Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI í UPPHAFI þessa árs tók ís- lenskt fyrirtæki í fyrsta sinn sjón- fundatæknina í sína þágu. Var það Sölumiðstöð hraðfrystihúsana sem hóf tilraunir með að halda fundi á milli Akureyrar-einingar og Reykjavíkur-einingar fyrirtækisins á þennan hátt. Reynslan af þessu frumkvöðulsstarfi hefur að sögn Sigurðar Inga Margeirssonar deildarstjóra tölvudeildar verið góð. Sjónfundakerfi er tækni sem gerir fólki kleift að hittast augliti til auglitis, tala saman, deila og vinna með ýmis gögn s.s. tölvu- gögn án þess að vera á sama stað. Hugmyndin er ekki ný, myndsími var fyrst kynntur á heimssýning- unni í Flushing Meadow, New York 1964 og var það símafyrir- tækið AT&T sem hannaði síma er kallaður var Picturephone. Skjár- inn var 13,5 x 12 cm byggður inn í plastkassa og var myndavélinni komið fyrir ofan við skjáinn. I þessu tæki var komið fyrir tökkum til að stjórna birtu, hljóði, móttöku og aðdrætti myndavélarinnar í senditækinu, auk þess sem hægt var að stilla á „einkasamtal" en þá var engin mynd, aðeins tal. Þrátt fyrir vel hannað tæki náði síminn aldrei útbreiðslu. Ástæður þess voru einkum að í þá daga voru ljósleiðarar ekki til staðar og símakerfinu var ætlað að flytja analog lágtíðni- boð. Niðurstaðan var sú að myndin sem flutt var varð óskýr og snjóug vegna lítillar bandvíddar. Raunhæft núna Síðan þá hefur þessi tækni verið í stöðugri þróun og mörg fyrirtæki kynnt ný tæki og nýjar aðferðir. Eftir að ljósleiðarar voru lagðir um heimsbyggðina gjörvalla sköpuð- ust forsendur fyrir flutningi staf- rænna gagna fyrir milligöngu símafyrirtækjanna. Og með auk- inni útbreiðslu og notkun tölva til samskipta milli landa hafa fram- leiðendur séð sér þann leik á borði að hanna sjónfundakerfi sem kom- ið er fyrir í einkatölvunni (desktop videoconferencing systems eða tölvu-sjónfundakerfi). Þessi hug- myndafræði hefur stökkbreytt þessari tækni og gert hana að- gengilega smærri fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum. Þ.e. erlend- is, því hér á Iandi eru sjónfunda- kerfi nánast óþekkt. Sjónfunda- kerfi eru tvennskonar, „room con- ferencing" og „desktop conferenc- ing". Munurinn er sá að „room conferencing" notar sérhæfðan búnað og meiri bandvídd. „Room"- sjónfundakerfi henta við þær að- stæður þar sem t.d. kennari heldur . fyrirlestur fyrir hóp af nemendum eða vinnuhópur þarf að vera í sam- bandi við annan vinnuhóp eða vinnuhópa. Tölvu-sjónfundakerfi nota þann búnað sem einkatölvan býr yfir ásamt aukahlutum þeim sem pauðsynlegir eða æskilegir eru. í dag eru enn framleiddir myndsímar á borð við þann sem AT&T kynnti 1964. Þá er hægt að tengja við einkatölvur og þeir geta líka talað við önnur kerfi. Staðlar Eins og við upphaf faxtækja- byltingarinnar hafa sjónfundakerfi lengi verið undirorpin því að tæki frá einstökum framleiðendum vinna ekki saman. Þessu var mætt á sínum tíma með því að ITU setti hinn svokallaða „group Three Standard" staðal sem samhæfði tækin. Nú hefur ITU (Internati- onal Telecommunions Union) búið til staðla sem helstu framleiðendur sjónfundakerfa hafa samþykkt, s.s. Intel og PictureTel. Staðlar þessir heita H.320 fyrir mynd og T.120 fyrir hljóð. Báðir eru sam- settir úr nokkrum öðrum en ekki verður farið nánar í það. Hagnýt notkun í okkar hraða tækniþjóðfélagi þar sem tíminn er peningar og