Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1
3M**gtfiiIff*frifr 1996M MIÐVIKUDAGUR24.JÚLÍ Heyns bætti ólympíumeti ísafnið Penelope Heyns gerir það ekki endasleppt. Um helgina setti hún heimsmet í 100 metra bringu- sundi og fylgdi því eftir með sigri í greininni. I gær krækti stúlkan frá Suður-Afríku sér í ólympíumet í riðlakeppni 200 metra bringu- sundsins en úrslitakeppnin fór fram eftir að blaðið fór í prentun. Heyns synti á 2.26,63 en gat greinilega gert betur. „Ég var ekki á fullu en hélt góðum hraða og vildi ekki hægja á mér á síðustu 50 metrunum þegar ég heyrði í áhorf- endum," sagði hún. „Vonandi get ég gert betur í úrslitunum." Stúlkan vissi að hún gæti slegið ólympíumetið en hún var varkár varðandi úrslitasundið þar sem talið var að baráttan yrði á milli hennar og bandarísku stúlkunnar Amöndu Beard, sem synti á 2.28,10 í riðla- keppninni, og Samönthu Riley frá Ástralíu, sem fór á 2.28,30. „Ég er ekki sigurstranglegust," sagði methafinn, og ég tala ekki um verð- laun á þessari stundu. Vissulega yrði frábært að hafna í verðlauna- sæti en eftir það sem ég gerði í 100 metrunum er allt annað bónus." Kyoko Iwasaki, fyrrum methafi sem var 14 ára þegar hún synti á 2.26,65 og varð Ólympíumeistari í Barcelona 1992, komst ekki í úr- slit, synti á 2.30,84 að þessu sinni og varð í 11. sæti. I ¦ '¦- \ I Reuter PENELOPE Heyns gerir þaö ekki endasleppt - setti heimsmet í 100 metra bringusundi um sl. helgi, í gær krækti hún sér í ólympíumet í riðlakeppni 200 metra bringusundsins. Elsa Nielsen mætir stúlku frá Tælandi KEPPNI í einliðaleik kvenna í b'adminton hefst í dag og Elsa Nielsen mætir thaílenskn stúlk- unni Somharuthai Jaroensiri í fyrstu umferð- inni. Búist má að við ranunan reip verði að draga fyrir Elsu því ef allt er með felldu á mótherjinn að vera talsvert betri. Elsa og Jaroensiri hefja leik kl. 9 fyrir hádegi, kl. 13 að íslenskum tima. „Þetta er besta thaílenska stelpan í einliðaleik og hún keppir líka í tvíliðaleik hérna. Hún var sú fimmtánda inn í mótið en ég var númer 32, hun er stór og er mjög sterk," sagði Elsa við Morgunblaðið í gær. Elsa sagðist hafa séð mótherja sinn á æfingu í gær og hefði því nokkra hugmynd um hvernig hún léki. „Svo hef ég fengið að spila við tvær Asíustelpur á æfingum en í'ólk frá þessum lönd- um leikur allt svipað. Er svolitið öðruvísi en Evrópubúar, leikur hraðar og spilar meira en við erum vðn. Sækir ekki mikið." Elsa sagðist viss um að leikurinn yrði þó nokktið erfiður. „Það er ekki alltaf hægt að vera heppinn í röðun- inni. Ég hefði auðvitað frekar viljað mæta ein- hverri sem er á svipuðu róli og ég, sem hefði komið inn i mótíð í kringum þritugasta sætið eða jafnvel áftar." Sigurður Einarsson Sitjum ekki við sama borð SIGURÐUR Einarsson, spjótkastari, er óánægð- ur með að hann og Pétur Guðmundsson fái ekki að keppa á Ó!y mpiu leikunum og segir að þeir sitj i ekki við sama borð og aðrir keppendur sem ltafi fengið sérstök þá tttökuréttindi án þess að ná lágmörkum. „Við stóðum alltaf í þeirri mein- ingu að við værum inni á leikunum þvi Július [Hafstein, formaður Ólympíunef ndar íslands] var búinn að gefa tíl kynna að við værum inni," sagði hann við Morgunblaðið i gærkvökli. „Ekki var nefnt að við þyrftum að ná a-lágmarki aftur fyrr en 3. júlí og það var of seint en við erum í toppformi. Óly mpíusamhjálpin styrkti okkur með það í huga að við kepptum á leikunum. Við teljum okkur eiga rétt á