Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLÁÐIÐ MINIUINGAR LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 31 ÞÓRDÍS JÓELSDÓTTIR + Þórdís Jóels- dóttir hús- freyja fæddist 15. febrúar 1916 á Sælundi í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Októvía Einars- dóttir húsfreyja, f. 22.10. 1880 að Steinum undir Eyjafjöllum, d. 31.12.1929, og Jóel Eyjólfsson útgerðarmaður, f. 3.11. 1878 á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, d. 28.12. 1944. Systkini Þórdísar voru Einar, f. 18.4. 1912, d. 13.1. 1962, Jóel Ottó, f. 28.4. 1914, d. 23.12. 1973, Sigurður, f. 1.8. 1917, d. 29.4. 1991, Edvin, f. 2.6. 1922, d. 25.3. 1971. Sam- feðra hálfsystkini Þórdísar voru Þorgeir, f. 15.6. 1903, d. 13.2. 1984, Guðmundur Eyjólf- ur, f. 5.1 1907, d. 14.9. 1965. Þórdís giftist Emil M. And- ersen útgerðarmanni 29. júní 1940. Hann var fæddur 31.7. 1917 í Landlyst, Vestmanna- eyjum, dáinn 17.3. 1995. For- eldrar hans voru Jóhanna Guð- jónsdóttir húsfreyja, f. 27.2. 1889 í Sigluvík í Landeyjum, d. 23.11. 1934, og Hans Peter Andersen útgerðarmaður, f. 30.3. 1887 í Frederikssund í Danmörku, d. 6.4. 1955. Börn Þórdísar og Emils eru: 1) Guðbjörg Októvía, f. 9.2. 1943, gift Borgþóri E. Pálssyni. Börn þeirra eru Þórdís, Ragnheiður, Emilía og Páley. Barna- börnin eru þijú. 2) Jóhanna Emilía, f. 4.7. 1944, gift Kristjáni Bogasyni. Börn þeirra eru Emil Þór, Gauti og Sara. 3) Júlía Petra, f. 24.6. 1949, gift Hjalta Elfas- syni. 4) Jóel Þór, f. 6.9. 1950, kvæntur Þuríði Jónsdóttur. Börn þeirra eru Þórdís, Halldór Jón og Emil Marteinn. Eiga þau eitt barnabarn. 5) Mardís Malla, f. 2.4. 1959, maður hennar er Sigurður K. Gíslason og dóttir þeirra er Sólrún Sif. Þórdís var eiginkona útgerð- armanns og á þeim tíma þegar útgerðin sá áhöfninni fyrir fæði og húsnæði var það í hennar umsjá. Líf hennar snerist því að mestu um starf eigin- mannsins ásamt því að starfa í mörgum félögum. Þar má fyrst telja Kvenfélag Landa- kirkju, þar sem hún sat í stjórn, s.v.d. Eykyndil, Kven- félagið Líkn og Sjálfstæðis- kvennafélagið Eygló. Útför Þórdísar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag, og hefst athöfnin kl. 14. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinzta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. (V. Briem) Elsku Dísa amma okkar er dáin, komin til hans afa. Það er sárt að hugsa til þess að hún sé farin. Þó að fyrir 5 mánuðum hafi hún amma ásamt fjölskyldu sinni, vinum og ættingjum haldið upp á áttræðisaf- mælið sitt fannst okkur hún aldrei gömul. Hún var alltaf svo hress, einstaklega glaðlynd og átti auð- velt með að koma öðrum í gott skap. Dísa amma hafði mjög smit- andi hlátur, hló mikið og af innlif- un. Enda voru fjölskylduboðin hjá ömmu og afa sérlega skemmtileg. Iðulega var farið í leiki eða spilað annaðhvort á spil eða hljóðfæri og þá var ekkert kynslóðabil, böm sem fullorðnir í „Hver er maðurinn", „Sumir segja“ og fleiri leikjum. Amma hafði mjög gaman af tónlist og þegar afmælisboð voru haldin var ósjaldan spilað á harmonikku, gítar og sungið með. Eftir síðasta afmælið sitt hafði hún amma orð á því að gaman hefði verið að dansa við undirleik harmonikkunnar. Amma var vinmörg og félagslynd. Margir glöddust með henni á þess- um stóra degi og var húsið þéttset- ið. Amma var virk í mörgum félög- um og við minnumst þess sérstak- lega þegar hún sat við saum á alls kyns „fígúrum“, eins og hún kall- aði þær, fyrir jólabasarinn. Það voru trúðar, mýs, selir, bangsar og allt sem henni datt í hug. Þama