Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Q8P ATLANTA '96 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 C 7 Konungur milli- vegalengdanna DANYO Loader frá Nýja-Sjálandi var öryggið uppmálað í 400 metra skrið- sundinu, sigraði með glæsibrag og bætti þar með öðru gulli í safnið en hann var fyrstur í 200 metra skrið- sundi um helgina. Mikill hraði var í sundinu. Svíinn Anders Holmertz, sem fékk brons í Barcelona 1992, leiddi til að byija með og Ástralinn Daniel Kowalski var nánast á sama hraða, en í miðju sundi tók Bret- inn Paul Palmer forystuna. Loader vissi vel hvað hann var að gera og þegar 100 metrar voru í mark var hann fremstur og leit ekki til baka. Hann fékk tímann 3.47,97, Palmer var á 3.49,00 og tryggði Bretíandi fyrstu sundverðlaunin en Kow- alski fór á 3.49,39 og fékk brons eins og í 200 metra skriðsundinu. Heimsmet Ástr- alans Kieren Perkins er 3.43,80 og það var aldrei í hættu en hann missti af lest- inni á ástralska úrtökumótinu. Loader, sem er tuttugu og eins árs, er konungur millivegalengdanna í skriðsundi í Atlanta. Hann var mjög yfirvegaður og vissi að hveiju hann gekk. „Eftir 200 metrana varð ég jarðbundinn á ný vitandi að keppni var ekki lokið,“ sagði hann og lét ekkert raska ró sinni. Peter Snell, landi Loaders, sigraði í 800 og 1.500 m skriðsundi á Ólympíuleikunum í Tokýó 1964 og var Loader fyrsti sund- maðurinn frá Nýja- Sjálandi til að endur- taka leikinn. Snell hafði besta þjálfar- ann í millvegalengd- um og langsundi, Arthur Lydiard, en Duncan Lang er þjálfari Loaders. „Að undanskyldum for- eldrum mínum hefur enginn eins mikil áhrif á mig,“ sagði Loader um Lang. „Ég hef þekkt hann í 11 ár en get í raun ekki útskýrt hvað hann hefur gert.“ Lang þykir minna í mörgu á Lydiard. Hann þjálfar skólakrakka, fær enga opin- bera aðstoð og ferðast um heiminn á eig- inn kostnað til að kynnast nýungum í þjálf- uninni. Fyrir 36 árum fór Lydiard með nokkra hlaupara á Ólympíuleikana í Róm. Tveir þeirra unnu til gullverðlauna með skömmu millibili og einn félaginn varð þriðji í maraþoni. Fréttamenn spurðu hvaða töfraformúla væri notuð hjá þriggja milljóna manna þjóð á Nýja-Sjálandi. Eng- in, svaraði Lydiard. Svo vel vill til að þess- ir þrír búa í sama úthverfi og ég. Ly- diard átti erfitt upp- dráttar í heimaland- inu og fór til Finn- lands í atvinnuleit. Lang á við sama vandamál að stríða. „Við höfum fjórum sinnum verið í Evr- ópu. Ég tala við aðra þjálfara, fylgist með öllum og kynni mér alla uppbyggingu. Þetta kostar mikið en ég á líka tvo góða vini í Otagoháskóla og þeir útvega mér upplýsingar." Hann óttast að árangurs Loaders verði aðeins minnst í íþróttasögu Nýja-Sjálands. „Það eru ekki til neinir peningar. Sundmenn í Nýja-Sjálandi búa við verstu aðstæður. Við fáum ekki bún- inga og eyðum öllum peningum okkar í að komast í keppni.