Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF ERFIÐISVINNA - Mynd sem birtist á forsíðu bresks tíma- rits á fjórða áratugnum sýnir ímynd hins vinnandi karls. Ef til vill finnst þeim enginn ávinn- ingur í slíku,“ segir Ledwith. Karlar þurfa að aðlagast Komið hefur í Ijós nokkur kyn- slóðamunur á viðhorfum kvenna til atvinnu. Atvinnurekendur geta varla gengið út frá því sem vísu að ungar konur búi yfir sömu eiginleik- um og mæður þeirra, sem urðu af illri nauðsyn að sinna starfi og heim- ili. Núna sinna karlar heimilishaldi og barnauppeldi meira en áður, auk þess sem barnagæsla er ekki sama vandamálið. Ungar konur þurfa því ekki á sömu kunnáttu að halda og mæður þeirra bjuggu yfír og gerði þeim kleift að sinna mörgum óiíkum verkefnum samtímis. „Karlar þurfa að aðiagast breytt- um áherslum á vinnumarkaðnum og í sumum tilfellum geta þeir tekið sér konur til fyrirmyndar. Slíkt kann að vera auðveldara fyrir unga karla,“ segir Ledwith og bætir við að þeir geti ekki lengur gengið út frá því sem vísu að fá fasta vinnu átta tíma á dag. Þótt konur séu smám saman að verða meirihluti vinnuafls í Bret- landi og séu, samkvæmt greininni í Independent, eftirsóttari starfs- kraftar en karlar, segir Sue Newell lektor í viðskiptafræði við Warwick háskólann að enn halli á konur, þær nái yfirleitt óhagstæðari starfs- samningum en karlar og eigi erfið- ara með að vinna sig upp í starfi. Svíþjóð. Önnur tegundin kom á markað árið 1992 og hin ári síð- ar. Fyrstu eintökin voru með post- ulínshöfuð, en nú eru höfuð, hand- leggir og fótleggir úr vinyl. Búkur- inn er fylltur með polyestarfylli og dúkkan fer því „vel í fangi,“ eins og Solveig segir. Down’s Syndrom dúkkurnar hafa vakið töluverða athygli í Skandinavíu og þangað hefur farið meirihluti þeirra rúmlega eitt þús- und dúkka sem hafa verið seldar. Nokkrar hafa farið til Finnlands, Holiands, Þýskalands og Englands og markaðssetning í Bandaríkjun- um er fyrirhuguð. Tina Tombroch segist vera með mynd af þriðju dúkkunni í huganum og ekki ólík- legt að hún líti dagsins ljós á næstunni. Áhersla lögð á persónuleg viðskipti Dúkkurnar munu ekki fást í verslunum hér á landi, frekar en annars staðar á Norðurlöndum og segir Solveig ástæðuna fyrir því vera að ómögulegt sé að láta hana týnast þar innan um dúkkur af öllum gerðum og stærðum. Enn- fremur sé lögð áhersla á persónu- leg viðskipti þannig að kaupendum sé gerð grein fyrir þeim möguleik- um sem dúkkan og leikir með henni, fela í sér. Dúkkurnar kosta 4.980 krónur og hægt er að nálgast þær hjá Solveigu í gegnum Listakjör ehf^ ffanna Katrín Fríðríksen fmmmmm^mmmmmmmm Leikir, líf og fjör í Laugardalnum SÍMON Grétar Rúnarsson virtist skemmta sér vel á trampolíninu. Morgunblaðið/Golli JÚLIANA Sigfúsdóttir horfir dáleidd á silungana. NANNA Þorsteinsdóttir bíður á grænu ljósi. EINN góðviðrisdag nú fyrir skömmu ákváðu blaða- maður Daglegs lífs og ljósmyndari að kíkja við í Fjölskyldu-og húsdýra- garðinum í Laugardaln- um í Reykjavík. Þetta var á virkum degi en þrátt fyrir það var margt um manninn; einkum mátti sjá for- eldra með börnum sín- um, en líka stálpaða krakka eina á ferð eða með jafnöldrum sínum. Ákefðin og gleðin leynir sér ekki í svip barnanna í Húsdýra- garðinum hvort sem þau horfa á kópana bregða á leik í selalauginni, hvítar gæsir synda tign- arlega á lítilli tjörn skammt frá eða bara refina hlaupa um í Iitla garðinum sínum, svo eitthvað sé nefnt. „Amma, komum að skoða svínin,“ heyrist einn strákpjakkur segja um leið og hann togar í pilsfaldinn á ömmu sinni og dregur hana inn í svínastíuna. Rétt hjá standa tveir menn og brosa góðlátlega að ák- efðinni í stráknum. En mitt í öllum þessum ys má sjá litla stúlku, horfa rólega og alvörugefna inn í fiskabúr eitt í miðj- um garðinum. Hún læt- ur ekkert trufla sig og lítur varla upp þegar blaðamaður og ljós- myndari koma aðvíf- andi, heldur bara áfram að horfa stórum og for- vitnum augum á silung- ana í karinu. Pabbi hennar Sigfús Ingvars- son upplýsir að Iitla hnátan verði tveggja ára í ágúst og heiti því fallega nafni Júlíana. „Þegar við komum hing- að þá byrjar hún alltaf á því að skoða fiskana, hún er ótrúlega hrifin af þeim,“ segir pabbinn Sigfús, dálítið stoltur á svip. „En síðan förum við og lítum á hin dýrin í garð- inum, Júlíönu finnst það líka skemmti- legt, enda er hún mikill dýravinur." Ljósmyndari laumast til að smella mynd af Júlíönu, en að því búnu eru feðginin kvödd. Rétt hjá fiskabúrinu má sjá lítinn snáða, varla mikið eldri en eins árs, hlaupa um í fuglagarð- inum og gera ítrekaðar tilraunir til að fanga hænsni eða gæsir. Krist- björg, mamma snáðans, tjáir blaðamanni að son- urinn heiti Axel Haukur og sé mikill „fuglamað- ur“. Áhugi Axels á fugl- um fer reyndar ekki framhjá neinum sem til sjá, því fyrr en varir er hann farin að klappa kalkúnanum, en sá var heldur vígalegri en Axel sjálfur. RöA í rafmagnsbíla Hópur krakka valhopp- ar í áttina að fjölskyldu- garðinum og ákveður blaðamaður að fylgja þeim eftir. Krakkarnir fara sem leið liggur yfir litla brú og inn í fjöl- skyldugarðinn, þar sem margt er um að vera og mikið hægt að gera. Til dæmis hefur myndast löng biðröð fyrir fram- an „Okuskólann", en þar geta krakkar keyrt um á litlum rafmagnsbílum á vel merktum götum, með umferðaljósum, bensínstöð og öllu til- heyrandi. Krakkamir fá líka sérstakt ökuskír- teini frá Ökuskólanum eftir hveija ferð og leyn- ir stoltið sér ekki þegar þau fá skírteinið afhent. Það er sennilega erfitt að láta sér leiðast í fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum, enda mikið um ýmsar leikþrautir og tæki. Blaðamaður og ljósmyndari láta þó hér við sitja og skiþ'a við þessa litlu vin í Laugar- dalnum. LENGST til hægri má sjá Axel Hauk arka áfram í fuglagarðin- um, en mamma hans Kristbjörg reynir að stoppa hann. A milli þeirra glittir í frænkuna Konný Bjargey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.