fengu listrænu hæfíleikamir að njóta sín. Dísa amma var mikil dama og hugsaði alltaf um það að líta vel út, alveg fram á síðasta dag. Hún hafði góðan smekk og fylgdist vel með tískunni og á hana gátum við alltaf treyst. Amma var svo skemmtilega hreinskilin og skoðan- ir hennar féllu alltaf í góðan jarð- veg. Þegar grófir skór vom í tísku læddi hún því að okkur að fallegra væri nú að vera á háum hælum við stuttu kjólana. Við systurnar höfum allar farið í gömlu kjólunum hennar ömmu á ball og það fannst henni skemmtilegt. Auðvitað fómm við svo til ömmu þegar búið var að dressa sig upp og fengum álit, það álit var undantekningarlaust uppheíjandi. Dísa amma var alltaf til staðar. Gott var að koma til hennar eftir skóla og fá volga jólaköku, sem hvergi var eins góð, og ískalda mjólk. Vlð lærðum margt af henni ömmu, hún kenndi okkur að leggja kapal og spila, það gerðum við ósjaldan og þá var rommý í háveg- um haft. Amma sagði okkur oft sögur frá han'dboltaárunum og þegar hún var ung, kenndi okkur gamanvísur og gátur því alltaf var stutt i grinið hjá henni ömmu. Oft leituðum við til hennar þegar okkur vantaði skemmtiatriði við ýmis tækifæri. Við fórum oft í ferðalög með ömmu og afa og ömmu eftir að afí dó í fyrra. Amma var jafnan hressust og vakti yfírleitt manna lengst við gleðskap þó að hún hafi aldrei smakkað vín og af því var hún mjög stolt. Af mörgu er að taka en minnisstæðustu ferðirnar eru til Danmerkur og bátsferðin um England. Að ógleymdum öllum ferðalögunum innanlands og síð- ustu sex árin í sælureitnum þeirra ömmu og afa, Dönskutó. Dísa amma var mjög bamgóð og vildi hafa bömin í kringum sig og sagði oft að það væri ekkert gaman nema krakkarnir væm með. Gaman var að fylgjast með því hvernig bömin okkar tveggja kynntust langömmu sinni eins og við. Nú síðast^ í Dönskutó 17. júní þar sem hún spilaði Olsen Olsen við bamabama- börnin sín. Amma fylgdist vel með okkur öllum í námi og því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún samgladdist okkur alltaf og þegar við fengum hvíta kolla þá tók amma þátt í því. Þrátt fyrir að stutt væri liðið frá andláti afa fór hún alla leið til Akureyrar til að vera við útskrift þeirrar yngstu af okkur systrunum. Það var sama hvar við vorum staddar í heimin- um, alltaf hafði hún samband, hringdi í okkur til Danmerkur, Þýskalands og Saudi Arabiu. Dísa amma hafði hlýtt viðmót og tók vel á móti tengdabörnunum, og lagði sig alla fram við að kynnast þeim. Við emm þakklátar fyrir þær minningar sem við eigum um elsku Dísu ömmu og hvað hún reyndist okkur vel. Það var mikið áfall þeg- ar amma greindist með sjúkdóminn fyrir níu ámm, sem leiddi til dauða hennar. En amma var sterk kona og vann sig upp úr því. Síðastliðið ár var henni erfitt og sjúkdómurinn fór að gera vart við sig á ný, en amma var alltaf hress og hélt sinni lund. Ekki trúðum við því að amma ætti svo skammt eftir. Elsku Dísa amma, við söknum þín svo mikið að erfítt er að lýsa því með orðum. Minningin um þig er falleg og hana munum við varð- veita í hjörtum okkar og minnast þín með bömum okkar um ókomna tíð. Góði Guð varðveittu hana ömmu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systurnar Þórdís, Ragnheiður, Emilía og Páley. Mig langar að segja nokkur orð, minnast þín elsku Dísa amma. Þeirra stunda þegar við vorum saman eins og tvær fullorðnar manneskjur. Sváfum undir sömu sæng, drukkum saman morgun- kaffi, spiluðum Olsen og sögðum hvor annarri brandara. Þessi síðasta hvítasunnuhelgi sem við áttum saman í sumarbú- staðnum