Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR25.JÚLÍ1996 B 3 VIÐSKIPTI Þýzk fyrírtæki vilja lengrí vinnuviku Bonn. Reuter. UMRÆÐUR um geysimikinn launakostnað í Þýzkalandi hafa færzt á nýtt stig vegna áskorana um lengri vinnuviku. Þýzka verzlunarráðið, DIHT, hefur hvatt aðila vinnumarkaðarins til að reyna að lengja vinnuvikuna og kunn rannsóknarstofnun segir að minnka verði launakostnað um 20%. Yfirlýsingar þessar eru síðasta innleggið í þýzkar deilur um hvort launakostnaður er of hár eða ekki. „Alvarleg skyssa" „Stytting vinnuvikunnar á síð- ustu árum var alvarleg skyssa, sem nauðsynlegt er að leiðrétta," sagði formaður DIHT, Hans-Peter Stihl, í blaðinu Bild Zeitung og kvaðst telja 40 stunda vinnuviku ákjósan- legri en 37 stunda vinnuviku, sem nú tíðkast og verkalýðsfélög vilja stytta ennþá meir. „Með því að stytta vinnuvikuna á sama tíma og laun voru hækkuð var launakostnaður aukinn svo mjög að hundruð þúsunda hafa misst atvinnuna," sagði hann. Launakostnaður vestur-þýzkra iðnfyrirtækja er sé mesti í heimin- um samkvæmt athugunum, sem hafa verið gerðar, og vinnutími þýzkra verkamanna er einn sá stytzti sem um getur. Framleiðsla úr landi Fyrirtæki hafa flutt framleiðslu sína úr landi vegna lægri kostnað- ar, sem hefur stuðlað að því að atvinnuleysi hefur aldrei verið meira í Þýzkalandi frá stríðslokum. Stihl sagði að verkalýðsfélög yrðu að skilja að ekki væri hægt að gera Þýzkaland að betri vinnu- stað nema með meiri vinnu eða minni tekjum. „Að halda að hægt sé að vinna styttri vinnutíma og lifa samt betur er misskilningur," sagði hann. DAG, samband skrifstofumanna, deildi á hugmyndir Stihls og kvað þær mundu stuðla að auknu at- vinnuleysi. „Starfsmenn hafa orðið að greiða fyrir hverja þá stund sem vinnuvik- an hefur stytzt um með því að fá ekki kauphækkanir, sagði varafor- maður DAG, Ursula Konitzer, í yfir- lýsingu. IW-stofnunin sagði að skera yrði niður launakostnað um 20% til að Þjóðverjar yrðu aftur samkeppnis- hæfir og skoraði á fyrirtæki, stjórn- völd og aðila vinnumarkaðarins að skera upp herör til að stuðla að auknu heilbrigði efnahagslífsins. Sveigjanlegri vinnutími Stofnunin sagði að fyrirtæki gætu dregið verulega úr launa- kostnaði með sveigjanlegri vinnu- tíma, betri nýtingu véla og hag- kvæmara vinnuskipulagi. Ríkið ætti að draga úr skattbyrði fyrirtækja og verkalýðsfélög samþykkja að raunlaun yrðu ekki hækkuð fyrir árið 2000. Umræða þessi kemur í kjölfar skýrslu frá hinni virtu Ifo- stofnun, þar sem sú almenna skoð- un var dregin í efa að launakostnað- ur væri of hár og sagt að há laun í Þýzkalandi væru réttlætanleg vegna mikillar framleiðni. Ifo fór hörðum orðum um kvart- anir um óhófleg vinnulaun, sagði að til þeirra lægju aðallega pólittsk- ar ástæður og hélt því fram að það sem aðallega hefði grafið undan samkeppnishæfni væri hækkun marksins. Perrier dregur aug- lýsingu til baka París. Reuter. PERRIER, hinn kunni franski öl- kelduframleiðandi, hefur dregið til baka auglýsingu með töppum á konubrjóstum vegna mótmæla evrópskra kvennasamtaka. Eve Magnan, talsmaður Perri- ers, sagði að fjarlægð hefðu verið auglýsingaspjöld i Belgiu með myndum af þremur ungum ber- brjósta konum með Perrier-tappa PERRIER-auglýsingin, sem vakti reiði kvennasamtaka. á brjóstvörtunum undir slagorð- inu „Wonderbulles" (Undrabólur). Hún neitaði því að Perrier, sem er dótturfyrirtæki svissneska matvörurisans Nestle SA, hefði látið undan kaupbannshótun evr- ópskra kvennnasamtaka, EWL, sem segjast hafa 2500 kvenna- hópa á bak við sig. „Perrier-auglýsingaherferðin, sem átti að standa til júlíioka, hefur verið takmörkuð vegna þess að hún átti að vera brandari og engan að hneyksla eða móðga," sagði Magnan. Evrópsku kvennasamtökin héldu því frama að þau hef ðu unnið „stórsigur." Einkavæðing Alitalia tefst vegna gífurlegs halla Róm. Morgunblaðið, ÞÓTT uppi séu áætlanir um að einkavæða ítalska ríkisflugfélagið Alitalia bendir allt til að leiðin verði löng og ströng. Félagið er rekið með gífurlegu tapi og skuldirnar hafa hrannast upp. Heildarskuldir félagsins nema nú 3.400 milljörðum ítalskra líra sem jafngildir 150 millj- örðum íslenskra króna Forstöðumenn félagsins eru þó bjartsýnir á að takast muni á næsta ári að koma rekstrinum á réttan kjöl. Ýmsir eru þó tortryggnir á það og úr röðum stjórnmálamanna hey- rast þær raddir að réttast væri að skipa rannsóknarnefnd til að kanna rekstur og stöðu félagsins niður í kjölirin. Flugfélagið hefur verið rekið með halla mörg undanfarin ár, en á þessu ári stefnir í methalla upp á 400 milljarða líra sem svarar til 17,6 milljarða króna. Þar við bæt- ast 800 milljarðar, sem varið var til sparnaðarráðstafana, meðal ann- ars vegna eftirlauna til starfs- manna, sem látnir voru hætta fyrir eftirlaunaaldur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins nam hallinn 272 milljörðum. í fyrra var hallinn 444 milljarðar líra, en nam 289 milljörð- um líra 1994. Ofan á heildarskuldir fyrirtækisins upp á 3.400 milljarða líra bætast enn við 1.200 milljarð- ar, sem eru skuldbindingar vegna fjármagnsleigu og fleira. Vonast eftir blessun ESB Undanfarin ár hefur verið stefnt að aukinni einkavæðingu ríkisfyrir- tækja, sem eru mörg á ítalíu og eitt af þeim er Alitalia. Ljóst þykir þó að ekki þýði að tala um einkavæð- ingu fyrr en tekist hefur að ná tök- um á rekstrinum og koma honum á réttan kjöl. Forráðamenn fyrirtækis- ins láta í ljós vonir um að með fyrir- huguðum aðgerðum nú muni takast þegar á næsta ári að hindra halla og koma rekstrinum á slétt. Slíkt verður þó aðeins gert með fjárfram- lögum frá ítalska ríkinu og til þess þarf samþykki Evrópusambandsins. Italska stjórnin er vongóð um að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins muni leggja blessun sína yfir fjármögnunaráætlunina, líkt og hún hefur gert hingað til með önnur evrópsk flugfélög eins og til dæmis Air France, sem svipað er ástatt fyrir og Alitalia. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa lýst yfir vantrú á að sparnaðarráðstafanirnar dugi til og efasemdum um ný ríkisframlög. Að þeirra áliti væri nær að kanna allan rekstur félagsins og hver beri ábyrgð á tröllslegum halla flugfé- lagsins. PENINGAMARKADSSJÓÐUR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. I einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skamm- tímaskuldabréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mánaðarhækkun þíngvísttölu borin saman víð mánaðarhækkun verðlags á ársgrundvellí FORYSTA I FJARMALUM! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili ab Verðbréfaþingi Islands • /1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.