Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLANTA ’96 KNATTSPYRNA Xiaos- huang lék listir sínar Kínverski heimsmeistarinn í fjölþraut, Li Xiaoshuang, sýndi styrk sinn í einvíginu við Rússann Alexei Nemov um ólympíumeistaratitlinn í fjölþraut karla og tryggði sér gullverðlaunin á síðasta áhaldinu en keppt var í gærkvöldi. Spennan var rafmögn- uð í fimleikahöllinni og jókst þegar á leið, en heimsmeistarinn var rétt yfir eftir þrjár greinar af fimm. Þá náði Nemow naumri forystu í fjórða æfingunni er hann hlaut 9,800 í einkunn fyrir æfingar á svifrá á sama tíma og Xiaoshuang gerði mistök í lendingu eftir af- stökk í æfingum á tvíslá, einkunn- in var 9,687. Fyrir síðustu greinina var Nemov því á undan, munaði aðeins á þeim 0,038 stigum. Síð- asta grein Nemovs var æfing á gólfi en Xiaoshung sýndi listir á svifrá. Rússinn sló fáar feilnótur í gólfæfingum og hlaut í einkunn 9,700 stig og þess vegna ljóst að Kínveijinn þurfti að sýna allar sínar bestu hliðar á svifránni og það tókst. Glæsilega útfærðar æfingar sem hann endaði á tvö- földu heljarstökki með tvöfaldri skrúfu og lendingin var óað- finnanleg. Þetta gat ekki nema leitt til eins, einkunnin var frá- bær, 9,787, og gullverðlaunin í höfn. Samtals hlaut hann 58,423 í einkunn en Nemov 58,374. Meistari fjöl- þrautarinnar á síðustu leikum, Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo, náði ekki sama flugi og í Barcel- ona og varð að gera sér 3. sætið að góðu, hlaut 58,197. Hann gerði mistök strax í upphafi og hlaut aðeins 9,587 í einkunn fyrir æfíng- Ll Xiaoshuang, heims- og ólympíumeistari í fjölþraut við tvíslána í Atlanta í gærkvöldi. ar á bogahesti. Þá beit hann í skjaldarrendur og sótti jafnt og þétt í sig veðrið eftir því sem á leið og með vel útfærðum æfingum á tvíslá í lokin náði hann að kom- ast upp fyrir Rússann Alexei Voropaev og hljóta brons- verðlaun. Scherbo var ósáttur við dóm- ara keppninnar og fannst þeir dæma hann harðar en aðra. En þar við situr og nú hefur hann tækifæri til að sýna styrk sinn í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þriðja gullið hjá Smith MICHELLE Smith keppti í þriðju sundgreininni á Ólymp- íuleikunum í Atlanta í gær og um það bil sem Morgunblaðið fór i prentun kom hún fyrst í mark í 200 metra fjórsundi á 2.13,93. Þar með fagnaði hún sigri í þriðja sinn og á mögu- leika á fjórða gullinu — í 200 m flugsundi. Marianne Lim- pert synti á 2.14,35 ogtryggði Kanada fyrstu verðlaunin í sundi. Kínverska stúlkan Li Lin fékk bronsið, synti á 2.14,74. FIMLEIKAR Mikil spenna ífjöl- þraut karla. Scherbo gerði mis- tök strax í upphafi Sigurður og Pétur famir til Alabama Helgi Haraldsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins, FRÍ, skrifaði Ólympíunefnd íslands, Óí, bréf í fyrrakvöld þar sem hann gerði lokatilraun til að fá ákvörðun nefnd- arinnar breytt og Pétur Guðmunds- son og Sigurður Einarsson yrðu látn- ir keppa á Ólympíuleikunum. Ákvörð- un nefndarinnar stendur hins vegar og þeir Pétur og Sigurður hafa verið afskráðir úr fijálsíþróttakeppní leik- Pankratov setti heimsmet DENIS Pankratov frá Rússlandi setti heimsmet í 100 metra flug- sundi 52,27 sekúndur um það leyti sem Morgunblaðið