Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR Frummynd stolið FRUMMYND bronsafsteypunnar sem hér má sjá er meðal þeirra verka sem stolið var af vinnustofu Braga Ásgeirssonar fyrr í vikunni. Frummyndin er frá árinu 1949 og var unnin í leir, sem síðan var brenndur, og er rauðbrún á lit. Þeir sem kynnu að verða varir við óeðlilegt framboð af verkum Braga, eru vinsamlegast beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita. Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli Y firmannaskipti hjá flotastöðinni Grindavík. Morgunblaðið. YFIRMANNASKIPTI fóru fram við hátíðlega athöfn á Keflavíkur- flugvelli sl. föstudag. Þá lét W. Robert Blake yngri, kafteinn í Bandaríkjaflota, af störfum sem yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sem hann hefur gegnt undanfarin 2 ár og við tók Allan A. Efraimson sem mun gegna starfínu næstu 3 ár. Hinn nýi kafteinn flotastöðvar- innar hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Bandaríkjaher og hefur heimsótt herstöðina á Keflavíkur- flugvelli sem yfirmaður hjá fimm- tugustu og sjöttu eftirlitsflug- sveitinni í Florida, og síðan hjá fertugustu og fimmtu flugsveit- inni sem var við störf á Keflavík- urflugvelli um sex mánaða skeið árið 1992. Hann kemur héðan frá bandarísku geimherstjórnarstöð- inni í Colarado. Hann er kvæntur og á þrjú börn. Yfirmannaskipti hjá Bandaríkja- her fara eftir ströngum reglum sem eiga sér sögu langt aftur í aldir. Þrátt fyrir að athöfnin sé formlegri nú en áður er tilgangur- inn sá sami. Að flytja vald og ábyrgð yfirmanns á milli manna í votta viðurvist svo ekki leiki vafi á því hver sé við stjórnvölinn. Gest- um er boðið til að hlýða á þegar skipunarbréf er lesið og nýr yfir- maður tekur við af þeim fráfar- andi. Athöfnin fór fram á þann hátt að yfirmönnum og gestum var fylgt í salinn. Þá var heilsað með fánum og sungnir þjóðsöngvar þjóðanna og að lokum voru flutt ávörp. Þar flutti yfirmaður varnarl- iðsins, Stanley W. Bryant flotafor- ingi, ávarp og að því loknu kvaddi Robert Blake starfsfólk og vini. Þeir Blake og Eframimson samein- uðust síðan og lásu skipunarbréf sín og skáru köku sem bar mynd af þeim báðum og telst Efraimson nú yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Staðan sem hann gegnir er nokkurskonar bæj- arstjórastaða. Hann er yfirmaður þeirra deilda sem sjá um þjónustu við allar deildir varnarliðsins, rekstur flugvallarins og alla aðra þjónustu á varnarsvæðinu. Ræningja leitað MAÐURINN, sem réðst inn í sölu- turn í Mjóddinni á fimmtudagskvöld með hníf á lofti, var ófundinn í gær. Lögreglan var þó bjartsýn á að hann fyndist, þar sem hún hefur rökstuddan grun um hver var að verki. Maðurinn ógnaði afgreiðslu- stúlku með hníf, hrifsaði nokkra seðla úr afgreiðslukassa og skar á símasnúru áður en hann hljóp á brott. Afgreiðslustúlkan gaf greinar- góða lýsingu á manninum og telur lögreglan sig kannast við kauða, sem hefur komið oftar en einu sinni við sögu lögreglunnar. Hans var leitað í gær og talið víst að ekki liði á löngu þar til hann næðist. Enn meiri afsláttur af kjólum TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI SÍMI 553 3300 Utsalan hafin Opið í dag 11—16 20% afsláttur af nýjum vörum fram að verslunarmannahelgi. Fyrir frjálslega vaxnar konur á öllum aldri. Suðurlandsbraut 52, (bláu húsin við Faxafen) sími 588 3800. Opið virka daga frá kl.11-18. Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. povötmlilnhih • k)arni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaöiö sent á eftirfarandi sölustaö á tímabilinu frá____________________________til_ Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. □ Esso-skálinn, Hvalfirði □ Ferstikla, Hvalfirði □ Hyrnan í Borgarnesi □ Baula, Staflioltst., Borgarfirði □ Munabarnes, Borgarfirði □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfiröi □ Sumarhótelib Bifröst □ Hreðavatnsskáli □ Brú í Hrútafiröi □ Staðarskáli, Hrútafirði □ Varmahlíð, Skagarfirði □ Illugastaðir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíð, Mývatn □ Laufið, Hallormsstað □ Söluskálar, Egilsstöðum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Hlíöarlaug, Úthlíð, Biskupstungum □ Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúö, Brautarhóli □ Verslunin Hásel, Laugarvatni □ Minni Borg, Grímsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Þrastarlundur □ Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Annað_______________________ NAFN___________________________ KENNITALA______________________ SUMARLEYFISSTAÐUR______________ PÓSTNÚMER__________________SÍMI Utanáskriftin er: Morgunblaöiö, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.