að vera þarna inni en verði ekki af því viljum við að allur sannleikur- inn komi í $ós. Það er eins og staðreyndirnar hafi verið faldar fyrir nefndarmönnum Óí." Þrýst á að Péturog Sigurðurverði með á Ólympíuleikunum Þjóðverjar töpuðu á hlutkesti ÞÝSKA skylmingaliðið, sem á títil að verja, máttí þola tap gegn ítölum í undanúrslitum með lagsverðum. Bardaginn var æsispennandi, en ítalir sigruðu á h lutkesti sem varp- að var fyrir viðureignina. Staðan varjöfn, 42:42, þegar hefðbundnura einvigum lauk og fór því fram bráðabani, en hann stóð yfir i eina minútu. Ekkert stig var skorað í hon- um og sigruðu ítalir þvi með fyrrgreindum hætti. Aður fyrr stóð bráðabaninn yfir þar til að annar aðilinn skoraði stíg. f? Málið er afgreitt u Síðustu daga hefur mjög verið þrýst á forystu Ólympíu- nefndar íslands að leyfa þeim Pétri Guðmundssyni kúluvarpara og ^¦¦¦^¦H Sigurði Einarssyni Skapti spjótkastara að Hallgrímsson keppa á Ólympíu- skrifarfráAtlanta ieikunum. Forysta FRÍ og aðrir í frjálsíþróttahreyf- ingunni hafa lagt að Ólympíunefnd að breyta afstöðu sinni en Júlíus Hafstein, formaður Óí, sagði við Morgunblaðið í Atlanta í gær að það yrði ekki gert. Málið er afgreitt af hálfu Ólymp- íunefndar og viðmiðunarnefndar og verður ekki tekið upp aftur hér. Lágmörk voru sett fyrir tveim- ur árum og allir vissu að hverju þeir væru að ganga. Enginn hefði viljað frekar en ég að Pétur, Sig- urður, Martha Ernstsdóttir og sundmennirnir Magnús Konráðs- son og Arnar Freyr Olafsson, svo einhverjir séu nefndir, hefðu kom- ist á leikana. En það verður ekki gerð undanþága fyrir tvo íþrótta- menn. Það þurfa allir að sitja við sama borð," sagði Júlíus. Hann sagði að ekki mætta rugla saman ¦•' lágmörkum alþjóða ólympíunefndarinnar og Ólympíu- nefndar íslands. „Lágmörk ís- lensku nefndarinnar eru þau sem við fórum eftir í fullu samræmi við Frjálsíþróttasambandið og Sund- sambandið. Það er ekki hægt að segja á síðasta degi: Við erum búnir að ná lágmarki alþjóða nefndarinnar — þá á ég við svoköll- uðum B-lágmörkum. Það er rétt að Pétur og Sigurður náðu íslensku lágmörkunum fyrir tíu mánuðum en allir eru sammála um að sá árangur getur ekki fleytt þeim inn á leikana. Þá væri alveg eins hægt að miða við árangur fyrir tveimur árum eða jafnvel fjórum árum. íþróttamennirnir verða að vera í góðu formi núna — menn verða að skilja það." Júlíus ítrekaði að hann hefði gjarnan vilja sjá allt umrætt fólk hér. „Það er slæmt fyrir mig sem formann Ólympíunefndar Islands, fyrir Frjálsíþróttasambandið og þá sjálfa að þeir verði ekki með en það þýðir ekki að skella skuldinni á aðra. Pétur og Sigurður ættu að bregðast við eins og Martha. Þegar ljóst var að hún næði ekki lágmarkinu sagði hún eitthvað á þessa leið: Jæja, þetta tókst ekki en nú fer maður að búa sig undir Sydney. Það er íþróttamennska sem ég kann að meta. Ég held, þó ég segi sjálfur frá, að enginn hafi stutt jafn vel við bakið á Sig- urði og Pétri síðustu tvö ár en for- maður Ólympíunefndar íslands. Þeir hafa fengið meiri stuðning en nokkur annar frá nefndinni en því miður tókst þeim ekki ætlunar- verkið. Ég hef yerið í góðu sam- bandi við þessa stráka og vil vera það áfram, ég hef lagt mig fram um að hjálpa þeim og get gert það á þennan hátt. En ég get ekki far- ið inn á völlinn og kastað fyrir þá," sagði Júlíus Hafstein. SUND: EYDÍS KOIURÁÐSDOTTIR DREYMDI FORELDRA SIIUA / D7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.