Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 15 VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Góð afkoma IBM styrkirstöðu verðbréfa New York. Reuter. BETRI afkoma IBM en sérfræð- ingar höfðu búizt við varð til þess að hlutabréf hækkuðu í verði í New York á fimmtudag og hefur dregið úr áhyggjum manna í Wall Street af afkomu stórfyrirtækja. Dow Jones vísitalan hækkaði um 67.32 punkta, eða 1,6%, í 5422.01 punkta. Nasdaq vísitalan hækkaði um 20.02 punkta, eða 1,92%, í 1062.39. Verð skulda- bréfa hækkaði og gengi dollars lækkaði. Hlutabréf í IBM seldust mest. Verð þeirra hækkaði um 11,875 dollara í 103.625 og skiptu rúm- lega 9 milljónir hlutabréfa um eig- endur. Sérfræðingar sögðu að góð afkoma Intel, Microsoft, Compaq og nú IBM hefði aukið tiltrú fjár- festa á tæknibréfum á ný eftir áfall það sem þau urðu fyrir vegna slæmra frétta um stöðu Motorola og Hewlett-Packard. Að sögn IBM var hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi 1.3 milljarðar dollara og þótt staða þess þyki góð var hagnaðurinn minni en á sama tíma í fyrra þeg- ar hann nam 1.7 milljörðum doll- ara. Hins vegar eru tölurnar hag- stæðari en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Richard Thoman, yfirfjármála- stjóri IBM, sagði sérfræðingum að hann væri vonbetri um hag fyrirtækisins á síðari árshelmingi. Sérfræðingar létu í Ijós undrun á þrótti tölvurisans á tíma harðar samkeppni og deyfðar í Evrópu. Þeir sögðu góða afkomu IBM sýna að sala á tölvum og fylgihlutum, einkum sala á einmenningstölvum, yrði meiri á síðari árshelmingi en á síðasta ársfjórðungi. Hins vegar eru þeir ekki vissir um hvort staða verðbréfa muni batna til lang- frama. Metsala tryggirhag- stæða afkomu Aluinax Norcross, Georgíu. Hagnaður bandaríska álfyrir- tækisins Alumax á öðrum árs- fjórðungi 1996 nam 83,1 milljón dollara, eða 1,77 dollurum á hluta- bréf, samanborið við 39,2 milljónir dollara, eða 0,82 dollara á hluta- bréf, á sama tíma 1995. Á fyrri árshelmingi 1996 jókst hagnaður Alumax í 178,5 milljón- ir dollara, eða 3,81 dollar á hluta- bréf, samanborið við 149,6 milljón- ir dollara, eða 3,22 dollara, á sama tíma 1995. Meira er selt og flutt af áli en nokkru sinni fyrr. Á öðrum árs- fjórðungi 1996 seldi Alumax ál fyrir 851,4 milljónir dollara og voru flutt 283.000 tonn af áli (miðað við 721,2 milljónir dollara og 232.000 tonn 1995). Á fyrri árshelmingi 1966 seldi Alumax ál fyrir 1.634,0 milljónir dollara og voru flutt 557.600 tonn af áli (miðað við 1.419,8 milljónir dollara og 482.600 tonn 1995). Breytingar á álverði Allen ' Born stjórnarformaður sagði að góðar rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi vegna aukins pöntunarmagns hefðu ekki náð að vega á móti breytingum á álverði á fjórðungnum. Hann sagði að einnig að þótt talið væri að nýlegt koparhneyksli mundi hafa neikvæð áhrif á verð allra málma um hríð mætti gera ráð fyrir að efnahagsástand í heiminum yrði skaplegt og að ál hækkaði smám saman í verði. Kúariða dregur úr vexti í Bretlandi London. Reuter. HAGVÖXTUR í Bretlandi var óvenjulítill á öðrum ársfjórðungi 1996 vegna ótta við kúariðu, en ráðamenn telja þó að vöxturinn muni aukast síðar á árinu. Verg landsframleiðsla (GDP) jókst um 0,4% á ijórðungnum þannig að hagvöxtur miðað við eitt ár minnkaði í 1,8% úr 1,9% á tímabilinu. Spáð hafði verið 0,6% hagvexti á fjórðungnum og 2,1% miðað við eitt ár. Hagnaður Porsche tífaldast Frankfurt. Reuter. HAGNAÐUR sportbílaframleið- andans Porsche hefur tífaldazt þar sem tekizt hefur að draga úr kostn- aði. Að sögn Porsche var hagnaður á seinni helmingi reikningsársins 1995/96 meiri en á fyrri helmingi þegar hann nam 10.3 milljónum marka þannig að hagnaðurinn á reikningsárinu í heild nemur ríf- lega 20 milljónum marka. Hagnað- ur fyrirtækisins árið á undan var aðeins 2.1 milljón marka. Þótt reikningsárinu 1995/96 sé ekki opinberlega lokið segir fyrir- tækið að sala á