Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLANTA ’96 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 C 3 Leikar fridar? ENGINN friður virðist vera þar sem keppni í skotfimi fer fram í Atlanta, en skotfimi krefst mikillar einbeitingar. Skytturnar þurfa að búa við stöðugan ófrið, en farsímar áhorfenda hringja stöðugt og flugvélar sveima yfir keppnisstaðnum. Ástr- alinn Russell Mark var að vonum mjög hneykslaður, „Þetta er gersamlega ólöglegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Mark sagði að skotkeppni væri venjulega haldin í grafarþögn. Þótt ótrúlegt megi virðast, liggur skot- svæðið á einni af flugbrautum eins fjölfarn- asta flugvallar heims. Áhorfendur fagna við hvert tækifæri eins og um bandarískt hestaat væri að ræða. Þrátt fyrir það yfir- gnæfði rödd ein áhorfendurna úr hátalara, „Við erum núna í beinni útsendingu um allan heim svo við skulum hvetja skytturn- ar betur.“ „Við höfum aldrei fyrr þurft að standa í sólinni í svona miklum hita. Ég hefði viljað vera í skugganum," sagði Mark. Kínveijinn Wang Yifu hneig niður eftir skotkeppni á laugardag. Sú keppni fór fram i skjóli undan sólinni en loftræsting var ekki í skýlinu. Starfsmenn við keppnina sögðu síðar að Kínveijinn hefði verið fórnarlamb hitans, en hann hneig aftur niður á þriðjudag. Mark sagði að hann hefði reynt að hunsa öll aukahljóð þegar hann bjó sig undir að skjóta. „Það er ekki hægt að hunsa hringing- arnar í farsímunum," bætti hann við. Þjálf- ari Marks, Roy Murray, sagði að sjónvarps- maður sem rabbaði við starfsbróður sinn hefði verið enn ein truflunin. „Við vissum að flugvél tæki á loft hérna á 43ja sek- úndna fresti svo að við komum hingað fyrir leikana til að venjast því. Skytturnar verða; að fá fullkomna þögn. Það ætti að banna farsímana því hljóðið sem þeir gefa frá sér! er hræðilega ergjandi. Mín skoðun er sú að það ætti að sturta þeim öllum niður um' salernið." mssB Hubert Raudaschl. Keppir í 10. sinn á Ólympíu- leikum HUBERT Raudaschl, sigl- ingakappi frá Salzburg í Austurríki, keppir á Ólympíuleikum í 10. sinn og i er það met. Hann var fyrst með í Róm 1960,17 ára gam- all, og vann til silfurverð- launa í Mexíkó 1968 og í Moskvu 1980 en auk þess hefur hann 15 sinnum staðið á verðlaunapalli í Heims- •* meistara- og Evrópukeppni.b Siglingakeppnin fer fram‘! í Savannah og þar er Raud- aschl sérstaklega velkominri en fyrstu landnemarnir þar komu frá Austurríki 1734. Snillingarnir þrír Reuter ÞEIR sýndu úrvalsfimleika í fjölþrautinni í fyrrakvöld og þar stóð Kínverjinn, Ll Xiaoshung, í miðjunni, uppi fremstur meðal jafningja. Honum til hægri hand- ar er Rúsinn Alexei Nemov sem várð annar og til vlnstri er fyrrverandi Ólymp- íumeistari í fjölþraut, Vitaly Scherbo, Hvíta-Rússlandi, en hann var ósáttur við dómgæsluna í keppninni. Armenar fá ekki endurgreitt PIMM íþróttamenn frá Armeníu voru handteknir í Atlanta í gær fyrir að brjót- ast inn í íbúð. Eigandi íbúðarinnar, sem er kvenmaður, sagðist ekki ætla að leggja fram kæru og var mönnunum því sleppt. Lögreglukona í Atlanta sagði að fyrr um daginn hefðu Armenarnir gefið umræddri konu eitt hundrað doilara og mæltu sér mót við hana í ibúðinni snemma dags. Þeir komu síðar að luktum dyrum og brutu sér þá leið inn fyrir. Lögreglan gaf ekki upp nöfn mannanna og neituðu að segja frá af hverju mennirnir gáfu konunni pen- inga. Eg er sár og reidur“ AÐ lokinni keppni í fjölþraut karla ífyrrakvöld er margt sem bendir til að besti fim- leikamaður heims undanfar- in ár, Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo, sé að gefa eftir. Reyndar hafði verið bent á það að farið væri að halla undir fæti hjá honum er hann gerði hver mistökin á fætur öðrum á Evrópumeistara- mótinu í Kaupmannahöfn í maí sl. En ífjölþrautakeppni Ólympíuleikanna í fyrrakvöld varð hann að gera sér að góðu þriðja sætið og munaði þar mestu um slaka frammi- stöðu hans í æfingum á bogahesti. FIMLEIKAR óánægju smm með einkunnar- gjöfina. Hann segist viðurkenna að hafa verið slakur í Evrópumótinu í vor og hafi far- ið vandlega yfir æfingar sínar þar og reynt að læra af öllum þeim mistökum. Þar af