Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 8
8 D MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Q&P ATLANTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Lukkan í lið með Spánvevjum Reuter REGGI Miller treður knettlnum með tilþrifum í leik gegn An- gólumönnum. Óvænt hjá Argentínu Olympíulið Argentínumanna í körfuknattleik kom heldur betur á óvart á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrrinótt þegar það gerði sér lítið fyrir og sigraði hið geysi- sterka lið Litháa 65:61. Argentínumennirnir, sem oft og tíðum sýndu mjög skemmtileg tilþrif gegn bandaríska „Draumaliðinu" um helgina, börð- ust af miklum krafti í leiknum, náðu að vinna um en nú skyndilega eygja Argent- ínumenn möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna. „Þetta var stærsti sigur, sem körfuknattleiks- lið frá Argentínu hefur unnið. Núna hugsum við um að vinna næsta leik og við ætlum okkur svo sannar- lega að verða í emu af þremur efstu sætunum," Draumaliðið" hrökk anna, Guilermo Vecchio, að leik loknum. í gang gegn Angóla upp nokkurra stiga forskot Lithá- anna í síðari hálfleik og eftir hlé létu þeir forystuna aldrei af hendi. Sigur Argentínumanna á mánu- dag þótti mjög óvæntur því Litháar eru taldir munu verða í harðri bar- áttu við „Draumaliðið", Júgóslava og Króata um efstu sætin á leikun- Fagna Frakkar sigri? níunda áratugnum var með eitt besta handknattleikslið heims, hef- ur nú skipst upp í margar smærri þjóðir en þetta eru lið, sem þóttu firnasterk í greininni fyrir fáeinum árum. Það má því ljóst vera að nokkrar af hinum sterku hand- knattleiksþjóðum á árum áður mega muna sinn fífil fegurri og halda nú einungis fast í minning- una um glæsta tíma þrátt fyrir að Rússar og Serbar-Svartfellingar (Júgóslavar) haldi merkjum hinna gömlu austantjaldsþjóða hátt á lofti. Ekki skal þó örvænta, því það er nú alltaf svo að ný stórveldi koma fram á sjónarsviðið þegar þau eldri líða undir lok og verður vafalít- ið bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með þjóðum á borð við Frakka, Króata, Júgóslava og Rússa etja kappi á leikunum í Atl- anta og gefa allt sem þær eiga og miklu meira í baráttunni um ólymp- íugullið eftirsótta. Þjálfari Litháa, Vladas Garastas, var hins vegar að vonum ekki sátt- ur í leikslok en sagði Argentínu- mennina einfaldlega hafa leikið betur og átt sigurinn skilinn. Stiga- hæstur í liði Argentínumanna var Juan Espil með 25 stig en Arvydas Sabonis var sem fyrr stigahæstur Litháa með 30 stig. Bandaríska „Draumaliðið", sem lenti í nokkrum vandræðum með Argentínumenn í fyrsta leik sínum á ÖL, hikstaði hins vegar hvergi á mánudag og átti ekki í neinum erfiðleikum með að leggja landslið Angóla að velli 87:54 í lítt spenn- andi leik. Angólamenn náðu að vísu að hanga í „Draumaliðinu" fyrstu mín- úturnar í leiknum en þegar staðan var 22:21 heimamönnum í vil hrökk bandaríska hraðlestin í gang og eftir það þurfti ekki að spyija að leikslokum. Stigahæstur heima- manna var Karl Malone með 12 stig en stigahæstur í liði Angóla, sem annars á hrós skilið fyrir að hafa bætt til muna leik sinn frá því á síðustu Ólympíuleikum þar sem þeir töpuðu m.a. fyrir „Drau- maliðinu" 116:48, var Antonio Carvalho með 16 stig. Helstu úrslit úr öðrum leikjum á mánudag urðu þau að Grikkir sigruðu Brasilíumenn 89:87 í bráð- fjörugum og spennandi leik og hið geysiöfluga lið Júgóslava, sem margir eru nú farnir að spá sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Ástrali að velli 91:68. Þá sigraði Púerto Ríkó S-Kóreu 98:86 og Króatar lögðu Kínverja 109:78. AÓlympíuleikunum í Atlanta, sem settir voru síðastliðna nótt, er handknattleikslandslið okk- ar íslendinga fjarri góðu gamni og munar um minna því ekki hafa ís- lensku keppendurnir á Ólympíuleik- um verið svo fáir síðan árið 1980 í Moskvu. Þrátt fyrir það ætti engu að síður að verða gaman að fylgj- ast með handknattleikskeppni leik- anna og þá kannski sérstaklega fyrir þá sök að ekki er nema rúmt eitt ár liðið síðan allar skærustu handknattleiksstjörnur heims sóttu íslendinga heim á heimsmeistara- mótið í greininni. í fyrra voru það hinir léttleikandi og skemmtilegu Frakkar, sem fögn- uðu sigri og eru handknattleiksunn- endur um heim allan nú farnir að velta því fyrir sér hvort besta leik- manni heimsmeistaramótsins á Is- landi, Jackson Richardson, og félög- um hans í franska liðinu takist að endurtaka leikinn frá því þá. Flest- ir hallast reyndar að því að Frakkar muni koma til með að verða í harði baráttu um ólympíumeistaratitilinn því liðið hefur á að skipa mörgum gríðarlega sterkum einstaklingum, en Richardson heldur því reyndar fram, að lið geti haft