Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLANTA ’96 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 D 5 ífótspor Tarzans JOHNNY Weissmiiller sigraði í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum 1924 og 1928 og varð síðan þekktur sen Tarzan í kvikmyndaheim- inum. Engum hefur tekist að verja titilinn fyrr en Rússinn Alexander Popov lék afrekið eftir. Hann hefur sigrað í greininni á öllum stórmótum sem hann hefur tekið þátt í síðan 1991 og varði ólympíu- titilinn í fyrrinótt. Bandaríkjamaðurinn Gary Hall veitti Rússanum mikla keppni og var 0,09 sek. á undan eftir 50 metra en Popov átti síð- asta orðið. Hann fór á 48,74 sek., sama tíma og í riðlakeppninni, en heimsmet hans er 48,21. Hall, sem var í öðru sæti á eftir Popov í 50 og 100 m skriðsundi á HM 1994, fékk tímann 48,81 en Bras- ilíumaðurinn Gustavo Borges, sem var í öðru sæti í 200 m skrið- sundi um helgina, synti á 49,02 og fékk bronsverðlaunin. „Það er mjög erfitt að setja sér það markmið og ná því að verða ólympíumeistari, heimsmeistari eða að setja heimsmet en enn erf- iðara er að endurtaka leikinn," Methafinn fékk enga keppni 100 M SKRIÐSUIMD Rússinn Popov hef- ursigraðá öllum stórmótum sem hann hefurtekið þátt ísíðan 1991 sagði Popov, sem er ólymp- íu- og heims- meistari í 50 m og 100 m skrið- sundi. „Þetta var sennilega ein erfiðasta keppnin á ferl- inum en ég naut hennar sérstaklega mikið,“ sagði kappinn, sem er 24 ára. Popov var þegar líkt við Weissmuller en hann eyddi samanburðinum. „Weissmúller? Ég þekki hann en hef því miður ekki hitt hann.“ Popov hefur verið þekktur fyrir að taka mótherj- ana á taugum fyrir keppni með því að stara í augu þeirra en ekkert slíkt var uppi á teningnum að þessu sinni. „Alex hefur verið til fyrirmyndar í einu og öllu síðan keppnin byrjaði," sagði Hall. „Ég var byijaður að gleyma að menn verða stöð- ugt að vera á varðbergi," sagði Popov, sem hefur æft í Ástralíu síðan 1992. „Þegar menn leggja mikið á sig þarf ekki að bíða eftir árangri. Mikil vinna þýðir að ekki þarf að treysta á heppni.“ RÚSSINN Aleksandr Popov fagnar sigri sínum í 10O m skriðsundi í Georgia Tech Aquatic í Atlanta. Reuter 5 ára á efsta þrepi VMSAR STAÐREYNDIR Beth Botsford, sem er aðeins 15 ára, sigraði í 100 metra baksundi á 1.1,19 en Whitney Hedgepeth var önnur á 1.01,47. Þetta er í fyrsta sinn sem Banda- ríkjakonur eru í tveimur fyrstu sætunum á Ólympíuleikum síðan í Los Angeles 1984 og vinkonurn- ar föðmuðust að sundi loknu. Marianne Kriel synti á 1.02,12 og tryggði Suður-Afríku þar með sundverðlaun í annað skipti á þess- um leikum. Aftur gull Bandaríska karlasveitin sigraði í ,4x200 metra skriðsundi sl. sunnudag og bandaríska kvenna- sveitin lék sama leik í 4x100 metra skriðsundi í fyrrinótt eftir harða baráttu við kínversku sveitina. Le Jingyi, sem var ólympíumeistari í 100 m skriðsundi, náði forystunni fyrir Kína eftir fyrstu 100 metrana en Amy van Dyken komst fram úr á næstu 100 metrum og Cather- ine Fox og Jenny Thompson gerðu það sem þær þurftu að gera til að tryggja sveitinni gullið. Hún fékk tímann 3.39,29, kínverska sveitin fór á 3.40,48 og þýska sveitin á 3.41,48. AlluUMi' Ymsar staðreyndir og tölulegar upplýsingar um lelkana í Atlanta 10.700 iþróttamenn, 5.000 starfsmenn frá 197 löndum. Ákveðið var í Tókýó í 18. sept. 1990 að halda leikana í Atlanta. Aþena, Belgrad, Manchester, Melboume og Toronto sóttu líka um. Fjártiagur: 113 milljarðar - 36 ma. kr. fyrir sjónvarpsrétt, 49 ma. kr. frá kostunaraðilum og vegna sölu ýmiss vamings; 26 ma. kr. af miðasölu. DENIS Pankr- atov, sem á heimsmet í 100 og 200 metra flugsundi, fékk enga keppnií 200 m flugsundi í fyrrinótt. . Rússinn fór fyrir keppi- nautunum all- an tímann og kom í mark á 1.56,51 en heiinsmet hans er 1.55,22. Bandaríkja- maðurinn Ton Malchow synti á 1.57,55 og varð í öðru sæti, fjórum hundruðustu úr sekúndu á undan Ástra- lanum Scott Goodman. Frakkinn Franck Espos- ito, sem er 25 ára og aldurs- forseti keppn- innar, var í fjórða sæti en hann fékk bronsverð- launin í Barc- elona 1992. Rcutcr BETH Botsford fagnar (t.h.) sigri í 100 m baksundi ásamt vinkonu sinni Whitney Hedgepeth, sem varð önnur. 99.000 manns sjá um framkvæmd leikanna (45.000 sjálfboðaliðar). Búist við 2 milljónum ferðamanna. 10.000 manns sáu um að flytja ólympíueldinn frá Ólympíu, 15. apríl, til Atlanta og fór eldurinn 24.252 kílómetra um 42 lönd. 5.500 manns komu fram við setningu leikanna, 2.100 vont baksviðs auk 650 sem sáu um sviðsmyndina. Búrúndí, Grænhöfðaeyjar, Comoreyjar, Dóminíkana, Guinea-Bissau, Nauru, Palestína, St. Kitts og Nevis, St. Lucia og Sao Tome taka í fyrsta sinn þátt á Ól. 1.838 verðlaunapeningar (604 gull) fyrir 271 keppnisgrein í 26 íþróttagreinum. 11 milljónir aðgöngumiða voru gefnir út 17.000 blaða- og fréttmenn fylgjast með leikunum. Um 4 milljarðar manna geta fylgst með leikunum i sjónvarpi, 9 af hverjum 10 i þróuðum löndum og 1 af hverjum þremur í vanþróaðri ríkjum. ■ Búist er við að milljarður minjagripa verði seldir, þar af um 30 þúsund bolir. Sunnudaginn 4. ágúst lýkur leikunum og þá verður eldurinn slökktur og ólympíufáninn afhentur fulltnia Sydney þar sem næstu sumarieikar fara fram, árið 2000. REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.