Morgunblaðið - 25.07.1996, Page 4

Morgunblaðið - 25.07.1996, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 25. JÚU 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI NORRÆN UTRAS TIL A USTURS Þorsteinn Qlafsson hefur nú snúið heim til íslands eftir að hafa gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Norræna verkefna útflutn- ingssjóðsins í Helsinki um sex ára skeið. Kristinn Briem ræddi við hann um stuðning sjóðsins við útrás norrænna fyrirtækja, sókn þeirra inn á nýja markaði í austri og við- horf hans til íslensks atvinnulífs. ÞORSTEINN Ólafsson, fyrrum framkvæmdastjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins, við sumarbústað sinn á Þingvöllum. ÞAÐ sætti nokkrum tíðindum árið 1989 þegar Þorsteinn Ólafsson, þáverandi efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar var valinn úr hópi 40 umsækjenda frá öllum Norðurlönd- um til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Norræna verkefna- útflutningssjóðsins (Nopef) í Hels- inki. Þessi sjóður hefur það hlutverk að styðja norræn fyrirtæki í forat- hugunum á verkefnaútflutningi með áhættulánveitingum. Þorsteinn hefur nú kvatt Nopef og snúið heim til íslands eftir far- sæl störf í Finnlandi. í hans tíð hjá stofnuninni ijórfaldaðist fjöldi veittra lána og umsókna, en jafn- framt stóijókst fjöldi þeirra verk- efna sem urðu að veruleika. Eiga fjölmörg norræn fyrirtæki henni nú mikið að þakka í sínum árangri við að sækja inn á nýja markaði, eink- um í austri. Raunar hefur árangur- inn orðið svo góður að Norðurlanda- skrifstofan í Kaupmannahöfn ákvað nýverið að hækka fjárveitingu til stofnunarinnar. Þá fékk stofnunin bestu einkunn í þeirri úttekt sem gerð var síðastliðið haust á nytsemi norrænna stofnana. Þorsteinn á óvenju fjölbreyttan feril að baki í stjómsýslu og at- vinnulífinu. Hann starfaði á sínum yngri árum hjá Efnahagsstofnun og fjármálaráðuneytinu, en var ráð- inn framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn árið 1976. Þá var hann um eins árs skeið aðstoðarmaður Hjörleifs Guttormssonar, fyrrver- andi iðnaðarráðherra, en var síðan ráðinn aðstoðarmaður Erlendar Einarssonar, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Árið 1982 tók Þorsteinn þátt í stofnun Samvinnusjóðs íslands og var þar stjómarformaður um árabil. Tveim- ur árum síðar varð Þorsteinn fram- kvæmdastjóri þróunardeildar Sam- bandsins og hafði umsjón með fjár- festingum SÍS í nýsköpunarfyrir- tækjum eins og Marel, Icecon, ís- landslaxi og Steinullarverksmiðj- unni. Árin 1988-1990 var Þorsteinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, en síð- an lá leiðin til Finnlands. En hvers vegna skyldi hann hafa valið að sækja um starfið hjá Nopef á sínum tíma og hvaða hlutverki hefur þessi stofnun haft að gegna? „Ég fór að velta því fyrir mér árið 1989 þegar ég var 44 ára gam- all að ég yrði mjög óánægður með mitt lífshlaup síðar ef ég hefði aldr- ei starfað erlendis. Það leiddi til þess að ég ásamt fjölskyldu minni fór að hugleiða þann möguleika að flytjast til útlanda í nokkur ár. Þannig vildi síðan til um haustið 1989 að starfíð hjá Nopef var aug- lýst. Ég sótti um það ásamt um 40 öðrum umsækjendum frá öllum Norðurlöndunum og var svo lán- samur að fá starfið. Mér fínnst þetta hafa verið mikil gæfa og núna kem ég heim rúmum sex árum síð- ar reynslunni ríkari með mjög góð- ar minningar frá dvölinni í Finn- landi og starfinu hjá Nopef. Stofnunin var sett á fót árið 1982 og hennar meginhlutverk var að stuðla að verkefnaútflutningi frá Norðurlöndunum. Hugtakið verk- efnaútflutningur varð til á sjöunda áratugnum þegar fyrirtæki voru að flytja út heildarlausnir meðal ann- ars til ríkja í arabaheiminum eða kommúnistaríkjanna. Verkefnaút- flutningur hefur verið þýðingarmik- ill á Norðurlöndunum og því var ákveðið að setja stofnunina á fót til að greiða fyrir frekari þróun á þessu sviði.