Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hjalti hefur leikið vel HJALTI Pálmason úr GR hefur lægsta meðalskor eftir þijú stigamót í golfinu, liann hefur leikið hringinn á 72,67 höggum að meðaltali. íslandsmeistar- inn, Björgvin Sigurbergsson úr Keili, kemur næstur með 73.33 högg, Kristinn G. Bjarna- son úr Leyni er með 73,50 högg, Þórður Emil Ólafsson úr Leyni með 73,83 og Frið- björn Oddsson úr Keili er með 74,00 högg. Kristinn hittir brautir vel KRISTINN G. Bjarnason hittir brautirnar oftast S upphafs- höggum, eða í 70%. Sigurður Hafsteinsson úr GR hittir brautirnar í 58% tilfella Björg- vin Sigurbergsson í 57%, Davíð Steingi'ímsson í 56% og Einar Bjarni Jónsson í 55% tilfella. Birgir Leifur líka sterkur BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni, sem hefur orðið í öðru sæti síðustu tvö landsmót, er á flöt í „reguiation“, eða með snurðulausan leik, á 64% brauta. Björgvin Sigurbergs- son er skammt undan með 62%, Kristinn G. Bjarnason 61%, Þórður Emil Ólafsson með 54% og Hjalti Pálmason 50%. Tryggvi púttar best TRYGGVI Pétursson úr GR hefur púttað best í þessum þremur mótum, 27,33 sinnum á hring að meðaltali. Hjalti Pálmason er með 28,83 pútt á hring, Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA með 29,33_og þeir Guð- jón R. Emilsson, Öm Amarson og Kristinn G. Bjarnason em allir með 29,5 pútt að meðaltali. Þórdís er í miklum ham ÞÓRDÍS Geirsdóttir úr Keili hefur spilað vel á stigamótun- um í sumar og er efst á þremur vígstöðvum, er með lægst með- alskor, 78,17 högg, fæstpútt, 31,00 að meðaltali og er oftast á flöt eftir snurðulausan Ieik, eða á 47% brauta. Þá hittir hún 69% brauta I upphafshöggi og leikur að meðaltali eina holu undir pari á hverjum hring. Herborg oft- ast á braut HERBORG Amarsdóttir úr GR hittir brautir oftast í upphafs- högginu, eða í 82% tilfella og hún fer að meðaitali 2 holur á hring undir pari. Hún er með 78.33 högg að meðaltali á hring og notar 31,5 pútt að meðal- tali auk þess sem hún leikur snurðulaust inná flatir á 39% brauta. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili notar 78,83 högg að meðaltali, er á braut í upphafs- hðggi í 78% tilvika og notar 31,5 pútt. Karen Sævarsdóttir, íslandsmeistari undanfarin ár, hefur oft leikið betur ef marka má tölumar. Hún er aðeins tvívegis á lista yfír þrjár bestu, er á flöt eftir snurðulausan leik á 43% brauta og leikur hálfa holu að meðaltali undir pari á hverjum hring. IÞROTTIR BJÖRGVIN Sigurbergsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Björgvin sigraði Birgi Leif frá Akranesi í spennandi keppni á lokadegi mótsins á Hellu í fyrra. Karen Sævarsdóttir, sjöfaldur íslandsmeistari: Allir geta unnið „Nei, nei, blessaður vertu. Ég hringdi í þá hér í Eyjum og þeir eru búnir að slá allt „röffið" og svo þekkir maður alla klettana hér og ef ég slæ í þá fer kúlan alltaf inná braut,“ sagði Björgvin léttur að vanda. Karen Sævarsdóttir úr Golf- klúbbi Suðurnesja er íslands- meistari kvenna síðustu sjö árin. Er hún vel upplögð fyrir barátt- una? „Ég hef slegið ágætlega að undanförnu, en ekki skorað vel. Púttin og stutta spilið hafa ekki verið alveg eins og ég vil hafa KNATTSPYRNA það og svo hef ég verið að fá hálfgerðar sprengjur á einstakar holur, nokkuð sem er óvenjulegt hjá mér. Annars sýnist mér þetta lofa góðu, völlurinn er frábær og veðrið er gott — ennþá! Mér sýn- ist á öllu að við getum allar unn- ið. Það er auðvitað hundleiðinlegt að vera bara fimm, en eins og við höfum verið að spila sýnist mér allar koma til greina. Ég kvíði engu og ætla bara að hafa gaman af þessu,“ sagði Karen eftir að hún hafði lokið æfingahring í Eyjum í gær. Eyjamenn mæta FC Lantana í Vestmannaeyjum Mark Tryggva gæti reynst dýrmætt GOLF Itlleistaraflokkarnir á lands- ^■■•mótinu í golfi hefja leik í dag og bíða margir eftir að sjá hvernig menn byija því sjaldan „bmb eða aldrei hafa Skúli Unnar menn verið eins Sveinsson varkárir við að spá skrifar um sigurvegara, fráEyjum enda virðigt gem um tíu karlar komi til greina sem næsti íslandsmeistari og hjá stúlkunum virðast allar fimm geta hampað bikarnum á laugardag- inn. Björgvin Sigurbergsson úr Keili er Islandsmeistari í karla- flokki og hefur fullan hug á að halda þeim titli. Björgvin sigraði Birgi Leif Hafþórsson frá Akra- nesi í spennandi keppni á loka- degi mótsins á Hellu í fyrra. Þess- ir tveir hafa verið nefndir til sög- unnar. „Þetta verður gaman og mér sýnist sem meistaraflokkur- inn verði jafn og spennandi og það virðast vera margir sem geta komið til greina sem sigurvegar- ar,“ sagði Björgvin. Nú hefur þú oft sagt að þú værir ekkert frekar fyrir það að hitta brautir í upphafshögginu. Er það ekki