Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MÆTTUM VID FÁ MEIRA AÐ HEYRA Góður dagur í lífi ungmeyjar ÞESSI saga er nafnlaus því ég fann ekki nafn á hana. Veljið nafn á hana fyrir mig. Skrifa aftur seinna. Agla Friðjónsdóttir, Einibergi 19, 220 Hafnarfjörður. Hér kemur sagan: Ellý mín? Já, mamma. Viltu hlaupa út í búð fyrir mig og kaupa mjólk, þú ferð bara með flöskurnar í leið- inni. Ellý hleypur af stað. Hún gengur inn í búðina og rogast með flöskupoka og gengur að dósavélinni. Hún raðar flöskunum í röð inn í vélina. Hún horfir í átt að afgreiðslu- kössunum og sér þá Kordelíu, bestu vinkonu sína. Hún klár- ar að raða flöskunum, tekur kvittunina og hleypur yfir til Kordelíu. Þær spjalla um stund. Ellý gleymir sér alveg en loks kveðjast þær og Ellý fer og kaupir mjólk. Hún dregur minnismiða upp úr vasanum. Þar stendur: Mjólk, alpabrauð, epli, þvottaefni og skólaostur. Hún setur varn- inginn ofan í körfu og keyrir hana að afgreiðslukössunum. Hún raðar öllu upp á borðið og spjallar aðeins við af- greiðslukonuna (þær þekkj- ast). Hvernig gengur heima hjá þér? Bara vel. - Ég ætla líka að fá einn poka. Hún kveður og þakkar fyr- ir. Á leiðinni út sér hún tvo bræður við dósavélina. Stóri bróðirinn er að raða dósunum inn. Litli bróðirinn ætlar að taka eina, en sá stærri bann- ar honum það og slær í haus- inn á honum. Ellý hraðar sér út. Hún getur ekki horft upp á svona. Hún veit að þessir strákar eiga heima í blokkinni einhvers staðar. Þegar hún kemur heim réttir hún mömmu sinni pok- ann og afganginn. Hún sest niður og fer að læra. Hún hjálpar líka mömmu sinni að elda og taka af borðinu. Hún hjólar út í búð og kaupir snakk og smá nammi því saumaklúbburinn ætlar að hittast í kvöld. Þær eru sex stelpurnar sem hafa stofnað klúbbinn: Ellý, Malín, Kristín, Ellen, Svandís og Aldís Rós. í leiðinni kaupir hún blóm handa Aldísi því hún heldur saumaklúbbinn. Það er hefð hjá þeim að gefa saumaklúbbshaldaranum eitthvað. Síðast gaf hún konf- ektkassa. Hún setur nammið og snakkið í poka og hengir á hjólið. Blómunum heldur hún á með einni hendi. Vesen að vera ekki með bögglabera, hugsar hún. Aldís tekur vel á móti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.