“ M SKRIÐSUND KARLA „Að undanskildum for- eldrum mínum hefur enginn eins mikil áhrif á mig,“ sagði Loader um Lang Reuter DANYO Loader frá Nýja-Sjálandi slgraðl með glæslbrag í 400 metra skrlSsundlnu. Mótmæltu niður skurði til íþrótta Frakkar notuðu setningarathöfn ólympíuleikanna til að mót- mæla þeim áformum frönsku ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til íþróttamála. Samkvæmt reglum verða ólympíusveitir að ganga inn á leik- vanginn í hátíðareinkennisklæðnaði viðkomandi lands. Frakkar brugðu út af venju og létu hóp þjálfara fara fyrir hópnum. Voru þeir í æfingagöllum en ekki sparifötum. Ástæðan fyrir mótmælunum er að fjármálaráðuneytið vill að hætt verði að greiða laun 1.500 landsþjálfara í íþróttum. Er ráðgert að taka þá af launaskrá íþróttaráðuneytisins. Viðkom- andi sérsambönd verða að taka kostnaðinn á sig og borga þjálf- urunum laun en ljóst er að það verður mörgum þeirra ofviða og því munu þjálfararnir missa vinnuna. Guy Drut íþróttaráðherra og ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi 1976 er sparnaðaráformunum andvígur og íþrótta- hreyfingin hefur ákaft ákallað Jacques Chirac forseta um að fara ekki að ráðum fjármálaráðuneytisins. Unnusturnar kom- ust loks til Atlanta ÞRAUTSEIGJA borgaði sig fyrir tvær unnustur tælenskra hnefaleikakappa. Þær fengu loks vegabréfsáritun til Banda- rikjanna, en stúlkumar tvær eru frá fátækum norðaustur- hluta Tælands. Ferð stúlknanna tveggja og fjögurra annarra eiginkvenna tælenskra hnefaleikamanna var kostuð af tæ- lenska hnefaleikasambandinu, flughemum og fréttastofu þar í landi. Eiginkonurnar fengu vegabréfsáritun og önnur skjöl vandræðalaust en það sama gilti ekki um ógifta ferðafélaga þeirra. „Ástæðan fyrir því var sú að þær gátu ekki sýnt fram á að þær þénuðu nóg til að vera gjaldgengar til Bandaríkja- ferðar,“ sagði Somchai Sawaengkarn frá fréttastofunni INN. Þrátt fyrir mikla mótspyrnu gáfust vinkonumar ekki upp. Þær börðust af lífí og sál í þijá daga þar til bandaríska sendiráðið i Tælandi afhenti þeim vegabréfsáritun og önnur nauðsynleg skjöl. Þær fóru til Atlanta á fimmtudag fyrir viku. Að sögn forsvarsmanna íþróttasambanda í Tælandi, er hnefaleikalið þeirra eina von landsmanna um verðlaun á Ólympíuleikunum. Píslarsögur af ólympíuleikum ÞÁTTTAKENDUR í ólympíuleikunum í Atlanta hafa verið þjakaðir af óskilvirkum flutningum, skipulagslausri umferð, vanhugsaðri og tilgangs- lausri skriffinsku, og afkastalitlu úrslita- og upp- lýsingakerfi sem þó byggir á nýjustu hátæknitölv- um. Nokkur dæmi um örðugleikana og mótlætið skulu nefnd: • Á keppnissvæði strandblaksins er norskri keppn- iskonu bannað að sitja hjá manni sínum, þjálfaran- um, við matsal keppenda. Skýringin er sögð sú að ekki megi bijóta reglur sem banni samskipti keppenda og fylgdarmanna. • I rútu sem er innlyksa í umferðaröngþveiti í ' kæfandi hita meinar ofurötull öryggisvörður blaða- mönnum að stíga frá borði eða opna glugga. • Austurríski júdómaðurinn Eric Krieger hlýtur hálsmeiðsl í glímu við Frakkann David Douillet. Fyrsti sjúkrabíllinn sem sendur er bilar á leiðinni og annar, sem sendur var í hans stað, reynist ekki hafa rétta leyfismiða og er tafinn um stund við hlið girðingar umhverfis keppnishúsið. • Fréttamaður sem fylgdist með umferðaröng- þveitinu muldraði í útvarpinu: „Þetta er verra en þegar við flúðum frá Víetnam eftir fall Saigon." • A.D. Frazier framkvæmdastjóri framkvæmda- nefndar leikanna segir of mikið skrifræði lama flutningakerfi leikanna: „Það er eins og risaeðla, ákvörðun er tekin upp í höfðinu og 10 mínútum sínum dillar halinn.