Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 12
fHtrgtmiMflfcife GOLF / LANDSMOTIÐ I EYJUM Birgir LeHur er einn undir pari Karen með fimm högga forystu BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni á Akranesi hefur eins höggs forystu eftir fyrsta hring i meistaraflokki karla á landsmótinu í golfi. Birgir Leifur var sá eini sem lék völlinn undir pari, kom inn á 69 höggum sem er eitt högg undir pari. Eyjapeyjinn Þorsteinn Hallgrímsson er í 2. sæti á pari og síðan koma fimm kylfingar á einu höggi yfir pari. Hjá stúlkunum hefur íslandsmeistarinn, Karen Sævarsdóttir úr GS, fimm högga forystu og virðist ætla að taka upp fyrri iðju, að stinga keppinauta sína af þó flestir reiknuðu með að keppnin yrði spennandi og jöfn hjá stúlkunum. Birgir Leifur lék mjög vel í gær, byrjaði reyndar með skolla á fyrstu holu en jafnaði það út með fugii á þriðju og aft- Skúli Unnar ur á fjórðu og á átt- Sveinsson undu holu fékk hann skrifarfrá örn, lék holuna á Eyjum tveimur höggum undir pari. Hann fékk síðan skolla á níundu holu og lauk fyrri hringn- um á tveimur undir pari. Alls fékk Birgir Leifur fimm fugla á holunum átján og að auki einn örn þannig að hann krækti sér í sjö golfbolta, sem veittir eru fyrir að fá fugl, en meistaraflokkur karla fékk 78 fugla í gær. En lífið var ekki tómur dans á rósum hjá honum því á 16. holu, sem er par fimm, fékk hann sjö. „Ég sló útaf, niður í fjöru, og varð að slá aftur af teignum. Ég var ekkert ánægður með þetta þannig að ég fór í pokann og náði í TopPlight bolta og tók vel á því og fékk þetta fína upphafshögg. Annars þurfti ég bara að pútta 26 sinnum," sagði Birgir Leifur. „Það er gott að byija vel á lands- móu, en það er erfitt að vera í 1. sæti, ég held að flestir vilji frekar sækia að því sæti en að veija það, það er þægilegra. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í 1. sæti á Islands- móti og ætla mér að sjálfsögðu að halda því,“ sagði Birgir Leifur, Þorsteinn Hallgrímsson lék á 70 höggum og var sáttur við það, „þótt KNATTSPYRNA maður geti auðvitað alltaf fundið eitt og eitt aukahögg svona eftir á. Þetta verður gaman og eins og ég hef sagt áður býst ég við að þetta verði jafnt. Annars var ekki nógu mikið rok fyrir mig í dag og það rigndi líka allt of lítið,“ sagði Þor- steinn í gamansömum tón. Veðrið lék við meistaraflokkinn því þó að slæmt veður, rok og rigning, væri snemma í gærmorgun var aðeins Morgunblaðið/Sigfús G. ÞORSTEINN Hallgrímsson snæðir lunda eftir að hafa lokið keppni í gær. Framari í vanda SVEINN Sveinsson, Framari og fyrrum FIFA dómari í knattspyrnunni lenti í skondnu atviki á fyrstu braut fyrsta dag- inn sem hann keppti á landsmótinu. Hann hafði verið að hita upp á æfingaflötinni, var þar með járn númer 9, fleygjárnið og pútterinn. Síðan slær hann upphafs- höggið á fyrtu braut, ágætis högg og ætlaði síðan að slá inná með níunni, en hún var ekki í pokanum. Sveinn hlaupa eftir henni því menn voru tilbúnir að slá á teignum og lætur gott heita. Hann slær síðan inná flötina og allt í góðu lagi með það högg. Spilafélagi hans, Stefán Sævar Guðjónsson, lenti hins vegar í sandglompu og boltinn lá ofaní skel þannig að þeir kölluðu á dómara. Á meðan hann var á leiðinni uppgötvaði Sveinn að hann hafði líka gleymt pútternum, hringt var í golf- skálann og beðið um Jóhannes Atlason, annan landsþekktan Framara og þjálfara. Hann hljóp síðan með restina af settinu hans Sveins út á annan teig, en Sveinn púttaði með járni númer fjögur. „Þetta voru tvö ágæt pútt,“ sagði Sveinn. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni á Akranesi hefur elns höggs forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í Eyjum. andvari og úði á meðan meistararn- ir léku. Fimm kylfingar eru höggi á eftir Þorsteini, Hjatli Pálmason og Þor- steinn Snorri Sigurðarson úr GR, Björgvin Sigurbergsson og Sveinn Sigurbergsson úr Keili og Björgvin Þorsteinsson úr GA. Karen á fimm högg Karen Sævarsdóttir úr GS byijaði titilvömina ekki vel, var kominn þrjá yfir eftir þijár fyrstu holurnar á sama tíma og Olöf María Jónsdóttir úr Keili var á tveimur undir pari. Karen lék síðan mjög jafnt en Ólöf María fékk hins vegar skramba á tveimur hoium á fyrri níu, 4. og 9. holu og síðan aftur á þeirri 16. Karen lauk leik á 75 höggum en Ólöf Maía á 80. Herborg Arnarsdóttir er í 3. sæti, einu höggi lakari en Ólöf