Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. JÖLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1996 27 I { pJí>r0«iM&Mí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEILBRIGÐIS- KERFIÐ OG SPARN- AÐARLEIÐIR STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur viðrað róttækar sparn- aðarhugmyndir. Þær fela m.a. í sér að 104 stöðugildi verði lögð niður, að 83 sjúkrarúm verða lögð af - og tilheyrandi samdrátt í þjónustu. Að sögn Kristínar Á. Ólafsdóttur stjórnarformanns - mun niðurskurðurinn bitna harðast á öldruðum, geðsjúkum og þeim sem á endurhæfingu þurfa að halda. Starfsemin verður fram- vegis á þremur stöðum í stað sex nú, ef tillögurnar verða fram- kvæmdar. Starfsemin á Hvítabandinu, en þar er nú ellideild og göngudeildarþjónusta fyrir geðsjúka, og í Hafnarbúðum, en þar er dagdeild geðsviðs og dagdeild fyrir aldraða, og einnig á Heilsu- verndarstöð, en þar er ellideild fyrir langlegusjúklinga, á að heyra sögunni til. Tillögur þessar, sem stjórn sjúkrahússins túlkar sem neyðarúr- ræði, til að þvinga rekstur sjúkrahússins inn í fjárlagarammann hafa trúlega einnig þann tilgang, að knýja fjárveitingavaldið til að taka með heildstæðari og markvissari hætti á útgjöldum heil- brigðisþjónustunnar en gert hefur verið til þessa. Það er eftirtekt- arvert að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að enginn raunverulegur sparnaður felist í því að minnka þjónustu við aldraða og geðsjúka með þessum hætti. „Áður en farið er í svo róttækar aðgerðir, sem tillögurnar bera með sér,“ segir ráðherrann, „hljóta menn að spyrja sig, hvort ekki sé rétt að færa saman t.d. yfirstjórnir stóru sjúkrahúsanna, skrifstofuhald, rannsóknarþáttinn og hátæknina, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar aðgerðir kæmu ekki niður á sjúklingum og þær myndu spara peninga.“ Sparnaðarleiðir síðustu tíu ára eða svo, flatur niðurskurður og sífellt fleiri og Iengri tímabundnar lokanir sjúkradeilda, hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt — og oft og tíðum reynzt tilfærzla á kostnaði í heildarútgjöldum hins opinbera. Svipuðu máli gegnir trúlega um tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þær fela ótvírætt í sér útgjaldalækkun fyrir þá stofnun. Þjónustu við aldraða og geðsjúka verður hins vegar veita, ef ekki þar sem hún er nú veitt, þá annars staðar. Allt ber því að sama brunni, sem erlendir sérfræðingar í rekstri sjúkrahúsa bentu á fyrir mörg- um árum, og heilbrigðisráðherra ýjar að í tilvitnuðum orðum, það er að sameina hátækni- og háskólasjúkrahúsin tvö. Með þeim hætti er hægt að ná fram raunhæfum og umtalsverðum sparnaði. STEFNT SKAL AÐ SKATTALÆKKUN TÖLUR um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins eru enn ein vísbending um að efnahagslífið er að rétta úr kútnum. Tekjur ríkisins urðu um 4,5 milljörðum króna meiri en áætlað var, einkum vegna meiri veltu í þjóðfélaginu. Engu að síður er áætlað að hallinn á rekstri ríkisins verði svipaður og gert var ráð fyrir í fjárlögum, eða um fjórir milljarðar,-vegna þess að útgjöld eru hærri en ætlað var og búast má við minni tekjuauka á seinni helmingi ársins. Þá eru það einkar