Morgunblaðið - 25.07.1996, Side 1

Morgunblaðið - 25.07.1996, Side 1
fNmrjptnlifafcito C 1996 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ BLAD OLYMPIULEIKAR I ATLANTA FIMLEIKASTÚLKAN Kerri Strug varð þjóð- hetja í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, eftir að hún tryggði þjóð sinni fyrstu gull- verðlaunin I liða- keppni í fimleikum með því að stökkva __ lokastökkið meidd. í Iendingunni ökkla- brotnaði hún. „Algóð- ur Guð, vertu með mér og aðstoðaðu mig að þessu sinni,“ sagðist hún hafa mælt fyrir munni sér áður en hún lagði af stað. „Frammistaða hennar er kraftaverki líkast,“ sagði Bill Clin- ton, forseti Bandaríkj- anna, um frammistöðu hennar. Faðir hennar var í sjöunda himni vegna frammistöðu dóttur sinnar og sagði hana vera þjóðhetju. „Hún tók hagsmuni liðsins fram yfir sína eigin.“ ■ Létslag ...C7 Reuter Manchester United vill krækja í Jordi Cruyff ENSKU meistararnir í knattspyrnu, Manchester United, munu vera á höttunum á eftir hollenska landsliðsmanninum Jordi Cruyff, syni hins góð- kunna Johans, eftir því sem fregnir frá Eng- landi herma. Knattspymustjóri United, Alex Ferguson, flaug á þriðjudag til Spánar til við- ræðna við forráðamenn Barcelona og talið er að meistararnir séu tilbúnir að reiða fram um 150 miiyónir íslenskra króna fyrir Cruyff en flestir hallast að því að kappinn, sem aðeins er 21 árs gamall, hafi þó nokkurn áhuga á að flytja sig frá Barcelona i kjölfar brottreksturs karls föður hans frá félaginu í lok síðasta keppnis- tímabils. Guðrún með 12. besta tímann í 400 m grindahlaupi GUÐRÚN Arnardóttir, sem keppir í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum, er skráð til keppni með 12. besta tíma þeirra sem verða með. Hún hljóp á 54,93 sek. í vor, sem var langb- esti tími sem hún hafði náð og verði allt með felldu hjá Guðrúnu á hún mjög góða möguleika á að komast í undanúrslitin. Kim Batten, heimsmethafi frá Bandaríkjun- um, er skráð með besta tímann í grindahlaupið — 52,61 sek., sem er heimsmet hennar frá þvi á HM í Gautaborg í fyrra. Næst kemur landa hennar, T. Buford-Bai, með 52,62 og þriðja Deon Hemmings frá Jamaika með 53,48. Fleiri hafa ekki hlaupið undir 54 sekúndna markinu. Sanda Farmer-Patrick er á 54,07 og síðan koma nokkrar í hnapp — þar á meðal Sally Gunnell, fyrrum heimsmethafi frá Bretlandi, með 54,65. Gunneil hefur verið meidd og keppti ekkert í fyrra en er sögð á uppleið og fróðlegt verður að sjá hvernig henni gengur. Hún setti heims- met á HM í Stuttgart 1993 — h[jóp þá á 52,74 sek. og það var ekki fyrr en í fyrra að Batten bætti það met. Scott Miller setti ólympíumet í 100 m flugsundi SCOTT Miller frá Ástralíu setti ólympíumet í 100 metra flugsundi þegar hann synti vegalengd- ina á 52,89 í riðlakeppninni í gær. Anthony Nesty frá Surinam átti fyrra metið, 53,00 fráþví í Seoul 1988. Rússinn Denis Pankratov, sem á heimsmetið, 52,32 frá því í ágúst í fyrra, fór á 52,96. Hann synti án sundhettunnar sem hann er ávallt með í úrslitasundum en millitiminn var innan heims- metsins. Miller og Pankratov eru þeir einu sem hafa synt 100 metra flugsund á innan við 53 sekúndum síðan Bandaríkjamaðurinn Pablo Morales fór vegalengdina á 52,841986. Rafal Szukala frá Póllandi, sem sigraði á HM og var í öðru sæti á eftir Morales á Olympíuleikunum í Barcelona 1992, fór á 53,41 og var í fimmta sæti í riðlakeppninni. Ivanisevic er úr leik KNATTSPYRNA Blóðtaka hjá KR-ingum Guðmundur Benediktsson úr leik EINN allra besti tennismaður heims, Króatinn Coran Ivan- isevic, féll í gær úr leik í tennis- keppni á Ólympíuleikunum er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir óþekktum S-Afríkumanni, Marcos Ondroska, í fyrstu um- ferð. Öllum að óvörum hafði Króatinn ekkert í Androska að gera sem bar sigur úr býtum í tveimur settum, 6-2,6-4. Fyrir leikanna var Ivanisevic skráður annar sterkasti tennismaðurinn á leikunum í karlaflokki. Markahæsti leikmaður 1. deildar karla í knattspyrnu, KR-ing- urinn Guðmundur Benediktsson, meiddist illa á hné í leiknum gegn Skagamönnum á dögunum og það þykir nú ljóst orðið að Guðmundur mun verða frá keppni í nokkurn tíma. Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir Vesturbæjarliðið, sem um þessar mundir trónir á toppi deildarinnar, því Guðmundur hefur verið iðinn við kolann það sem af er sumri og þegar gert níu mörk í jafn mörgum leikjum. „Þetta er rosalega svekkjandi og mér líður allt annað en vel þessa dagana. Ég veit í rauninni ekki hvað gerðist annað en það að hnéð gaf sig þegar ég ætlaði að vippa yfir Þórð [Þórðarson í marki Skaga- manna] og ég einfaldlega bara lak niður. Ég á að fara í speglun á þriðju- daginn og það kemur í ljós þá hvort þetta er liðþófinn eða eitthvað ann- að, en hvað sem hefur gefíð sig þá hugsa ég að ég verði ekki með aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun septem- ber. Það þýðir þó ekkert annað en að vera bjartsýnn og það kemur von- andi maður í manns stað. Nú fer Ási [Ásmundur Haraldsson] bara að skora, hann skuldar okkur nokkur mörk,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Það er því nokkuð öruggt að þessi snjalli sóknarmaður mun að minnsta kosti missa af næstu átta eða níu leikjum KR-inga og einnig Evrópu- leikjunum tveimur gegn hvít-rúss- neska liðinu Mozyr, undanúrslita- leiknum gegn ÍBV á sunnudaginn og úrslitaleiknum sjálfum komist bikarmeistararnir alla leið. KNATTSPYRNA: SKAGAMENN ÁFRAM í UEFA-KEPPNINNI / C12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.