Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1996 25 St. Jósefssystur á íslandi í 100 ár FIMMTUDAGINN 25. júlí sl. voru rétt eitt hundrað ár liðin frá því að fjórar systur frá reglu heilags Jós- eps í Danmörku lögðu að landi í Reykjavík í þeim tilgangi að starfa að hjúkrunar- og mannúðarmálum á Islandi. Systurnar fögnuðu þess- um áfanga á sjálfan afmælisdaginn, en í dag hefur verið boðið til messu- gjörðar í Landakotskirkju og fagn- aðar til að minnast þessara tíma- móta. Fyrstu lærðu hjúkrunarkonurnar Systurnar sem komu til íslands voru systir Marie Ephrem og systir Marie Justine, sem voru franskar, en þær voru lærðar hjúkrunarkon- ur, þær fyrstu til að hefja störf hér á landi. Hinar tvær voru danskar en þær voru systir Thekla og systir Clementia, en hún stundaði kennslustörf. Það var tveimur árum síðar sem tvær fyrstu lærðu ís- lensku hjúkrunarkonurnar komu til starfa á Islandi, en þær námu hjúkr- un við Diakonissustofnunina í Kaupmannahöfn. Heilbrigðismál í ólestri Ástand í heilbrigðismálum þjóð- arinnar um og fyrir aldamótin var vægast sagt ömurlegt. Vistarverur voru almennt heilsuspillandi og óþrifnaður verulegur m.a. vegna skorts á vatni. Þá var skortur á mat, klæðum og efniviði til upphit- unar húsa. Berklar voru landlægir og holdsveiki var mun algengari en í löndum umhverfís okkur og að- stæður holdsveikra mjög bágbomar. Líkna sjúkum Tildrög þess að systurnar komu til landsins var að trúboð kaþólskra á íslandi hafði legið niðri um tveggja áratuga skeið, en áhugi var fyrir hendi að taka upp þráðinn að nýju. Tvennt varð til þess að koma málinu á skrið. Annars vegar aukin sókn franskra sjó- manna á íslandsmið og hins vegar málefni holdsveikra á íslandi. Kaþólska kirkjan Danmörku hafði áhuga á að sinna andlegri og líkamlegri velferð fran- skra sjómanna, en þeir voru kaþólskrar trúar. Gerði Jóhannes von Euch biskup kaþólskra í Danmörku samning við frönsk stjómvöld um að kaþólskar hjúkr- unarsystur skyldu taka að sér að hjúkra frönskum sjómönnum. Þá hafði Jesúítapresturinn Jón Sveins- son, Nonni, komið til íslands árið 1894 og kynnt sér ítarlega aðstæð- ur holdsveikra. Hann fékk áhuga á að veita löndum sínum lið til að berjast gegn þessum vágesti. Hóf hann fjársöfnun í þeim tilgangi að byggja kaþólskan spítala fyrir holdsveika, sem síðan yrði afhentur St. Jósepssystrum. Þegar töluvert fé hafði safnast höfðu hins vegar danskir Oddfellowar ákveðið að láta reisa 70 rúma Holdsveikraspítala í Laugarnesi og færa íslensku þjóð- inni að gjöf, en m.a. með þeim skil- yrðum að kaþólskir kæmu ekki að þessu líknarstarfí. Holdsveikraspít- alinn tók til starfa 1. október 1898. Oddfellowar á Islandi studdu síðar við sjúkrahússtarfssemi St. Jóseps- systra á íslandi. Fljótlega eftir komuna til íslands hófu systurnar skólastarf fyrir böm og innan tíðar fór fátækt fólk í bænum að leita ásjár þeirra vegna lasleika og hvers kyns meina. Ári seinna opnuðu þær sjúkraskýli fyrir franska sjómenn í Reykjavík og á Fá- skrúðsfirði þar sem byggt var sjúkrahús undir starfsemina. Á Fáskrúðsfírði hafði meirihluti frönsku fiskiskipanna bæki- stöðvar. Þar eins og í Reykjavík sinntu syst- umar einnig heima- hjúkrun. Veittu þær frönskum sjómönnum hjúkrunarþjónustu þar til Frakkar tóku sjálfir að byggja sjúkrahús og sjúkraskýli víða um land í byijun aldarinnar. Brautryðjendur í heilbrigðismálum Nýr kafli í sögu systranna og reyndar í sögu heilbrigðismála á íslandi hófst þegar þær létu