Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLAIMTA f96 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 C 3 Við ofurefli að etja Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ELSA Nielsen á fuilri ferð í leiknum gegn Somharuthai Jaroensiri frá Tælandi í Atlanta í gær. Elsa hafðl ekki roð við mótherja sínum og steiniá á skömmum tíma. Átti aldrei möguleika Skapti Hallgrímsson skrifar frá Atlanta ÞAÐ tók tælensku stúlkuna Somharuthai Jaroensiri að- eins um tólf mínútur að leggja Elsu Nielsen að velli í fyrstu umferð einliðaleiksins í bad- minton á Ólympíuleikunum í gær. Elsa náði sér alls ekki á strik og skoraði aðeins þrjú stig í leiknum, tapaði fyrri lot- unni 1:11 og þeirri seinni 2:11. Ekkert gekk upp hjá Elsu í fyrri lotunni, en í þeirri seinni var hún reyndar miklu skárri þó niðurstaðan líti ekki vel út á prenti. Elsa sagðist ekki hafa verið stressuð fyrir leikinn en ein- hverra hluta vegna hefðu hlutirnir alls ekki gengið upp að þessu sinni. Þeg- ar upp væri staðið væri hún bara ánægð að hafa ekki „fengið egg“ - að tapa ekki ann- arri hvorri lotunni án þess að skora stig. „Ég veit að ég hefði átt að geta miklu betur, það er mest svekkjandi að vita það, en að gera það ekki,“ sagði Elsa við Morgun- blaðið eftir leikinn. Tælenska stúlkan er góð og vert er að geta að hún komst í átta manna úrslit á heimsmeist- aramótinu 1993. Því var vitað fyr- irfram að Jaroensiri væri miklu sterkari en Elsa og strax eftir að leikurinn hófst var ljóst hvert stefndi. Jaroensiri byrjaði á að gefa upp og segja má að Elsa hafi ekki séð til sólar í byijun. Vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið og staðan var allt í einu orðin 8:0. Það var alveg sama hvað Elsa reyndi, ekkert gekk upp; stuttu höggin sem hún ætlaði að lauma yfir netið fóru ekki yfir, smössin hennar lentu utan vallar og þar fram eftir götunum. Þegar þarna var komið sögu tók Elsa hins vegar ágætis sprett, vann uppgjöf með góðu smassi og skoraði síðan stig eftir mjög gott spil. Varðist vel og smassaði svo fallega alveg upp við netið, beint niður í gólf. En þessi sprettur var stuttur, sú tælenska tók völdin á BADMIIMTOIM ný og allt fór á fyrri veg hjá Élsu. Laumurn- ar komst ekki yfir netið og vörnin var slök. Elsa lenti undir 0:3 í upp- hafi seinni lot- unnar en svo var eins og hún vakn- aði upp við vondan draum. Vann uppgjöfina og skoraði með góðu smassi og eftir næstu uppgjöf hennar mistókst Jaroensiri lauma og staðan þá skyndilega 2:3. Elsa lék ágætlega um stund eftir þetta þó hún næði ekki að skora, þær unnu uppgjafir til skiptis en nýttu það ekki til að skora þrátt fyrir ágætis tilþrif, en svo brást varnar- leikur Elsu og tælenska stúlkan tryggði sér sigur með kraftmiklum leik, 2:11. Elsa var vonsvikinn í leikslok, sagði raunar sem satt var að seinni lotan hefði verið í lagi og hún Þátttaka Elsu Niel- sen í ÓL-leikunum var ekki löng væri nokkuð ánægð með hana „en það er best að segja sem minnst um fýrri lotuna. Hún var hræði- leg.“ Svo and- varpaði hún: „Oh, ég vildi ég gæti spilað aftur. En hún er mjög góð, er talin góð í Asíu og það segir mikið. Ég hefði samt átt að geta gert betur þótt ég ynni hana ekki,“ sagði Elsa. „Það er svekkjandi að vera búin að æfa svona rosalega mikið, fara svo inn á völlinn og skora ekki nema þijú stig. Ég hefði viljað fá einhveija aðra í fyrstu umferð - einhveija sem ég hefði átt mögu- leika á að vinna. Þá hefði ég getað spilað einn almennilegan leik. Það er varla hægt að sýna hvað maður getur gegn svona góðum mót- heija. Þegar maður spilar við svona góða stelpu þá stjórnar hún leiknum frá byijun - maður er bara að elta og reyna að koma boltanum aftur yfir netið. það hefði verið gott að vera búin að spila einn leik áður en maður mætti þessari.“ Elsa, sem er að læra grafíska hönnun í Myndlista- og handíða- skólanum, sagðist ætla að taka það rólegar næsta vetur en hún gerði á yfirstandandi keppnistíma- bili. „Skólinn hefur reynst mér mjög vel. Ég hef fengið mikinn stuðning þaðan; hef fengið frí til að ferðast út um allan heim til að búa mig undir Ólympíuleikana en næsta vetur ætla ég að sinna skól- anum betur. Sýna þeim þar að ég hafi einhvern áhuga á náminu! Ég get samt æft á fullu heima og keppt á mótum þar, en ég reikna með að keppa lítið sem ekkert í útlöndum. Kannski á fáum stórum mótum, eins og heimsmeistara- mótinu, en ekki meira,“ sagði Elsa Nielsen. Margbrotnir knapar TVÆR konur keppa nú í hesta- iþróttum á Ólympíuleikunum i Atlanta. Slíkt þykir ef til vill ekki í frásögur færandi, en þær eru báðar beinbrotnar. Wendy er tvíbrotin á fæti og er því með