Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ QQP ATLAIMTA ’96 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 C 9 Stór- stjörnur á síðasta snúningi ENGINN getur hlaupið Elli kerl- ingu af sér, ekki einu sinni Carl Lewis eða aðrir af kynslóð frjáls- íþróttastjarna sem nú eru að syngja sitt síðasta eftir að hafa skinið skært i rúman áratug. Óhætt er að segja, að Atlanta- leikarnir verði síðustu ólympíu- leikar Lewis, sjöþrautarkonunnar Jackie Joyner-Kersee, langstök- kvarans Mike Powell, 400 metra hlauparans Butch Reynolds og langhlauparans Mary Slaney, en sú síðastnefnda er 37 ára og öll hin á fertugsaldri. Árin eru sömuleiðis farin að segja til sín þjá breska sprett- hlauparanum Linford Christie, ólympíumeistara í 100 metra hlaupi í Barcelona. Hann er 36 ára en leikarnir nú eru síðasta stórmót hans. Jamæska stúlkan Merlene Ott- ey er jafnaldra Christie og sömu- leiðis freistar hún þess líklega í síðasta sinn að vinna ólympíugull. Hún er ein mesta afrekskona allra tíma í spretthlaupum og keppir nú á sínum fimmtu ólympíuleik- um. Æðri verðlaun en brons hefur hún þó ekki uppskorið til þessa, í 200 metrum árin 1980,1984 og 1992 oglOOárið 1984. Þá er heldur ekki ólíklegt að Sergei Búbka, sem sopið hefur bæði súrt og sætt á ólympíuleik- um, keppi nú um ólympísk verð- laun í stangarstökki í síðasta sinn. Átta sig Fijálsíþróttamenn eldast oft illa og vilja helst ekki yfirgefa keppnisvöllinn fyrr en í fulla hnefana. Stórsljörnurnar virðast þó átta sig á að þeirra tími er kominn, ný kynslóð muni taka við. „Ég hélt mér gangandi til 36. aldursárs til þess að keppa í Atl- anta,“ sagði Lewis. „Og ég ætla að skemmta mér og hafa gaman af. Þegar að því kemur að ég legg skóna á hilluna mun ég hugsa: Tja, ég lagði mig allan fram, skemmti mér konunglega og er ánægður með að hafa haldið út svo lengi,“ sagði Lewis. Árin frá því Lewis skaraði fram úr öllum og vann fern gullverð- laun í Los Angeles virðast miklu færri en 12. A sama móti fann Jackie Joyner, þá 22 ára, reykinn af réttunum en glæstur ólympíu- frami beið hennar. Tapaði hún af gullverðlaunum í sjöþraut með aðeins fimm stigum, einkum vegna þess að henni hafði brugð- ist bogalistin í sérgrein sinni, langstökkinu. Fjórum árum seinna í Seoul stóðst engin henni snúning er hún sigraði á nýju heimsmeti, 7.291 stigi. Síðar varð hún einnig ólympíumeistari í langstökki. Dauðleiki Ekki setti Joyner-Kersee heimsmet 1992 í Barcelona en enginn ógnaði henni þá heldur. Vann Lewis þar gull í langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. En yfirburðir þeirra beggja eru úr sögunni. Á bandaríska úrtöku- mótinu kynntust þau íþróttaleg- um dauðleika sínum. Lewis varð fimmti í 200 metrum og síðastur í 100. Með herkjum komst hann þó í ólympíuliðið í langstökki, greininni þar sem hann var ósi- grandi í áratug. Þá sigurgöngu stöðvaði Mike Powell og dugði ekki minna en nýtt heimsmet. Keppa þeir nú saman þriðja sinni í greininni á ólympíuleikum. Torrence ætlar sér gull á heimavelli GWEN Torrence, bandaríska „gulldrottningin" frá því í Barc- elona ætlar sér sigur í 100 metra hlaupi á heimavelli sín- um í Atlantaborg. Hún varð ólympíumeistari í 200 metra hlaupi á leikunum i'Barcelona fyrir fjórum árum, en náði ekki að komast í bandaríska liðið í þeirri grein nú, en keppir aftur á móti í boðhlaupum. Torrence, sem er orðin 31 árs, er fædd og uppalin í Atlanta. Hún var ekki vinsæl í Barcelona á meðal annarra hlaupakvenna eftir að hún ásakaði þrjár hlaupakonur í 100 metra hlaupinu um lyfjamis- notkun eftir að hafa hafnað í 4. sæti. Hún mun þó eiga stuðning áhorfenda vísann í Atlanta og ætlar ekki að bregðast þeim. Það má búast við spennandi keppni í 100 metra hlaupinu. Landa hennar, Gail Devers, verður þar á meðal og eins Evrópumeistarinn Irina Privalova frá Rússlandi. Þá má ekki gleyma „brons-drottning- unni“ Marlene Ottey frá Jamaíku. Hún er orðin 36 ára og á fern ÓL-bronsverðlaun í 200 metra hlaupi frá því hún tók fyrst þátt í ÓL í Moskvu 1980. Keppnisferill hennar er senn á enda og því síð- asta tækifæri til að sigra á Ólymp- íuleikum, en hún keppir bæði í 100 og 200 metra hlaupi í Atlanta. Marie-Jose Perec frá Frakklandi er líkleg til afreka á hlaupabraut- inni í Atlanta. Hún er ólympíu- og heimsmeistari í 400 metra hlaupi og talið víst að hún eigi sigurinn vísan í þeirri FRJALSIÞROTTIR GWEN Torrence fagnar