reisa spítala undir hjúkrunar- og líknar- starf sitt á Landakotstúni. Á árinu 1901 lá fyrir Alþingi frumvarp til laga um byggingu 24 rúma landsspítala í Reykjavík og urðu miklar umræður á þingi um málið og skiptar skoðanir. Á sama tíma barst Alþingi tilboð frá systr- unum um að þær byggðu 36 rúma spítala. Óskað var eftir láni úr landssjóði til byggingar sjúkrahúss- ins og að landssjóður leggði til ár- lega fast fjármagn til reksturs spít- alans. Systurnar myndu sjá um rekstur spítalans og fjármál. At- hyglisvert er að skoða þau sjónar- mið sem fram komu í umræðum á Alþingi um tilboð systranna. Þar gætti m.a. tortryggni gagnvart ka- St. Jósefssystur unnu brauðryðjendastarf í heilbrigðis- og hreinlæt- is- og hollustumálum á íslandi. Fyrir hönd ís- lensku heilbrigðisstétt- ------------------7----- arinnar þakkar Asta Möller samstarfíð og óskar þeim farsældar í störfum sínum. þólsku trúboði og vantrú á að hægt væri að byggja sómasamlegan spít- ala af þessari stærðargráðu fyrir svo lítið fé, samanborið við áætlan- ir um kostnað við byggingu hugsan- legs landsspítala. A hinn bóginn fengu systurnar sjálfar sérstaklega jákvæð ummæli, m.a. sagði Þórður Thoroddsen, alþingismaður, eftir- farandi: „...er það alkunnugt að St. Jósepssystur eru einhveijar þær bestu hjúkrunarkonur, og að spítal- ar þeir, er þær eiga og hafa umsjón með, eru hrein fyrirmynd." Hins vegar fór svo að ekki var gengið að tilboði systranna og jafnframt var frumvarpið um byggingu Iands- spítala fellt. Landsspítali tók ekki til starfa fyrr en að þremur áratug- um liðnum. Spítali St. Jósepssystra reis hins vegar ári seinna og nutu þá systurnar þess fjár sem Jón Sveinsson, Nonni, hafði safnað nokkrum árum fyrr. Spítalinn var opnaður í október 1902 eftir aðeins 6 mánaða byggingartíma. Var hann mjög vel búinn og hafði yfír að ráða 40 sjúkrarúmum. Systurnar urðu brautryðjendur í hreinlætis- málum og hollustuháttum á íslandi þar sem þær létu bæði gera spítal- anum vatnsból og leggja holræsi frá honum til sjávar. í byijun aldar- innar voru vatns- og skolpmál borg- arbúa í ólestri. Vatn var sótt úr brunnum sem jafnan voru vatnslitl- ir og gæðum vatnsins oft ábóta- KÆRU systur. Mig langar til að byija á því að þakka ykkur systrunum fyrir öll þau ár sem ég hef notið ykkar kynna í lífi og starfi. Fyrstu kynni mín af Landakots- spítala hófst 1935 þegar ég, 10 ára gömul, kom til íslands með íslenskum foreldrum mínum, Guð- mundi og Ólafíu Marteinsson. Við sigldum með skipi frá New York til Kaupmannahafnar og síð- an með skipi frá Osló til íslands. Komum við heim 30. apríl 1935. Það sem situr enn fast í huga mér eftir móttökuathöfnina á bryggjunni er ferðin heim til ömmu á Brekkustíg 14. Jafnaldra mín-og frænka mín, Ásta, sat við hliðina á mér í leigubílnum. Þegar við ókum upp Ægisgötu benti hún og sagði: „Þarna er Landakotskirkj- an“. Síðan þegar við beygðum vestur Túngötu sagði hún aftur: „Þarna er Landakotsspítalinn." Þetta voru fyrstu kynni mín af Reykjavík — upphaf ævihrings. Nokkrum árum seinna gerði ég mér grein fyrir því að mig langaði að stunda hjúkrunarnám. En ég hafði aldrei stigið fæti inn á sjúkra- hús. Ég fann upp á því að fá mömmu til að tala við Úlfar Þórðarson augnlækni. Ég var svo- lítið tileygð og vildi vita hvort hann gæti ekki lagað þetta. Jú, jú, hann hélt það nú. Ég var lögð inn á Landakotsspítala. Aðgerðin tókst ágætlega — en ég varð að liggja á „Gamla spítalanum" sem nú er löngu búið að rífa. Þetta