Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Endurgreiðslukerfi Europe Tax-Free Shopping nær skjótrí útbreiðslu hér á landi Yfír 300 verslanir semja um endurgreiðslu VSK ÚTIBÚ frá alþjóðlega fyrirtækinu Europe Tax-Free Shopping hér á landi hefur á einum mánuði gert samninga við yfir 300 verslanir um að annast endurgreiðslu virðisauka- skatts af vörukaupum erlendra ferðamanna. Þar af eru um 50 versl- anir í Kringlunni og svipaður fjöldi á Laugaveginum, að sögn Jónasar Hagan, framkvæmdastjóra. Þá hafa um 40 verslanir gert slíka samninga á Akureyri, 15 verslanir á Austur- landi og 4 á Vestfjörðum. Europe Tax-Free Shopping hefur nú verið starfandi hér á landi í u.þ.b. einn mánuð. Hér áður var þessi möguleiki á endurgreiðslu til ferða- manna sáralítið kynntur og einung- is hægt að fá endurgreiddan virðis- aukaskattinn í Flugstöðinni í Kefla- vík. „Við greiðum núna um 200-250 ávísanir á dag til erlendra ferða- manna sem eru að fjárhæð samtals um 2,5 milijónir króna á viku," sagði Jónas. „Verslanir hafa fundið fyrir því að endurgreiðslan er farin að skila sér í auknum viðskiptum. Við endurgreiðum í öllum skemmti- ferðaskipum og höfum dreift þar bæklingum sem voru að koma út á sex tungumálum. Þá verður þeim einnig dreift á hótelum og víðar. Þannig munum við í samstarfi við ferðaskrifstofurnar reyna að fá fólk til að stoppa aðeins lengur í bæn- um, en ekki fara aðeins á milli í rútum." Umsóknir streyma inn Að sögn Jónasar hafa verslanir í auknum mæli spurst fyrir um þessa þjónustu og streyma inn umsóknir á hverjum degi. Aðspurð- ur um hvaða vörur það væru sem erlendir ferðamenn hefðu helst áhuga á, sagði Jónas að mest væri keypt af ullarvörum. í einu tilviki hefði verið efnt til tískusýningar í einu skemmtiferðaskipanna og þar hefði salan verið þrefalt meiri en í öðrum skipum. „Það er greinilegt að útlendingar hafa enga hugmynd um vöruúrvalið hér á landi eða hversu hagstætt verðið er á merkjavörum. í öllum kynningum á landinu hefur þessi þáttur alveg gleymst. Þetta er smuga í ferðaþjónusta sem hefur verið algjörlega vannýtt. Kannanir erlendis hafa sýnt að 24,5% af eyðslu fólks í fríum rennur til versl- ana á móti 8% í kynnisferðir. Hér á landi hefur mest áhersla verið lögð á kynnisferðir." Endurgreiðsla VSK nemur 15% af verðinu Europe Tax-Free Shopping fyrir- tækið starfar í 23 löndum og hyggst það kynna íslenska verslun sérstak- lega á næstunni á hinum Norður- löndunum. í því sambandi má minna á að íbúar ríkja Evrópusam- bandsins fá ekki endurgreiddan virðisaukaskatt af vörum sem þeir kaupa í öðrum ríkjum sambandsins. Þá segir Jónas að þar fyrir utan sé ýmis merkjavara hérlendis ódýr- ari en á hinum Norðuriöndunum. Erlendir ferðamenn fá endur- greitt 15% af verði vöru sem þeir kaupa hérlendis. Hlutur 24,5% virð- isaukaskatts er hins vegar 19,68% af verðinu, en mismunurinn rennur til Europe Tax Free-fyrirtækisins. Ferðamennirnir þurfa að kaupa fyr- ir a.m.k. 5 þúsund krónur í viðkom- andi verslun til að eiga rétt á endur- greiðslu. Þeir fá í hendur sérstaka ávísun sem hægt er að innleysa í Flugstöð- inni í Keflavík eða í afgreiðslu fyr- irtækisins um borð í skemmtiferða- skipum í hvaða gjaldmiðli sem er. Einnig er hægt að póstleggja ávís- unina til fyrirtækisins þegar heim er komið og óska eftir að greiðslan verði færð inn á greiðslukorta- reikning eða verði send til baka í pósti. Gylliboð frá