Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 B 11 VIÐSKIPTI Bílasala íÞýzka- landi dalar aftur Frankfurt Reuter. BÍLASALA í Þýzkalandi, stærsta markaði Evrópu, er farin að dala eftir furðumikla aukningu það sem af er árinu að sögn sérfræðinga. Framámenn í greininni og verð- bréfasalar hafa furðað sig á því að nýskráningar þýzkra bíla hafa aukizt mjög, eða um 6,5% á fyrri hluta þessa árs, sem er helmingi meiri aukning en búizt hafði verið við í janúar. Nýjar þýzkar tölur sýna hins veg- ar að eftirspurn virðist fara minnk- andi og flestir sérfræðingar telja að sú þróun muni halda áfram langt fram á næsta ár. „Styrkur sá sem markaðurinn hef- ur sýnt á þessu ári hafði vakið vonir um að salan 1996 yrði betri en búizt hafði verið við," sagði sérfræðingur Lehman Brothers í London. „En nú lítur úr fyrir að slíkar vonir hafí ekki átt við rök að styðjast." Hann telur eins og forystumenn í greininni að lítill hagvöxtur og til- tölulega góð afkoma á síðasta ári muni hamla gegn aukinni sölu í fyrir- sjáanlegri framtíð. Sérfræðingar telja að aukningin muni minnka í um 3% það sem eftir er ársins og í innan við 1% 1997. Síðustu tölur eru síðan í júní þeg- ar nýskráningar þýzkra bíla minnk- uðu um 3,1% miðað við sama tíma í fyrra, annan mánuðinn í röð. Deutsche vill kaupa Chase-deild íJapan Frankfurt. Reuter, DEUTSCHE Bank AG í Þýzkalandi hefur staðfest að hann eigi í samningaviðræðum um að taka við rekstri verðbréfasjóðsins Chase Man- hattan Trust & Banking Co í Japan, þar sem Deutsche hefur ekki haft örugga fótfestu til þessa. Ekkert er því til fyrirstöðu að Chase Manhattan og Deutsche sæki um leyfi til japanska fjármálaráðu- neytisins að sögn Chase. „Ef samningar takast færist nú- verandi starfsemi Chase Manhattan Trust & Banking Co (Japan) í hend- ur Trust Bank, sem verður dótturfyr- irtæki Deutsche Bank," sagði Chase í yfirlýsingu. Hlutabréf í Deutsche hækkuðu við fréttina um 2,3% í 74,55 mörk. Deutsche, stærsti banki Þýzka- lands, hefur lagt áherzlu á að auka starfsemi sína á alþjóðamælikvarða, einkum starfsemi fjárfestingabanka, og til slíkrar starfsemi verður varið 700 millj. marka á þessu ári. Staða bankans á því sviði er talin sérstak- lega veik í Asíu. Aðalstarfsemi De- utsche í Asíu fer fram Singapore. Bankinn starfrækir einnig fjármagns- markaði í Hong Kong og Tókýó. MACROTEL MACROTEL Símakerfi og símsvörunarbúnaður Þar sem góðir kostir sameinast Macrotel MT-I6H er öflugt símkerfl fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Möguleikar á stækkun eru fyrir hendi og kerflð getur stærst orðið fýrir 8 bæjarlínur og 16 símtæki, þar sem blanda má saman venjulegum og sérbyggðum símtækjum. Auðvelt er að tengja þráðlausa síma, höfuðheyrnartól, módem, o.fl. við símakerflð. P Bandarískt hugvit og hönnun sem sameinar hagstætt verð, stækkunar- möguleika, aðlögunarhæfni og auðvelda notkun. Yfir 600 notendur á Isiandi. X EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI I Macrovoice MVX-200 símsvörunarkerfið býður upþ á fjölda notkunarmöguleika. Kerflð getur verið símsvari fyrir alla aðila í fyrirtækinu, annast svörun þegar mikið álag er á skiþtiborð, verið 2. þrepa innval og gefið þeim sem hringja /nn í fyrirtækið valmóguleika t.d. deildit Kerflð er mjóg sveigjanlegt og í raun er það aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar notkunarmöguleikana.. S í öumú la 37 - 1 0 8 Reykjavík ISími 588 - 2800 - Fax 568-7447 . ... &énýi6ébútqwi í <&ímtu*iMuml ff/nsas Á ferð og flugi um allan heim SÁS flýgur ásamt samstarfsaðilum sínum um Kaupmannahöfn til áfangastaða um heim allan. Kynntu þér þægilegan ferðamáta hjá SAS hvert sem ferðinni er heitið. amstarfsaðilar SAS: ^BB^*'' Flugleiðir Lufthansa Unfted Airlines Thai Airways Int. Air Baltic Air New Zealand British Midiand Qantas Airways Spanair Varig ^Mn K Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.