var sko „uppli- velse“. Bundið fyrir bæði augun í þijá sól- arhringa. Systurnar urðu að mata mig og hlúa að mér á allan hátt. En þarna fékk ég sem sagt innsýn í þann heim sem mig dreymdi um að taka þátt í. Þetta var greinilega það sem ég vildi sem framtíðar- starf. Sérstaklega fannst mér áhrifamikið þegar ein systirin kom í dyrnar að kvöldlagi og fór með bæn og stundum var sálm- ur sunginn. Þessi reynsla var mér mjög minnisstæð og ég sannfærð- ist um að hjúkrunarstörf væru það sem ég vildi vinna að. Það dróst að ég gæti hafið nám við Hjúkrunarskóla íslands en ég var mjög ánægð þegar ég fékk þar inngöngu og lauk síðan námi 1952. Um þetta leyti kynntist ég Josef W. 0‘Leary efnaverkfræðingi, sem hafði umsjón með uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Hann var frá Oswego sem er norðarlega í New York-ríki. Eftir tveggja ára dvöl hér flutti hann heim 1953. Ég fór mánuði seinna eða í októ- ber 1953 til Baltimore í Maryland. Josef hafði orðað það við mig hvort ég hefði áhuga á að kynnast kirkju hans (þeirri kaþólsku). Ég sagðist ekki vera á móti því að fræðast um hana. Ég dvaldist í l'/2 ár í Baltimore — bjó hjá yndislegri íslenskri konu, Sólveigu, systur Árna frá Múla, sem hafði verið æskuvinur minn og foreldra minna. Þetta var lær- dómsríkt og afdrifa- ríkt ár. Ég kynntist fjölskyldu kærasta míns með því að ferð- ast til New York og Oswego. Ég fékk gott tæki- færi til að ljúka þeim hjúkrunarprófum sem krafist var og fékk ég vinnu á frá- bærum spítala — Union Memoral Hospital — sem var rekinn af«gyð- ingum. Ég fékk þar 7 mánaða sérnám í barnahjúkrun, sem á þeim tíma var ekki viðurkennt á ís- landi, og lauk ríkisprófi. Þetta var bæði bóklegt og verklegt próf. Þá fékk ég tækifæri til að fara í fræðslu til kaþólsks prests. Við náðum vel saman og var ég þar í fræðslu vikulega frá áramótum til vors. Ég fann smátt og smátt hversu mikið þetta gaf mér. Ég var þarna ein míns liðs (foreldrar mínir voru heima á íslandi og dótt- ir mín ung, sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa) en ég hafði fengið mína kristnu trú í vöggugjöf og hafði því alla tíð verið kirkjurækin og trúuð. Nú komst ég miklu nær Við minnumst St. Jó- sefssystra með innilegri hlýju, segir Guðrún Marteinsson, þær gáfu líf sitt í þágu íslands og hjálpar við sjúka. Guði og kirkjunni. Mér fannst ég öðlast aukið þrek, lífsgleði og öryggi. Mér var gefið við skírn, þegar ég varð kaþólsk, nafnið María sem mér þykir ákaflega vænt um. Ég verð ávallt Guði og mönnum þakk- át fyrir þann styrk, þá gjöf, að eiga alltaf og alls staðar, á öllum mínum ferðalögum, í öllu mínu námi og starfí, þennan innri frið, trú, von og kærleika, sem mér hefur hlotnast þegar ég lít til baka yfir farinn veg. Árið 1955 vorum við Josef 0‘Le- ary gefm saman í St. Mary's kirkj- unni í Oswego, N.Y. Við áttum mjög hamingjusöm og litrík 10 ár saman í Bandaríkjunum en Josef lést 1965 eftir stutta, en erfiða legu. Ég flutti heim í október 1966 og hóf starf sem hjúkrunarfræð- ingur á Landakotsspítala í desem- ber það ár. Þar hófust mín fyrstu nánu tengsl við St. Jósefssystur, sem hafa ætíð haldist síðan. Ég starfaði þar í tæpt ár og naut þess að komast inn í íslenskt umhverfi. Ég var komin heim. Hringurinn sem hófst þegar ég var 10 ára var að þrengjast og þetta var byijunin á ævilöngum vináttuböndum, sem mynduðust þarna með systrunum. Árið 1978 var ég ráðin hjúkrun- arforstjóri við St. Jósefsspítalann, Landakoti. Ég fékk