Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 12
 t ^ mibviííi,^.. VIÐSKIFTIAMNNUUF FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 - kjami málsins! - kjarni málsins! Islandsvinur setur upp sölusýningu í Þýskalandi Sóknarfæri fyrir ís lenska framleiðslu Dieter Kolb Morgunblaðið/RAX Fólk ÚTLENDINGAR sem heimsækja ís- land fá yfirleitt samstundis viður- nefnið „ísiandsvinur" hvort sem þeir hafa til þess unnið eður ei. Tannlækn- inn Dieter Kolb er óhætt að kalla íslandsvin af heilum huga en íslands- ferðir hans nálgast annan tug á 13 árum. Reiðskóli með íslenska hesta „Ég hef allt frá barnæsku haft áhuga á að kynnast íslandi. Þegar ég var í tannlæknanámi við háskól- ann í Heidelberg kynntist ég íslensk- um stúdent, Sturlu Þórðarsyni, sem nú er tannlæknir á Blönduósi. Hann fræddi mig um land og þjóð og þann- ig kviknaði íslandsáhuginn fyrir al- vöru. Árið 1974 eignaðist ég minn fyrsta íslenska hest en í dag eru þeir orðnir 23 og á búgarði mínum er rekinn reiðskóli með íslenskum hestum. Fyrir tíu árum las ég bókina „The Problem of Being an Icelander" eftir Gylfa Þ. Gíslason. Ég varð svo hrifinn ,gf bókinni að ég hringdi í íslenskan vin minn sem hafði gefið mér bókina og sagði honum að ég ætlaði að kynna ísland með einhveijum ráðum fyrir Þjóðveijum, sem héldu að ís- lendingar byggju í snjóhúsum. Flestir samlandar mínir rnega þó eiga það að þeir vita að á íslandi er forsetinn kona,“ segir Dieter. Hann hefur í tæpt ár, ásamt Magn- úsi Aspelund, framkvæmdastjóra, og Bjarna Grímssyni, markaðsráðgjafa, staðið að undirbúningi Islandsviku sem verður haldin í nóvember nk. í verslunarmiðstöðinni Saar basar Center, sem stendur skammt fyrir utan borgina Saarbrúcken. Verslun- armiðstöðin er í eigu smásölurisans sem nýverið var stofnaður með sam- ,runa svissnesku keðjunnar Metro og þýsku keðjanna Ásko, Deutsche Kaufhaus, Deutsche SB-Kauf og Kaufhof Holding. Þar er ætlunin að kynna fyrir Þjóðveijum íslenska framleiðslu af ýmsum toga. Auk þess kynna íslenskir listamenn og hand- verksfólk starfsemi sína. Hægt að „hlusta“ á þögnina Þýsk ferðaskrifstofa sem selur ís- landsferðir verður með bás í versl- unarmiðstöðinni þar sem sýndar verða myndir frá íslandi og gefnar upplýsingar um land og þjóð. Að sögn Dieters „er i.auðsynlegt að fá ferðamenn, sem koma til Is- lands, til að kynnast landinu betur og í lengri tíma. Þegar skemmtiferða- skip koma til landsins fara farþegarn- ir í dagsferð með langferðabílum að ferðamannastöðum í nágrenni Reykjavíkur. Þeir taka nestisböggla með frá borði, þannig að fólk á lands- byggðinni hefur engan hagnað að komu ferðamannanna til landsins. Það er ekki dýrara að vera ferðamað- ur á íslandi en í nágrannalöndunum. En ísland er miklu hreinna og ós- nortnara. Það er mikilvægt að fólk fái að kynnast þessari óspilltu nátt- úru þar sem hægt er að „hlusta" á þögnina. Islenskur matur hefur sérstöðu, hvergi í heiminum færðu eins gott lambakjöt og físk svo ég tali ekki um mjólkina sem ég drekk helst ekki annars staðar í heiminum. Allt þetta langar mig að kynna fyrir samlöndum mínum.“ Meðan á íslandsvikunni stendur munu fjölmiðlar í Saarland, héraðinu sem Saarbrucken borg er í, kynna ísland. Meðal annars verður leikin íslensk tónlist á útvarpsstöðvum og íslenskir rithöfundar munu kynna verk sín og sitja fyrir svörum um ísland. Óspillt land Dieter segir að ennþá séu lausir sölu- og kynningarbásar í Saarbruck- en og þeir sem hafí áhuga á að kynna framleiðslu sína fyrir Þjóðveijum, geti annaðhvort haft samband við Magnús Aspelund og fengið upplýs- rngar eða mætt á kynningarfund um íslandsvikuna á Hótel Sögu föstudag- inn 26. júlí klukkan 13. „Miklu skiptir að kynning landsins takist vel, því að undanfarin ár hafa íslensk matvæli átt erfitt uppdráttar í Þýskalandi vegna hvalveiða Islend- inga. Þetta er að breytast og ísland hefur orð á sér sem óspillt land. Þetta eiga íslenskir framleiðendur að nýta sér og kynna vöru sína á íslandsvik- unni.