ánægjulegar fréttir að tántökur ríkisins eru nú mun minni en í fyrra og er munurinn verulegur. Slíkt hefur góð áhrif á lánsfjármarkað og ætti að stuðla að lækkun vaxta, enda hafa talsmenn fjármálafyrirtækja sagt árum saman, að vaxta- stigið mundi lækka verulega, ef umtalsverð minnkun yrði á lántök- um hins opinbera. Undir það skal tekið með Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra, að mikilvægt er að nýta efnahagsbatann til þess að treysta frek- ar afkomu ríkissjóðs. Halda verður fast um pyngjuna og freistast ekki til að auka útgjöldin, þótt betur ári. Með aðhaldi í útgjöldun- um getur ríkisstjórnin náð því markmiði sínu að reka ríkissjóð án halla á næsta ári. Hins vegar hljóta menn nú einnig að fara að huga að því að vinda ofan af skattheimtu í landinu. Tekjuskattshlutfallið, sem fyrst eftir upptöku staðgreiðslu skatta var rúmlega 35%, er nú tæplega 42%, auk þess sem 5% svokallaður hátekjuskattur leggst á tekjur yfir ákveðnu marki. Tekjuskattur almennings var hækkað- ur með þeim rökum, að kreppa væri í landinu og ekki væri hægt að íþyngja fyrirtækjunum með skattheimtu. Nú, þegar hagur þjóð- arinnar vænkast að nýju er sjálfsagt að létta byrðum af almennum skattgreiðendum. Ekki kann að vera svigrúm til verulegrar almennrar skattalækk- unar á þessu ári eða því næsta. Ríkisstjórnin hefur reyndar heitið því að ljúka á þessu ári endurskoðun á skattkerfinu, sem hafi það meðal annars að markmiði að lækka jaðarskatta. Árangur þeirrar endurskoðunar kemst vonandi í framkvæmd strax á næsta ári. Hins vegar ætti stjórnin að stefna að því að lækka tekjuskatt einstaklinga verulega á árinu 1998 og tilkynna þá fyrirætlan sína sem fyrst. Almennt má segja að stjórnvöld ættu að taka upp þá reglu að tilkynna með lengri fyrirvara en áður ráðstafanir, sem hafa bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks eða atvinnumöguleika, hvort sem þær eru íþyngjandi eða ívilnandi. INNPÖKKUÐUM Morgunblöðunum er staflað í sendibíl, sem heldur sem leið liggur norður yfir heiðar. GARÐAR Garðarsson bílstjóri er búinn að troðfylla bílinn af nýprentuðu Morgunblaði. Morgunblaðið lesið yfir morgunkaffinu PORGUNBLAÐIÐ berst nú lesendum á Akur- eyri fyrr en ella, því í maí var tekin upp sú nýbreytni að aka blaðinu norður yfir heiðar,_í stað þess að senda það með flugi. Áskrifendur ættu því að fá blaðið með morgunkaff- inu. Morgunblaðið var ávallt sent til Akureyrar með morgunflugi Flug- leiða, en það þýddi að blaðið var ekki komið í dreifmgu í bænum fyrr en kl. 9.30-10 á morgnana. Á þeim tíma eru flestir famir til vinnu og börn í skóla. Áskrifendur litu í Moggann sinn í hádeginu, eða jafnvel á kvöldin. Til að þjóna lesendum betur var ákveðið að leggja höfuðáherslu á að koma blaðinu fyrr til þeirra. Þann 14. maí sl. gekk breytingin í garð, á 10 ára og 5 mánaða afmæli Akureyrar- skrifstofunnar. Breytingin felst í því, að um leið og prentaður hefur verið sá fjöldi blaða, sem fer til lesenda allt frá Kjalarnesi til Vopnafjarðar, fer sendibíll af stað með farminn. Þá er klukkan oftast 1.30-2.30 að nóttu. Bílnum er ekið norður yfir heiðar, með viðkomu í Borgamesi. Öðmm bíl er ekið frá Akureyri og mætast