er ógleymanleg. Þú varst ekki bara besta amma mín heldur líka besta vinkona mín. Eftir að ég söng, í fyrsta sinni, kvæðið um fuglana fyrir þig þá var það fastur liður eins og venjulega að í hvert sinn er við hittumst baðstu mig að syngja það. Það gerði ég alltaf með mestu ánægju því það gladdi þig svo mikið. Eg sendi þér og syng fyrir þig í hinsta sinn 1. erindið úr kvæðinu um fuglana eftir Davíð Stefánsson. Ég kveð þig með söknuði og minnist þín ætíð sem hlýrrar og umhyggjusamrar vinkonu og ömmu. Guð geymi þig og varðveiti. Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hana streng og rauðan skúf. (D. St.) Sólrún Sif. Með söknuði kveðjum við elsku- lega ömmu okkar, Þórdísi Jóels- dóttur. Alltaf var gott að koma til Dísu ömmu, hún fylgdist alltaf svo vel með öllu sem var að ger- ast og hafði mikinn áhuga á því sem hennar fólk hafði fyrir stafni. Dísa amma var mjög barngóð og þökkum við fyrir að hafa átt hana að. Þegar við bjuggum niðri hjá ömmu og afa var alltaf gott að koma upp til hennar og leita til hennar í gleði og sorg, hún var alltaf tilbúin fyrir okkur. Hún amma var alltaf svo hress og kát, oft var spilað, gert grín og hlegið langt fram eftir nóttu þegar hist var á Heiðarveginum. Elsku amma, nú muntu hitta Malla afa á ný og vitum við að þér mun líða vel. Dísa amma, við þökkum þér fyrir allt og allt, minn- ing þín mun ávallt lifa með okk- ur. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Þórdís, Halldór Jón og Emil. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku Dísa amma. Nú ertu komin til afa og við vitum að þar líður þér vel. Við viljum þakka þér fyrir allar sam- verustundimar sem við höfum átt, bæði í Eyjum og í bústaðnum. Minningarnar eru margar og góð- ar og við þökkum fyrir að hafa fengið að vera með þér. Það er með sárum söknuði sem við kveðj- um þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði elsku besta amma okkar. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar. Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.K.P.) Emil Þór, Gauti og Sara. Sólblikið á hafínu við Vest- mannaeyjar er eitt af því sérstæða sem þár býr þegar það leikur við fjöllin í síbreytileik sínum. Eins JÓNHEIÐUR G UÐBRANDSDÓTTIR + Jónheiður Guðbrandsdótt- ir fæddist á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal í Borg- arfirði 13. febrúar 1893. Hún lést á Hrafnistu i Reykjavík 8. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Aðventkirkj- unni 16. júlí. A 103. aldursári verður naumast sagt, að dauðann beri óvænt að. Þó, miðað við hugarskýrleik þessarar heiðurskonu - skýrleik, sem entist allt til hinztu stundar, liggur við, að svo mætti taka til orða. Hjá henni var dauðinn ekki á dagskrá, né nokkur dánarblær kringum hana. Með henni bjó lífíð sem eitt, þetta líf og hið komandi líf - aldrei minnzt á dauðann. Þvert á móti ræddum við, rifjuðum upp, lásum og skiptumst á hugsun- um. Söngur var alltaf fastur liður á dagskrá okkar, er ég heimsótti hana - allt fram undir hið síðasta. Þá sungum við uppáhaldssálmana hennar og kvæðin. Minnið var ótrúlega glöggt miðað við 103 ár. Hér fór ein þessi sanna, íslenzka móðir, sem búin var eiginleikunum, er tygja bezt til lífsátakanna. Hún var lítillát, hæversk, gætin, fáguð, hjartahlý, vökul, næm, umhyggjusöm, gestrisin, þolinmóð, hljóðlát, fáguð og hagfræðingur með stórt heimili að stýra. Samtím- is glögg, ákveðin, og styrk í lund, hvað snerti mikilvægustu sjónar- miðin og vissi bæði vit sitt og vilja. Sanntrúuð var hún og vel grund- völluð í orði