Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 C 5 Q8P ATLAIMTA ’96 Loks gull hjá Rouse Sá gamli mætti EFTIR að ieff Rouse fagnaði sigri í 100 metra bak- sundi, mætti Japaninn Masaji Kly- okawa, sem fékk gull í greíninni 1932 í Los Angeles, til að færa Ro- use gullið. Masajl var með gamla gullpeninginn sinn um háls- Inn. Líbýumenn hissa FIMM íþróttamenn taka þátt á Ólympíuleikunum fyrir hönd Líbýu. Þeir segja að vel sé komið fram við þá þrátt fyrir að Líbýa sé þekkt fyrir hiyðjuverk á meðal Bandaríkjamanna. í hópi Líbýumannanna eru fjórir frjálsiþróttamenn og einn hjólreiðamaður, en í fylgd með þeim eru hvorki meira né minna en sjö fylgdarmenn. Líbýa er í samskiptabanni og samgöngur á lofti til og frá Norður-Afr- íkuþjóðinni eru bannaðar, en það hindraði ekki þátttöku íþróttamann- anna. „Við erum hér sem íþróttamenn til þess að taka þátt í friðarhátíð. Hér er komið fram við okkur eins og alla aðra, en ef þetta væru ekki Ólympíuleikamir væri framkoman ef til vill öðruvísi," sagði Ei Mehdi Abu-Kheirat, framkvæmdastjóri ólympíunefndar Líbýu. Hann sagði einn- ig að Bandaríkjamenn væru ekki bestu vinir Líbýumanna um þessar mundir, en það hefur ekki haft nein áhrif á samskipti íþróttamannanna við heimamenn. Vegna loftferðabannsins urðu Líbýumennirnir að keyra til Túnis, fljúga þaðan til Frankfurt í Þýskalandi og taka þaðan flugvél til Atlanta. Sam- skiptabannið var sett á af Sameinuðu Þjóðunum eftir að Líbýa neitaði að framselja tvo menn sem grunaðir voru um að hafa sprengt upp þotu Pan Am flugfélagsins yfir skoska bænum Lockerbie, en þar fórust 270 manns. BANDARÍKJAMAÐURINN Jeff Rouse á ólympíu- og heimsmet- ið í 100 metra baksundi, 53,86, en á síðustu tveimur stórmót- um, HM og Ól, varð hann að sætta sig við annað sætið eftir að hafa verið talinn sigurstrang- legastur. Hann hugleiddi að hætta eftir að hafa verið 0,06 sek. á eftir Kanadamanninum Mark Tewksbury í Barcelona en ákvað að reyna í fjögur ár til viðbótar. Hann sá ekki eftir því i' fyrrinótt þegar hann kom fyrstur í mark á 54,10 eftir að hafa fengið miliitímann 26,30. Eg er glaður og þungu fargi er af mér létt,“ sagði Rouse sem er 26 ára. „Ég hef farið langan veg undanfarin átta ár en það hefur verið þess virði. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég er margs vísari um sjálfan mig og lífið í heild. Þegar ég stóð á verðlaunapallinum í Barcelona og hlustaði á kanadíska þjóðsönginn sagði ég við sjálfan mig að ég ætlaði til Atlanta til að fá gullverðlaunin." Kúbumennirnir Rodolfo Falcon (54,98) og Neisser Bent (55,02) fengu silfur og brons en Bandaríkja- maðurinn Tripp Schwenk var næstur sigurvegaranum lengst af. En byijun Rouses gerði gæfumuninn - hann fór fyrstu 15 metrana í kafí og flug- sundsfótahreyfmgamar höfðu mikið að segja. „Fólk hefur sagt aftur og aftur að hann gæti ekki synt á stór- mótum en hann var að því,“ sagði Schwenk sem varð í fimmta sæti. „Hann stenst álagið i einstaklings- keppni.“ Rouse hafði ekki sigrað á stórmóti síðan á HM 1991 og vildi vera sem lengst í lauginni eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta gerðist of fljótt. Eg vildi vera í lauginni stund- arfjórðung til við- bótar en þvt miður voru b-úrslitin strax á eftir. Von- andi gleyma allir töpunum og ein- blína á þetta.