bílarnir á miðri leið. I bílinn að norðan eru sett blöðin, sem fara á Akranes og önnur blöð til áskrifenda á leiðinni suður, s.s. í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Hinn bíllinn heldur áfram norður og kemur þá við á nokkrum stöðum, til dæmis á Blönduósi og í Varmahlíð. Bílstjórarnir skipta um bíla, svo norðanmaðurinn heldur aftur til síns heima. Til Akureyrar er bíllinn svo oftast kominn kl. 6.30-7.30 á morgnana, þegar bærinn er að vakna. Þar er bíll- inn tæmdur og hafist handa við að koma blöðum til áskrifenda. Þá eru staflar af Morgunblaðinu sendir áfram með áætlunarbílum eða flugi, allt austur til Vopnafjarðar. Dreifing biaðsins með þessum hætti hefur gengið vel, enda hefur veður ekki hamlað flutningunum hingað til. Varlegt er að treysta á að alltaf verði rennifæri yfir heiðar, en á það ber að líta að sé ófært landleiðina eru mestar líkur á að flugið riðlist líka. Þá munu göngin undir Hvalfjörð stytta leiðina verulega og þar með þann tíma sem það tekur að flytja Morgunblaðið nýprentað til lesenda. BJÖRN Pálmason hefur nú tekið við akstrinum norður. Hann stöðvar m.a. við bæ í Hrútafirði og skorðar blaðið undir steini. Á MILDUM morgni er komið til Akureyrar, þar sem blaðastaflarn- ir eru flokkaðir, áður en þeim er ekið til blaðberanna. Á HOLTA V ÖRÐUHEIÐINNI mætir suðurbíll norðurbíl. Bílstjór- arnir eru á þönum milli bíla með blaðastaflana. BJÖRN bílstjóri flytur umboðsmanni Morgunblaðsins á Blönduósi vænan stafla af blöðum. STEFANÍ A Gústafsdóttir blaðberi á Akureyri kemur Morgunblaðinu hratt og örugglega til áskrifenda. Umsvifin á Akureyri hafa aukist jafnt og þétt MORGUNBLAÐIÐ hefur rekið sér- staka skrifstofu á Akureyri í rúm tíu ár, eða frá 14. desember árið 1985. Nú hefur skrifstofan verið flutt í nýtt húsnæði að Kaupvangs- stræti 1 og er aðstaða þar öll eins og best verður á kosið, viðskiptavin- um og starfsmönnum til hagsbóta. Áður er sérstök skrifstofa Morg- unblaðsins var opnuð á Akureyri annaðist Jakob Ó. Pétursson frétta- öflun fyrir blaðið, Stefán Sigurðs- son tók við af honum og þá Vignir Guðmundsson, sem var fyrsti blaða- maður Morgunblaðsins í fullu starfi nyrðra. Hann flutti í höfuðstöðvar blaðsins í Reykjavík og Sverrir Páls- son, skólastjóri, tók við sem frétta- ritari á Akureyri. I fyrstu var það aðeins ritstjórn- arhluti blaðsins sem var til húsa á skrifstofunni að Hafnarstræti 85 og var Skapti Hallgrímsson fyrstur blaðamanna til að hafa þar að- stöðu. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan Skapti hóf skrifin á Akureyri vann hann allar fréttir í fyrstu á ritvél og sendi handritin til Morgun- blaðsins í Reykjavík með flugi. Nú er öldin önnur og texti og myndir berast beint inn á tölvur í höfuð- s.töðvunum. Undir sama þaki frá 1986 Afgreiðsla Morgunblaðsins á Akureyri var flutt í Hafnarstrætið vorið 1986. Var þá öll starfsemin undir sama þaki og hefur verið svo síðan. Þetta sama vor var ákveðið að fréttir Skapta, sem fram að þeim tíma höfðu birst hér og þar í Morg- unblaðinu, myndu birtast á sér- stakri síðu í blaðinu, alla útgáfu- daga Morgunblaðsins að sunnudög- um undanskildum. Skapti Hallgrímsson, sem nú er