al- þjóðaviðskipti verða sífelit stærri þáttur í efnahagskefinu, má í fljótu bragði sjá ýmsa pósta þar sem Sjónfundakerfi og Sölumiðstöðin Upplýsinqatækni Sjónfundakerfi er tækni sem gerir fólki kleift að hittast og tala saman augliti til auglitis og vinna saman með ýmis gögn s.s. tölvu- gögn, án þess að vera á sama stað. Valberg Lárusson hefur kynnt sér þessa tækni og hvernig Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur f ært sér hana í nyt. sjónfundarkefi ekki bara geta dregið úr kostnaði eða aflað tekna heldur líka aukið gæði, bætt þjón- ustu og breytt skipulagi fyrir- tækja, stofnana og félaga. Ef við byrjum á fyrirtækjunum þá hafa fyrirtæki með notkun sjónfunda- kerfa getað dregið úr ferðalögum milli staða vegna samninga, verk- efnavinnu og annarra þátta í starf- semi sinni sem krefjast þess að starfsfólk á mismunandi stöðum hittist til að funda. Fargjöld, hótel, bíla- leigubílar, fæði og af- þreying eru meðal fastra útgjaldaliða vegna þessara ferða- laga og væru mörg fyrirtæki fegin að skera niður á þessu sviði auk þess sem starfsmenn væru fegnir að losna við amstrið. Almennt er áætlað að fyrirtæki geti lækkað ferða- kostnað um 6 - 15% með því að nota sjón- fundakerfi, en til eru dæmi um mikið meira, jafnvel allt að 40%. Auk þessa beina sparnaðar á ferða- kostnaði hagnast notendur sjón- fundakerfa á því að geta komið á fundum við samstarfsaðila með skömmum fyrirvara sem stundum getur gefið nægjanlegt forskot á samkeppnisaðila til að ráða úrslit- um um að samningar náist. Mis- munandi einingar innan fyrirtækis eða milli fyrirtækja í samstarfi sem vinna sameiginlega að verkefni geta borið saman vinnu sína og unnið úr vandamálum sameigin- lega. Árangur þessa sést í auknum liðsanda, færri mistökum vegna meiri samhæfingar og styttri vinnslutíma. Til dæmis var sjón- fundatæknin ein helsta ástæða þess að Boeing flugvélaframleið- andanum tókst að stytta hönnun- artíma ánýrri 767 vél sinni um heilt ár. Árangurinn var að tekjur komu fyrr inn og þeir náðu for- skoti á aðra framleiðendur í nýrri kynslóð farþegaþotna. Starfsviðtöl þar sem umsækjandi er staðsettur annarstaðar en fyrirtækið sparar umsækjanda ferðalagið. Og getur hjálpað fyrirtæki sem staðsett er langt frá helstu markaðssvæðum að velja úr hæfum einstaklingum sem annars hefðu ekki lagt á sig að ferðast. Fyrirtæki sem þarf á aðstoð sérfræðings á sérstöku sviði Valberg Lárusson að halda, en sættir sig við innri þekkingu vegna fjarlægðar frá sérfræðingnum getur með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði fengið álit hans á flóknum málum. Tími starfsmanna sem án sjón- fundakerfa þyrftu að ferðast lang- ar leiðir til að sitja fund nýtist fyrirtækinu og það eykur fram- leiðni þess. Hér getur verið um umtalsverðar upphæð- ir að ræða ef til dæm- is er litið á sölumann sem þarf að selja fyrir 5.000.000 á mánuði til að ná settum mark- miðum. Ef vinnuvikan er 22 dagar og við- komandi sölumaður þarf að fara í 3ja daga utanlandsferð þá nem- ur tap fyrirtækisins af tapaðri vinnu hans um 700.000. Auk framan- nefndrar hagkvæmni taka sjónfundir 20-25 mín skemmri tíma að meðaltali en hefð- bundnir fundir. Vel heppnað sjónfunda- kerfi getur því dregið úr rekstrar- kostnaði, stytt þróunartíma vara eða hugmynda, aukið framleiðni, aukið tekjur og dregið úr kostnaði fyrirtækis. Stofnanir eins og skólar