Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C *vauuWiifeÍfe STOFNAÐ 1913 169. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 27. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Búrúndí Heita efld- um skæru- hernaði Bujumbura, Nairobi. Reuter. PIERRE Buyoya, leiðtogi herfor- ingjastjórnarinnar sem tók völdin í Búrúndí í fyrradag, sagðist í gær reiðubúinn að endurreisa lýðræði í landinu, á sama tíma og þúsundir ungra tútsa fylgdu kalli yfirvalda hersins og flykktust til að skrá sig til herþjónustu. Buyoya sagði á fyrsta frétta- mannafundinum eftir valdaránið að hann væri tilbúinn til viðræðna við uppreisnarmenn hútúa ef þeir særu af sér ofbeldi. Talsmenn uppreisnarhreyfingar hútú-manna, sem dvelja í útlegð í nágrannaríkinu Tanzaníu, höfnuðu boði Buyoyas og hétu því að efla skæruhernað. Innocent Nimpagar- itse, formælandi helztu samtaka hútúa, Þjóðarráðsins til varnar lýð- ræðinu (CNDD), sagði í símaviðtali frá Nairobi að barátta samtakanna beindist gegn „her sem hefur tekið lýðræðisþróun í Búrúndí í gís'.ingu af eiginhagsmunaástæðum eins þjóðarbrots". Talsmenn alþjóðlegu mannrétt- indasamtakanna Amnesty Internat- ional spáðu því í Lundúnum í gær, að hinum stríðandi fylkingum myndi lenda saman um allt landið í víxl- verkandi ofbeldi. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins Að sögn heimildarmanna hikar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna við að fordæma valdaránið því slíkt kynni að kynda undir frekara of- beldi. Evrópusambandið tilkynnti að öll þróunaraðstoð við Búrúndí yrði fryst og Bandaríkjamenn segjast ennþá viðurkenna Sylvestre Ntibant- unganya sem réttmætan forseta landsins. Forsetar Úganda og Tanzaníu hafa boðað til skyndifundar meðal leiðtoga Afríkuríkja í Kampala í dag til að samræma viðbrögð. Mestu vatnavextir í Kína í rúm 40 ár Miíljónir manna taldar í hættu Wuhan, Peking. Reuter. MILLJÓNIR hermanna og sjálfboða- liða voru í gær á verði við flóðgarða Yangtze-fljóts, lengsta fljóts Asíu, vegna hættu á mannskæðum flóðum af völdum mestu yatnavaxta í Kína í rúm 40 ár. 1.500 manns hafa þeg- ar látist af völdum flóða og óttast er að fellibylurinn Gloria, sem spáð er að gangi yfir Kína í dag, valdi enn meira úrhelli og vatnavöxtum. Yfir- völd gerðu ennfremur ráðstafanir til 'að afstýra farsóttum sem gætu reynst enn mannskæðari en flóðin. Sjálfboðaliðar, sem styrktu flóð- garða Yangtze-fljóts, sögðust reiðu- búnir að fórna lífi sínu til að afstýra flóðum í Wuhan, einni af helstu iðn- aðarborgum Kína. Yfirvöld gætu þurft að láta breyta farvegi fljótsins á sex stöðum, en slíkar aðgerðir eru mjög áhættusamar og hafa ekki ver- ið reyndar frá mestu flóðunum í Yangtze-dal til þessa, árið 1954. Vatnið náði þá 29,73 metra hæð en var í gær 28,66 metrar. „Við gerum allt til að afstýra flóð- um í Wuhan því milljónir manna gætu farist," sagði lögreglumaður við flóðgarðana. 1.500 manns hafa drukknað í hér- uðunum Hubei og Guangxi síðustu vikur. í Hubei-héraði einu hafa 308 km langir flóðgarðar brostið og vatn flætt yfir 2,7 milljónir hektara rækt- aðs lands. Uppskera hefur eyðilagst á 333.500 hekturum. Rúmlega 490.000 manns hafa veikst eða slas- ast og 2,36 milljónir manna orðið innlyksa af völdum flóðanna. Áætlað er að tjónið á öllum flóðasvæðunum nemi sem svarar 746 milljörðum króna. Ekki var útlit fyrir að lát yrði á vatnavöxtunum þar sem felhbylurinn Gloria stefndi að suðausturströndinni í gær og búist var við að honum myndi fylgja úrhelli í dag. 20 manns létust afvöldum fellibylsins á Filipps- eyjum og loka varð flugvöllum, höfn- um, skólum og opinberum skrifstof- um á Tævan þegar hann gekk yfír eyjuna í gær. Kínverska stjórnin fyrirskipaði embættismönnum að láta grafa svín og önnur