Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 1
ÚTFLUTNINCUR Norræn útrás í austri /4 PipifeÉ FYRIRTÆKI TÆKNI l f WM Hugbúnaöur hf. í Sjónfundatækni og mK&JÉéS sóknarhug /6 Sölumiðstöðin /8 VIÐSKIPTIAIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 BLAÐ £> Vextir Meðalvextir af vísitölubundnum útlánum bankanna hafa ekki lækk- að í kjölfar lækkunar á ávöxtun- arkröfu spariskírteina að undan- fömu, að því er fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Vextir þessara útlána hækkuðu verulega í maí í fyrra eftir að ávöxtunarkrafa spariskírteina hækkaði, en hafa lítið breyst síðan. NIB Ákveðið hefur verið að Þorsteinn Olafsson, fyrrverandi fram- kvæmdasljóri Norræna verk- efnaútflutningssjóðsins (Nopef), taki sæti í sljórn Norræna fjárfest- ingarbankans NIB nú í sumar. Kemur hann í stað Tómasar Árna- sonar, fyrrverandi seðlabanka- sljóra. Sjá nánar bls. 4. Bankar Innlán banka og sparisjóða námu alls um tæplega 171 milljarði króna í lok júní og höfðu aukist um 1% frá áramótum. Verðbréf- aútgáfa þeirra jókst aftur á móti um tæp 28% á tímabilinu. Á sama tíma drógust almenn útlán saman um 6,3%. Lausafjárstaða stofnan- anna hefur því batnað verulega frá áramótum og nam um 13 millj- örðum í lok júnímánaðar. SÖLUGENGIDOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA DOLLARI +1,39% breyting frá áramótum 1995 Kr. 80 75 70 >,40 65 60 55 1996 J ÁSONDJFMAMJJ +r+ 50 > (sölugengi) KfL STERLINGSPUND +1,73% breyting frá áramótum yo 1995 1996 ; j'á's'o'n'd j'f'm'a'm'j'j 105 | Dönsk KRÓNA Kr. 11 ,U -1,58% bre ^'"9 mn frá áram ótum 10,01 1995 1996 'j 'á's'o'n'd j'f'm'a'm'j'j ' 3,u j Þýskt MARK Stofnfiskur hf. skapar sér sérstöðu meðal evrópskra fiskeldisfyrirtækja Flytja út laxa- hrogn tíl Chile STOFNFISKUR hf. hefur náð samningum um sölu á lifandi laxa- hrognum til fiskeldisfyrirtækja í Chile. Reiknað er með að árleg sala næstu fímm árin til Chile verði á bilinu 20-40 milljónir króna og í framhaldi af því muni salan tvö- faldast. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Patagonia í Chile sem mun sjá um móttöku og dreifingu hrognanna, en lifandi laxahrogn eru mjög við- kvæm í flutningi og mikilvægt að þau séu geymd við góðar aðstæð- ur, að sögn Vigfúsar Jóhannsson- ar,_ framkvæmdastjóra Stofnfisks. í samningnum við Patagonia er einnig gert ráð fyrir að vinna að markaðssetningu í Chile, á hrogn- um úr regnbogasilungi en þegar hefur verið selt nokkurt magn þangað sem nú er verið að prófa í eldi. Vigfús segir ljóst að Stofnfiskur hafi skapað sér nokkra sérstöðu í Chile hvað snertir lifandi laxa- hrogn. Sú sérstaða felist í fyrsta lagi í afhendingartíma hrognanna þar sem fyrirtækið sé hið eina í Evrópu sem geti afhent hrogn allan ársins hring. Lykillinn að þessum árangri felist í því að nýta heitan jarðsjó ásamt því að nota ljósastýr- ingu. Í öðru lagi sé laxastofninn heilbrigður og í þriðja lagi sé unnið að skipulegum kynbótum sem tryggi árlegar framfarir. Hann bendir enn fremur á að mikil sérhæfing hafi átt sér stað í öllu fiskeldi í heiminum. Matfisk- eldisstöðvar séu að losa sig við framleiðslu á klakfiski og hrogn- um. Þann fisk þurfi að geyma í stöðvunum í mörg ár sem skapi aukna sjúkdómahættu fyrir mat- fiskinn. Þá hafi hið lága verð á eldisfiski valdið því að stöðvarnar séu stöðugt að sérhæfa sig til að ná bestum árangri. Þær vilji ná sem mestu magni í gegn á sem stystum tíma. Árangur Stofnfisks í Chile er einnig afar mikilvægur fyrir ís- lenskt fiskeldi að mati Vigfúsar. „Grundvöllurinn fyrir því að ís- lenskt fiskeldi njóti góðra kyn- bættra hrogna er sá að hægt sé að stunda útflutning, því fram- leiðsla á eldislaxi hér á landi er engan veginn nægjanleg til að hægt sé að halda uppi jafn um- fangsmiklu verkefni.“ Unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum Stofnfiskur hefur þrjár stöðvar í rekstri þ.e. Kalmanstjörn í Höfn- um, Öxnalæk í Ölfusi og laxeldis- stöðina í Kollafirði. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið að því í samvinnu við nokkur inn- lend fyrirtæki að auka gæði laxa- hrogna fyrir eldi. Markmiðin hafa verið þau að rækta heilbrigðan stofn, tryggja góðan vaxtarhraða á fyrsta ári og bjóða sveigjanlegan afhendingartíma. Fyrir þetta verk- efni voru valdir laxastofnar af norskum uppruna sem tryggja samkeppnishæfni með tilliti til vaxtar og útlits. FJARMOGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. m Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Clitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.