nokkrar málmplöt- ur og skrúfur í fætinum. Fé- lagi hennar í ástralska liðinu, Gillian Rolton, er handieggs- brotin auk þess sem hún er viðbeins- og tvírifbeinsbrotin. Wendy brotnaði á öðrum fætin- um þegar hestur hennar datt og valt yfír hana fyrir tveimur mánuðum. Eftir slysið harð- neitaði hún að fara í gifs. Hún bað aftur á móti um frekari skurðaðgerðir svo hún gæti vérið með á leikunum á Atl- anta. Gillian margbrotnaði er hún féll af baki fyrir nokkrum vikum síðan. Á þriðjudag vann Wendy mikið afrek er hún náði fjórða sæti í þolreið með hindr- unum. Þar með náði ástralska liðið öruggri forystu yfir Bandaríkjamönnutn og sigraði að lokum í gær, Gillian Rolton sleppti stökkkeppninni í dag. ÍÞR&mR FOLK ■ ALEKSANDRA Ivosev vann fyrsta gull Júgóslavíu á Ólympíu- leikum síðan 1988 er hún bar sigur úr býtum í skotfimi með riffli, 50 metra, í gær. Sem kunnugt er var Júgóslavía ekki með á síðustu Ólympíuleikum. ■ ÞAÐ verða Rússar og Ungveijar sem mætast í úrslitum í sveita- keppni í skylmingum með högg- sverði í karlaflokki. Á síðustu leik- um komust Ungverjar einnig í úrslit og áttu þá í höggi við Sam- veldi sameinaða þjóða, en það var einmitt skipað að hluta til Rússum. í þeirri viðureign hafði Samveldisl- iðið betur. ■ HENRY Andrade er fyrsti keppandi frá Grænhöfðaeyjum á Ólympíuleikunum í 100 ára sögu leikanna. Hann keppir í 110 metra grindahlaupi, en undanrásir fara fram á sunnudaginn. ■ ANDRADE gengur ekki heill til skógar þar sem hann er með rifna hásin og óvíst þess vegan að hann geti lokið hlaupinu þó stutt sé. „Ég ætla að mæta til leiks, þó ekki væri nema til að taka nokkur skref á Ólympíuvellinum," sagði kappinn í vikunni og lét meiðslin ekkert slá sig út af laginu. Ghana sendi Ítalíu heim Olympíulið ítala í knattspymu beið á þriðjudagskvöld 2:3 ósigur fyrir bronsverðlaunahöfunum frá því á Ólympíuleikunum í Barcel- ona 1992, Ghana, og er þar með fallið úr keppni á leikunum í Atl- anta. ítalirnir byijuðu reyndar viður- eignina af krafti og ætluðu sér greinilega að bjarga andlitinu eftir 0:1 ósigur fyrir Mexíkó í fyrsta leik og þegar einungis sjö mínútur voru liðnar af leiknum lá knötturinn í marki Ghanabúa eftir fallegt mark frá Marco Branca, leikmanni Inter Mílanó. Adam var þó ekki lengi í Para- dís því aðeins örfáum mínútum síð- ar jafnaði Christian Sabah metin fyrir Ghana en það voru engu að síður ítalirnir, sem höfðu forystu í leikhléi eftir að Branca hafði bætt við öðru marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Um miðjan síðari hálfleik urðu svo ítalir fyrir því áfalli að dæmd var á þá vítaspyrna og varnarmann- inum Fabio Galante var í kjölfarið vísað af leikvelli eftir að hann hafði fengið að líta sitt annað gula spjald. Augustine Arhinful skoraði örugg- lega úr spymunni, sendi Pagliuca í vitlaust hom, og KIMATTSPYRIMA manni færri náðu ítalimir ekki að standast sóknar- þunga Afríku- mannanna, sem tryggðu sér sig- urinn nokkrum mínútum síðar með glæsilegu marki frá hinum sókndjarfa Sabah. Það er því orðið ljóst að enn um sinn mun hin fomfræga knatt- spymuþjóð Ítalía þurfa að bíða þess að landslið hennar nái að vinna til verðlauna á stórmóti og eru þetta önnur stóru vonbrigði ítalanna á sviði knattspyrnunnar á stuttum tíma því skemmst er að minnast lélegs gengis liðsins í Evrópukeppn- inni á Englandi, sem fram fór í síð- asta mánuði. Brasilíumenn stefna nú ótrauðir að því að verða fyrsta liðið síðan 1930 til þess að Brasilíumenn sýndu hvað í þeim býr á ÓL geta státað sig bæði af heims- og ólympíumeist- aratitli á sama tíma og eftir mjög óvænt tap fyrir Japan í fyrsta leik náðu Brasilíumennirnir að sýna hvað í þeim býr þegar þeir mættu Ungveijum á þriðjudag, 3:1. Brasilíumenn tóku forystuna í leiknum tíu mínútum fyrir leikhlé með marki frá Ronaldo en snemma í síðari hálfleik náðu reyndar Ung- veijar að jafna metin og var þar að verki hinn geysiöflugi Csaba Madar. Ekki leið þó á löngu þar til heims- meistararnir höfðu komist yfir á ný með marki Juninhos, leikmanni með Middlesbrough á Englandi, og þegar Ungveijinn Vilmos Sebok var rekinn af leikvelli skömmu síðar má segja að sigurinn hafí verið í höfn hjá Brasilíumönnum. Þeir bættu þó engu að síður við einu marki til viðbótar, rétt til þess að gulltryggja sigurinn, og var það sjálfur fyrirliðinn Bebeto, sem það gerði. í öðrum leikjum þriðjudagsins urðu úrslit þau að Nígeríumenn sigruðu Japani með tveimur mörk- um gegn engu og eru nú svo til öruggir um sæti í 8-liða úrslitunum og Mexíkóbúar og S-Kóreumenn gerðu markalaust jafntefli í lítt spennandi leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.