Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 1
ÚTFLUTNWGUR Norræn útrás í austri /4 FYRIRTÆKI Hugbúnaður hf. í sóknarhug /6 TÆKNI Sjónfundatækni og Sölumiðstöðin /8 VmsnPTl/iflVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. JULI 1996 BLAÐ B Vextir Meðalvextir af visitölubundnum útlánum bankanna hafa ekki lækk- að í kjölfar lækkunar á ávöxtun- arkröfu spariskirteina að undan- förnu, að því er fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Vextir þessara útlána hækkuðu verulega í maí í fyrra eftir að ávöxtunarkrafa spariskírteina hækkaði, en hafa lítið breyst síðan. Ákveðið hefur verið að Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi fram- kvæmdasljóri Norræna verk- efnaútflutningssjóðsins (Nopef), taki sæti í stjórn Norræna fjárf est- ingarbankans NIB nú í sumar. Kemur hann í stað Tómasar Árna- sonar, fyrrverandi seðlabanka- stjóra. Sjá nánar bls. 4. Batikar Innlán banka og sparisjóða námu alls um tæplega 171 milh*arði króna í lok júní og höfðu aukist um 1% frá áramótum. Verðbréf- aútgáfa þeirra jókst afturá móti um tæp 28% á tímabilinu. Á sama tíma drógust almenn útlán saman um 6,3%. Lausafjárstaða stofnan- anna hefur því batnað verulega frá áramótum og nam um 13 millj- örðum í lok júnímánaðar. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 28. JÚIIÍ 1995(sölugengi) Stofnfiskur hf. skapar sér sérstöðu meðal evrópskra fiskeldisfyrirtækja Flytja út laxa- hrogn til Chile STOFNFISKUR hf. hefur náð samningum um sölu á lifandi laxa- hrognum til fiskeldisfyrirtækja í Chile. Reiknað er með að árleg sala næstu fimm árin til Chile verði á bilinu 20-40 milljónir króna og í framhaldi af því muni salan tvö- faldast. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Patagonia í Chile sem mun sjá um móttöku og dreifingu hrognanna, en lifandi laxahrogn eru mjög við- kvæm í flutningi og mikilvægt að þau séu geymd við góðar aðstæð- ur, að sögn Vigfúsar Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Stofnfisks. í samningnum við Patagonia er einnig gert ráð fyrir að vinna að markaðssetningu í Chile, á hrogn- um úr regnbogasilungi en þegar hefur verið selt nokkurt magn þangað sem nú er verið að prófa í eldi. Vigfús segir ljóst að Stofnfiskur hafi skapað sér nokkra sérstöðu í Chile hvað snertir lifandi laxa- hrogn. Sú sérstaða felist í fyrsta lagi í afhendingartíma hrognanna þar sem fyrirtækið sé hið eina í Evrópu sem geti afhent hrogn allan ársins hring. Lykillinn að þessum árangri felist í því að nýta heitan jarðsjó ásamt því að nota ljósastýr- ingu. í öðru lagi sé laxastofninn heilbrigður og í þriðja lagi sé unnið að skipulegum kynbótum sem tryggi árlegar framfarir. Hann bendir enn fremur á að mikil sérhæfing hafi átt sér stað í öllu fiskeldi í heiminum. Matfisk- eldisstöðvar séu að Iosa sig við framleiðslu á klakfiski og hrogn- um. Þann fisk þurfi að geyma í stöðvunum í mörg ár sem skapi aukna sjúkdómahættu fyrir mat- fiskinn. Þá hafi hið lága verð á eldisfiski valdið því að stöðvarnar séu stöðugt að sérhæfa sig til að ná bestum árangri. Þær vilji ná sem mestu magni í gegn á sem stystum tíma. Árangur Stofnfisks í Chile er einnig afar mikilvægur fyrir ís- lenskt fiskeldi að mati Vigfúsar. „Grundvöllurinn fyrir því að ís- lenskt fiskeldi njóti góðra kyn- bættra hrogna er sá að hægt sé að stunda útflutning, því fram- leiðsla á eldislaxi hér á landi er engan veginn nægjanleg til að hægt sé að halda uppi jafn um- fangsmiklu verkefni." Unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum Stofnfiskur hefur þrjár stöðvar í rekstri þ.e. Kalmanstjörn í Höfn- um, Öxnalæk í Ölfusi og laxeldis- stöðina í Kollafirði. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið að því í samvinnu við nokkur inn- lend fyrirtæki að auka gæði laxa- hrogna fyrir eldi. Markmiðin hafa verið þau að rækta heilbrigðan stofn, tryggja góðan vaxtarhraða á fyrsta ári og bjóða sveigjanlegan afhendingartíma. Fyrir þetta verk- efni voru valdir laxastofnar af norskum uppruna sem tryggja samkeppnishæfni með tilliti til vaxtar og útlits. Clitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 FJARMOGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. e Glltnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.