slæmt hér? Tveir fóru holu í höggi TVEIR kylfíngar fóru holu í höggi á íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum í gær. Báðir náðu áfanganum á 12. braut. Jónas Heiðar Baldurs- son, GR, notaði þrjú járn, sá boltann fara ofan í en fagn- aði ekki fyrr en félagarnir fögnuðu. Hann fór holu í höggi í fyrsta sinn en Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur, afrekaði það í fímmta sinn. Hann var í æfingahring en þarf nú aðeins að endurtaka leikinn einu sinni enn til að jafna met Kjartans L. Páls- sonar og taka þar með við formennsku af honum í Ein- herjaklúbbnum. Eyjamenn munu í kvöld taka á móti eistneska liðinu FC Lant- ana í annarri viðureign liðanna í forkeppni að Evrópukeppni félags- liða en eins og flestum er eflaust enn í fersku minni sigruðu Eistlend- ingarnir í fyrri leiknum í Tallinn með tveimur mörkum gegn einu. Eyjamenn þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en óhætt er að fullyrða að möguleikar þeirra séu svo sannarlega góðir því mark- ið, sem Tryggvi Guðmundsson skor- aði fyrir ÍBV í Tallinn gæti átt eft- ir að reynast Vestmannaeyingum dýrmætt. Þjálfari Eyjamanna, Atli Eð- valdsson, á von á hörkuléik í kvöld en hefur jafnframt fulla trú á að sínum mönnum muni takast að leggja eistneska liðið að velli. „Þessi leikur leggst mjög vel í mig og það þýðir ekkert annað en að vera bjart- sýnn því á góðum degi eigum við að vinna þetta lið. Það er vissulega nokkur þreyta í strákunum eftir leikina undanfarið en menn eins og Ingi Sigurðsson og Friðrik Sæ- björnsson eru óðum að ná sér af meiðslum og þeir verða klárir í slag- inn gegn Éistlendingunum. Við verðum að loka vörninni og passa að fá ekki á okkur mark en jafn- framt þurfum við að skora að minnsta kosti einu sinni og helst oftar tii þess að vera öruggir áfram. Það er mjög þýðingarmikið fyrir ÍÞRÖmR FOLK ■ FYRIRLIÐI skoska landsliðsins í knattspyrnu, Gary McAllister, er nú að öllum líkindum á leið til Coventry eftir því sem fregnir frá Englandi herma. McAllister hefur undanfarin ár verið í herbúðum Leeds United en kappinn er nú orðinn 31 árs gamall og hefur að eigin sögn mikinn hug á að færa sig um set á Englandi fyrir næsta keppnistímabil. ■ Á meðan „stóru“ liðin á Eng- landi keppast sem óð væru um að næla sér í alla bestu knattspyrnu- menn heims hefur lítið heyrst úr herbúðum úrvalsdeildarfélagsins fornfræga, Arsenal. Félagið mun þó að öllum líkindum vera að ráða til sín Irann góðkunna, Liam Brady, tii þess að stjórna uppbygg- ingarstarfsemi liðsins en forráða- menn félagsins hafa mikinn hug á koma fram með öflugt unglingalið, sem eftir nokkur ár gæti gert Arsenal að einu besta félagsliði heims. ■ TALSMAÐUR ítalska 1. deild- arfélagsins Inter Mílanó skýrði frá því á þriðjudag að lögð hefðu verið drög að samningi milli Inter og Ajax þess efnis að Nígeríumaður- inn ungi, Nwankwo Kanu, myndi færa sig um set frá Hollandi til Ítalíu. Kanu þykir mjög efnilegur leikmaður en hann er einungis 20 ára gamall og dvelur um þessar mundir í Bandaríkjunum þar sem hann tekur þátt á Ölympíuleikun- um í Atlanta með nígeríska lands- liðinu. ■ ÍTALSKI Iandsliðmaðurinn Fabrizio Ravanelli, sem nýlega gekk til liðs við enska úrvalsdeild- arliðið Middlesbrough, hefur fulla trú á því að hans nýja félag muni ná að tryggja sér sæti í Evrópu- keppninni á næsta ári. Ravanelli, sem skoraði 22 mörk fyrir Juventus á síðasta keppnistímabili, er án efa kærkominn styrkur fyrir Boro en félagið hefur eins og kunnugt er auk þess fest kaup á Brasilíu- manninum Emerson og Dananum | Mikkel Beck fyrir komandi tímabil. liðið að komast lengra í keppninni og ég á von á miklum stuðningi bæjarbúa á morgun [í kvöld] en þátttaka í Evrópukeppninni er afar dýrmæt reynsla fyrir strákana og hvort sem við vinnum leikinn 1:0 eða stærra þá erum við harðákveðn- ir í að komast áfram og munum selja okkur dýrt,“ sagði Atli í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Skagamenn í Makedóníu AKURNESINGAR eru um þessar mundir staddir í Makedóníu þar sem þeir í kvöld munu elja kappi við makedónska liðið FC Sileks í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða, en Skagamenn höfðu eins og kunnugt er með sér gott veganesti til fararinnar því þeir sigruðu Makedóníumennina á Akranesi í fyrri viðureign liðanna með tveimur mörkum gegn engu. Guðjón Þórðarson, þjálf- ari Skagamanna, á von á hörkuleik og býst við að heimamenn muni koma mun ákveðnari til leiks en í viðureigninni á Akranesi en íslandsmeistararnir eiga án nokkurs vafa eftir að selja sig dýrt í dag og reyna allt hvað þeir geta til þess að halda fengnum hlut og komast þar með áfram í keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.