og sjúkrahús í afskekktum lands- hlutum geta einnig hagnast veru- lega á því að nota sjónfundakerfi. Til þessara svæða er gjarnan erfitt að laða að reynda og sérmenntaða kennara og lækna. Með fjar- kennslu í gegnum sjónfundakerfi geta þessir landshlutar fengið kennslu hæfustu kennara og pró- fessora án þess að þeir þurfi að ferðast til eða setjast að á staðn- um. Einnig geta sérfróðir læknar aðstoðað héraðslækninn við sjúk- dómsgreiningu eða við ákvörðun á meðferð, lyfjagjöf, osfrv., þar sem þeir geta ekki aðeins talað saman augliti til auglitis heldur líka deilt og unnið með sömu gögn. Hugbúnaður, vélbúnaður og tengingar Samsetning sjónfundakerfa og þarmeð kostnaðurinn við þau fer mjög eftir því hverskonar kerfi hentar starfseminni. Það sem hent- ar einum hentar ekki endilega öðr- um. Grunnsamsetning sjónfunda- kerfis samanstendur af tölvu, myndavél, hljóðnema, skjá, hátal- ara, hugbúnaði, símaíínu eða ann- arri nettengingu og ferjaldi eða módemi. Tölvan getur verið einka- tölva með 486 örgjörva eða stærri og skjá. Venjulegt stafrænt sím- tæki getur nýst sem hátalari og hljóðnemi og raunverulega er með réttum tengingum, kortum og hug- búnaði hægt að nota hvaða mynd- bandstökuvél sem er sem mynda- vél, en eðlilegt og einfaldast er að fá þennan vélbúnað ásamt ferjaldi frá framleiðendum sjónfundakerfa. Hugbúnaðarflóran á þessu sviði er orðin mjög fjölbreytt og eru flestir framleiðendur komnir með eigin hugbúnað. CUSeeMee er mjög þekkt sjónfunda- forrit enda fæst það ókeypis á Internetinu og er komið í hendurnar á flestum tölv- ugrúskurum. Að lokum þarf að tengja búnaðinn símstöð til að hægt sé að koma á samskiptum. Helstu möguleikarnir á því sviði eru POTS, LAN, ISDN, T-l(aðeins í Bandaríkjunum) og ATM(í fram- tíðini). POTS stendur fyrir Plain Old Telephone System, þ.e. venju- leg símalína. Helsti kostur POTS tengingar er sá að útbreiðsla henn- ar er svo almenn að nánast er hægt að segja að hún sé allstaðar. Helsti gallinn er hinsvegar sá að bandvíddin er ekki nægjanleg til að hægt sé að koma á ótrufluðum fundum. LAN eða Local Area Network, er netkerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Í dag er það orðið algengt að fyrirtæki nota eigið netkerfi til að tengja tölvur sínar hvort sem er innanhúss, úti í bæ, milli landshluta eða jafnvel landa og geta þau þá notað það kerfi til að halda sjónfundi. Þetta er sú tenging sem SH notar og er þar um að ræða Ethelnet net- kerfi sem gefur 10 Mbps flutnings- getu. ISDN eða samnet eins og Póstur og sími kallar það er þó sú tenging sem helst er talað um þeg- ar sjónfundakerfi eða tölvusam- skipti eru annarsvegar. Símafyrir- tæki um allan heim vinna nú að útbreiðslu ISDN og er nú svo kom- ið að hægt er að fá ISDN tengingu í flestum löndum heims. ISDN er samtenging tveggja símalína (B- lína) og einnar stýrilínu (D-lína). Hver venjuleg símalína hefur 64 kbps flutningsgetu og stýrilína flytur 16 kbps (kílóbæti á sek- úndu). ISDN2 hefur því 128 kbps flutningsgetu og telst það nóg til að koma á góðum sjónsamskiptúm (hljóð og mynd). Einnig bjóða Póst- ur og sími uppá ISDN30 tengingu eða einkasímstöð eins og það er kallað. ISDN30 samanstendur af 30 B-línum og einni D-línu og getur flutt 2 Mbps. T-l tenging er 1,5 Mbps samskiptaform sem aðeins er boðið uppá í Bandaríkjun- um. ATM (Asynchronus Transfer Mode) er flutningsaðferð