námsleyfí frá spítalanum og styrk frá St. jósefs- Kveðja til St. Jósefssystra í tilefni af 100 ára afmælis Guðrún Marteinsson vant. Skolpi var yfirleitt komið fyr- ir á víðavangi með tilheyrandi óþrifnaði og smithættu. Þremur áratugum seinna réðust systurnar í annað stórvirki er þær hófu byggingu nýs húsnæðis fyrir Landakotsspítala af sama stórhug og áður. Jafnframt starfræktu þær sjúkrahús í Hafnarfirði frá 1926 og mun St. Jósepsspítali í Hafnar- firði fagna 70 ára afmæli í septem- ber n.k. Hjúkrun á St. Jósefsspítala St. Jósepssystur sáu lengi vel einar um hjúkrun á Landakoti, en á árinu 1935 réðst fyrsta íslenska hjúkrunarkonan til starfa hjá þeim. Hafa Landakotsspítali og systurnar sem þar störfuðu haft veruleg áhrif á menntun og þjálfun hjúkrunar- fræðinga og er spítalinn sérstaklega hjartfólginn þeim sem hafa vérið þar við nám og störf í lengri eða skemmri tíma. Þá þótti íslenskum hjúkrunarfræðingum fengur i því þegar systurnar ákváðu að gerast félagsmenn í fag- og stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga á árinu 1960. Er Systir Hildigardis, sem var prior- inna á St. Jósepsspítala, Landakoti, til margra ára heiðurfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. St. Jósepspítalar á Landakots- hæð og í Hafnarfirði undir stjórn systranna voru alla tíð mjög farsæl- ir spítalar þótt oft hafí róðurinn verið erfíður. Systumar létu af stjórn spítalanna um miðjan átt- unda áratuginn. Þá höfðu þær í átta áratugi átt drjúgan þátt í því að koma heilbrigðismálum þjóðar- innar bókstaflega upp úr ræsinu og í það að vera viðurkennt sem eitt besta og árangursríkasta heil- brigðiskerfí í heiminum í dag. Á þessum tímamótum vill íslenska hjúkrunarstéttin samfagna systrum sínum, St. Jósepssystrum, þakka þeim samfylgdina og samstarfíð gegnum tíðina og óska þeim far- sældar í störfum sínum í framtíð- inni. Höfundur er formaður Félags íslenskra lijúkrunarfræðinga. systrum til að fara í 6 vikna verk- nám við St. Jósefsspítalann í Stam- ford, Connecticut í Bandaríkjun- um. Þar starfaði systir Gertrude sem hjúkrunarforstjóri. Systir Gertrude hafði verið í stjórnunarstöðu á Landakotsspít- ala í 4 ár, 1966-1970, og þekkti ég hana frá því hún starfaði hér. Fannst mér það vera ákjósanleg- asta og farsælasta valið til undir- búnings þessum nýja starfsferli mínum, að leita þangað. Þetta var handleiðsla Guðs. Ég vildi reyna mitt besta til að feta í fótspor systranna. Ég varð í starfí mínu á Landakoti, sem hjúkrunarforstjóri, vitni að því fórnfúsa starfí, sem þar var unnið undir áhrifum, leiðsögn og for- dæmi kaþólsku systranna sem öll íslenska þjóðin hlýtur að standa í þakkarskuld við. Á starfsferli mínum við St. Jó- sefsspítala, Landakoti, fann ég líknandi kærleiksanda systranna svífa yfír vötnunum og kenndi áhrifa hans í störfum starfsfólksins alls og þar af leiðandi í meðferð sjúklinganna. Ég mun aldrei getað fullþakkað öllu því starfsliði sem starfaði með mér þessi dýrmætu 12 ár, en ég vil nota þetta tækifæri til að láta ykkur vita að ég mun aldrei gleyma ykkur. Ég vona og veit reyndar að við viljum öll — starfsliðið allt, fyrr og síðar — minnast St. Jósefs- systra með innilegri hlýju og þakk- læti, fyrir að hafa gefíð líf sitt og starf í þágu þúsunda íslendinga í gegnum öll þessi ár. Guð blessi ykkur og varðveiti. Með virðingu og söknuði. Höfundur er lijúkrunarfræðingur og formaður Islandsdeildar Caritas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.