Morgunblaðið - 26.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 26.07.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Reuter ............ * Irska sund- drottn- ingin hreinsuð ÍRSKA sund- drottningin Mich- elle Smith, sem hefur sigrað í þremur greinum á Olympíuleikun- um í Atlanta til þessa, var í gær hreinsuð af áburði um meinta lyfjamisnotkun. Framfarir hennar undanfarin ár þykja með ólík- indum en nið- urstöður úr lyfja- prófi frá því á laugardag voru neikvæðar. „Ef læknanefnd Al- þjóða ólympíu- nefndarinnar þarf ekki að greina frá neinu er ekki um lyfja- misferli að ræða,“ sagði Michele Verdier, talsmað- ur IOC. „Við bregðumst ekki við orðrómi held- ur aðeins við stað- reyndum, sannan- legum staðreynd- um.“ Öryggið á oddinn SKIPULEGGJ- ENDUR Olympiuleikanna í Atlanta hrósa sjálfum sér fyrir öryggisgæslu á leikunum þrátt fyrir að vopnaður maður hafi kom- ist inn á ólympíu- leikvanginn við setningarathöfn- ina. Þeir segja að glæpatíðnin í borginni hafi lækkað umtals- vert eftir að leik- arnir hófust. Snillingur á svifrá „Draumaliðið“ getur ekki sigrað GLÆSILEGAR æfingar Li Xia- oshuang frá Kína á svifrá í fjöl- þrautakeppninni í fyrrakvöld tryggðu honum gullverðlaun í æsispennandi einvígi hans og Rússans Alexei Nemows. Xiaos- huang fékk 9,787 í einkunn á svifránni og hlaut samtals 58,423 í einkunn fyrir greinarn- ar sex. Hann heillaði áhorfend- ur með æfingum sínum og einn- ig ljósmyndara með færni sinni eins og þessi skemmtilega mynd lýsir. Þetta er í fyrsta skipti sem kínverskur fimleikamaður fær gullverðlaun í fjölþraut á Olympíuleikum og var fögnuð- ur hans af skiljanlegum ástæð- um mikill. Meistari síðustu lcika, Vitaly Scherbo, varð að gera sér þriðja sætið að góðu og var ósáttur við dómarana, fannst þeir dæma sig af ósann- girni. rátt fyrir að bandarísku landslið- in í körfuknattleik, „Drauma- liðin“ svokölluðu, séu án nokkurs vafa bestu körfuknattlið heims og hafí ekki tapað leik síðan stjörnunum úr NBA-deildinni var heimiluð þátt- taka á stórmótum, virðist vera að hvernig svo sem leikir nýjasta með- limsins í draumafjölskyldunni, „Draumaliðs III“, þróist geti liðið ekki með nokkru móti þaggað niður þær gagnrýnisraddir, sem vilja at- vinnumennina burt úr landsliðinu. Það hefur hingað til viljað loða við „Draumalið III“, að ná ekki að síga fram úr andstæðingum sínum strax á upphafsmínútunum eins og „Draumalið 1“ varð frægt fyrir og hafa því körfuknattleiksunnendur um heim allan óhjákvæmilega farið að velta því fyrir sér hvort bandaríska hraðlestin sé e.t.v. ekki óstöðvandi. Efasemdarmenn hafa gagnrýnt lið- ið fyrir að heija leiki sína með hang- andi hendi og segja að fyrr eða síðar eigi stjörnumar úr NBA-deildinni eft- ir að mæta liði, sem er nægilega sterkt til þess að leggja þær að velli. Vissulega hafa Bandaríkjamenn- irnir ekki enn lent í neinum tetjandi vandræðum með að innbyrða sigra gegn öðrum þjóðum en liðið hefur þó yfirleitt ekki hrokkið almennilega í gang fyrr en komið er fram í byij- un seinni hálfleiks. Að því kemur þó ætíð að mót- spyma andstæðinganna dvínar og fara þá draumaliðsmenn að leika list- ir, sem hvert landslið getur öfundað þá af, og þarf í kjölfarið iðulega ekki að spytja að leikslokum. Skyldu þá margir ætla að efasemdannennimir, sem áður ásökuðu „Draumaliðið" fyr- ir að leika af einungis hálfum huga, yrðu ánægðir með sína menn en það ér nú öðm nær því nú er komið ann- að hljóð í strokkinn og þá hljómar úr öllum homum: „Það er einfaldlega afskaplega takmörkuð skemmtun að fylgjast með bandaríska „Draumalið- inu“ því liðin, sem leika gegn þvi eiga aldrei möguleika á sigri.“ Að sumu leyti má því segja að baráttan sé heldur vonlítil hjá þessu besta körfuknattliði heims og á vissan hátt geti það ekki sigrað og margir körfuknattleiksáhugamenn hljóta því að velta því fyrir sér í kjölfarið: hvei-s eiga aumingja strákamir hans Lenny Wilkens, þjálfara, eiginlega að gjalda. SPRETTHLAUP: BANDARÍKJAMENN MEÐ ÁHYGGJUR / C8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.