Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Málshöfðun vegna bókar um launmorð JAMES E. Periy keypti sér bók um það hvernig ætti að gerast launmorðingi árið 1992 og gerð- ist sekur um þijú morð árið 1993. Nú liggur fyrir dómara í Maryland í Bandaríkjunum að skera úr um hvort sækja eigi útgefanda bókarinnar, „Laun- morðingi: Tæknilegur leiðarvísir fyrir sjálfstæða verktaka", til saka fyrir að ýta undir þennan glæp. Yrði prófmál um tjáningarfrelsi Fari svo að dómarinn dómtaki málið yrði um að ræða prófmál, sem varðar þá viðbót bandarísku stjórnarskrárinnar, sem fjallar um tjáningarfrelsi. Málið hefur verið höfðað á hendur forlaginu Paladin Press. Forseti þess, Pet- er C. Lund, segir að bókina eigi ekki að taka alvarlega. Perry, sem dæmdur hefur verið til dauða og bíður þess að dómnum verði fullnægt, er sagð- ur hafa farið eftir 27 ráðlegging- um í bókinni þegar hann myrti móður, fatlaðan son hennar og hjúkrunarkonu sonarins. Hann skaut konurnar milli augnanna og tók öndunarvél drengsins úr sambandi. Fyrrverandi eiginmaður kon- unnar og faðir drengsins réð hann til verksins. Vonaði faðir- inn að hann mundi erfa 113 milljónir króna, sem sonur hans hafði unnið í skaðabótamáli vegna læknamistaka. Faðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa höfðað mál og farið fram á skaðabætur á þeirri forsendu að það hafi verið ætlun höfundar að kenna að fremja morð. Bókin er skrifuð undir dulnafninu Rex Feral, sem merkir konungur villidýranna, og er ekki vitað hver er höfundur hennar. Bókin er 130 síður og kostar um 700 krónur. Hún hefur selst í 13 þúsund eintökum frá því hún var gefin út árið 1983. Paladin er lítið forlag í Boulder í Colorado og selur aðallega bækur í póstkröfu. Meðal annarra bóka sama for- lags eru: „21 leið til að myrða hljóðlaust", „Vertu þinn eiginn útfararstjóri: Hvernig á að losna við lík“ og „Hin forna kyrking- arlist“. Ýmsir verja forlagið Ýmsir hafa orðið til að veija forlagið, þar á meðal Samtök bandarískra dagblaða, Samtök bandarískra ljósvakamiðla og Samtök bandarískra útgefenda, sem farið hafa fram á að málinu verði vísað frá. Lögfróðir menn segja að ásetningur skipti sköpum í þessu máli. „Þeir auglýsa þessa bók sem leiðarvísi um það hvernig á að fremja glæp,“ sagði Michael Fenner, sérfræðingur í stjórnar- skránni og lagaprófessor við Creighton-háskóla í Omaha í Nebraska, í samtali við frétta- stofuna Associated Press. Tim Gleason, aðstoðardeildar- forseti blaðamannaskóla Oreg- on-háskóla, sagði að málsóknir af þessu tagi rynnu allajafna út í sapdinn. „ímyndið ykkur hvað það myndi hafa hrikaleg áhrif ef hver einasti höfundur yrði gerð- ur ábyrgur fyrir verknuðum, sem eru framdir eftir lestur orða þeirra," sagði Gleason. Reuter Grönn „gyðja“ á sýningu í London DEE Halligan, sýningargestur á Gabriel Orozco-sýningunni á ICA-safninu í London, rýnir inn um glugga klassískrar Citroen- bifreiðar, sem Orozco hannaði. Bifreiðin var skorin í þrennt eftir endilöngu og miðhlutinn fjarlægður. Að því loknu voru hlutarnir, sem eftir stóðu, settir saman. Bifreið þessi hefur oft verið kölluð „gyðjan“. Hún heit- ir Citroen DS og eru stafirnir bornir fram „déesse“, sem er hljóðlíking franska orðsins fyrir gyðju. Yítisengill skot- inn í fangelsi Kaupmannahöfn. Reuter. NIELSEN hefur farið fyrir dönskum Vítisenglum þrátt fyrir að hann sitji í fangelsi. ÆÐSTI maður mótorhjólagengis- ins Vítisenglanna í Danmörku liggur nú á sjúkrahúsi, eftir að hópur vopnaðra manna réðist inn í fangelsi þar sem hann afplánar dóm, og skaut á hann. Stríðs- ástand hefur geisað á milli mótor- hjólagengja í Skandinavíu, fyrst og fremst Vítisenglanna og Bandi- dos, sem hafa verið að hasla sér völl á Norðurlöndum. Jorn Jonke Nielsen afplánar dóm fyrir morð í fangelsinu í Jyd- erup, um 70 km frá Kaupmanna- höfn, en það er svokallað opið fangelsi. Fjórir árásarmenn rudd- ust yfir girðingu umhverfis fang- elsið um kl. 2 aðfararnótt fimmu- dagsins, komust inn í bygginguna um glugga og skutu sér leið inn í klefa Jonke Nielsens, sem var í fastasvefni. Hann var skotinn í tvívegis í kvið og í handlegg, áður en mennirnir vörpuðu hand- sprengju fram á ganginn og flýðu á braut. o © Ertu ckS fara í lerðakig? fyrir aftanívagninn aJL í_______________ á meban þú bíburí Fjoórin i fararbroddi i -tO ar Skeifunni 2 sími: 588-2550 Kröfur um öryggisfangelsi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að árásarmönnunum. Þá hefur árásin orðið til þess að ítreka kröf- ur um að félögum í mótorhjóla- gengjum, sem afplána dóma, sé haldið í öryggisfangelsum. Engin gæsla er við hlið fangelsisins í Jyderup um nætur. Jonke Nielsen afplánar nú sext- án ára dóm fyrir morðið á leiðtoga Bullshit-mótorhjólagengisins árið 1984. Hann kemur oft fram í fjöl- miðlum sem talsmaður Vítisengla og berst ennfremur ákaft fyrir því að aðstaða fanga verði bætt. Mamma má ég lifa? hringdu í síma 897 4608 Messías Fríkírkja Viltu styrkja auglýsinguna? 0303-03-218941

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.