Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 099 ATLAIMTA ’96 Eini Afganinn varð of seinn AFGANSKI hnefaleikarinn, Mohammed Jawid Aman, hefur æft síðastliðin ár við mjög frumstæð skilyrði í heimaborg sinni Kabul, með það sem takmark að verða fulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Atlanta. Takmarkið var innan seilingar og ljóst að hann yrði eini keppandi Afgan- istans á leikunum. En draumur Amans fékk mjög sviplegan endi sökum þess að hann mætti of seint til leiks í Atlanta og verður að bita í það súra epli að hafa ferð- ast um langan veg með lítið fé á milli handa og vera á meðal áhorfenda. Umsjónarmaður hnefaleikakeppninnar sagði á laugardaginn að Aman hefði seink- að á ferð sinni til Atlanta og þess vegna ekki mætt til vigtunar og þegar keppend- ur drógu sér andstæðing I fyrstu umferð. „Hann hefur farið fram á að fá undan- þágu til keppni vegna seinkunar sem hann varð fyrir í New York en reglunar eru skýrar og hann verður ekki með,“ sagði Karl-Heinz Wehrt framkvæmdastjóri Al- þjóðasambands áhugamanna í hvefaleik- um. „Úr því hann er svo auralítill að hann gat ekki komið til Atlanta með góðum fyrirvara gat hann í það minnsta látið okkur vita um að honum seinkaði. Hann gerði það ekki og verður að taka afleiðing- unum af því,“ bætti Wehrt við. Sigri fagnað ÍRSKA stúlkan Michelle Smith, sem var óþekkt utan heimalands síns fyrir ÓL í Atlanta, fagnar hér sínum öðr- um gullverðlaunum, með því að veifa til áhorfenda. Michelle Smith endurtók leikinn Dularfullt hvarf Mon- gólanna SVO virðist sem nokkrir íþrótta- menn frá Mongólíu laumist út fyrir ólympíuþorpið að næturlagi til að blanda geði við bandaríska nátthrafna. Pat Young, fylgdar- maður Mongólanna í Atlanta, sagði að íþróttamennirnir færu út að næturlagi á golfbílum, en þeir eru notaðir til samgangna innan hins gríðarstóra ólympíu- þorps, sem er staðsett á skólalóð Tækniskóla Georgíuríkis. „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir fara út að skemmta sér á golfbílunum og síðan koma þeir aftur inn í þorpið án þess að verðirnir taki eftir þeim. Hvernig er hægt að keyra út úr ólympíuþorpinu án þess að sjást?" Fámenn- asta þjóðin NAURU, sem er eyja í Suður- Kyrrahafi, er fámennasta þátt- tökuþjóðin á Ólympiuleikunum í Atlanta. Þó svo að íbúar Nauru séu aðeins átta þúsund gera þeir sér vonir um verðlaun á Ieikun- um. Keppendur á leikunum í Atlanta eru 10 þúsund og því fleiri en íbúar Nauru. Sex kepp- endur eru frá þessu litla ríki, eða 0,075% íbúa. Til samanburðar má geta þess að ef Kínverjar sendu sömu prósentutölu íbúa yrðu keppendur þaðan 800 þús- und. Frægasti keppandi Nauru er lyftingamaðurinn Marcus Stephen, sem vann þrenn gull- verðlaun á Friðarleikunum í Victoriu í Kanada fyrir tveimur árum. Stephen þekkir nær alla íbúa Nauru. „Hann á alla vega mjög raunhæfa möguleika á að vinna til bronsverðlauna," sagði Kennedy, sem er ástralskur en fluttist til Nauru fyrir fimm árum. Þessi fámenna þjóð gerðist aðili að Alþjóða Ólympíunefnd- inni fyrir tveimur árum og er því með á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. ÍRSKA stúlkan Michelle Smith bætti ööru gulli í safnið þegar hún sigraði í 400 metra skrið- sundi í fyrrinótt en áður hafði hún komið fyrst í mark í 400 metra fjórsundi. Þetta eru fyrstu gull írlands í sundi á Olympíuleikum en ekki gekk átakalaust fyrir dömuna að fá að vera með í seinni grein- inni. Smith var ekki skráð í sundið á réttum tíma - var skráð í 200 m skriðsund en þeirri skráningu var breytt eftir sigur hennar í 400 m fjór- sundi - en henni var hleypt inn þó það stríddi gegn regl- um Alþjóða sundsambands- ins. Sundsambönd með Bandaríkin og Þýskaland í broddi fylkingar mótmæltu en Smith, sem er 26 ára, kom, sá og sigraði. Eg reyndi að láta þetta ekki “hafa áhrif á mig,“ sagði Smith. „Ég hugsaði með sjálfri mér að gæti ég synt gerði ég mitt besta.“ Hún synti á 4.7,25 mínútum en Dagmar Hase frá Þýskalandi, sem átti titil að veija og fékk brons í 200 m skrið- sundi, var í öðru sæti á 4.08,30. Hollenska stúlkan Kirsten Vlieg- huis synti á 4.08,70 og fékk brons- verðlaunin. Janet Evans, sem á fjóra ólympíutitla að baki en komst ekki inn í úrslitasundið, á heimsmetið frá Ó1 í Seoul 1988, 4.03,85. Smith var óþekkt utan írlands fyrir leikana og þátttaka hennar í 400 m skriðsundinu vakti gremju keppinautanna. „Ég fer eftir regl- unum og hef komist að því að réttlæti fylgir ekki lífinu," sagði Evans um málið. „Þetta staðfesti það.