sigri á heimsmeistaramótinu í Gautaborg. grein. Það er helst að Inger Miller frá Bandaríkjunum geti veitt henni einhverja keppni. Eins og Michael Johnson í karlakeppninni ætlar Perec að keppa bæði í 400 og 200 metra hlaupi. Með sigri í báðum greinunum myndi hún jafna met Valerie Briseo Hooks, Banda- Torrence, sem er 31 árs, erfædd og uppalin í Atlanta ríkjunum, frá því á ÓL í Los Ange- les 1984. Maria Mutola frá Mósanbík og Ana Fidelia Qui- rot frá Kúbu eru taldar sigur- stranglegastar í 800 metra hlaupi. Quirot varð heimsmeistari á síðasta ári eftir að Mutola, sem kom fyrst í mark, var dæmd úr leik fyr- ir að stíga út fyrir brautarlínu. Irska stúlkan Sonia O’Sullivan er líkleg til afreka í 1.500 metra hlaupi ásamt ólympíumeistaranum frá því í Barcelona, Hassibu Boul- merka frá Alsír. Kínveijar, sem létu mjög að sér kveða í millivega- lengdunum fyrir nokkrum árum, eru óskrifað blað að þessu sinni og geta sett strik í reikninginn. Wang Junxia frá Kína, sem setti þrjú heimsmet 1993, er skráð bæði í 5.000 og 10.000 metra hlaup. Hún gæti fengið harða keppni frá Fernando Ribeiro frá Portúgal og Gabriela Szabo frá Rúmeníu. O’ Sullivan er einnig skráð í 5.000 metra hlaupið og mun reyna allt til að verða fyrst írskra kvenna til að vinna ÓL-gullverðlaun á hlaupa- brautinni í 40 ár. DAGSKRÁ ^ HLAUPA a Ógna Fredericks og Bol- don draumi Johnsons? Bandaríkjamaðurinn sprettharði, Michael Johnson, er ekki eini maðurinn á Ólympíuleikunum í Atl- anta, sem ætlar sér að fagna sigri í tveimur hlaupagreinum því Namibíumaðurinn Frankie Fred- ericks og Trinidadbúinn Ato Boldon hafa báðir fullan hug á því að krækja í gullið í bæði 100 og 200 metra hlaupunum. Talið er líklegra að það verði Frankie Fredericks, frekar en Ato Boldon, sem veita muni Johnson hvað harðasta keppni í 200 metrun- um en Boldon er hins vegar til alls líklegur í 100 metrunum og mun slagurinn um gullið í þeirri grein að öllum líkindum standa á milli hans og Fredericks auk manna á borð við Kanadamenn- ina Bruny Surin og Donovan Bailey, Bandaríkjamenn- ina Jon Drummond og Dennis Mitchell og ólympíu- meistarann sjálf- an, Bretann Lin- ford Christie. Ljóst er þó að fáir munu koma til með að ógna sigri Michael John- sons í 400 metra hlaupinu, nema þá kannski einna helst landi hans Butch Reynolds, heimsmethafi í greininni. Munu því augu flestra SPRETTHLAUP Báðir hafa fullan hug á því að krækja í gullið í bæði 100 og 200 m hlaupunum Spánverjar æfa fyrir lyfjapróf TVEIR spænskir íþróttamenn voru handteknir í gær fyrir að hafa kastað af sér vatni í ólympíuþorpinu návist kvenfólks. íþróttamennim- ir, sem voru báðir ölvaðir, voru fluttir í sýslufangelsið í Fulton auk þess sem skipulagsnefnd Ólympíuleikanna var látin vita. Lögreglukona nokkur nafngreindi mennina. Þeir heita Jose Francesco Guerra, sem keppir í skylmingum , og Oscar Femandez, en hann er ekki skráður í spænska hópinn. Ekki náðist í talsmenn spænsku ólympíufaranna. vafalítið bein- ast að 200 metra hlaup- inu, sem fram mun fara þann 1. ágúst, þar sem Johnson hefur tækifæri á endurtaka afrek sitt frá því á heims- meistaramót- inu í Gautaborg í fyrra og skrá þar með nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti maðurinn í sögu Ólympíuleikanna til þess að fagna sigri í bæði 200 og 400 metra hlaupi. Spurningin er því fyrst og fremst sú hvort silfurhafinn í bæði 100 og 200 metrunum frá því á ÓL í Barc- elona 1992, Frankie Fredericks, og bronsverðlaunahafinn í 200 metr- unum frá því í Gautaborg á síðasta ári, Ato Boldon, muni ná að standa við stóru orðin og koma þar með í veg fyrir að draumur gullkálfsins Michael Johnsons, sem að eigin sögn kemur mjög vel undirbúinn til keppni, verði að veruleika. 27. júlf: WOm karla og kvenna, úrslil 800m karla, milliriðlar 800m kvenna, undanúrslit 10.000 kvenna, riðlar Maraþonhlaup kvenna 29. júli': W km ganga kvenna 200m karla og kvenna, riölar 1.500m karla, riðlar 400m grind kada, undanrásir 1 Wm grind karia, úrslit 200m karia og kvenna, milliriðlar 400m karla og kvenna, undanúrslit 800m kvenna urslit 3.000m hindrunarhlaup, riðlar 400m grindahl. kvenna, undanúrslit 10.OOOm hlaup karla, úrslil 1. ágúst: WOm grindahlaup kvenna, úrslit 200m hlaup karia og kvenna, úrslit 400m grindahlaup karla, úrslit 1.500m karla og kvenna, undanúrsl. 5.000m karla, undanúrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.