“ • Hópur 250 ræðara, argur yfir því hve seint rút- ur ganga ef þær á annað borð gera það, setjast niður á götuna og stöðva alla umferð og neita að verða við kröfu lögreglunnar um að færa sig um set. • Hafnaboltaleik milli Nicaragua og Bandaríkj- anna seinkar þar sem rútur liðanna komust ekki í tæka tíð á vettvang. • Rafmagnsbilun tafði upphafsleik körfubolta- keppninnar milli Bandaríkjanna og Argentínu. Myrkvaðist íþróttahöllin er ljósin slokknuðu. • Fjölmiðlafyrirtæki kvarta undan því að ýmist berist úrslit ekki eins og um var samið, þau séu full af skekkjum, ófullnægjandi eða óskiljanleg. • Vegna slæmrar vinnuaðstöðu segjast samtök 88 evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva (EBU) vilja fá til baka hluta af 250 milljóna dollara greiðslu þeirra fýrir réttinn til að sýna frá leikun- um. EBU segist ekki geta skilað hlustendum sínum og áhorfendum boðlegri dagskrá. • Fulltrúi í Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) segii skipulag Atlanta-leikanna vera mun síðra en í Los Angeles (1984), Seoul (1988) og Barcelona (1992) • Áhorfendur á róðrakeppninni, sem fram fer á Lanier-vatninu, kvarta undan ónógum rútuferðum. langri bið eftir svaladrykkjum og aðstöðuleysi fyr- ir barnafjölskyldur. • Breskir, úkraínskir og pólskir ræðarar ræns rútu í ólympíuþorpinu til þess að verða ekki ol seinir í keppni. • Breski stórræðarinn Steve Redgrave býður svc við að hann flytur úr ólympíuþorpinu og inn ; hótel við Lanier-vatnið. Áður hafði hann og félag hans gefist upp á samgöngukerfinu sem þeir sögði farsakent. • IOC krefst þess af framkvæmdanefndinni mánudag, að hún komi málum strax í viðunand lag. Borgarstjórinn Bill Campbell er kallaður ti neyðarfundar um samgöngumálin. • Framkvæmdaaðilar neita því að hafa stundai yfirhylmingar en skírt var frá því í gær, að maðui vopnaður hníf og 45 kalibera Smith&Wesson byssu sem hlaðin var 11 skotum, hefði komist inn i ólympíuleikvanginn við setningarathöfnina en va: handtekin um síðir. Samkvæmt hinu rándýra upplýsingakerfi sen dælir úr sér röngum upplýsingum gerðist þetta: • Bradley McGee frá Ástralíu og Jan Bo Petersei settu heimsmet í brautarhjólreiðum á þriðjudag Gallinn er sá að keppnin hófst ekki fyrr en dagim - eftir, í dag. • Ungveijar báru sigurorð af Spánveijum í undan úrslitum í sveitakeppni skylminga með lagsverði sögðu tölvurnar. Staðreyndin er sú að bæði lii féllu úr leik í milliriðlum klukkustund áður. Úrsli milliriðlanna voru einnig send út röng. • Einstökum bardögum í hnefaleikum hefur loki< í fjórðu, fimmtu eða jafnvel sjöttu lotu, að sögi tölvunnar, en samkvæmt reglum má bardagi aldr ei standa lengur en þijár lotur. • Heimsmet í sundi kemst ekki til skila fyrr ei átta klukkustundum seinna. Sum gullverðlaun skil sér ekki inn í verðlaunatöfluna fyrr en allt að 2- stundum eftir að þau vinnast. • Léttviktarboxarinn Franco Argento frá Úgand er aðeins hálfur metri á hæð, að sögn tölvunnai en hann er þó ekki eini dvergurinn. Léttþungavikt armaðurinn David Howah frá Síerra Leone e nefnilega aðeins sentimetra hærri. Innan um dverg ana eru þó einnig risar meðal hnefaleikamann því Tanzaníumaðurinn Haji Matumla, sem keppi í léttveltivikt, er 6,35 metrar á hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.