dýr sem hafa drukknað í flóðunum og sprauta klóri á tún og götur til að afstýra því að kólera og blóðkreppusótt breiðist út. „Ef far- sóttir blossa upp verða þær enn mannskæðari en flóðin," sagði emb- ættismaður í Guangxi-héraði. „Dauð dýr liggja ems °g hráviði út um allt — kýr, geitur, svín og endur." Átta fangar látnir í Tyrklandi Stjórn- völd boða aðgerðir Ankara. Reuter. GREINT var frá því í gær að tveir fangar til viðbótar, af þeim rúmlega 300 er hafa verið í hungurverkfalli í tyrkneskum fangelsum síðastliðna tvo mánuði, hefðu látist. Alls hafa því átta fangar látist. Dómsmálaráðherra Tyrklands sagði leiðtoga öfgahópa neyða fanga til að halda hungurverkfallinu áfram og hvatti fanga til að hætta aðgerð- um. „Ef þeir gefast ekki upp munum við neyðast til að grípa til aðgerða," sagði dómsmálaráðherrann. Fang- arnir krefjast úrbóta í tyrkneskum fangelsum. Hungurverkföllin hafa vakið hörð viðbrögð meðal vestrænna banda- manna Tyrkja og hafa Evrópusam- bandið og einstök aðildarríki þess sagt að snurða kunni að hlaupa á þráðinn í samskiptum ákveði tyrkn- esk stjórnvöld ekiti umbætur í mann- réttindamálum. Reuter Rænt á leið tilKúbu FARÞEGAR yfirgefa DC-10 þotu frá spænska flugfélaginu Iberia á flugvellinum í Miami í Bandaríkjunum í gær. Maður frá Líbanon rændi vélinni í áætl- unarflugi frá Spáni til Kúbu og sneri henni til Miaini þar sem hún lenti um klukkan sjö í gær- kvöldi að íslenskum tíma. Um borð voru 232 farþegar og flug- liðar. Hálfri klukkustund síðar gafst ræninginn upp og farþeg- ar fengu að fara frá borði. Eng- an sakaði. Tveir hreyflar TWA þotunnar fundnir Reuter PIERRE Buyoya, leiðtogi herforingjaráðsins, sem tók völdin í Búrúndí í fyrradag, talar til fréttamanna í Bujumbura í gær. East Moriches, New York. Reuter. LEITARMENN fundu í gær tvo þotuhreyfla Boeing 747-vélarinnar, sem fórst fyrir rúmri viku með 230 manns um borð. í gærkvöldi var sagt að hljóðið, sem greindist á upp- tökum hljóðrita vélarinnar, hefði verið hátt og skyndilegt. „Upptakan endar með háu, skyndilegu hljóði á öllum fjórum rásum," sagði Robert Francis, vara- formaður bandarísku öryggis- og samgöngunefndarinnar. „Ég hef ekki heyrt það [hljóðið], en vissulega myndi heyrast mikill hávaði ef vél spryngi." Sérfræðingar segja að hljóðið sýni að það sem gerðist um borð í vél- inni hafi borið að fyrirvaralaust. Lík- legast sé að sprengja hafi sprungið í vélinni, en bandaríska alríkislög- reglan, FBI, hafi ekki útilokað flug- skeyti, eða bilun í vélinni. Louis Freeh, yfirmaður FBI, fór Yfirmaður FBI heldur óvænt til New York í gær til New York til að fá greinar- gerð um gang rannsóknarinnar á málinu. Haft var eftir heimildarmönnum innan FBI að för Freehs, sem var ákveðin í skyndingu, bæri því ekki vitni að alríkislögreglan væri reiðu- búin að lýsa því yfír að vélinni hefði verið grandað, til dæmis með sprengju. Hreyflar enn ekki rannsakaðir Francis kvaðst í gær hvorki vita í hvaða ástandi hreyflarnir væru né hvort af þeim mætti sjá hvort sprengja, flugskeyti eða vélarbilun hefði leitt til þess að vélin fórst. Francis sagði að hér væri um að ræða stærstu hlutina, sem leitar- menn mundu lyfta af hafsbotni. Hreyflarnir væru á milli þriggja og fjögurra tonna að þyngd. Edward Kristensen, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, kvaðst ekki vænta þess að það tækist að ná hreyflunum upp í gær. Reynt yrði að skoða þá í kafi. Hreyflarnir gætu skorið úr um það hvers vegna flug 800 frá New York til Parísar fórst skömmu eftir flugtak 17. júlí. Verði niðurstaðan sú að vélin hafi sprungið af mannavöldum mun FBI taka við yfirstjórn rannsóknar- innar af öryggis- og samgöngu- nefndinni. ¦ Vísbendinga leitað/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.