fréttastjóri íþrótta á Morgunblað- inu, sneri til starfa í Reykjavík vor- ið 1987. Þá hafði Akureyrarsíðan svokallaða fest sig í sessi og við búinu tók Jóhanna Ingvarsdóttir. í ársbyijun 1990 fór Jóhanna aftur til fyrri starfa í höfuðstöðvunum og Margrét Þóra Þórsdóttir tók við og hefur verið blaðamaður Morgun- blaðsins á Akureyri óslitið síðan. Rúnar Þór Björnsson starfaði lengi við hlið hennar sem ljósmyndari, en lét af störfum fyrir um ári. í hans stað var ráðinn Kristján Kristjáns- son, fyrrverandi fréttastjóri á Degi og gegnir hann jöfnum höndum starfi blaðamanns og ljósmyndara. Aðrir starfsmenn á Akureyri eru Rúnar Antonsson afgreiðslustjóri og Jódís Kr. Jósefsdóttir, sem bæði hafa starfað hjá Morgunblaðinu frá opnun Akureyrarskrifstofunnar og nýjasti starfsmaðiirinn er Rebekka Sigurðardóttir. Áður en sérstök skrifstofa var opnuð sá Stefán heit- inn Eiríksson, eiginmaður Jódísar, um afgreiðslu blaðsins, ásamt konu sinni. Fleiri áskrifendur og auglýsingar Umsvif Morgunblaðsins á Akur- eyri hafa aukist jafnt og þétt á þeim rúmu tíu árum sem liðin eru frá því að skrif8tofan þar var sett á laggirn- ar. Áskrifendum hefur fjölgað og æ fleiri fyrirtæki í bænum sjá sér hag í því að auglýsa vöru sína og þjón- ustu á heimasíðu Akureyringa. En þrátt fyrir að þessi daglega síða sé kyrfilega merkt Akureyri leggja fleiri henni til efni en starfsmennim- ir á skrifstofunni, því þéttriðið net fréttaritara í Eyjafirði leggur hönd á plóg. Og til að lesendur Morgun- blaðsins fái ávallt nýjar fréttir hefur verið kappkostað að koma blaðinu sem fyrst til þeirra og aka því ný- prentuðu frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum útgáfudegi. MORGUNBLAÐIÐ býður Akur- eyringum að gera sér glaðan dag við nýja skrifstofu blaðsins að Kaup- vangsstræti 1 í dag, laugardag. Margt verður sér til gamans gert og fullorðnir fá ís, kaffisopa og kransa- kökur. Börnin fá að sjálfsögðu lika ís, Moggablöðrur og Moggamyntur. Nöfn 50 krakka, sem skila inn litaðri mynd af myndasöguhetjunum Gretti, Jóni og Odda, verða dregin út. Þeir heppnu fá bíómiöa fyrir tvo í Borgar- Leikir og veitingar við nýtt húsnæði bíói, auk þess sem hver vinningshafi fær einn af eftirtöldum vinningum: íþróttatösku, bol með Gretti, húfu, vekjaraklukku eða svifdisk. Mynd- inni af myndasöguhctjunum var dreift í hvert hús á Akureyri og hafa börnin frest til kl. 13 á laugar- dag að skila henni litaðri á Morgun- Morgunblaðið/Kristján blaðsskrifstofuna, en nöfn vinnings- hafa verða dregin kl. 14.1 nýja hús- næðinu við Kaupvangsstræti verður rýmra um viðskiptavini blaðsins og starfsmenn þess. Gestir á laugardag geta kynnt sér starfsemina og þjón- ustu blaðsins, þar á meðal skoðað heimasíðu blaðsins á Alnetinu og greinasafn þess í tölvutæku formi. Akureyringar og nærsveitarmenn eru allir velkomnir að Kaupvangs- stræti 1 kl. 13 til 16 í dag. Eyfirðingar ánægðir með breytinguna Blaðið fyrr á ferðinni ÁSKRIFENDUR Morgunblaðsins í utanverðum Eyjafirði hafa orðið varir við hvað mestar breytingar á útburð- artímanum, eftir að farið var að keyra blaðið norður í land á nóttunni. Póstbíllinn milli Akureyrar, Dalvík- ur og Olafsfjarðar keyrir