árinu hafi aukizt í 2.8 milljarða marka úr 2.6 millj- örðum marka 1994/95. Talsmaður Porsche þakkar bat- ann aukinni sölu erlendis og sparn- aðarráðstöfunum, sem björguðu fyrirtækinu þegar það stóð á barmi gjaldþrots fyrir nokkrum árum. „Porsche er skip undir fullum segl- um,“ sagði hann. Koparverð hækkaráný London. Reuter. VERÐ á kopar komst í yfir erfiðan þröskuld á fimmtudag og hafði ekki verið hærra í fimm vikur. Ástæðurnar voru minna framboð og erfiðleikar í viðræðum við kop- arnámumenn í Nýju Mexíkó. Á málmmarkaðnum í London komst verð á kopar í yfir 1970 dollara tonnið í framvirkum samn- ingum og seldist hæst á 1995 doll- ara. Verðið fór síðan í yfir 2000 dollara í viðskiptum eftir lokun. Hærra verð á kopar stuðlaði að hærra verði á áli, nikkel og blýi. Verð á áli hækkaði í 1506 dollara úr 1504. Morgunblaðið/Muggur RÆKJAN vegin og metin um borð í Árna Friðrikssyni. Það eru Sigurður Þór Jónsson, nýútskrifað- ur fiskifræðingur frá Noregi, Stefán Brynjólfsson, leiðangursstjóri og Sigrún Jóhannsdóttir, líffræði- nemi, sem mæla rækjuna. Rækjan rannsökuð NÚ STENDUR yfir árlegur rækju- leiðangur Hafrannsóknastofnunar, en megin markmið hans eru stofn- mælingar á rækju. Leiðangurinn er farinn á tveimur skipum, Árna Friðrikssyni og Dröfn. Leiðangurs- stjóri er Unnur Skúladóttir og er hún um borð í Dröfn, en ferðinni um borð í Árna stjórnar Stefán Brynjólfsson. Unnur segir í samtali við Morgunblaðið, að farið sé yfir rækjumiðin fyrir norður og austur- landi með hefðbundum hætti og rækjan meðal annars stærðarmæld, kyngreind og aldur hennar ákvarð- aður. Hún segir að engar niðurstöð- ur liggi fyrir fyrr en seinna, en leið- angrinum lýkur ekki fyrr en í ágúst. Bergmálsmælingar Hafrannsóknastofnunar Uthafskarfastofninn um 1,6 niilljónir tomia NIÐURSTÖÐUR úr úthafskarfa- leiðangri Hafrannsóknastofnunn- ar, Þjóðveija og Rússa sýna að úthafskarfastofninn sé nú um 1,6 milljónir tonna. Það er mun minna en mældist í slðasta leiðangri en vegna sérstakara aðstæðna í haf- inu er talið að um vanmat sé að ræða. Rannsóknarleiðangrinum er ný- lokið en hann hefur nú staðið yfir í einn mánuð. í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að fyrstu niðurstöður leiðangursins bendi til að úthafskarfastofninn sé nú um 1,6 milljónir tonna. Sam- bærilegur leiðangur sem farinn var árið 1994 í samvinnu við Norð- menn sýndi að stofninn væri um 2,2 milljónir tonna. Sjávarhiti í leiðangrinum mældist hærri nú en á undanförnum árum og virtist Talið að um van- mat sé að ræða karfinn af þeim sökum liggja dýpra en áður og nokkuð meira bar á blöndun karfans við laxsíld og aðr- ar smærri lífverur en í fyrri leið- öngrum. Úthafskarfinn veiddist niður á allt að 7-800 metra dýpi sem er mun dýpra en áður hefur þekkst á sama svæði. Af þessum ástæðum er talið að um vanmat á stofninum sé að ræða en við þess- ar aðstæður er erfitt að greina karfann með bergmálsmælingum á miklu dýpi. 250 þúsund ferkílómetrar rannsakaðir Rannsóknarleiðangurinn var samvinnuverkefni íslendinga, Þjóðveija og Rússa og náði rann- sóknarsvæðið yfir 250 þúsund fer- kílómetra. Aðstæður til mælinga voru að mörgu leyti góðar, veður var skaplegt og hindranir vegna íss litlar. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar tóku þýska skipið Walter Herwig III og rúss- neska skipið Professor Marti einnig þátt í leiðangrinum. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær farið verði í næsta úthafskarfaleiðangur en samkvæmt áliti Alþjóða hafrann- sóknastofnuninnar sé ekki talin þörf á slíkum leiðangri nema á tveggja til þriggja ára fresti. í ljósi þess að menn séu óánægðir með niðurstöður þessa leiðangurs gæti næsti leiðangur orðið fyrr en ella. Morgunblaðið/Kristján Jónsson FLUTT á milli skipa á Reykjaneshrygg. Þessi eistnesku verksmiðjutogarar eru meðal fjölmargra skipa, sem stunda veiðar á Reykjaneshrygg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.