leiðandi hafi hann gert mikið betur nú. En engu sé líkara en dómararn- ir hafi ekki tekið eftir því að hann hafi bætt sig. Ólympíuleikarnir í Barcelona fyrir Qórum árum voru leikar gleð- innar hjá Scherbo sem snéri heim að þeim loknum með sex gullverð- laun, fleiri en nokkur annar íþrótta- Vitaly Scherbo seg- ist dæmdur harðar en aðrir maður hefur gert að undan- skildum Mark Spitz sundmanni árið 1972. En leikarnir nú eru að verða að leik- um angistar og sorgar fyrir þennar glæsilega íþróttamann. Hann hefur aðeins unnið ein brons- verðlaun, en reyndar er keppni eft- ir á einstökum áhöldum þar sem hann tekur þátt í þremur greinum. „Ef dómarar dæma mig á sömu lund og hingað til efast ég stórlega um að fá gullverðlaun á þessum leikum," segir Scherbo og segist hugsa til konu sinnar, Irinu, sem á sjúkrabeði sínum í vetur hvatti mann sinn til að láta ekki hugfall- ast. „Auðvitað vonaðist hún eftir gullverðlaunum alveg eins og ég, enda þekkjum við ekki aðra tegund af verðlaunapeningum.“ Greinilegt var eftir að keppni lauk í fjölþrautinni að litlir kær- leikar eru með Scherbo og Li Xia- oshuang sem fór með sigur af hólmi en Scherbo fór eigi að síður fögrum orðum um Ólympíumeist- arann. „Honum hefur farið mikið fram og bætt listfengi sitt veru- lega, um leið er hann orðinn nútí- malegri." Scherbo hefur í hyggju að hætta keppni eftir þessa leika og ferðast um heiminn þess í stað þess að kenna og sýna fimleika. il T Sem skiljanlegt er þá er Scherbo ekki ánægður með þróunina en hann vill hins vegar skella skuld- inni á dómara keppninnar í fyrra- kvöld og segir þá hafa dæmt sig harðar en aðra þátttakendur. „Ég er sár og reiður," sagði Scherbo er hann hafði tekið á móti brons- verðlaununum í íjölþraut. Hann sagði þó eitt hafa glatt sig. Það var að ná þriðja sætinu eftir að hafa verið í ellefta sæti að lokinni fyrstu grein. Scherbo segir tækni- kunnáttu sumra dómaranna áfátt og það hafi komið niður á sér þar sem meiri kröfur séu gerðar til sín en annarra keppenda. Tvisvar sinnum faldi hann and- lit sitt eftir að einkunnir hans fyr- ir æfingarnar í fjölþrautinni birt- ust, það var eftir svifrána og að loknu stökkinu. í bæði skiptin tókst honum vel upp en fannst hann ekki njóta sannmælis við ein- kunnargjöf. Og áhorfendur studdu við bakið á honum og lýstu yfir Tíu ára æfingaáætlun Li Xiaoshuang ber árangur •jSjálfarinn sagði mér að horfa fram á veginn og ekkert annað,“ sagði ólympíumeistarinn Li Xiaoshuang, 22 ára gamall, eftir að hann hafði tekið á móti gullverðlaununum í fjöiþraut karla. „Áður en einkunn mín fyrir svifrána kom upp á töfluna var Ijóst að mjótt yrði á munum hvort sigurinn hafnaði hjá mér eða Nernov," bætti hann við en Xiaos- huang er einnig heimsmeistari í fjölþraut. „Ég hef æft af krafti í tíu ár með það sem markmið að vera á toppn- um á Ólympíuleikunum árið 1996. Nú er því markmiði náð.“ Þetta var i fyrsta skipti sern Kínveijar sigra í Qölþraut karla á Ólympíu- leikum en hann varð jafnframt fyrsti Kínveijinn til að verða heimsmeistari í fjölþraut á HM í Japan í fyrra. Keppni hans og Rússans Alexei Nemovs var hní^öfn og æsispenn- andi og aðeins munaði 0,049 stig- um á þeim þegar heildareinkunnin fyrir sex greinar var lögð saman. Á sama tíma og Kínveijinn fékk 9,787 fyrir síðustu greinina á svifrá framkvæmdi Rússinn æf- ingar á gólfi og hlaut 9,700 að launum sein var of lágt til að tryggja honum gullið. „Miðhluti æfinganna tókst ekki sem skyldi og það kostaði mig gxillið," sagði Nemov. „En það þýðir ekkert að svekkja sig.“ Xiaoshuang náði sér ekki á strik í liðakeppninni og varð meðal annars að byrja upp á nýtt í æfingum á svifrá, en hann náði ekki taki á ránni eftir stökk. En hann undirstrikaði hver er heims- meistarinn í fjölþrautinni og hafnaði aldrei neðar en í sjöunda sæti af 36 þátttakendum á ein- stökum áhöldum af. Hæsta ein- kunnin var 9,812 fyrir stökk, 9,787 á svifrá og 9,775 í hringj- um. Nemov fékk tvisvar 9,800, á bogahesti og á tvíslá, og 9,762 á svifrá. Það sem hins vegar dró hann niður voru æfingarnar í hringjum, þar fékk hann „aðeins“ 9,612.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.