Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ríkissjóður hefur endurfjármagnað 71% af 17,3 milljarða króna innlausn spariskírteina frá árinu 1986 Stefnt að því að afla 5 milljarða innanlands Endurgreiðsiur af innlendum markaðslánum ríkissjóðs 1997 - 2015 Milljarðar króna ^ Lán frá 1986 sem var endurfjármagnað m / Endurgreiðslur vegna endurfjármögnunar m m ■ m i m n ■ 11 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2010 2015 LÁNASÝSLA ríkisins hefur nú selt ríkisverðbréf fyrir um 12,3 milljarða króna í kjölfar innlausnar á spariskírteinum frá 1986 að fjár- hæð 17,3 milljarðar í byijun júlí. Það sem upp á vantaði eða 5 millj- arðar var greitt með erlendum skammtímalánum, en stefnt er að því að íjármagna innlausnina sem mest á innlendum markaði til þess að koma í veg fyrir þenslu innan- lands af hennar völdum. Verður það gert með hefðbundnum mán- aðarlegum útboðum það sem eftir er ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu. Ríkissjóður sagði upp þremur flokkum spariskírteina sem voru gefin út árið 1986 og báru 8-9% raunávöxtun. Þau áttu að endur- greiðast árið 2000, en féllu til greiðslu 1. og 10. júlí sl. vegna uppsagnarinnar. Hafa eigendur þeirra að langmestu leyti innleyst þau, enda bera þau. ekki vexti eða verðbætur eftir gjalddaga. Eigendum innleystra spariskír- teina var boðið að skipta á þeim og nýjum ríkisverðbréfum, fyrst í sérstöku skiptiútboði á verðtryggð- um spariskírteinum og óverð- tryggðum ríkisbréfum sem fram fór 26. júní, en síðan með gildandi markaðsvöxtum átímabilinu 1.-19. júlí. Seldust spariskírteini fyrir um 6 milljarða, óverðti-yggð ríkisbréf fyrir tæplega 2,8 milljarða og ríkis- víxlar fyrir um 3,5 milljarða. Sam- tals seldust því bréf fyrir um 12,3 milljarða, sem fyrr segir. Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir að sala á ríkisverðbréfum til að mæta inn- lausninni hafí gengið vel, en það sé sérstaklega athyglisvert hversu stór hluti sé endurfjármagnaður með óverðtryggðum ríkisbréfum til fimm ára. Aðspurður hvað hefði orðið af þeim 5 milljörðum sem upp á vant- aði benti Sigurgeir á að mikið af peningum væri ávaxtað í ríkisvíxl- um í eigu innlánsstofnana. Þannig væri ríkisvíxlaforði Seðlabankans nú nánast uppurinn. Ríkisvíxlaeign innlánsstofnana hefði vaxið um 6 milljarða fram til 19. júlí. Skilyrðin til að afla lánsfjár á seinni hluta ársins virtust vera góð, bæði vegna þess að sumir lántakar hefðu flýtt skuldabréfaútboðum, minni láns- íjáreftirspurnar sveitarfélaga og vaxtar á ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna. Þá benti hann á að áformuð lántaka að fjárhæð 5 milljarðar á síðari hluta ársins væri svipuð og á sama tíma í fyrra. Jafnari endurgreiðsla innlendra lána Sparnaður ríkissjóðs vegna lægri vaxtaútgjalda en ella er áætlaður rúmlega 2 milljarðar króna sem dreifist á 3 ár. Við uppgjör þessa árs á greiðslugrunni munu hins vegar allir uppsafnaðir vextir þessara spariskírteina koma fram sem útgjöld, samtals tæpir 10 milljarðar króna. Rekstrarupp- gjör ársins mun hins vegar sýna lækkun vegna lægri vaxta ríkis- sjóðs. Fjármálaráðuneytið bendir einnig á að með innlausn spariskír- teinanna náist fram miklu jafnari endurgreiðsla innlendra lána ríkis- sjóðs, eins og sést á meðfylgjandi súluriti. Að óbreyttu hefði stór hluti af lánum ríkissjóðs fallið til