blaðið út með firði og leggur bíllinn af stað frá Akureyri kl. 7.30 á morgnana. Blaðið er komið til Dalvíkur upp úr kl. 8 og til Ólafsfjarðar um hálftíma síðar. Á leiðinni kemur póstbíllinn við á Ár- skógssandi og skilur þar eftir blöðin til Hríseyjar. Áður en þessi breyting var gerð í vor, kom blaðið til Dalvíkur um miðjan daginn og enn síðar til Ólafsfjarðar. Mælist mjög vel fyrir Halldór Reimarsson, umboðsmaður Morgunblaðsins á Dalvík, segir að þessi breyting mælist mjög vel fyrir, enda sé blaðið um 6-7 klukkutímum fyrr á ferðinni nú en áður. Auk þess sé þessi tímasetning mun þægilegri bæði fyrir sig og blaðburðarbörnin, sem í flestum tilfellum eru búin að bera út um níuleytið. Nú er hægt að koma blöðunum samdægurs til áskrif- enda í Svarfaðardal á virkum dögum og er það einnig breyting til batnaðar. Þá segir Halldór að eftir breytinguna hafí lausasala í sjoppum líka aukist. Mikil og jákvæð breyting Halldór Guðmundsson sem býr við Brekkugötu í Ólafsfirði hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í yfir 40 ár og hann er ánægður með þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið. „Blaðið kom alltaf til mín seinni part dags áður en nú er maður að fá Morgunblað- ið í hendur á morgnana og það er mikil og jákvæð breyting. Ekki síst nú þegar ég er í sumarfríi og get því lesið blaðið með morgunkaffinu en allt- af í hádeginu annars," segir Halldór. Hann bætti við að blaðið væri orð- ið það efnismikið að hann ætti raunar fullt í fangi með að komast yfir allt það lesefni sem í því er. Les forsíðuna og baksíðuna í hádeginu Gylfi Björnsson, áskrifandi á Dal- vík, er einnig ánægður með breyting- una enda sagði hann að það hafi gerst of oft að blaðið hafi ekki einu sinni verið komið til sín um kvöldmatarleyt- ið. „Nú get ég litið í blaðið í hádeg- inu, sem er nýtt fyrir mér. Ég les þó ekki nema rétt forsíðuna og baksíðuna þá, því ég nýt þess annars að lesa blaðið að öðru leyti í ró og næði eftir vinnu á kvöldin,“ sagði Gylfi. Áskrifandi frá fæðingu! Brynja Magnúsdóttir segist hafa verið áskrifandi að Morgunblaðinu SYSTURNAR Sunna Eir og Kamilla Mjöll Haraldsdætur eru að leysa bróður sinn Gunn- laug Inga af við útburðinn í Ólafsfirði, þar sem hann er í bæjarvinnunni í sumar. Þær voru mættar að sækja blöðin í þann mund sem póstbíllinn renndi í hlað. HALLDÓR Guðmundsson í Ól- afsfirði kominn með Morgun- blaðið í hendur. nánast frá fæðingu. Hún kaupir eintak á Hársnyrtistofu sína á Dalvík og seg-**. ist mjög ánægð með breytinguna á komutíma blaðsins til bæjarins. „Mér finnst það líka réttlætismál að við íbú- ar landsbyggðarinnar fáum líka Morg- unblaðið á morgnana, enda erum við að borga sama áskriftarverð og aðrir. Og nú má segja að blaðið beri nafn með rentu, líka hér fyrir norðan. Ég vona bara þetta sé ekki tilraun í ein- hvern tima, heldur verði þessi háttur hafður á til frambúðar," sagði Brynja. Morgunblaðið/Kristj án BLAÐBURÐARSTRÁKARNIR á Dalvik voru mættir kl. 8 í gær- morgun til að taka á móti blaðapökkum sínum og koma blaðinu áfram til áskrifenda. Þeir heita Helgi Hrafn Haraldsson, Örvar Björnsson og Hannes Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.