sem býð- ur uppá frá 45 Mbps til 622 Mbps flutningsgetu en það er langt yfir því sem þarf til að halda sjónfundi og er auk £ess rándýrt og ekki til staðar á Islandi. ATM er enn í þróun en gæti orðið raunhæft síð- ar. Niðurstaðan er því sú að ISDN tenging er grunnurinn að góðu sjónfundakefri. Áður var lauslega tæpt á muninum á „room" og "„desktop" sjónfundakerfum. „Room" kerfi samanstanda af sér- hæfðum og dýrum búnaði. Þessi búnaður getur innihaldið einn til tvo stóra sjónvarpsskjái, annar fyr- ir fundinn og hinn fyrir gögn sem fundarmenn deila og vinna með. Myndavél þeirri sem staðsett er hjá sendanda er stjórnað af mót- takanda með fjarstýringu sem einnig fylgir þessum kerfum. Mið- stöð, sérhönnuð tölva, sér um að pakka myndinni og hljóðinu og afpakka og sýna það sem tekið er við. Sértakt ferjald sendir og tekur við pökkunum. Önnur myndavél er fyrir gögnin sem verið er að miðla nema að um sé að ræða tölvugögn, en þá er tölvan tengd við miðstöðina með sérstökum tengingum og hugbúnaði. Kostnaðar- og ábatasjónarmið Með tilkomu ISDN hafa sprottið upp fyrirtæki sem bjóða upp á út- leigu á sjónfundakerfum og að- stöðu. T.d. Proximity í Bandaríkj- unum (http://www.proximity.com) og nú nýlega Póstur og sími á ís- landi. Einnig eru framleiðendur og þjónustuaðilar orðnir margir og hafa nokkur íslensk fyrirtæki orðið sér úti um umboð og flutt inn bún- að til reynslu. Mér vitanlega er þó Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. SH hefur um nokkurt skeið með mjög jákvæðum árangri notað þessa tækni. Samkvæmt mínum heimild- um er sérhæfður búnaður Pósts og Síma („room" sjónfundakerfí) falur á um 4 milljónir og er sambærileg- ur búnaður erlendis verðlagður á svipuðum nótum. Aukabúnaður fyr- ir einkatðlvur ásamt hugbúnaði kostar hjá íslenskum umboðsaðilum á bilinu 200 - 400 þúsund (220.000 m/vsk hjá Tæknivali) en verðlagn- ing er þó ekki alveg á hreinu þar sem innflutningur á þessum búnaði er ekki hafinn af neinum krafti. Kostnaður við tengingu ISDN2 og notkun er samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma um 26.000 kr fyrir tenginguna og 6.900 kr árs- fjórðungslega. Skref - eru reiknuð eins og fyrir venjulegt símtal skv. gjaldskrá þangað til flutningur fer yfir 64 kbps en eftir það og uppí 128 kbps er reiknuð tvöföld álagn- ing á hverja mínútu. Samkvæmt athugunum reynist vera að stofn- kostnaður sjónfundakerfa ásamt rekstrarkostnaði greiði sig upp á u.þ.b. einu ári. Auk þess samkeppn- isforskots sem fyrirtæki með þenn- an búnað öðlast. Samkvæmt banda- rískum rannsóknum mun markað- urinn fyrir þessar vörur vaxa um þriðjung á hverju ári fram til alda- móta. Með stigvaxandi alþjóðavæð- ingu og aukinni þörf fyrir sam- skipti við erlenda aðila tel eg að sjónfundakerfí muni reynast íslend- ingum styrkur bandamaður í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuð- um. Að lokum eru hér nokkrar vefsíður framleiðenda og þjónustu- aðila sjónfundakerfa: Ancor Co- munications (http://www.anc- or.com), Intel Corp (http://www.intel.com) Avistar Systems (http://www.avist- ar.com), Videoconferencing and Communications Inc (http://www. calypso. com/vcc). Frekari fyrirspurnum um sjón- fundakerfi get ég líka svarað í rhi.hi.is4valberg (http://www.rhi.hi.is/yvalberg). Höfundur er viðskiptafræðinemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.