var að fara í prentun. Gamla metið, sem hann átti sjálfur, 52,32 sek., setti hann í Vín fyrir ári. anna. Þeir pökkuðu saman og héldu í gær úr æfingamiðstöð FRÍ i Athens til síns heima í Alabama. FRÍ er óánægt með að Sigurður og Pétur fái ekki að keppa á Olymp- íuleikunum þar sem þeir náðu lág- marki alþjóða fijálsíþróttasambands- ins. Formaður Óí segir hins vegar að tíu mánuðir séu liðnir síðan það var og hvorugur sé í nægilega góðri æfíngu nú til að eiga erindi á leik- ana. Þá er FRÍ óánægt með að ekki var vitað fyrr en 3. júlí að með „sam- bærilegum“ árangri, sem átti að ná fyrir leikana, væri átt við „sama“ árangur og í fyrra. „Við vorum ekki ánægðir og því sendi ég bréfið til að reyna að rökstyðja okkar mál. Rökin hafa lík- lega ekki verið nógu góð en málið verður tekið upp eftir að heim er komið. Það verður að ræða þetta til hlítar og komast að niðurstöðu um það hvernig standa eigi að málum í framtíðinni," sagði Helgi Haraldsson, formaður FRÍ, í samtali við Morgun- blaðið í Atlanta í gær. Helgi segir vinnubrögð í málinu ekki hafa verið nógu góð og tilkynn- ingaskylda Ólympíunefndar og sam- skipti hennar við FRÍ og íþróttamenn: ina hafi brugðist. „Við skrifuðum Óí þijú bréf til að fá úr því skorið hvað væri átt við sambærilegum árangri en biðum lengi eftir svari. Það kom ekki fyrr en 3. júlí, 12 dögum áður en frest- urinn til að ná lágmarki rann út.“ Formaður Óí sagði í Morgunblað- inu í gær að allir væru sammála um að það gæti ekki fleytt mönnum inn á leikana þó þeir hefðu náð Iágmarki fyrir tíu mánuðum. „Hvetjir eru sam- mála því? Það þýðir ekkert að taia svona. Þetta er bara útúrsnúningur. Alþjóða fijálsíþróttasambandið sér um fijálsíþróttakeppnina hér og það segir að þeir sem ætli sér að keppa eigi að ná lágmarki á bilinu 1. janúar 1995 til 16. júlí 1996. Það gerðu bæði Pétur og Sigurður. Skjureftir ■■■ m ■■ sjotop Fylkismenn unnu langþráðan sigur er þeir lögðu Blika í Arbænum BOTNSLAGUR1. deildar fór fram í Árbænum í gærkvöldi þegar Blikar, sem voru í 9. sæti fyrir leikinn, sóttu heim Fylkismenn, sem sátu á botnin- um með þrjú stig — sem þeir fengu með einmitt með sigri á Blikum ífyrsta leik mótsins. Árbæingar endurtóku atriðið með 1:0 sigri, sem lyftir þeim í 8. sætið á meðan Blikar hröp- uðu íbotnsætið. Gestirnir úr Kópavoginum voru mun aðgangsharðari til að byija með og áttu tvö góð færi á fyrstu mínútunum. Stefán Þeir nýttu kantana Stefánsson betur á meðan alla skrifar græðgi vantaði í sóknarleik Fylkis- manna enda oftast fámennt í fram- línunni þar. Fljótlega hófst miðjuþóf með slökum sendingum og oft greinilegt að hér voru tvö neðstu lið deildarinnar á ferðinni, þó brygði fyrir þokkalegum færum. Mark Fylkismanna kom fljótlega eftir hlé, þeim óx ásmegin og áttu nokkur færi í kjölfarið en Blikar voru ekki á þeim buxunum að gef- ast upp og hófu að sækja af miklum móð þó að Fylkismenn ættu sín færi, til dæmis Andri Marteinsson á 70. mínútu en skot hans fyrir opnu marki fór yfir. Theódór Her- varsson pijónaði sig tvívegis í gegn- um vörn Fylkis en tókst ekki að reka endahnútinn á sóknirnar. Lengií gang Fylkismenn voru lengi í gang en héldu þó uppi ágætri baráttu. Lengst af vantaði