“ Tilfinningarnar réðu ríkjum við laugina eftir sund- ið. Rouse fór til Tewksbury sem var á áhorfenda- bekkjunum og þakkaði honum fyrir að hafa haft betur í Barcelona en síðan átti sigur- vegarinn erfitt með að halda tár- unum í skefjum Reuter v>ð verðlaunaaf- Tutu heimsótti „Draumaliðið" ERKIBISKUPINN frá Suður-Afr- íku, Desmond Tutu, birtist mjög óvænt á æfingu hjá bandaríska „Draumaliðinu" í körfuknattleik á þriðjudag og með honum i för var hinn níu ára gamli sonarsonur hans Simon. „Það er stórkostlegt að hitta menn, sem verið hafa fyrirmyndir og átrúnaðargoð ungra barna um alian heim,“ sagði Tutu við þetta tilefni, um leið og sonarsonurinn stóð nær orðlaus af undrun og tók í hönd hins geðþekka miðherja Hakeem Olajuwons. Því næst lét svo erkibiskupinn taka myndir af sér og Simon í bak og fyrir með stjörnum liðsins en stráksi var þó ekki alveg nógu sáttur því á svæð- inu var enginn Michael Jordan, sem að hans mati er besti körfuknatt- Iciksmaður heims. 100 M BAKSUIMD „Ég erglaðurog þungu fargi er af mér létt“ hendinguna. „Þegar ég kom til keppni horfði ég á um 25 manns á meðal áhorfenda sem studdu mig, fjölskyldu og vini. Ég vissi að fólkið elskaði mig áfram hvað sem gerðist. Það róaði mig. Þegar ég var á verð- launapallinum reikaði hugurinn. Ég hugsaði um afa sem dó fyrir sex árum. Hann var helsti stuðningsmað- ur minn og ég vissi að einhversstaðar væri hann hreykinn gortandi við alla englana." Stukku í sjó- inn undan eldingum ERFIÐLEGA hefur gengið að halda áætlun í siglingakeppni Atlanta-leikanna en hún fer fram undan hafnarborginni Savannah í Georgíuríki. Veður hefur gert fram- kvæmdaraðilum skráveifu og á mánudag varð t.d. að aflýsa 13 kappsiglingum af 16 vegna úrhellisrigningar og eldinga- veðurs. Og ekki komust allir kappsiglaramir í fyrstu riðl- unum þremur heilu og höldnu í höfn. Þegar lofteldarnir teygðu tungur sínar niður í hafflötinn gripu áströlsku Tomado-siglararnir Mitch Bo- oth og Andrew Landenberger til þess ráðs að stökkva fyrir borð. Þar töldu þeir sig vera hólpnari fyrir leifturljósunum en í bátnum. Annar landi þeirra beið ekki boðanna frá keppnisstjóra heldur hætti keppni og sigldi rakleiðis í höfn. 100 Atlantal996 SKVl MINCiAI Kariar og konur keppa í skylmingum, bæði í einstaklings- og liðakeppni. Keppendur berjast með þremur gerðum af sverðum, stungu-, lag- og höggsverði. Á sverðsoddinum errafrænn skynjari sem gefur til kynna ailar snertingar vi§mótherjann. Vírer hafður í keppendum og þannig tengjast þeir við stigagjafann. Hver viðureign er tvær lotur og sá sigrar I lotunni sem fyrr snertir mótherja s/nn fimm sinnum á löglegan hátt. BRAUTIN SVERÐIN Skotmarkið og aðferðin við að skora stig er mismunandi ettir tegund sverðs Stungusverð þyngd: 500g Stig aðeins unnin með sverðsoddi Stig aðeins unnin með sverðsoddi Stig unnin með for- hönanni og 1/3 hluta bakhandarinnar STOÐUR Átta grunnstöður eru í skylmingum og eru þær númeraðar i samræmi við skotmark sverðsins hverju sinni Offlfi ©fflfi <g\ © Fyrsta Annað ©flfi O Þriðja Fjórða Fimmta Sjötta ©ffi ©( Sjöunda Attunda LAGSVERÐ STUNGUSVERÐ EINSTAKIINGSK. E. Srecki (Frakklandi) P. Omnes (Frakklandi) LIÐAKEPNI Þýskaland Þýskaland HÖGGSVERÐ B. Szabo (Ungverjalandi) Samveldið REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.