Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 B 5 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Golli Mutter lýsti því nýlega yfir í sjón- varpsviðtali að hún væri stundum smeyk um að fá tómata í hausinn frá áhorfendum á tónleikum. Á fyrstu tónleikum sellóleikarans, Pablo Casals, sem haldnir voru í Vín árið 1910 var hann afar taugaveikl- aður ogí tónleikanna missti hann fiðlubogann úr höndunumsem rúllaði fram af sviðinu og beint í fang áhorf- anda á fremsta bekk. Casals hefur orðið fyrir því að bijóta á sér hend- ina í fjallaklifri en flestir hljóðfæra- leikarar myndu kalla það ólán. Hann varð hins vegar himiniifandi því tón- leikar voru á næsta leiti og nú hafði hann góða afsökun fyrir því að leika ekki. Feimni aðaiorsökin Margir listamenn hafa hins vegar aldrei fundið fyrir neinum óttaog skilja ekki hvernig hægt er að hafa lifibrauð af einhverju sem vekur hræðslu. Flestum finnst þó ofurlítill skrekkur fyrir sýningu hjálpa til við að komast í rétta gírinn og gera sýninguna enn betri. Stevie Nicks fyrrum söngkona Fleetwood Mac segir að tilfínningunni fylgja mikil spenna.„Það gerir það að verkum að á sviðinu finnst mér ég geta gert hvað sem er. Ef ég væri ekki tauga- veikluð fyrir sýningar þá hefði ég fyrst verulegar áhyggjur.“ Undirrót hræðslunnar getur verið af ýmsum toga en oftast er þó feimni aðalorsökin. Barbra Streisand segir fullkomnunaráráttu ástæðuna fýrir því að hún kýs fremur að syngja inn á hljómplötur en að koma fram á tón- leikum. „Á sviðinu fæ ég svipaða til- fínningu og í flugvél, nokkurs konar innilokunarkennd. Mér líður þó mun betur ef ljóskastaramum er beint að fleirum á sviðinu." Nýlega tók Barbra upp á þvi að nota textavél, líkt og Bill Clinton Bandaríkjaforseta og David Letterman sjónvarpsmaður gera. Söng- og leikkonan fræga er mjög á móti lyíjum, svo og þvf að reykja og drekka áfengi til að róa taugamar fyrir sýningar. Frekar hug- leiðir hún og hlustar á róandi tónlist. Heimild Newsweek/ ■ Hrönn Marínósdóttir ÞIIRIPUR PAISPOTTIR óperusöngkona Verst að syngja við jarðarfarir SIGURÐSSON kraftur :eiminn :sviði að einhver mótleikaranna gleymi textanum sínum eða maður sjálfur. Þegar ég er að skemmta einn líður mér best því þá verð ég bara að treysta á sjálfan mig. Stundum hef ég þó lent í að gleyma nokkrum setning- um en aldrei verið í vandræðum með að bjarga mér út úr því. Sem betur fer hef ég alltaf átt mjög auðvelt með að læra texta. Laddi hefur aldrei verið hjátrúarfullur en viðurkennir þó að helst vilji hann ekki að fólk óski sér góðs gengis fyrir sýningar. IBetra finnst mér þegar spýtt er á eftir mér.“ Á næturnar ger- ist það reglulega hjá Ladda að hann fái það sem kallað er á fagmáli martröð leikarans. „Þá er mér fyrir- varalaust kastað inn á leiksvið, sal- urinn er fullur af fólki og ég er staddur í miðju leikriti sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Þetta er vægast sagt ákaflega hvimleiður draumur og afar óþægileg tilfinn- ing.“ Laddi segir samstarfsfélaga sína ekki kvarta yfir sviðsskrekk að sér nærstöddum. Allir þekki þó spenn- una og hjá sumum sé hún einfald- lega meiri en hjá öðrum. ÞURÍÐUR Pálsdóttir á langan og farsælan feril að baki sem óperu- söngkona. Hún hætti að syngja fyrir nokkrum árum en kennir nú upprennandi einsöngvurum í Söngskóla Reykjavíkur auk þess sem hún er yfirkennari skól- ans. „Ég var yf- irleitt haldin miklum sviðssk- rekk nokkrum vikum fyrir tón- leika en eftir því sem nær dró var ég rólegri. Um leið og á hólminn var komið var ég yfirleitt í full- komnujafnvægi. Það sem þjakaði mig mest var hræðsla um að verða veik og geta ekki sungið en var aldrei hrædd um að gleyma laglínu eða texta. Eitt sinn leitaði ég ráða hjá Lárusi Pálssyni leikara vegna þessa kvilla og hann sagði að ég væri að hlaða líkamann rafmagni. Það fannst mér vera ágætis skýring. Ég er ekki ein af þeim sem titra og skjálfa uppi á sviði en margir einsöngvarar eru þannig. Skýringin er að hluta til fólgin í því að óperuuppfærslur eru of fáar hér á iandi og það gerir marga órólega að bíða jafnvel heilt ár eftir einu hlutverki. Guð- mundur Jónsson er sá eini sem mér vitanlega þjáðist aldrei af sviðsskrekk. Ég var iðulega mjög hjátrúar- full fyrir sýningar og ákveðin atriði þurftu að vera á hreinu annars var ég smeyk um að allt færi handaskol- um.