Guðs og góðum siðum. Innra öryggið og friðurinn geislaði á bjartri ásjónu hennar - aldrei kvartað ... Þannig kynntist ég henni fyrir hartnær hálfri öld, og þannig var hún alla tíð - allt til hinztu stundar. Mér er minnisstæður 100 ára afmælisfagnaðurinn. Þá fór kirkju- kór Aðventkirkjunnar í Reykjavík til að heiðra hana með söng - hún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík. í hjólastólnum sínum sat hún, ljómaði og söng sálmana með kórn- um, því þá kunni hún harla vel. Ég vék mér að stólnum hennar, kraup á annað kné, lagði annan arminn um herðar henni og söng með henni þar. Tárin perluðu niður kinnamar, en röddin brast ekki - og sólblikið var hún Dísa frá Sæ- lundi sem kvödd er frá Landa- kirkju í dag, kona sem hvarvetna setti svip á umhverfi sitt og and- rúm með geislandi lífsgleði og hlýju sem frá henni stafaði. Hún var ein af dætrum Eyjanna sem aldrei hvika og hlakka alltaf til morgundagsins. Það er stutt á milli þeirra hjóna, árið, en Emil Andersen, eða Malli á Júlíu eins og sá hörkuskipstjóri var daglega kallaður, var hin hliðin á Dísu, enda voru þau einstaklega sam- rýnd og samtvinnuð. Hressara fólk hitti maður ekki og viðmót þeirra opnaði á augabragði dyr lífsgleð- innar. Þau voru rammpólitísk, hann í hægðinni, hún með gáska sínum og snöggum innskotum (íjic augnmáli, en aldrei'létu þau pusið á þeim leikvangi þó trufla frekar en vanir sjómenn sem sækja á hafið og taka því sem að höndum ber með æðruleysi. Það var tekið til þess hve glæsileg hjón þau Dísa og Malli voru og það er þakkar vert að afkomendur þeirra bera með sér bros þeirra og tign. Allt á sér stað og stund, en það er svo gott að eiga sumt víst og það var alveg klárt að þegar mað- ur hitti Dísu þá fjöruðu öll vanda- mál út og líðandi stund varð það sem öllu máli skipti. Dísa var ákveðin í að mæta á næsta Lands- fund Sjálfstæðisflokksins og hlakkaði mikið til, en þótt allt sé-^ breytingum undirorpið þá er víst að minningin um hana mælist í veganesti okkar sem eftir erum og höldum merki hennar og ham- ingjuleitarinnar á lofti. Það er svo vont að missa það sem manni þykir vænt um, en þá er að sækja styrkinn í það sem búið hefur um sig í hjarta manns og njóta þess sem sameiginleg hugsun, tilfinning og þrá gefur þar sem maður er manns gaman og þannig var hún Dísa, kallaði með geislandi fasi sínu á lífsmark og tilþrif frá jafnvel örgustu leið- indapúkum og hlátur hennar var ótrúlega kitlandi. Það eru mikil hlunnindi að kynnast fólki eins og henni Dísu frá Sælundi og hennar er sárt saknað, en áfram mun birtan leika um Eyjar, þessi síbreytilega birta sem er galdur og hefur svo gaman af að kyssa kletta og kveða ljóð. Og þannig var hún Dísa, galdur gleðinnar, listræn eins og svo margir í hennar ættum, fínleg en samt svo sterk og Iífsmáti hennar í raun eins og koss vinar á kinn. Góður Guð vemdi allt sem henni var kært. Það er gott að eiga sól-. blikið að. Árni Johnsen. það vakti undrun mína og aðdáun í senn. Þetta var nefnilega ekki grátur. Þetta var hjartnæm söng- gleði. Sönggleði, sem endurómaði frá því hún söng sjálf í kirkjukór. Hér birtist hugarstyrkurinn og innra grundvallað jafnvægið, sem þessi smávaxna kona hafði ræktað með sér og bjó yfir. Bezta ósk mín fyrir þjóð okkar er, að allar íslenzkar mæður yrðu slíkar mæður sem hún. Með djúpu þakklæti og virðingu- fyrir hin göfugu kynni, svo og inni- legum kveðjum til ættingjanna og allra annarra, er þekktu til Jón- heiðar. Blessuð sé minning hennar. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.