“ Austur-Evrópa gríðarlega mikilvægt svæði Þorsteinn kom út til Finnlands í þann mund sem miklar breytingar voru að verða í efnahagslífi heims- ins og byltingin í Austur-Evrópu rétt að hefjast. Því varð það eitt af hans fyrstu verkum að endurskil- greina verkefni stofnunarinnar í ljósi nýrra aðstæðna og viðhorfa í heimsviðskiptum og þarfa við- skiptalífsins fyrir stuðning. „Áður fyrr voru 12% af verkefn- um Nopef í Austur-Evrópu en 85% í Asíu,“ segir hann. „Allt í einu fór þetta að snúast við og í lok míns starfsferils voru um 80% verkefn- anna í Austur-Evrópu og um 15% í Asíu, þrátt fyrir að vaxtarmarkað- imir í Asíu hafi orðið sífellt meira áberandi. Þróunin varð sú að þegar Austur-Evrópa byijaði að opnast tók áhugi fyrirtækjanna á Norður- löndum að beinast þangað, ekki síst smárra og meðalstórra fyrirtækja. Það er ekki að efa að einmitt Aust- ur-Evrópa á eftir að verða gríð- arlega þýðingarmikið viðskipta- svæði fyrir Norðurlönd í framtíð- inni. Við létum gera úttekt á starfsemi stofnunarinnar til að skilgreina hvað þessar breytingar í heiminum hefðu í för með sér fyrir atvinnulíf- ið og möguleika þess. Það leiddi til þess að við beindum sjónum okkar fyrst og fremst að því sem ég hef nefnt alþjóðavæðing fyrirtækja. Við litum á það sem okkar meginhlut- verk að aðstoða norræn fyrirtæki við að heíja alþjóðavæðingu á þeim nýju mörkuðum sem vom að opnast í heiminum, ekki síst í Austur-Evr- ópu og Asíu og virkja þannig nor- rænt framtak og sköpunarkraftinn í atvinnulífí okkar til að treysta framtíðarsamkeppnistöðu Norður- landa við gjörbreyttar aðstæður í efnahagslífí heimsins. Næsta skref hjá okkur var að fá skilning fyrir þessum nýju og breyttu viðhorfum í embættis- mannanefndum á vegum Norður- landanna og pólitískum vettvangi. Þar kom að góðum notum mín reynsla að heiman þar sem ég hafði bæði starfað í atvinnulífinu og stjómkerfmu." - Hver hefur ávinningur íslend- inga verið af þessari starfsemi al- mennt á síðustu ámm? „Við veittum síðustu 5-6 ár rúm- lega 400 lán, en þar af vom 17 til íslenskra fyrirtækja þannig að ís- land hefur fengið rúmlega fjórfalt framlag sitt til baka. Við greiðum eins og kunnugt er 1% hlut í nor- rænu samstarfí. Hugmynd sem hitti beint í mark Haustið 1991 barst fyrirspurn frá Norðurlandaráði til Nopef um hvernig best væri hægt að aðstoða baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen við að efla efnahagslíf sitt og þar með lýðræði í ríkjunum. „Við höfðum þá þegar starfað í ríkj- unum frá því 1989-1990 og vorum komnir með nokkra reynslu," segir Þorsteinn. „Okkar svar var á þá leið að virkasta leiðin til þess að hjálpa baltnesku ríkjunum á veg í þeirra efnahagsþróun væri sú að fá norræn fyrirtæki til þess að taka þátt í verkefnum í ríkjunum, en ekki að veita beinan stuðning til ríkjanna. Á þann hátt myndi bæði þekking og reynsla fyrirtækjanna á mörgum sviðum nýtast til að byggja upp atvinnulífið í þessum löndum. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að setja á laggirnar Eystra- saltsáætlunina með þátttöku Nopef, Evrópubankans í London (EBRD) og Norræna fjárfestingarbankans. Liður í henni var að fela Nopef að veita stuðning til norrænna fyrir- tækja til forathugana á verkefnum í ríkjunum. Það sýndi sig að þessi hugmynd hitti beint í mark og ég held því fram að engin fjölþjóðleg fjármálastofnun hafi náð meiri ár- angri í uppbyggingu atvinnulífs í baltnesku ríkjunum en einmitt Nop- ef. Þau þijú ár sem fyrsti áfangi þessarar áætlunar var í gangi feng- um við yfir 300 umsóknir frá nor- rænum fyrirtækjum. Við veittum lán til um 150 athugana, en þar af var um helmingur þeirra í gangi þegar ég lét af störfum 1. júlí sl. Um 50 verkefni sem við höfðum stutt voru þegar orðin að veruleika í fyrirtækjum með norrænni þátt- töku. Áhrifín af þessu eru gífurlega mikil og verða enn meiri á komandi árum.“ Aðalatriðið að koma verkefnum af stað - Hvernig var ykkar stuðningi við þessi verkefni í Eystrasaltsáætl- uninni almennt háttað? „Við töldum mikilvægt að hafa stuðninginn rúman og skuldbund- um okkar til að veita styrk fyrir allt að 60% af kostnaði við forathug- anir á nýjum verkefnum eða aðra forvinnu við undirbúning verkefna. Jafnframt lýstum við því yfír að við værum reiðubúnir að fjármagna þau 40% af kostnaðinum sem eftir stæði ef verkefnið yrði að veru- leika. Fjármögnun var á bilinu 500 þúsund krónur til 10 milljónir í hvert verkefni. Innan Eystrasaltsáætlunarinnar voru einungis 400 milljónir króna til ráðstöfunar, en það sýndi sig að hægt var að koma miklu af stað fyrir lítið. Danskur ráðgjafí gerði r x n V € Öruqgir Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraðflutningsdeild Pósts og síma allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeiidar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutningar um allan heim 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Opið er frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00 T N T Express Worldwide F0RGANGSP0STUR Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.