“ Ef óttinn var alveg að gera út af við Þuríði þá leitaði hún m.a. til vinkonu sinnar sem var læknamiðill og bað hana um að biðja fyrir sér. Stundum hringdi hún einnig í ka- þólskan prest sömu erinda- gjörða. „Yerst af öllu fannst mér að syngja við jarð- arfarir. Jafnvel þó ég þyrfti einungis að syngja eitt lítið lag þá leið mér mun verr en ef til stóð að syngja í heilli óperuuppfærslu. Það er líka einkennilegt að á söngferðalög- um út á land fann ég aldrei fyrir neinum skrekk né heldur þegar ég söng á almennum skemmtun- um.Á óperusviði leið mér iðulega mjög vel, eiginlega eins og ég væri heima há mér. Þó kveið ég alltaf erfiðustu köflunum en þeg- ar þeir voru afstaðnir var annað leikur einn.“ ■ íslenskur leir er góður við gigt og stressi ÞAÐ er ilmur af kamillu, kamfóru og furunálum ásamt lykt af hveraleir og eldfjallaösku sem tekur á móti gestum er leggja leið sína á hina nýju göngudeild Heilsustofnunar NLFI í Hvera- gerði. Þar getur nú hver sem er nýtt sér fjölbreytta þjónustu göngudeildar án þess að dvelja í Heilsustofnuninni. Wolfgang Roling yfirmaður Göngudeildar segir greinilegt að full þörf sé fyrir möguleika sem þennan innan heilbrigðisþjón- ustunnar. „Það er regla frekar en undantekning að fólk glími við verki af ýmsu tagi. Jafnvel ungt fólk er mjög illa farið í skrokknum og glímir við ýmsa kvilla svo sem bakverk og vöðvabólgu. Við vilj- um reyna að koma til móts við þessa einstaklinga með þjónustu göngudeildar. Fólk sem ekki hefur tök á að dvelja í þijár til fjór- ar vikur í Heilsustofn- uninni getur nú leitað sér lækninga á göngu- deild og nýtt sér þjón- ustuna þar. Á göngudeildinni er t.d. boðið upp á sjúkranudd, leir- bakstra, heilsu- og leirböð. Leirbakstr- arnir eru framleiddir af Wolfgang og alfarið hans hugmynd. Þeir eru búnir til úr leir úr Hveragerði, eldfjallaösku úr Heklu og öðrum efnum, en sam- setningin er leyndarmál. Wolf- gang segir þessa nýju bakstra gefast mjög vel, þeir séu náttúru- legri og heilnæmari en innfluttu bakstrarnir. Það er löngu þekkt staðreynd í Heilsustofnun að leir- inn úr Reykjafjalli hefur mjög góð áhrif á gigt og þá ekki síst virkar hann vel við stressi en streita getur eins og kunnugt er haft ýmis neikvæð líkamleg áhrif. Gestum göngudeildar gefst einnig kostur á að leggjast í leir- bað. Ekki er að efa að mörgum þyki það spennandi, en böð í leir hafa tíðkast í Heilsustofnun frá upphafi og hróður þeirra borist víða. Heilsuböðin á göngudeildinni eru einnig mjög vinsæl. Þar gefst til dæmis stressuðum nútíma- manninum kostur á því að leggj- ast í heilsubað sem hefur róandi áhrif, ásamt því að vera gott við svefnleysi og vandamálum breyt- ingaaldursins. Onnur heilsuböð sem í boði eru eiga meðal annars LEIRBÖÐIN þykja mjög góð við gigt og veita góða afslöppun. WOLFGANG Roling er yfirmaður göngudeildar. að hafa góð áhrif á gigt, kvef og flýta fyrir því að sár grói. Ásamt því að vera sjúkranuddari hefur Wolfgang sérmenntun í sogæða- meðferð. Margar konur þekkja þá meðferð en færri vita kannski að sé hún notuð á andlit gefur hún unglegra og betra útlit og margir telja hinar hvimleiðu undirhökur minnka við þessa meðferð. Að sögn Guðmundar Björns- sonar, yfirlæknis á HNLFÍ er opnun göngudeildarinnar tilraun til að færa náttúrulækningastefn- una nær almenningi. Eitt helsta markmið náttúrulækningastefn- unnar er að efla heilbrigði í stað þess að beijast eingöngu við sjúk- dóma. Það er löngu þekkt að nútíma lækningar einar sér duga skammt ef ekki kemur til lífsstíls- breyting. Starfsemi göngudeildar er hluti af þessari viðleitni stjórn- endanna. Göngudeildin er öllum opin og tilvalið að sameina bíltúr til Hveragerðis, heilnæmu heilsu- baði eða leirbakstri. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.