afrískum svindlurum streyma til íslenskra fyrirtækja Bréfritarar útsmognari en áður EKKERT lát hefur orðið á bréfasendingum með gylliboð- um frá Nígeríu hingað til lands. Bendir ýmislegt til þess að send- endur bréfanna afli sér betri upplýsinga nú en áður um við- takendur og stíli þau gjarnan á einstaklinga í stað fyrirtækja. Lofa gulii og grænum skógum Á undanförnum árum hafa bréf með ýmsum gylliboðum streymt til ýmissa fyrirtækja hér á landi frá aðilum í Nígeríu, sem lofa gulli og grænum skóg- um fyrir að fá að nota banka- reikninga viðkomandi fyrir- tækja til peningaþvættis. Oftast er óskað eftir því að viðtakandi sendi upplýsingar um banka- reikning sinn og jafnvel undir- rituð blöð með bréfhaus fyrir- tækisins en óútfyllt að öðru leyti. Á móti er honum boðin ákveðin þóknun fyrir ómakið, oft upp á tugi eða hundruð milljóna króna. Talið er að hinir níge- rísku „pennavinir" ætli sér í raun að nota blöðin og upplýs- ingarnar til að svíkja út fé af umræddum bankareikningum og koma fyrirtækjunum í fjár- skuldbindingar. Ekki er vitað til þess að íslensk fyrirtæki hafi leiðst út í að svara slíkum beiðn- um á síðari árum en erlendis eru mörg dæmi um slíkt. Einskorðast ekki við Nígeríu Birgir Ármannsson, lögfræð- ingur Verslunarráðs, segir að ráðinu berist oft afrit af bréfum, sem virðast hafa verið rituð í ofangreindum tilgangi. „Það hefur færst í aukana að undanf örnu að sendendurnir ytra stíli bréf in á nafngreinda menn innan fyrirtækjanna en yfirleitt hafa þau aðeins verið send á nafn viðkomandi fyrir- tækja. Ef til vill telja sendendurnir við því að það sé vænlegra til árangurs að senda bréf beint til nafngreindra einstaklinga en a.m.k. gefur þetta vísbendingu um að þeir afli sér nú betri upp- lýsinga um fyrirtækin en áður. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að vera á varð- bergi gagnvart óvenjulegum bréf asendingum af þessu tagi og hika ekki við að leita ráða ef þeir eru í vafa." Hingað til hafa slík bréf nær eingöngu borist frá Nígeríu en að sögn Birgis er að verða breyt- ing þar á. „Þetta svindl ein- skorðast ekki við Nígeríu þótt langflest bréfin komi þaðan. Slík bréf hafa einnig borist frá öðr- um löndum Vestur-Af ríku, t.d. Tógó og Benín en geta þó auðvit- að komið hvaðan sem er." Jarðboranir fá stórverkefni viðKröflu LANDSVIRKJUN hefur gert verk- samning við Jarðboranir hf. um borun holna við Kröflu í kjölfar ákvörðunar stjórnar Landsvirkjunar um að ráðast í stækkun Kröfluvirkj- unar úr 30 MW. Samningurinn var undirritaður af Halldóri Jónatans- syni, forstjóra Landsvirkjunar, og Bent S. Einarssyni, framkvæmda- stjóra Jarðborana hf., sl. föstudag. Samningurinn í heild er að upp- hæð um 122 milljónir króna auk virðisaukaskatts, skv. upplýsingum frá Landsvirkjun. Um er að ræða borun tveggja nýrra 1 þúsund metra djúpra víðholna til öflunar á lágþrýstigufu fyrir vélarnar ásamt hreinsun á botnfalli úr holu sem boruð var árið 1991, en blés þá aðeins í stuttan tíma. Við verkið munu Jarðboranir m.a. nota borinn Jötunn og stendur flutningur hans til Kröflu yfir. Áður en sjálf borunin með Jötni getur hafist verður að höggbora um 60 metra djúpar holur. Þessi undirbún- ingur er þegar langt kominn. Gert er ráð fyrir að Jarðboranir ljúki öllum umsömdum framkvæmdum fyrir áramót. Við framkvæmdirnar starfa um 12 manns og munu þær standa fram í nóvember. „Þetta hefur gríð- arlega mikla þýðingu fyrir rekstur Jarðborana því þarna er um að ræða 40-50% af veltu síðasta árs," sagði Bent S. Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Stækkun Kröfluvirkjunar Síðastliðið vor skiluðu Verk- fræðistofa Guðmundar og Kristjáns og Rafteikning skýrslu fyrir Lands- virkjun um stöðu Kröfluvirkjunar m.t.t. frekari virkjunar á svæðinu og uppsetningar á vél 2 sem beðið hefur uppsetningar frá því virkjunin tók til starfa árið 1977. Niðurstaða verkfræðistofanna var sú að hægt væri að skipta lúkn: ingu Kröfluvirkjunar í 2 hluta. í fyrri hlutanum yrði vél 2 sett upp ásamt því að nýta þá gufu sem til reiðu er á svæðinu og einfaldra boraðgerða til að auka afl stöðvar- innar um 15 MW eða í 45 MW alls. I seinni hlutanum yrði borað eftir háþrýstigufu til að fullnýta uppsett afl stöðvarinnar sem er 60 MW. Hlutabréfamarkaður Hlutabréf í Jarðbor- unum á uppleið TALSVERÐ viðskipti áttu sér á hlutabréfamarkaði í gær, en heildarviðskipti dagsins námu rúmum 44 milljónum króna að söluvirði. Mesta athygli vöktu mikil viðskipti með hlutabréf í Jarðborunum, en gengi bréfanna hækkaði um 11,6% og endaði í 3,18, eftir að hafa farið lækkandi í síð- ustu viku. Gengi hlutabréfa í Eignarhaldsfélaginu Alþýðu- bankanum og Pharmaco hækkaði einnig lítillega. Hins vegar lækkaði gengi hlutabréfa í Eímskip og ís- landsbanka lítillega sem og gengi hlutabréfa í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar og Sláturfé-- lagi Suðurlands. Ollu þessar lækkanir því að þingvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,22% í gær. Áfram mikil viðskipti í SÍF Stærstu viðskipti gærdags- ins áttu sér stað í SÍF og Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Ein við- skipti áttu sér stað í SÍF, að nafnvirði 5 milljónir króna. Sölugengi bréfanna var 3,20, hið sama og var í þeim við- skiptum sem áttu sér stað með hlutabréf í fyrirtækinu í gær, er Lífeyrissjóður Verslunar- manna eignaðist tæplega 20 milljóna króna hlut að nafn- virði í félaginu. Heildarviðskipti í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar námu tæpum 2 milljónum króna að nafnvirði á genginu 5,5. Sólu- virði bréfanna var því tæpar 11 milljónir króna. Evrópsk hlutabréf snarlækka VERULEG lækkun varð í evr- ópskum kauphöllum í gær vegna mikilla verðsveiflna í Wall Street, sem vöktu ugg. Á þremur helztu verðbréfa- mörkuðum Evrópu — í London, París og Frankfurt — nam lækkunin meira en 1%, en ástandið var jafnvel verra á öðrum mörkuðum. í Zurich varð 3% lækkun og hollenzk hlutabréf lækkuðu um 2,4%, Slæm útkoman í Wall Street á þriðjudag hafði áhrif á evr- ópsku markaðina og í Tókýó varð mesta lækkun, sem orðið hefur á einum degi það sem af er árinu. Eftir opnun í Wall Street í gær lækkaði Dow vísitalan um rúmlega 70 punkta á fyrstu mínútunum. Þótt meira jafn- vægi kæmist á síðar gerðist það of seint til þess að það hefði áhrif á markaðina í Evr- ópu. Stokkað upp hjá N-TV Berlín. Reuter. FYRSTA þýzka fréttarásin, sem sjónvarpar allan sólar- hringinn, N-TV, segir að út- gefandi Handelsblatt verði stór hluthafi í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar, þar á meðal CNN Turner Broadcastings og Time Warner munu minnka eignarhlut sinn. Breytingarnar eru nauðsynlegar, m.a. vegna samruna Time Warners og Turners. Sameiginlegur eign- arhlutur þeirra er 64%, meiri en leyfilegt er í Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.