markvissan sókn- arleik þar sem Bjarki Pétursson og Þórhallur Dan Jóhannsson voru oft einir í framlinunni gegn fleiri Blik- um og höfðu litla möguleika. Þegar leið á leikinn reyndi verulega á sam- stillta vörn og hún stóð sig. Blikar mættu ákveðnari til leiks en tókst ekki að fylgja því eftir. Þeir spiluðu ágætan sóknarleik og nýttu kantana en tókst ekki að klára dæmið fyrir framan markið. Vörnin hafði yfirleitt í fullu tré við fámenna Fylkissóknina. B^\Eftir stranga sókn ■ ^#Fylkismanna á 50. mínútu fékk Bjarki Pétursson boltann við vinstra markteigs- hornið og sendi á fjærstöng þar sem Andri Marteinsson skallaði að marki en Hajrudin Cardaklija varði. Boltinn hrökk síðan fyrir mitt markið þar sem Ómar Valdimarsson skallaði boitann í þaknetið af stuttu færi. Naumur sigur Þróttara Víkingar tóku á móti Þrótturum á heimavelli Víkings í Stjörnu- gróf í gærkvöldi og höfðu Þróttarar nauman sigur að Edwin lokum, 1:0. Víking- Rögnvaldsson ar byijuðu þó betur skrifar en áttu engin hættu-. leg færi í fyrri hálf- leik. Þróttarar sóttu i sig veðrið þegar á leið og áttu dauðafæri á 18. mínútu en skot Páls Einarsson- ar fór rétt framhjá marki Víkinga. Víkingar voru sterkari aðilinn í byijun síðari hálfleiks og áttu tvö ágæt færi fyrsta stundarijórðung hálfleiksins. Snemma í síðari hálfleik komst Sigurður R. Eyjólfsson inn á vítateig Þróttara í skyndisókn en Axel Gomez varði skot hans í stöng- ina. Vík'ingar héldu uppteknum hætti og á 59. mínútu skaut Arnar Hrafn Jóhannsson lágu skoti að marki Þróttara en Axel Gomez varði aftur. Þróttarar tóku sig saman í andlitinu um miðjan hálfieikinn og var meira jafnræði með liðunum eftir það. Á 83. mínútu skoraði Sigurður Hallvarðsson fyrir Þróttara með skalla af stuttu færi, en Sigurður hafði komið inná sem varamaður mínútu áður. Hann fór útaf tveimur mínútum fyrir leikslok er hann meiddist á fæti. Markalaust í Eyjum Eyjamenn úr leik í UEFA-keppninni jlyjamenn eru úr leik í UEFA- keppninni í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við Lantana frá Eistlandi, en Eyja- menn töpuðu fyrri leiknum 2:1. Flestir bjuggust við að Eyjapeyjum tækist að knýja fram sigur og komast áfram, en eistneska liðið er betra en búast mátti við miðað við úrslit fyrri leiksins. ÍBV átti samt að ná að skora, til þess fengu leikmenn fullt af þokkalegum fær- Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Eyjum um. „Strákarnir gáfu allt í þetta, börðust vel og léku ágætlega en það vantaði að klára dæmið. Við fengum fullt af færum sem ekki tókst að nýta að þessu sinni,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV. Hann sagði að markið á lokamínút- unni í fyrri leiknum hefði verið dýrkeypt og Hlynur Stefánsson, fyrirliði, tók í sama streng. „Þetta mark var þeim dýrmætt. Eg er ekki alveg sáttur með leikinn í kvöld, það vantaði að skora. Hið jákvæða er hins vegar að við feng- um ekki á okkur mark og það eru framfarir. Við verðum bara að nýta færin betur á sunnudaginn gegn KR.“ Ingi Sigurðsson var bestur í Eyjaliðinu, barðist af krafti og skapaði alltaf usla þegar hann var með boltann. Hermann Hreiðarsson var öruggur í vörninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.