innan sinna raða fjöldann allan af góðum leik- mönnum án þess að ná að smella saman og vinnist þá ekki neitt. Hann leggur þó ríka áherslu á, að franska liðið muni leika til sig- urs og þeir óttist engan, en muni einungis taka einn leik fyrir í einu og stefna að því að leika af skynsemi og yfir- _ vegun. Svíar, sem lengi hafa verið í fremstu röð meðal handknattleiks- þjóða, þykja hins vegar ekki eins sterkir og mörg undanfarin ár og má m.a. rekja ástæðuna fyrir því til meiðsla þeirra Magnus Wisland- ers og Erik Hajas. Svíarnir lögðu lokahönd á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana um síðustu helgi þegar þeir mættu Þjóðverjum í tveim vináttulandsleikjum í Þýska- landi, en urðu fyrir nokkrum von- brigðum því þeir töpuðu báðum leikjunum, fyrst 19:26 og síðan 24:30. Þjóðverjar virðast á hinn bóginn á ágætri siglingu um þessar mundir, en þeir urðu þó fyrir mikiu áfalli í Svíar þykja ekki eins ‘eikjunum gegn __________l J J__________________ Svium þvi leik- sterkir og mörg und- ^órnnda.nsdi þeirra- anfarin ár og er þar óneitan- lega skarð fyrir skildi hjá þeim HANDKNATTLEIKUR þýsku. Ekki má heldur gleyma því að í dag eru ekki til í handknattleiks- heiminum neinir Sovétmenn og hin geysiöfluga Júgóslavía, sem á Núverandi ólympíumeistarar í knattspyrnu, Spánveijar, máttu þakka fyrir að ná 1:1 jafn- tefli gegn sterku liði Frakka þegar liðin mættust í bráðfjörugum og spennandi leik á Ólympíuleikunum í Atlanta á mánudagskvöld. Hinir sókndjörfu framlínumenn Spánveijanna máttu sín lítils gegn gríðarlega öflugri varnarlínu Frakka og virtust þær sex breyt- ingar, sem landsliðsþjálfarinn Javier Clemente gerði á liði þeirra spánsku frá því í fyrsta leiknum gegn Sádi-Arabíu á laugardag ekki skila góðum árangri. Fyrirliði Frakkanna, Jerome Bonnissel, var reyndar fjarri góðu gamni á mánudaginn en það virtist hins vegar ekki koma að sök því það voru Frakkamir, sem voru mun betri aðilinn í leiknum og þeir skor- uðu fyrsta markið skömmu fyrir leikhlé. Var þar að verki hinn geysi- sterki framheiji Sylvain Legwin- sky, sem skallaði knöttinn fírnafast í netið eftir fal- lega hornspyrnu frá_ vinstri. í síðari hálf- leik fengu Spán- veijar svo gullið tækifæri til að jafna metin þeg- ar dæmd var vítaspyrna á Frakka en Letizi í marki Frakk- anna gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Oscar Garcias. Garcia náði þó að bæta fyrir mistök sín örfá- um mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði jöfnun- armark Spán- veijanna með góðu skoti, en tæpara mátti það vart standa. Spánveijinn Garcia var þó ekki eini leik- maðurinn, sem gerði sig sekan um að misnota vítaspyrnu í leikj- um mánudagsins því slíkt hið sama gerðu Sádi-Arabinn Fuad Anwar Amin og Argentínumaðurinn Hernan Crespo og hafa í kjölfarið gárungar í Átlanta kallað mánu- dagskvöldið „kvöld hinna glötuðu víta- spyrna“. Crespo hefði getað gulltryggt sigur Argentínu- manna á Port- úgölum hefði hann skorað úr spyrnunni því áður hafði Ariel Ortega komið fyrrum heimsmeist- urunum yfir en í staðinn náðu Portúgalirnir að komast betur inn í leikinn og jafna metin með marki Nuno Gomez um miðjan síðari hálfleik. Leikur Ástrala og Sádi-Araba þótti hin besta skemmtun því mik- ið var um góð marktækifæri og small knötturinn í tréverki beggja marka oftar en flestir gátu talið. Það voru þó að lokum Ástralir, sem fögnuðu 2:1 sigri eftir mörk frá þeim Peter Tskenis og Mark Viduka en í millitíðinni hafði Mo- hammed al- Khilaiwi náð að jafna metin fyrir Sádi-Araba. Það voru þó ekki marka- skorararnir, _sem voru hetjur Ástr- alanna í þessum leik heldur mark- vörðurinn Frank Jurie, því auk þess að bjarga oft og tíðum stórglæsilega frá sóknarmönnum Sádi-Arabíu varði hann vítaspyrn- una frá fyrirliðanum Amin. í síðustu viðureign mánudags- ins sáu svo þúsundir Bandaríkja- manna heimamenn leggja Tún- isbúa að velli með tveimur mörkum gegn engu í eina leiknum þar sem ekki var misnot- uð vítaspyrna. Það var Jovan Kirovski, sem kom Bandaríkja- mönnum yfír undir lok fyrri hálfleiks og framheijinn Brian Maisonne- uve greiddi svo Túnisbúum end- anlega rothöggið á síðustu mínútu leiksins með fal- legu marki. Eftir leikina á mánudagskvöld standa Frakkar og Spánveijar óneitanlega vel að vígi í B-riðli og Argentínu- menn og Portúg- alir í A-riðli en Bandaríkjamenn ætla sér hins vegar stóra hluti á leikunum og eru örugglega ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Reuter ÁSTRALINN Joseph Spiter sækir að marki Saudi-Arabíu - markvörðurinn Hussain Al-Sadig til varnar. KNATTSPYRNA Boðið upp á kvöld hinna glötuðu vítaspyrna KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.