greiðslu árið 2000. Næsta útboð á spariskírteinum verður nk. miðvikudag, þann 31. júlí. Samið við Ármannsfell hf. um að annast breytingarnar í Borgarkringlunni Kostnaður um 235milljónir GENGIÐ hefur verið frá samning- um við verktakafyrirtækið Ár- mannsfell hf. um að það sjái um framkvæmdir vegna fyrirhugaðra breytinga í Borgarkringlunni auk byggingar göngubrúar á milli Húss verslunarinnar óg Kringl- unnar. Verksamningurinn hljóðar upp á 235 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt frá verkefn- isstjórn Borgarkringlu. Hönnun þessara breytinga er nú á lokastigi en til stendur að gjörbreyta aðgangi og ásýnd Borgarkringlunnar frá því sem nú er. 1. og 2. hæð hússins verður breytt, verslunarrými stækkuð og aukin áhersla lögð á afþreyingu. Þá er fyrirhugað að byggja þriggja sala kvikmyndahús við húsið vestanmegin. Einnig verður útliti Borgarkringlunnar breytt. Þá verður smíðaður tengigang- ur á milli Borgarkringlunnar og Kringlunnar, bílastæði beggja húsa verða samtengd og nýr inn- gangur á norðurhlið Borgar- kringlunnar tengdur bílastæðum Kringlunnar. Auk fyrrnefndrar göngubrúar, sem byggð verður í samstarfi við Reykjavíkurborg, verður smíðuð ný aðkeyrsla að 2. hæð bílapalls Kringlunnar. í fréttinni kemur fram að kapp- kostað verði að framkvæmdir þessar taki sem stystan tíma. Breytingum á verslunarhæðum, bílakjöllurum og utandyra á að vera lokið í síðari hluta október, en kvikmyndahúsið verður tekið í notkun um áramótin. ■ m 1% * % ‘ 7 W ■ v. llllllll Morgunblaðið/Ásdís FRÁ undirskrift. í aftari röð (f.v.) Helgi S. Gunnarsson, Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar, Guðmundur Gunnarsson, Ólafur Hauksson, og Sverrir Gunnarsson, Ármannsfelli. Við borðið sitja Ármann Örn Ármannsson, framkvæmdastjóri Ármanns- fells, og Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri verkefnis- stjórnar Borgarkringlu. Sameinað blað Dags og Tímans verður bæði prentað á Akureyri og í Reykjavík Allt efni sent um símalínur ÁKVEÐIÐ hefur verið að prenta hið sameinaða blað Dags og Tímans samtímis í Dagsprenti á Akureyri og ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík. Verður það gert tii að auðvelda dreifingu blaðsins og tryggja að það berist í hendur kaupenda snemma morguns. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins verða á Akureyri og í Reykjavík en aðalritstjórnin verður fyrir norð- an. Að sögn Jóhannesar Reykdal, tæknistjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, verður efni frá skrifstofunni í Reykjavík sent með símalínu til Akureyrar þar sem það verður brotið um. Myndir og auglýsingar frá Reykjavík verða sendar norður um samnet Pósts og síma. Umbrot og frágangur blaðsins verður í heilsíðuumbroti og fer að öllu leyti fram á Akureyri. Um leið og lokið hefur verið við umbrot hverrar síðu verður hún send til útkeyrslu og plötutöku þar. Um leið verður hún send á samnetinu suður í ísafoldar- prentsmiðju, þar sem hún verður keyrð út á sama hátt. Síðumar koma þannig samtímis á prent- plötu í Dagsprenti á Akureyri og Isafoldarprentsmiðju í Reykjavík. Einhver aukakostnaður Jóhannes á ekki von á öðru en vinnsla blaðsins gangi vel fyrir sig þótt það verði unnið með þessum hætti. „Það má segja að DV sé nú þegar unnið með þessari að- ferð. Blaðið er skrifað og brotið um í Þverholti 11 en plötuunnið í