“ Manna- breytingar hjá Fijálsri fjölmiðlun ÝMSAR manna- og skipulagsbreyt- ingar hafa orðið hjá Frjálsri fjöl- miðlun hf. frá því að nýr fram- kvæmdastjóri, Eyjólfur Sveinsson, tók þar til starfa. B* Sólveig Lilja Einars- dóttir hefur verið ráðin auglýsingafulltrúi á aug- áherslu á markaðsrann- sóknir og samskipti við auglýsingastofur. _ Lilja lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1995 á markaðs- og fjármálasviði. Hún starfaði áður sem útibúafulltrúi VÍB. Lilja er 28 ára gömul, gift Þórði H. Sveinssyni lögmanni og eiga þau eitt bam. • Árni Hauksson hefur verið ráðinn fjármála- stjóri frá og með 1. maí sl. Árni lauk vélaverk- fræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1990. Ári síðar lauk hann masters- námi í vélaverkfræði frá Caltech í Pasadena í Bandaríkjunum og mast- ersnámi í rekstrarverkfræði frá Stan- ford háskóla árið 1992. ZIMSEN flutningsmiðlun hefur opnað heimasíðu á alnetinu þar sem hægt er að rekja hraðsendingar sem sendar hafa verið með United Parcel Service (UPS) og sjá hvar þær eru staddar. Til að gera það þarf einungis að hafa sérstakt sendingamúmer sem finna má á farmbréfum útgefnum af UPS. Sendingarnúmerið er slegið inn í þar til gerðan reit á heimasíðunni og, fæst þá upp gefið hvar sendingin er Hann hóf störf sem verkefnisstjóri í dómsmálaráðuneytinu að námi loknu og varð síðar fjármálastjóri dómsmálaráðuneytisins. Árið 1995 tók Árni við stöðu framkvæmdastjóra Skyggnis, sem er hugbúnaðarfyrir- tæki í eigu Strengs og Burðaráss. Ámi, sem er 30 ára gamall, er kvænt- ur Borghildi Erlingsdóttur laga- nema og eiga þau eitt barn. • Páll Þorsteinsson hefur verið ráðinn að- stoðarauglýsingastjóri DV frá 1. júnl sl. Páll lauk tónmenntakenn- aranámi árið 1980 en hefur starfað við fjölm- iðlun síðan. Páll var um árabil dag- skrárstjóri og síðar útvarpsstjóri Bylgjunnar. Páll var síðan fram- kvæmdastjóri Miðlunar símaþjón- ustu og tók við framkvæmdastjóra- stöðu Vísis, nýmiðlunarfyrirtækis Frjálsrar fjölmiðlunar og Islenska útvarpsfélagsins á síðasta ári. Páll er 41 árs gamall, kvæntur Rögnu Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. • Sigríður Sigurðar- dóttir tók við stöðu markaðsstjóra seinni hluta sl. árs. Hún lauk BS prófi í markaðsfræði frá University of South Carolina 1992. Sigríður starfaði sem auglýsingastjóri hjá Pressunni eftir útskrift þar til hún tók við starfi auglýsingafulltrúa DV og síðar markaðsfulltrúa. Sigríður er 28 ára gömul í sambúð með Lúðvíki Bragasyni markaðsfræðingi. stödd á leiðinni til mótttakanda, hvort búið sé að afhenda hana, hver tók við henni og hvenær. Ef sendingin hefur stöðvast á ein- hveijum stað er tekið fram hvers vegna þessi stöðvun á sér stað, t.d. ef vörureikning vantar með sending- unni. Hægt ér því að sjá hver staðan er á sendingum og ástæður tafa ef einhveijar eru. Netfang heimasíðu Zimsen er http/mmedia.is/zimsen. Rekja má sendingar með UPS á alnetinu Torgið Jákvæð hagþróun ÍSLENDINGAR þurfa ekkí að kvarta yfir of litlum hagvexti það sem af er þessu ári. Samkvæmt nýjustu spá Þjóðhagsstofnunar verður hann 4,5% á árinu og sumir telja reyndar að hann verði enn hærri. Búist er við mun lægri vexti í flest- um OECD-ríkjum, einkum Evrópu, þrátt fyrir fregnir um batnandi efna- . hagshorfur. Sjást nú víða skýr merki um að því hagvaxtarhléi, sem varð í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins 1995, en nokkru síðar í Evrópu, sé að Ijúka. íslendingar hafa því ástæðu til þess að fylgjast grannt með alþjóðlegri hagþróun á næstu misserum um leið og þeir spá í spilin hér innan lands. Fjallað er um ástand og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum í júlí- hefti Hagtalna mánaðarins. í Bandaríkjunum er uppsveifla þegar hafin og því er spáð að hagvöxtur í Evrópu eigi einnig eftir að aukast á síðari helmingi ársins. I’ Evrópu eru batamerkin enn veik. Hagvöxtur varð þar minni í fyrra en spáð hafði