Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 Q&P ATLAIMTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ mátti heyra saumnál detta í fimleikahöllinni í Atlanta í fyrrakvöld þegar um 30.000 áhorfendur biðu spenntir eftir því að bandaríska stúlkan Kerri ■ SIGUR bandarísku stúlknanna í liðakeppninni í fyrrakvöld braut blað í sögu fimleikakeppni Ólympíu- leikanna. Allt frá leikunum í Hels- inki árið 1952 til og með leikunum í Seoul sigraði landslið Sovétríkj- anna sálugu. Undan eru þó skildir leikarnir í Los Angeles árið 1984 er Sovétmenn sátu heima. Árið 1992 sigraði lið Samveldis sjálf- stæðra rílqa í liðakeppni kvenna. ■ TVÆR stúlkur í bandaríska lið- inu tryggðu sér keppnisrétt í þrem- ur greinum af fjórum í einstaklings- keppninni. Það eru þær Dominique Dawes og Dominique Moceanu, en sú síðamefnda er aðeins 14 ára gömul. Dawes keppir í stökki, á tvíslá og á gólfi. Sú yngri spreytir sig hins vegar á jafnvægisslá, á tvíslá og í gólfæfmgum. ■ GINA Gogean frá Rúmeníu og kínverska stúlkan Huilan Mo verða einnig meðal þátttakenda í þremur greinum. ■ DOMINIQUE Dawes var að sjálfsögðu í sjöunda himni með sig- urinn í liðakeppninni og sagði það verða erfitt að taka gullverðlauna- peninginn af sér. „Ætli ég fari ekki með hann í sturtu og sofí síðan með hann um hálsinn í nótt,“ sagði hún að lokinni verðlaunaafhend- ingu. ■ KERRI Strug hetja Bandaríkj- anna í liðakeppninni vildi að sjálf- sögðu vera með í verðlaunaafhend- ingunni þrátt fyrir að vera ökkla- brotin. Bela Karolyi þjálfari kom með hana til afhendingarinnar og hélt á henni í fanginu allan tímann. ■ STRUG er átján ára og 142 cm á hæð og er að keppa á sínum öðr- um Ólympíuleikum. Hún var yngsti keppandi Bandaríkjanna í fimleik- um í Barcelona fyrir fjórum árum. ■ STRUG varð í fimmta sæti í samanlögðu í frjálsum æfingum en í sjöunda sæti þegar skylduæfmg- arnar eru lagðar við. ■ DOMINIQUE Dawes og Shannon Miller voru einnig í bandaríska liðinu í Barcelona árið 1992 og unnu sér inn fimm verð- launapeninga. ■ SHANNON MHler varð önnur í samanlagðri keppni en efst varð heimsmeistarinn Lilia Podkopay- eva frá Rússlandi. Strug stykki í síðara skiptið. Fyrra stökk hennar var slakt en með góðu stökki gat hún tryggt landi sínu gull í sveita- keppni og það tókst. Síðara stökkið var stórgott og einkun- in eftir því, 9,712 og gullverð- launin í höfn, þau fyrstu sem þjóðin vinnur í liðakeppni á Ólympíuleikum. En stökkið kostaði fórnir þvf í lendingunni tóku sig upp meiðsli sem Strug hefur átt í með þeim afleiðing- um að hún er ökklabrotin. Þessi sigur bandaríska liðsins var óvæntur og besti árangur þess í liðakeppni síðan í Los Angeles fyrir tólf árum er það hafnaði í öðru Sú yngsta Yngsta stúlk- an í banda- rísku sveitnni, Domlnique Moceanu er 14 ára og stóð sig frábær- lega og tryggðl sér sæti í úrslitum í þremur greinum af fjórum. Hér er hún í æfingum á tvíslá og ein- beitingin leyn- Ir sér ekki. FIMLEIKAR Kerri Strug ökkla- brotnaði um leið og hún tryggði fyrsta ÓL-gull Bandaríkj- anna í liðakeppni sæti. „Þessi stund er engu lík og verður ekki lýst með nokkru móti,“ sagði Amanada Borden, fyr- irliði. „Þetta er ekki einungis mesta gleði- stund lífs mín heldur einnig stúlknanna sem hafa lagt svo hart að sér,“ sagði Mary Lee Tracy,“ aðstoðarþjálfari. Þegar keppni hófst í frjálsu æf- ingununum var sveit Rússlands með nauma forystu, 0,127, á bandarísku sveitina, og fljótlega kom í ljós að heimastúlkur ætluðu að bæta í seglin. Þær byrjuðu á tvíslánni, sem hefur verið þeirra veikasta hlið, en svo var ekki að sjá að þessu sinni og þær komust naumlega upp fyrir rússnesku sveitina sem var á jafnvægisslánni á sama tíma. Næst fór bandaríska sveitin í æfingar á jafnvægislá og tókst ágætlega til og héldu naumri for- ystu þegar kom að gólfæfíngunum sem einnig heppnuðust hið besta. Þá var komið að stökkinu sem var síðasta grein bandaríska liðs- ins, en á sama tíma voru rús- sneksu stúlkumar að framkvæma gólfæfíngar. Strug var síðust í röðinni af bandarísku stúlkunum og stökk hennar varð að heppnast til að gullverðlaunin væru tryggð. Fyrra stökkið lánaðist ekki sem best og einkunin 9,162. Greinilegt var að Strug meiddist er hún lennti og stakk við er hún gekk í átt til þjálfara síns. Rússnesku stúlkunar sýndu listir sínar á gólfinu og útlit fyrir að Strug væri tilneydd til að stökkva á ný. „Verð ég að stökkva aftur,“ sagði Strug við þjálfara sinn Bela Karolyi, „Hversu miklu munar,“ bætti hún við. „Ég veit það ekki sagði,“ Karolyi. „Þá læt ég slag standa sagði,“ Strug. Stökkið heppnaðist fullkomlega og allt ætlaði um koll að keyra í höll- inni af gleði er einkunnin birtist, en á sama tíma stóð hetjan á öðr- um fæti og beið þess að einhver kæmi og aðstoðaði hana í burtu, hún gat ekki stigið í hægri fótin. Þjálfarinn kom fljótlega og bar hana í fanginu í burtu til skoðunar og fullvíst þykir að hún sé ökkla- brotin. Bandaríkjamenn höfðu sigrað, Rússar urðu að sætta sig við ann- að sætið og heimsmeistarar Rúme- níu urðu að bíta í það súra epli að hafna í þriðja sæti. Þessar sveit- ir báru af en í fjórða sæti var Kína og Úkraína í fímmta sæti. Langþráð gullverðlaun á heimavelli Reuter BANDARÍSKA sveitin braut blað í ólympíusögunnl er hún slgraöi í llðakeppninni, eftir nær óslitna sigurgöngu soveskra og rússneskra stúlkna síðan 1952. Svetin var skipuð f.v.:Dom- inique Dauvs, Amy Chow, Jaycie Pheips, Shannon Miller og Dominique Moceanu. Það er þjálf- arinn Bela Karolyl sem heldur á hetju liðsins Kerri Strug sem ökklabrotnaði í lokastökki sínu. Verður Tsjerbov steypt af stóli? EINSTAKLINGSKEPPNI karla í fimleikum fer fram í dag og þar mætast stálin stinn. Bæði Rússinn Alexei Nemov og Kín veqinn Li Xiaoshung ætla sér að steypa ókrýndum kon- ungi síðustu ára, Hvít-Rússan- um Vitaly Tsjerbov, af stóli. Nemov fékk hæstu heildarein- kunnina í iiðakeppninni og Xia- oshung ætlar sér eflaust að gera betur en hann gerði í fijálsu æfingunum á mánudag- inn er hann m.a. gerði slæm mistök á svifrá. Þá hafnaði Tsjerbov í öðru sæti eftir að hafa gert slæm mistök í æfing- um á bogahesti. Fleiri eru kallaðir en víst að það verður aðeins einn útvalinn eins og endranær og eflaust vilja margir standa í sömu spor- um og Tsjerbov stóð í fyrir fjór- um árum er hann hlaut sex gullverðlaun. Hann sýndi það í liðakeppninni, þrátt fyrir mis- tökin á bogahestinum, að hann er til alis líklegur og ekki reiðu- búinn til að gefa nafnbótina eftir átakalaust. „Lætslag standa"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.