ísafoldarprentsmiðju í Þverholti 9. Efnið er sent milli þessara tveggja húsa með ljósleiðara og efnið í nýja blaðinu verður sent frá Akur- eyri til Reykjavíkur á svipaðan hátt eða með samnetinu. Eini mun- urinn er sá að fjarlægðirnar eru mismunandi. Það fylgir því einhver aukakostnaður að senda síðurnar með þessum hætti og að prenta út aukaeintök af filmum og plöt- um. Við erum að reikna út hve mikill sá kostnaður verður en ég held að hann verði ekki teljandi,“ segir Jóhannes. Lántökur heimilanna Bankalán jukust um 5 millj- arða SKULDIR heimilanna við banka, sparisjóði og innlánsdeildir kaupfé- laga jukust um tæplega 4,9 millj- arða á fyrri helmingi ársins eða um 8,1%. Námu skuldirnar alls um 65 milljörðum í lok júní, en þar af voru tæpir 15 milljarðar íbúðalán en 50 milljarðar annað. Þetta kemur fram í nýjum pen- ingamálatöflum Seðlabankans yfir þróun mála í bankakerfinu. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að heimilin séu greinilega viljug til að auka sín lán. Seðlabankinn hafi áður vakið athygli á því hvað heimil- in séu orðin skuldsett og það komi á óvart að þau vilji enn auka sínar lántökur. Það hljóti að mótast af bjartsýni um efnahagsástandið. Fyrirtæki hafa sömuleiðis aukið við lán sín á árinu. Lán þeirra í bankakerfinu námu alls tæpum 131 milljarði í lok júní og höfðu aukist um 6,3 milljarða eða 5,1%. Lán, endurlán og útgáfa mark- aðsverðbréfa innlánsstofnana hækkuðu samtals um tæp 6% á fyrri helmingi ársins. Það einkennir ennfremur stöðu peningamála um þessar mundir að erlendar eignir Seðlabanka hafa aukist umtalsvert og kröfur á ríkis- sjóð lækkað, að sögn Eiríks. Þetta er að hluta til vegna erlendrar lán- töku á árinu, en má einnig rekja það til batnandi stöðu ríkissjóðs. -----------» ♦ ♦----- Risarsemja um stafrænt sjónvarp Bonn. Reuter. ÞÝZKI útgáfurisinn Bertelsmann og fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch hafa leyst ágreining sinn um stafrænt sjónvarp og náð samkomulagi um samræmdan afruglara. Kirch sagði í yfirlýsingu að hann og Bertelsmann væru sannfærðir um að „það sé í þágu viðskiptavina okkar og þróunar markaðar fyrir stafrænt áskriftarsjónvarp að bjóða upp á samræmdan afruglara og eins tæknikerfi." Bertelsmann gaf út svipaða yfírlýsingu. Kirch og Bertelsmann hafa ólíka afruglara og stefnt hefur í árekstra, sem samkomulagið mun afstýra. Einnig var tilkynnt að stafrænt sjónvarpsfyrirtæki Bertelsmanns, Club RTL, mundi nú bjóða efni um DFl kerfi Kirchs. „Þannig mun sam- keppnin á vettvangi stafræns sjón- varps færast frá tæknisviðinu yfír á svið dagskrárgerðar," sagði Kireh. Murdoch með í spilinu Vangaveltur um að einn liður í samkomulagi Bertelsmanns og Kirchs verði í því fólginn að fjöl- miðlajöfurinn Rupert Murdoch eignist hlut í eina áskriftarsjónvarpi Þýzkalands, Premiere, hafa reynzt réttar. Kirch sagði að í ráði væri að Bertelsmann, Canal Plus og BSkyB í Bretlandi, sem fyrirtæki Murdochs á 40% í, mundu eiga 25% hver í Premiere. Canal Plus kvaðst hins vegar ekki hafa samið um að selja BSkyB 12,5% af 37,5 hlut sínum í Premi- ere. Viðræður stæðu enn yfir. Sem stendur á Bertelsmann 37,5% og Kirch 25%. Bertelsmann og Kirch sögðu að Premiere mundi einnig hefja stafrænar sjónvarpssending- ar, sumpart með eigin kerfi og sum- part með DFl kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.