verið og fyrst núna sem efnahagslíf- ið þar virðist vera að rétta úr kútn- um. Heildarframleiðsla Evrópuríkja dróst saman á fjórða ársfjórðungi 1995 og enn ríkir stöðnun í efna- hagslífi margra Evrópuríkja. Töluverður samdráttur hefur orð- ið í efnahagslífi sumra Evrópuríkja, t.d. Þýskalandi og Frakklandi. Mörg ríki hafa þó orðið fyrir meiri sam- drættti og hefur iðnframleiðsla t.d. dregist meira saman í Danmörku og á Spáni. Minna hefur hins vegar dregið úr hagvexti í Bretlandi, Sví- þjóð og Ítalíu. Menn eru nú almennt bjartsýnni á efnahagsþróun en þeir hafa verið um langt skeið. Horfur eru á að hagvöxtur í OECD-ríkjum verði jafn- ari á næstu misserum en verið hef- ur að undanförnu og á heildina litið betri á næsta ári en verið hefur um nokkurra ára skeið. OECD spáir 2,1% hagvexti í aðildarríkjunum á þessu ári og 2,5% á hinu næsta. Síðustu tölur, einkum frá Japan og Bandaríkjunum, gætu þó bent til að hagvöxturinn verði eitthvað meiri. Þá spáir OECD 1,7% hag- vexti í Evrópuríkjum á þessu ári en 2,6% árið 1997. Fari svo gæti árið 1997 orðið fyrsta árið síðan 1989 sem þokkalegur hagvöxtur verður í helstu ríkjum heims. Flest aðildarríki OECD hyggjast draga úr hallarekstri hins opinbera á næstu árum og í Bandaríkjunum liggur fyrir áætlun um hallalausan ríkisrekstur í byrjun komandi aldar. Hætta er á að viðleitni Evrópuríkja til að draga úr hallarekstrinum muni í byrjun hamla á móti hag- vexti. Aukið aðhald mun þó skila sér í lægri vöxtum og auknum hag- vexti þegar til lengri tíma er litið. Óvissa vegna kjarasamninga Arnór Sighvatsson, hagfræðing- ur í Seðlabankanum, segir að ekki sé sjálfgefið að þótt hagvöxtur auk- ist í Evrópu geri hann það einnig á íslandi. í raun sé ekki mikið sam- hengi milli þeirrar hagvaxtaraukn- ingar, sem hefur orðið í íslensku efnahagslífi annars vegar, og hag- vaxtaraukningar í Bandaríkjunum og batamerkja í Evrópu hins vegar. Hagvöxtinn hér sé fremur hægt að skýra vegna aukinnar spurnar eftir íslenskum sjávarafurðum. Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, seg- ist sjá þrjá stóra óvissuþætti í ís- lenskri efnahagsþróun á næsta ári; kjarasamninga, loðnuafla og verð- þróun sjávarafurða almennt. Yngvi telur að lítið svigrúm verði til launahækkana á næsta ári þrátt fyrir góðæri. Enn hafi sú framleiðni- aukning ekki orðið í atvinnulífinu, sem réttlæti neinarteljandi hækkan- ir. Mörg fyrirtæki hafi hingað til lagt áherslu á að lækka skuldir eftir skuldasöfnun erfiðleikaára og geti í fyrsta lagi á næsta ári ráðist í þær fjárfestingar, sem séu forsenda hærri launa. Því sé nauðsynlegt að fara gætilega í kjarasamningum og ganga ekki of nærri atvinnulífinu. Þá þurfi mörg fyrirtæki frekara svig- rúm til hagræðingar í rekstri sínum, m.a. fiskvinnslufyrirtæki. Litlu er hægt að spá um loðnu- afla eða verðlag sjávarafurða ár fram í tímann. Yngvi bendir þó á að þar sem árið í ár stefni í að verða metaflaár, séu minni líkur á að ann- að met verði slegið á næsta ári. Hagvöxtur í ár verður 4,5% hér á landi samkvæmt nýjustu spá Þjóðhagsstofnunar en Yngvi á jafn- vel von á að hann verði meiri. Horf- ur eru á mun minni hagvexti á næsta ári að mati Yngva. Takist ríkisstjórninni að standa við það yfirlýsta markmið að reka ríkissjóð án halla á næsta ári verða það tvímælalaust ein merkustu tíð- indi áratugarins af vettvangi efna- hagsmála. Víðtækur niðurskurður ríkisútgjalda gæti haft hamlandi áhrif á hagvöxt til skamms tíma litið en út frá langtímasjónarmiði myndi hallalaus rekstur skila sér í lægri vöxtum og auknum hagvexti. Vegna mikils hagvaxtar hefði verið ákjósan- legt að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum í ár og ekki er víst að eins gott tækifæri gefist á því næsta. Halla- rekstur ríkisins hefur hins vegar verið svo langvarandi að ekki verður umflúið lengur að stöðva hann og ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. KjM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.