María. Herborg lék fyrri níu á 38 höggum eins og Karen en endaði illa, fékk skramba á 16. og 17. holu. Raunar fór 16. holan illa með allar stúlkurn- ar, nema Karen, því Þórdís Geirs- dóttir úr Keili fékk skramba eins og hina tvær og Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR lék hana á átta högg- um. Meðalskor meistaraflokks kvenna á þessari par 5 holu var 6,80. Guðjón Þórðarson ánægður með frammistöðu Skagamanna í Makedóníu Náðum markmiðinu Skagamenn tryggðu sér rétt til að halda áfram í Evrópu- keppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA-keppninni, þrátt fyrir 1:0 tap á Móti Sileks í Makedóníu í gær- kvöldi. íslandsmeistararnir unnu 2:0 heima í liðinni viku og fara því í næstu umferð á hagstæðari markatölu. „Þessi leikur þróaðist ágætlega," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, við Morgunblaðið. „Við spiluðum 5-3-2 og fengu mótheijamir engin Skagamenn aftur í hattinn í UEFA-keppninni færi enda að spila á móti sterkum vamarpakka. Þórður markvörður þurfti aldrei að verja hættuleg skot og það segir sína sögu að þeir skor- uðu úr vítaspymu sem var færð inn fyrir eftir að Gunnlaugur og Make- dóníumaður duttu inn í teiginn í kjölfar þess að Gunnlaugur kastaði sér fram í þeim tilgangi að skalla aftur til Þórðar. Vítið var eina umtalsverða færi þeirra í leiknum en engu að síður tók í hjartað öðru hveiju. Hins vegar fengum við sannkallað dauðafæri þegar fimm mínútur vom til leiksloka en Stefán skaut í liggjandi markvörðinn eftir mjög góða sókn kantanna á rnilli." Mikill hiti er í Makedóníu um þessar mundir en Guðjón sagði að dregið hefði fyrir sólu í seinni hálf- leik og hefði það komið sér vel. „Við hugsuðum auðvitað um að veijast en sóttum þegar tilefni gafst. Þeir ógnuðu okkur ekki veru- lega en það sem kom mér mest á óvart var að í seinni hálfleik höfðum við meira úthald og stjórnuðum ferðinni. Því var þetta nokkuð ör- uggt eftir miðjan hálfleikinn." Guðjón sagði að allir væm þokka- lega heilir eftir átökin. „Ég er hálf súr yfir því að hafa tapað en ég er ánægður með frammistöðuna og við náðum markmiðinu sem var að halda áfram í keppninni." Mm FOLX ■ EYJAMENN gefa út sérstakt landsmótsfréttablað á hveijum degi og er það fjórar síður. Þar er að finna margar sögur af hrakförum og góðum árangri kylfínga. Þar seg- ir meðal annars að möguleikinn á að fara holu í höggi sé einn á móti 10.738. ■ MÓTSSTJÓRNIN setur öll úr- slit í mótinu inn á alnetið þannig að þeir sem hafa aðgang að því geta fylgst með árangri keppenda. Slóðin er: vey.isnrlennt.is/gunn- ax/klubbur.html ■ GÍSLI Halldórsson fyrrum forseti ÍSÍ og mikill kylfíngur, lék í meistaramóti Nesklúbbsins á dög- unum. Þar afrekaði hann að leika 18 holur á 78 höggum sem er fjórum höggum undir aldri Gísla en hann verður 82 ára í ágúst. ■ RÓSA Margrét Sigursteins- dóttir úr GKG varð fyrir því óhappi á mánudaginn að fá golfbolta í gagnaugað. Þetta gerðist á æfínga- svæðinu sem er knattspyrnuvöllur Þórs. Brugðist var skjótt við og þar sem enginn kælipoki var til staðar var skellt frosnum saltfiski á áverk- ann og virkaði hann bara vel, alla vega lék Rósa tveimur höggum betur daginn eftir en hún gerði á mánudaginn. ■ BJORGVIN Þorsteinsson úr GA er reyndasti kylfingur lands- mótsins, en hann tekur nú þátt í 33. landsmóti sínu, hefur ekki misst úr mót síðan hann tók fyrst þátt árið 1964. Björgvin var í miklu stuði í gær og fyrstu tíu holurnar lék hann á þremur höggum undir pari og, það sem meira var, hafði aðeins púttað tíu sinnum, eitt pútt á hverri braut. ■ EFTIR því sem næst verður komist er heimamaðurinn Leifur Ársælsson elsti keppandinn á mót- inu, en hann er 65 ára og keppir í 2. flokki. ■ KYLFINGUR í 3. flokki karla, heimamaðurinn Sigurður Þór Sveinsson, fór illa út úr 13. holunni á fyrsta degi. Hann sló fyrst tvö upphafshögg útaf eftir þriðja högg (fimmta högg í rauninni) og stöðv- aðist boltinn undir bíl. Hann fékk að láta boltann falla við hliðina á bílnum en boltinn rann ofan í dæld og var illsláanlegur. Næsta högg for útaf og síðan komst hann um síðir inná braut, eftir níu högg! Þegar hann loks ætlaði að slá inná flöt var hann aðeins skakkur og boltinn stöðvaðist ósláanlegur undir steini. Enn eitt vítið en boltinn fór á endan- um í holuna, á 15 höggum. VfKiNGALOTTO: 16 19 30 34 41 44/17 27 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.