Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Q&P ATLAIMTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ 'etthlai pPfyrirl hindrurrí Bandaríkjamenn með áhyggjur ÍÁRARAÐIR hafa þeldökkir Bandaríkjamenn verið nær ósi- grandi í spretthlaupum á öllum stærstu frjálsíþróttamótum heims og hafa menn á borð við Jesse Owens, James Hines, Tommie Smith, Lee Ewans, Carl Lewis, Butch Reynolds, Michael Marsh og Michael Johnson skráð nöfn sín á spjöld sögunn- ar svo um munar. Þó hafa ætíð skotist fram á sjónarsviðið spretthlauparar af öðrum þjóð- ernum, sem náð hafa að ógna veldi Bandaríkjamannanna og nægir þar að nefna Óiympíu- meistarann Linford Christie frá Bretlandi og heimsmeistarann Donovan Bailey frá Kanada. SPRETTHLAUP Af einskærri þrautseigju og dugnaði hafa Bandaríkja- menn samt sífellt náð að koma fram með nýja afreksmenn í spretthlaupum er tryggt hafa þjóð sinni sess sem „fljót- asta“ þjóð heims, en nú telja hins vegar margir að komið sé að þeim tímapunkti þar sem ákveðin kyn- slóðaskipti eigi sér stað hjá karlkyns hlaupurunum en konurnar séu aftur á móti að tryggja sér æ sterkari stöðu meðal annarra þjóða í greinum á borð við 100 og 200 metra hlaup. Gjaman er bent á í því sambandi að Kynslóðaskipti hjá karlkyns sprett- hlaupurunum Ofurgreið hlaupabraut - býður upp á að met falli | etin sem sett verða á ofurgreið- um ólympíuleikvanginum í Atlanta munu taka sinn toll af kepp- endum. Heyrast munu margar sögur af aumum og stífum vöðvum og sina- drætti eftir hlaup. Til þess að braut- in byði upp á góðan árangur var gúmmíið sérstaklega meðhöndlað með brennisteinssamböndum við hita til að herða það og gera fjaðurmag- naðra. Gnægð af óvenjugóðum tímum náðist í styttri hlaupum á bandaríska úrtökumótinu sem fram fór á leik- vanginum í síðasta mánuði. Hæst bar heimsmet Michaels Johnsons í 200 metrum, 19,66 sekúndur, þar sem hann sló 17 ára gamalt met ítalans Pietros Menneas. Mótið gaf forsmekkinn af því sem gerst gæti á leikunum sjálfum þegar bestu keppnismenn heimsins verða saman komnir í hitasvækjunni í Atl- anta sem hentar spretthlaupurum einkar vel. En fáir keppendur komust í gegn- um úrtökumótið án þess að kvarta undan verkjum og strengjum og sumir urðu að hætta í miðjum klíðum vegna krampa. Bandaríski sprett- hlauparinn Jon Drummond sagðist ekki velta þessari hættu mjög mikið fyrir sér. „Við getum ekkert við þessu gert, það er svo mikið afl sem maður setur í skrefin. Þetta eru ólympíuleikarnir og maður gefur allt í þá. Fái ég krampa, þá verður bara að hafa það. Ég hef varið 10 árum í að komast hingað og úr þessu stöðvar smákrampi eða verkur mig ekki í þeirri viðleitni að láta draum- inn rætast," sagði Drummond. Hlaupabrautin er framleidd af ít- alska fyrirtækinu Mondo en það seg- ir 90 heimsmet í fijálsum íþróttum hafa verið sett á gerviefninu til þessa. Það segir sína velli sameina mikinn dragkraft, góða högggleypni og hámarks yfirborðshörku. Bandaríska hlaupakonan Lynn Jennings, sem þykir eiga möguleika á verðlaunum í 5.000 metrum, sagði að sér hefði fundist sem hún skopp- aði upp af brautinni. Þjáifarinn John Smith, sem þjálfar marga af bestu spretthlaupurum Bandaríkjanna og víðar, sagði að hlauparamir yrðu að læra á brautina og venjast henni. Þeir væru ekki vanir henni því þeir æfðu ekki á brautum af þessu tagi. „Hún er mjög hörð og skilar ork- unni til baka tii hlauparans, þannig að hann hreinlega kastast upp af henni og áfram,“ sagði hann. Erv Hunt, aðalþjálfari bandaríska frjálsíþróttaliðsins, sagði að líklega myndi hitinn í Atlanta hafa meiri áhrif á árangur í spretthlaupum en hlaupabrautin. „Það er staðreynd að heppilegasta hitastigið til sprett- hlaupa er 35-37 gráður á celsíus. Vöðvarnir starfa mun betur við þann hita.