Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rafvirki festist við rafmagnstöflu Brenndist og skarst á höndum ÞRÍTUGUR rafvirki brenndist og skarst nokkuð á höndum er hann fékk í sig rafstraum er hann var að vinna í rafmagnstöflu í íbúðar- húsi á Akureyri skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn festist við rafmagnstöfluna en náði að losa sig sjálfur með því að spyrna með fótum í vegginn og láta sig falla í gólfið og losna þannig við strauminn. Maðurinn náði að kalla til hús- móðurinnar sem var heima við og hringdi hún strax á sjúkrabíl. Maðurinn var með meðvitund er að var komið og gat hann gefið nokkuð greinargóða lýsingu á því sem gerðist. Hann gat þó ekki sagt um hversu lengi hann var fastur við rafmagnstöfluna. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA og þar fengust þær upplýsingar seinni partinn í gær að líðan hans væri eftir atvikum góð. Morgunblaðið/Kristján MARGRÉT Kjartansdóttir eigandi Míru í verslun sinni að Kaupvangsstræti 1. Sveitahúsgögn frá Ind- landi og Indónesíu INNFLUTNINGSVERSLUNIN Míra húsgagnaverslun hefur opnað í nýju húsnæði að Kaup- vangsstræti 1 á Akureyri. Allar vörur sem eru á boðstólum eru keyptar beint frá verksmiðjum á Indlandi, Indónesíu og Mexíkó. Húsgögnin eru öll i anda gamla tímans, svokölluð sveita- húsgögn. Mexíkósku húsgögnin er unnin úr nýrri furu og allt að 200 ára gömlum fjölum sem hafa verið rifnar úr ónýtum hús- um. Indversku húsgögnin eru eftirlíkingar af borðum sem prýddu hallir og stórhýsi hinna ríku Indveija fyrr á öldum. Frá Indónesiu koma útskornar kist- ur, legubekkir og speglar í mikl- um skrúða lita og mynstra. I dag, er opnunartilboð á gull- fallegum garðhúsgögnum úr tekki sem ræktað er og framleitt á Central Java í Indónesiu. Verslunarstjóri á Akureyri er Kolbrún Jónsdóttir. MUNIÐ BÍLABÆNINA! Drottlnn Guð, veit mér vérnd þlna, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifrelð. I Jesú nofnl. Amen. . mm Góða fcrð! Morgunblaðið/Kristján FÉLAGAR í Skotfélagi Akureyrar hafa komið sér upp mjög góðri aðstöðu á Glerárdal og þar er fyrirhugað að fara í umfangsmiklar breytingar. I gær var innanfélagasmót á svæðinu og það er formaðurinn Hannes Haraldsson, sem mundar vopnið. Hjá honum standa þeir Bjarni Stefánsson, Ari Hrólfur Helgason og Gísli Ólafsson. Miklar breytingar fyrirhugaðar á athafnasvæði skotfélagins SKOTFÉLAG Akureyrar hefur sótt um leyfi bæjaryfirvalda til skipu- lagsbreytinga á athafnasvæði félgs- ins á Glerárdal. Fyrirhugað er að setja upp ólympískan trappvöll og rifflabraut samkvæmt ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíkra valla í Evrópu. Hannes Haraldsson, formaður Skotfélagsins, segir að framkvæmdin taki um 3-4 ár og kosti á bilinu 5-8 milljónir króna. „Þetta er stór framkvæmd fyrir lítið félag og verður því unnið í samræmi við fjárhagsstöðuna hvetju sinni.“ Félagssvæði Skotfé- lagsins er í dag sérhæft fyrir leir- dúfuskotfimi með haglabyssu og er öll umgjörð þess hin glæsilegasta. Hannes segir að leirdúfuskotfimi sé langvinsælasta greinin á íslandi og mun vinsælli en t.d. skotfimi með riffla og skammbyssur. Ahugi fyrir skotfimi er mikill á Akureyri og eru félagsmenn Skotfélagsins Hannes segir að félagið geti nú þegar staðið fyrir alþjóðlegu móti í leirdúfuskotfimi með haglabyssu. Hins vegar séu einhver ár í að hægt verði að bjóða upp á stærri alþjóðleg mót þar sem keppt er í fleiri greinum. Bikarmeistaramót íslands í leir- dúfuskotfimi fer fram á félagssvæði Skotfélags Akureyrar á laugardag. Keppni hefst kl. 9 og stendur fram eftir degi. Héraðsdómur Norðurlands eystra Harður árekstur Maður dæmdur fyrir hús- og kynferðisbrot HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt 36 ára gamlan mann til að sæta fangelsisvist í 4 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir húsbrot og kynferðisaf- brot. Einnig er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sl. vor farið í heimildarleysi inn í íbúðarhús á Húsavík, um ólæsta svalahurð og inn í hjóna- Blað allra landsmanna! ffláratmMablb -kjarni málsins! herbergi þar sem húsfreyja svaf ásamt fjögurra ára syni sínum. Ákærði strauk læri konunnar og káfaði á kynfærum hennar innan klæða en hraðaði sér á brott þeg- ar konan vaknaði. Fyrir dómi viðurkenndi ákærði það atferli sem honum var gefið að sök. Játning hans er í samræmi við framburð hans fyrir lögreglu svo og framburð húsfreyjunnar. Jafnframt hefur ákærði ítrekað staðhæft að hann hafi verið ofur- ölvi umrædda nótt. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Skyggnilýsingafundur á Sauðárkróki Haldinn verður skyggnilýsingafundur á Kaffi—Krók (Króksmegin) þann 1. ágúst kl. 20.30. Miðlarnir Halla Snæfells og Skúli Viðar Lórenzson. Allir hjartanlega velkomnir. Þríhyrningurinn - andleg miðstöð Akureyri HARÐUR árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar skömmu fyrir hádegi í gær. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi en töluvert eignatjón. Báðir bílarnir voru óökufærir á eftir og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabíl. ------» ♦ ♦---- Messur AKUREYRARKIRKJA: Taize- messa sunnudaginn 28. júlí kl. 11.00. Kristín Tómasdóttir, guð- fræðingur, prédikar og leiðir Taize- sönginn. Félagar úr kór Akur- eyrarkirkju syngja. Organisti; Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess syngur Kammerkór Lang- holtskirkju í messunni undir stjórn Jóns Stefánssonar. Guðsþjónusta á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 14. Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, prédikar. Guðsþjónusta í Hlíð kl. 16. Sumartónleikar á Norðurlandi. Tónleikar Kammerskórs Lang- holtskirkju í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. H VÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá unga fólksins laugardaginn 27. júlí kl. 20.30. Vakningasamkoma sunnudaginn 28. júlí kl. 20 . Ræðumaður Jóhann Pálsson. tyúli&x&cviítivi &ut éamtuvi! Bækur mánaðarins saman í pakka á kr. 2120,- Ath. Saga mánaðarins ekki innifalin Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.