrimaður. Hann segir Flæmska hattinn ekki þá gullkistu sem margir útgerðarmenn hafí reiknað með í upphafí. Verulega hafi dregið úr veiði enda mjög ofveitt á svæðinu. Aflabrögðin mun tregari en í fyrra „ÞAÐ ER mál manna að aflabrögð héma á Flæmska hattinum séu ekki svipur hjá sjón, miðað við árið í fyrra, og þau hafa verið jafnlítil allt vorið og það sem af er sumri. Það eru ein- ungis 14 tímar á sólarhring sem ein- hver veiði er, en tíminn yfír nóttina er gersamlega dauður og betra að drepa á aðalvél og gefa í eina bertu,“ segir Jóhann. Hann telur að einhverjum hluta um ofsókn að ræða, en um 80 skip séu á svæðinu, flest íslensk en einnig Færey- ingar, Rússar, Norðmenn og Græn- lendingar. „Mín skoðun á aflahorfun- um hér eru þær að eftir nokkur ár verður engin veiði hérna með þessari sókn, því þótt skipin séu ekki mörg þá eru trollin fleiri því það eru margir sem toga 2 troll í einu og sífellt fleiri að útbúa sig þannig, enda gefur það 40-60% meiri afla. Ef ekki kemur til sóknarstýring á þessu svæði þá verða bara til minningar um það eftir nokk- ur ár og það er slæmt vegna þess að mörg skipanna sem eru hérna eru kvótalítil eða kvótalaus á heimamiðum. Aftur á móti eru hérna skip sem eiga nægan kvóta heima og nýta hann sem gjaldmiðil þar á kostnað hinna sem minna eiga,“ segir Jóhann. Góð samskipti við Færeyinga •Jóhann segir samskiptin á milli skip- anna gangi yfírleitt vel og sé nokkur samgangur þar á milli. „Skipin eru yfírleitt dreifð um allt grunn, en ef fréttist af einhverri veiði safnast þau saman eins og mý á mykju. Islending- ar og Færeyingar halda alltaf góðu samstarfí og er mjög gott að eiga sam- skipti við þá. Aftur á móti eru Rússar svolítið erfíðir í umgengni og þykjast hvorki skilja né vita nokkum skapaðan hlut. Norðmenn eru aftur á móti sér á báti, Jóhann Berg Þorbergsson það heyrist lítið í þeim, en ef það þarf að eiga einhver samskipti við þá, þá eru þeir snöggtum liprari en Rússarn- ir. Það er gott að eiga samskipti við Kanadamenn og eru þeir mjög um- burðarlyndir á allan máta. Þeir koma í eftirlitsferðir og taka út veiðarfæri og afla, sitja í kaffispjalli og reyna að svara öllum spurningum um það sem þeir eru inntir eftir, um allt og ekk- ert,“ segir Jóhann. Á sjóskíðum „Af dvöl okkar hérna er svo sem ekki mikið að segja, menn reyna að halda góða skapinu sem lengst, en það fer mikið eftir aflabrögðum. Ef illa gengur leggst smá-þunglyndi í menn en það léttist fljótt á þeim brúnin ef vel geng- ur. Menn reyna að gera sér dagamun með því að skreppa á slöngubát yfir í önnur skip og ræða þar um menn og málefni og það er alveg sérstaklega gaman að fara til Færeyinga og þeir taka alltaf vel á móti íslendingum. Því miður hefur ekki viðrað vel hérna, yfirleitt svartaþoka sem liggur lengi yfír. Annars er farið á sjóskíði, stakkasund og æft „maður fyrir borð“ en sjórinn hérna er um 10 gráðu heit- ur. Það kom skrýtinn svipur kom á Portúgalana hérna þegar íslenskir strákar brunuðu fram úr þeim á sjó- skíðum, og þótti þeim mikið til koma. Annars er þetta yfirleitt svipaður rúnt- ur dag eftir dag,“ segir Jóhann. í laxveiði í Kanada Að sögn Jóhanns er alltaf gaman að koma til Nýfundnalands og margt hægt að gera sér til dundurs þar þenn- an stutta tíma sem skipin stoppa í landi. „Við höfum meðal annars farið í laxveiði, farið í skipulagðar og óskipulagðar skoðunarferðir og kíkt á einhver hinna fjölmörgu öldurhúsa sem hér eru til staðar. Kanadamenn eru upp til hópa indælis fólk og gott heim að sækja og hafa margir Islendingar eignast þar marga góða vini.“ Jóhann segir að vissulega sé Kanada fallegt land, en þó virðist sem fólk þar í landi vanti allan kraft til að koma sér út úr hinu mikla atvinnuleysi en það er um 25-30%. „Við fyrstu sýn virðast þeir hafa nóg með að hirða atvinnuleysisbæturnar og virðast geta lifað af þeim og vel það, enda er verð- lag ekki hátt. Til dæmis má fá þar fjórar máltíðir á móti einni heima á Islandi. Veiðileyfí í lax kostar 50% minna en það endist út allt sumarið og þá má veiða í öllum ám. Að vísu má bara hirða 6 laxa allt sumarið, en veiðin er óheft ef laxinum er sleppt,“ segir Jóhann. FÓLK Stunda útivist stangveiði • TVEIR starfsmanna Granda hf. eru kynntir í nýj- asta fréttabréfi fyrirtækisins. Finnbogi Finnbogason tók við starfi aðalbókara hjá Granda í apríl sl. Hann gegndi þessu starfí hjá Granda áður Finnbogi fyrrísexár. Finnbogason „Það er gott að vera kom- inn aftur. Ég á marga góða kunningja hér og starfs- andinn er góður.