“ Smith sagði að málið væri sér óviðkomandi en um væri að ræða mistök hjá starfsmönnum. „Aðalatriðið er að vera á Ólympíu- leikum þar sem háttvísi á að ráða ríkjum og mikilvægt er að allir fái tækifæri. Ef reynt er að koma í veg fyrir þátttöku einhvers vegna atriða sem eru ekki viðkomandi að kenna er hátt- vísi ekki höfð í huga. Hvemig getur einhver sagst hafa átt skilið að vinna til verðlauna án þess að hafa keppt við alla í heiminum?" spurði hún og sagði að sú staða hefði komið upp hefði henni verið meinuð þátttaka. Hase varði Smith. „Michelle synti mjög vel og átti skilið að fá gullverðlaunin.“ „Ég varð að auka hraðann eftir 300 metra og stinga hinar af,“ sagði Smith um útfærslu sína. „Þetta er ótrúlegt. Þegar ég sigr- aði í fyrstu greininni vissi ég að þó mér mistækist eftir það kæmi ég engu að síður heim sem meist- ari.“ Smith kynntist hollenska kringlukastaranum Erik De Bruin á Ólympíuleikunum í Barcelona og er eiginmaðurinn frá því í júní sem leið jafn- framt þjálfari hennar en hann er í fjögurra ára keppnisbanni vegna lyfjami- snotkunar. Hún hefur eflst mikið undir hand- leiðslu hans og neitaði að svara spurningum um lyfjamisnotkun eiginmannsins en áréttaði að hún hefði aldrei neytt ólöglegra lyfja. „Ég hef lagt mjög mikið á mig og gefið mig alla í þetta í þrjú og hálft ár. Það eina sem ég geri er að borða, sofa og æfa og þetta er árangurinn. Það væri mjög heimskulegt fyrir mann á lista.yfir 20 bestu að neyta ólöglegra lyfja því lyfjapróf eru tekin án fyrirvara, jafnvel klukkan níu á sunnudagsmorgni þegar viðkomandi er enn í náttföt- unum.“ Evans komst ekki í úrslit JANET Evans, fjórfaldur ólympíumeistari frá Banda- ríkjunum, komst ekki í A- úrslit í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í gær. Hún náði aðeins níunda sæti í undanrásum og var þvi einu sæti frá því að ná inn. Evans vann guUverðlaun i 400 metra skriðsundi í Seoul 1988 og silfur á leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum. Hún sagð- ist vonsvikin yfir því að ná ekki að komast í úrslit og nú yrði hún að einbeita sér að þvi að verja ólympíutitiiinn í 800 metra skriðsundi. Heimsmethafinn He Chong frá Kína náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í 100 metra baksundi. Hún varð heims- meistari bæði í 100 og 200 metra baksundi á HM í Róm fyrir tveimur árum þar sem kínverskar stúlkur nældu í 12 af 16 gullverðlaunum sem voru í boði. í undanrásum í gær synti hún á 1.05,87 mín. og hafnaði í 26. sæti af 36 keppendum, heimsmet henn- ar er 1.00,16 mín. og var það sett á HM1994. „Hraðskreiðari" búningur Liðin er sú tíð þegar einu gilti um útbúnað keppenda í sundi. Eitt sinn var talið nóg að skella sér í sundfötin, stinga sér í laugina og gera sitt besta með það fyrir augum að sá hraðskreið- asti sigraði. Nú hefur ný tegund sundfatnaðar rutt sér til rúms, en það er svokallaður Aquablade sundbúningur. Hann hylur allan búkinn og skálmar hans teygja sig niður á hné. Hálsmálið líkist þeim hálsmálum sem eru á venju- legum stuttermabolum - ólíkt þeim sundbolum sem tíðkast nú til dags. íþróttavöruframleiðandinn Spe- edo varði milljónum dollara í að þróa nýjan sundfatnað fyrir Ólympíuleikana í Atlanta til að hjálpa sundfólkinu við að raka örfáa hundraðshluta af tíma sín- um. Niðurstaða þróunarinnar var Aquablade-sundbúningurinn sem sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust orðið varir við. Leyndardómurinn á bakvið meinta velgengni búningsins ligg- ur í áferð hans og röndum sem greiptar eru ofan í búninginn. Þær eru bæði grófar og fínar. Rendurn- ar valda því að vatnið fer á mis- munandi hraða um búninginn og skapast um leið lóðrétt hringiða, en hún veldur því að viðloðun við vatnið verður minni. Sundhettur hafa verið notaðar í áratugi til þess að minnka viðloð- un líkamans við vatnið. A miðjum níunda áratugnum byijuðu sund- menn að raka af sér líkamshárin fyrir keppni til að draga úr mynd- un loftbóla. írska sundkonan Michelle Smith, sem unnið hefur tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta, sagði að Aquablade bún- ingurinn skapaði minni mótstöðu við vatnið heldur en húðin. Því stærri hluta líkamans sem hann hylur, því betra. M SKRIÐSUND Mótmæltu þátttöku Smith, sem var ekki skráð til leiks á réttum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.