“ bandarískar kon- ur hafa sigrað í 100 metra hlaup- um á síðustu þremur stórmót- um í fijálsum íþróttum en karl- amir hafa hins vegar ekki hlotið ein einustu gullverðlaun í þeirri grein síðan Carl Lewis setti nýtt heimsmet á heimsmeistaramótinu í Tókýó fyrir fímm árum. Margir Bandaríkjamenn þykjast hafa skýringar á þessari niðursveiflu karlanna á undanfömum ámm á reiðum höndum og lét ritstjóri tíma- rits nokkurs þar í landi hafa eftir sér á dögunum að hár meðalaldur banda- rískra spretthlaupara hamlaði þróun í þessum greinum. Þá hafa enn fleiri lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa máls og einn þeirra er áttfald- ur gullverðlaunahafí á Ólympíuleik- um, Carl Lewis: „Ég er búinn að halda því fram í fímm eða sex ár að árið 2000 munum við Bandaríkja- menn vakna upp við það að eiga ekki einn einasta fulltrúa í urslitum 100 metra hiaups karla á Ólympíu- leikunum í Sydney. Fólk hló að mér þá en fór svo að taka undir með mér í fyrra þegar Michael Marsh var eini Bandaríkjamaðurinn í úrslitum 100 metranna á heimsmeistaramótinu - og hann vann ekki einu sinni til verð- launa,“ sagði Lewis fyrir skömmu, en hann mun einungis keppa í lang- stökki á leikunum í Atlanta. Annar kunnur kappi, Erv Hunt, sem látið hefur i ljós áhyggjur sínar er þjálfari bandarísku spretthiaup- aranna, segir að íþróttamenn alls staðar í heiminum vera að taka svo miklum framförum að erfítt verði fyrir Bandaríkjamenn að vinna til gullverðlauna í 100 og 200 metra hlaupum á næstu árum auk þess sem BANDARÍSKIR karlar hafa ekki hlotlö ein einustu gullverð- laun í 100 m hiaupl síðan Carl Levuis settl nýtt helmsmet á heimsmeistaramótinu í Tókýó fyrlr fimm árum. ungir afreksmenn í Bandaríkjunum muni örugglega reyna fyrir sér á öðrum sviðum en fijálsum íþróttum, t.d. í hafnabolta eða ruðningi, því þar séu mun meiri peningar í spilinu. Flestir Bandaríkjamenn sjá þó enn ljós því þeir eiga jú Michael Johnson, sem nú stefnir að því að verða fyrsti maðurinn í sögu nútímaólympíuleika til þess að fagna sigri bæði í 200 og 400 metra hlaupi á sömu leikum. Kvenkyns spretthlauparar þeirra eru á mikilli uppleið og til alls líklegir á Ólympíuleikunum í Atianta. Það er ljóst að Bandaríkjamenn verða að fara að rýma til í herbúðum sínum fyrir nýjum nöfnum hyggist þeir vinna sér aftur sess sem „sterkasta 100 metra þjóð“ heims því fjölmarg- ir ungir hlauparar eru komnir fram á sjónarsviðið og gera án efa tilkall til gullverðlauna í greininni á öllum stórmótum í fijálsíþróttum í náinni framtíð. I HINDRUNARHLAUP Fimm jafnháar hindranir eru á hverjum hring en vatnsgryfja er að baki eins þeirra. Hún er 3,15 m að lengd _ are ma götum utan greina h'NDAHLAuP drunamiaúD er ein ðasta Hæð WOmkvenna 0,840m 400mkvenna 0,762m 400 Keppt er í 110 og 400 metra grindahlaupum karla og 100 og 400 metrum kvenna. Hlaupið er á aðskildum brautum alla leið og eru 10 grndur f hverri Viðbragðsstöóur I lengri greinum startar hlaupari standandi Spretthlaupari notar blokkir til að ná miklum hraða á örskotsstundu abraut m stúkunnar ir teini ndar BOÐHLAUP Fjórar boðhlaupsgreinar fara fram a ólympiuleikunum: 4x100 og 4x400 m karla og kvenna. Fjórir keppendur eru I hverri sveit og hlaupa jafn langt með boðið en þaö gengur á milli hlauparanna á fullri ferö. Detti það niður verður sá að taka það upp sem missti Viðbragö (7i\ Fyrsti mabur w býr sig undlr o Næsti maöur Annar maöur 0 Sá fy rsti ^eykur hraöann hættir gengur á A/riAMMW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.