Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1
| BRANPARARJ 1LEIKIRfc ÞRAUTIR~Í Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 24. JUL11996 Gjafir frá Rebbu KÆRU Myndasögur, hér er ég með Ijóð og ef þið birtið það, hef ég dulnefn- ið Rebba! Rebba mín, það er al- veg ástæðulaust fyrir þig að skýla þér á bak við dulnefni, ljóðið þitt er fal- leg hugleiðing og öllum holl lesning um gjafír og gildi þeírra. En að sjálf- sögðu virðum við ósk þína. GJAFIR Því gefum við gjafir? Er þakklæti ekki nóg? En þakklæti, við fáum ef hún kostar meir en nóg. Ef hún kostaði aðeins lítið, já, lítið af peningum, fengjum við þá sama sama þakklætið? BÖRN í BOLTALEIK í SUMAR VINSAMLEGAST birtið í Myndasögum Moggans ef hægt er. Það myndi gleðja dóttur mína mjög mikið, þar sem hún fylgist með ykkur af miklum áhuga. Með fyrirfram þakklæti fyrir hönd dóttur minnar. Svo hljóðar bréf frá Birnu Dís Traustadóttur, móður listakonunnar, sem gerði myndina Börn í boltaleik í sumar. Stúlkan heitir Emilía Kristín Bjarnason, 5 ára - verður 6 ára 17. nóvember næstkomandi, og heimilis- fangið er Tjarnarból 2, 170 Seltjarnarnes. Mæðgur, við þökkum fyrir fallega mynd og hlýlegt bréf. Ólympíuleikar FJÓRÐA hvert ár eru Ólympíuleikarnir haldnir. Eins og þið vitið vafalítið eru þeir haldnir í borginni Atlanta í Banda- ríkjunum að þessu sinni. Saga leikanna hefst árið 776 f.Kr. (= fyrir Kristsburð= fyrir fæðingu Jesú Krists) í Ólympíu borg í Grikklandi. Þeir voru haldnir þar til ársins 393 e.Kr. (= eftir Krist) þegar Rómverjar réðu ríkjum í Grikklandi og víðar. 1896 voru þeir endurvaktir og voru fyrstu leikarn- ir haldnir í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Ólympíuleikarnir eru hugsaðir seni keppni einstaklinga og hópa en ekki keppni milli landa. Ólympíueldurinn, logi hins endurlífgaða ólympíuanda, er tendraður á Ólympsfjalli í Grikklandi fyrir hverja Ólympíuleika og fluttur af íþrótta- fólki til J)eirrar borgar þar sem leikarnir fara fram í hvert skipti. Olympíuleikunum er skipt í sumarleika og vetrar- leika, sem raðað er þannig niður á árin, að tvö ár líða á milli vetrarleika og sumarleika. Sigurður Rúnar, 7 ára, sendi okkur tákn Ólympíuleik- anna, fimm mislita hringi sem krækjast saman. Stein- höggv- arar ÞAÐ eru ekki allir steinhöggv- arar í heiminum, sem nota hamar og meitil (= fleygmynd- að málmverkfæri með odd á endanum, notað til að grópa í eða taka sundur harða hluti, sjá mynd). Sums staðar á Ind- landi eru starfandi granít- höggvarar sem tendra eld við klettaveggi. Þegar kletturinri er orðinn vel heitur, hella þeir vatni á hann. Hin snögga kæl- ing veldur því að sprungur myndast í klettaveggnum og heilu björgin losna jafnvel frá. Granítið þenst um heil 5% við að hitna úr mínus 20 gráð- um á Celcius í plús 40 gráður, sem gerir þá 60 gráðu hita- mun. Þegar það kólnar mjög hratt skreppur það saman, en hefur ekki tíma til að minnka nóg á svo skömmum tíma og brotnar þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.