“ Finn- bogi byijaði hjá BUR á unglingsárum. Hann lauk vél- stjóranámi 1974 og var vél- stjóri yfír frystingunni í BÚR frá 1975 til 1981. Hann flutti sig þá um set og vann á skrif- stofu BÚR, m.a. sem fjármála- fulltrúi. Finnbogi var ráðinn aðalbókari hjá Granda 1986 og gegndi því starfí til 1992 er þann gerðist staðarhaldari á Úlfljótsvatni. „Áhugamálin eru alltof mörg. Eg hef áhuga á lax- og silungsveiði. Ég er skáti og hef starfað í skáta- hreyfingunni frá því ég var ungur. Loks má nefna að ég hef tekið virkan þátt í starfs- mannafélagi Granda.“ Unnur Sumarliðadóttir vinnur við pökkun og snyrtingu í Norður- garði. Unnur er fædd og upp- alin í Reykjavík, við Hverfis- götuna. Sem unglingur vann hún yfir sumartímann hjá Hraðfrystistöðinni. „Við óð- um slorið upp undir hné á þeim árum og það er mikill munur á því og fiskvinnslu í dag.“ Unnur hóf störf hjá Isbirnin- um hf. 1980 og hefur starfað þar og hjá Granda síðan, en lengst af var hún heimavinn- andi húsmóðir. „Það var á þeim árum sem konur gátu leyft sér að vera heima. Þegar ég fór út á vinnumarkaðinn var ekki um margt að ræða annað en fiskvinnu, en mér hefur líkað ljómandi vel héma.“ Unnur hefur mikinn áhuga á garð- rækt ogtijárækt. Hún á sum- arbústað uppi við Hafravatn og dvelur þar öllum stundum í frítíma sínum. Unnur Sumarlidadóttir í fótbolta og skotveiði Friðjón B. Friðjónsson Davíð Sigurbjartsson • HÉÐINN Smiðja vinnur mikið fyrir sjávarútveginn, til dæmis fískiðmjölsiðnaðinn. I nýjasta frétta- bréfi fyrir- tækisins er tveir starfs- menn fyrir- tækisins kynntir. Það eru Friðjón B. Friðjóns- son og Davíð Sigurbjarts- son. Frá því að Friðjón hóf störf í Héðni fyrir 42 árum hefur hann séð um inn- heimtuna og ijármálin. Sem fjármálastjóri í Héðni smiðju ber hann ábyrgð á stýr- ingu fjármuna, eftirliti með við- skiptavinum og lánadrottnum og hefur yfirumsjón með inn- heimtu. Hann var gjaldkeri KSÍ í 16 ár og hefur verið gjaldkeri ÍSÍ í 10 ár. Friðjón átti sæti í aðalstjórn Vals og knattspyrnudeildar Vals til margra ára og í stjórn ís- lenskra getrauna í 22 ár. Frið- jón er fulltrúi ÍSÍ í stjórn íþróttanefndar ríkisins og íslenskrar getspár, þ.e. Lott- ósins. Friðjón er fæddur í Aust- urbænum í Reykjavík árið 1936 og klæddist Valsbúningn- um strax og hann gat klætt sig sjálfur. Eftir Austurbæjar- skólann og Gaggó Lind fór hann í Verzlunarskólann og lauk verslunarprófi árið 1954. Þá byijðai hann að vinna hjá Héðni - og þar er hann enn. Þegar Davíð kom til starfa hjá Héðni árið 1990 byrjðai hann í alhliða viðgerðarvinnu en tók einnig þátt í sérverkefn- um úti á landi, t.d. á Þórshöfn. Hann stjórnaði byggingu mjölt- anka á Fáskrúðsfirði sl. sum- ar og einnig á Eskifirði að hluta til. Næsta stórverkefni hans verður að stjórna uppsetn- ingu nýrrar fiskimjölsverk- smiðju Faxanvjöls í Orfirisey en það verk er að hefjast þessa dagana. Davíð er Reykvíking- ur í húð og hár, af árgerð 1965. Hann var í Fjölbraut í Kópa- vogi á viðskiptasviði og fór þaðan í Iðnskólann. Hann tók sveinspróf og hlaut meistara- réttindi í vélsmíði árið 1990. Frístundirnar tileinkar hann fjölskyldunni en á mjög erfitt með að sleppa tækifærum sem gefast til skotveiða og annars veiðiskapar. Rækjusúpa með karrý Á SMURBRAUÐSTOFUNNI Jómfrúnni við Lækjargötu í Reykjavík má fá smurbrauð af ýmsum gerðum. Sigurð- nnmna| ur Rafn Hilmarsson, matreiðslumaður ■^rrJlHirlW á Jómfrúnni, segist mikið nota rækjur í smurbrauðin. Hann segist handpilla alla rækju, það sé þess virði og þar að auki ágætis fjölskylduskemmt- un. Skeljarnar séu svo ágætis kraftur og tilvalið að nota í súpu. Sigurður Rafn býður lesendum Versins upp á slíka rækjusúpu í dag. 125 gr smjörlíki 1 stk fínt saxaður laukur 1 tsk karrý 100 gr hveiti 1 lítri rækjusoð (af skeljum) 1 dl hvítvín (má sleppa) 1 dl rjómi fiskikraftur eftir þörf Rækjuske(jar eru soðnar í vatni í ca. klukkustund. Snyör- líkið er brætt í potti og laukurinn og karrýið svitað með. Hveitinu er siðan blandað við og búin ti smjör- bolla. Rækjusoðinu er þá smá saman hellt útí og hrært vel. Látið sjóða í 10-15 minútur og blandið rjómanum, hvítvíni og fiskikrafti saman við. Látið suðuna koma upp. Berið fram með rjómatopp og rækjum en gott getur verið að selja annað sjávarfang í súpuna, t.d. hörpuskel, krækling, humar o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.