Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NIKULÁS HALLDÓRSSON + Nikulás Hall- dórsson fæddist á Akureyri þann 22. jóní 1979. Hann lést 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Nikulásar eru Ástríður H. Her- mannsdóttir frá Þórshöfn- og Hall- dór Halldórsson frá Kópaskeri. Systkini hans eru Tinna Kristbjörg, f. 15.11 1975 og Henný Lind, fædd 21.2. 1988.Fjölskyldan er búsett á Þórshöfn. Nikulás lauk grunnskóla- prófi frá Grunnskólanum á Þórshöfn og að því loknu hóf hann nám í Verkmenntaskó- lanum á Akureyri á vél- stjórnarbraut haustið 1995.Á sumrin vann Nikulás þegar hann hafði aldur til, bæði í unglingavinnu og síðan hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Útför Nikulásar fer fram frá ' Sauðaneskirkju á Langanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku vinur og frændi, nú ertu farinn á undan okkur yfír í landið græna. Við áttum ekki von á því að þú færir þangað svona ungur. Svona langt á undan okkur hinum. En nú ertu kominn þangað innan um aðra fama ástvini og við vitum að þeir hafa tekið vel á móti þér og munu hlúa að þér. Söknuður og tóm fylltu okkur þegar við átt- uðum okkur á því að við ættum ekki lengur kost á því að vera með þér. Skynja gleði þína og lífsþrótt. Mynd af glaðværum dreng sem ávallt hafði nóg fyrir stafni kemur upp í huga okkar. Dreng sem fann sér lækj- arsprænur og vötn til að leggja netið sitt út í og vaktaði það af mikilli ábyrgð og gleði. Dreng sem stóð niðri á bryggju við veiðar. Dreng sem skynjaði hina hárfínu þræði lífsins og með- höndlaði þá af innsæi listamannsins. Við geymum fallegar minningar um þig og ferðir sem við áttum saman sumrin sem við vorum á Þórshöfn. Það var dýrmæt reynsla að þekkja þig og umgangast og ef einhver vinátta hefur auðgað sál okkar hefur vinátta þín gert það. Þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, elsku vinur, og megi guð og kærleikurinn umvefja sál þína. Jón Hermannsson, Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, Elísabet Ó. Guðmundsdóttir, Örk Guðmundsdóttir og Guðmundur A. Guðmundsson. Ég átti erfitt með að trúa því að bekkjar- og skólabróðir minn væri dáinn, að ég ætti aldrei eftir að sjá hann aftur. En því miður er lífið bara ekki alltaf sanngjamt. En við eigum okkar góðu minning- ar um hann. Og ef að við bara höldum í þær, þá iærum við að lifa með sorginni. t Móðir okkar og amma, LILJA BJARNADÓTTIR, Hjallavegi 5, Reykjavík, andaðist á öldrunardeild Landspitalans, Hátúni, mánudaginn 22. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Börn og barnabörn. t Systir okkar og móðursystir mín, ELÍN JÓNSDÓTTIR fyrrum barnakennari, veröur jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 10.30. Soffía Jónsdóttir, Sigriður Jónsdóttir og Guðrún Helga Sederholm. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ANDRÉSAR KRISTINS HANSSONAR fyrrv. vörubifreiðastjóra, Dalbraut 20. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun færum við læknum og hjúkrunarfólki deildar 14E, Landspítala, öldrunardeild- ar í Hátúni og deildar A3 á Hrafnistu. Einnig innilegar þakkir til vörubílstjóra- félagsins Þróttar. Þuríður Björnsdóttir, Erna Andrésd. Hansen, Valdemar Hansen, Sigrún Andrésdóttir, Sigurður Þórðarson, Kristín G. Andrésdóttir, Gunnar Árnason, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Erla Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR Kallið er komið, komin er nú áundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn Iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með söknuði kveð ég hann en ég er jafnframt þakklát fyrir þann stutta en góða tíma sem hann var hjá okkur. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Nikki minn. Vinarkveðja, Nína Björg Sæmundsdótt- ir. Þau Ijós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með ölium sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hveríi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Dóri, Ásta, Tinna, Henný Lind og aðrir aðstandendur. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Kveðja, Rósa, Sólveig og Aðalsteinn. Það er margt í þessari veröld sem er forgengilegt. Éiginlega eru allir hlutir heimsins forgengilegir. Það tekur bara mislangan tíma. Þó ligg- ur það fyrir flestum hlutum að ganga sama ferilinn. Blómið í garð- inum vaknar til lífsins, dafnar, þroskast, nár hámarki, hnignar og loks deyr það. Þetta á einnig eftir að liggja fyrir okkur mönnunum. Að vakna til lífsins, dafna, þrosk- ast, ná hámarki, hnigna og loks deyja. Það er hins vegar alltaf erf- itt og sárt að þurfa að horfa á eft- ir einstaklingi sem ekki gengur þessa lífsbraut, heldur hverfur á brott án þess að hafa'náð að ganga þennan feril til enda. Ég ætla að láta það kyrrt liggja að telja upp mannkosti Nikka. Þeir voru fleiri og meiri en hægt væri að telja upp hér. Þegar ég fluttist til Þórshafnar kynntist ég fljótlega föður hans og móður. Þau halda heimili sem hefur alltaf staðið mér og mörgum öðrum opið. Þar kynntist ég Nikka. Mér var það strax ljóst að þar fór ekki venjulegur drengur. Miklu frekar náttúrubarn af Guðs náð. Hann var veiðimaður sem naut þess að taka þátt í klukknaverki náttúrunnar. Hann tók á hlutunum af festu og öryggi sem miklu frek- ar einkennir fullorðinn mann en ungling. í dag verður hann kvaddur í hinsta sinn. Það er því með söknuði og depurð sem ég kveð þennan vin minn. Vin sem ég bar miklar vænt- ingar til. Vin sem hafði alla burði til að standa undir hvaða vænting- um sem til hans voru gerðar. Þeim Dóra, Ástu, Tinnu og Henný Lind sendi ég innilegar samúðarkveðjur og megi Guð veita þeim innri styrk. Hilmar. Kallið er komið, komin er nú áundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég var harmi slegin er ég frétti af andláti vinar míns, hans Nikka. Elsku vinur, margar góðar stundir áttum við saman og mun ég ætíð minnast þín sem góðs vinar sem alltaf var tilbúinn í að gera það sem okkur datt í hug. Aldrei datt mér samt í hug á þessum tíma að svo snemma þyrti ég að kveðja þig. Mikill söknuður býr í brjósti mér er ég kveð þig með þessum fáu orðum og þakka þér fyrir þessa stuttu en góðu samfylgd. Elsku Dóri, Ásta, Tinna, Henný Lind og aðrir ástvinir, sorg ykkar er mikil og söknuður og bið ég Guð um að veita ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Ég bið góðan Guð að blessa minningu vinar míns, Nikulásar Halldórssonar. Elfa Björk Kjartansdóttir. + Björn Kristjáns- son fæddist á Núpi á Berufjarðar- strönd, S-Múla- sýslu, 4. desember 1911. Hann andað- ist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Ei- ríksson frá Holti á Mýrum í A-Skafta- fellssýslu og Guðný Eyjólfsdóttir frá Volaseli í Lóni, A- Skaftafellssýslu. Björn átti sex systkini og er aðeins Guðlaug systir hans enn á lífi. Hin fimm sem látin eru hétu: Margrét, Eyjólfur, Eirikur, Sigurbjörg, og Guðný. Björn kvæntist 1941 Guð- björgu Þ. Gunnlaugsdóttur, f. 21.4. 1919, d. 1.3.1983. Hún var dóttir hjónanna Gunnlaugs Sig- urðssonar sjómanns og skip- sfjóra á Gjábakka í Vestmanna- eyjum og konu hans, Elisabetar Arnoddsdóttur húsmóður. Björn og Guðbjörg eignuðust 4 börn. 1) Gunnlaug Elías, f. 13.1. 1941, d. 5.11. 1968. Hann var kvæntur Árnýju Kristinsdóttur. Þau eignuðust 3 dætur. 2) Guðnýju, f. 24.12. 1943, gift Þórarni Inga Ólafssyni, þau Elsku pabbi! Þá er komið að kveðjustundinni sem við öll vissum að yrði ekki umflúin, en er þó svo sár þegar að henni kemur. Það er svo erfitt að sætta sig við að við fáum ekki að njóta samvista við þig lengur. Þó þökkum við Guði fyrir að þú þurftir ekki að eiga 2 dætur. 3) Kristjönu, f. 24.12. 1943, gift Matthíasi Sveinssyni, þau eiga 2 syni. 4) Ey- gló, f. 19.10. 1951, gift Friðriki Jó- hannssyni, þau eiga 3 börn. Er Björn lést átti hann 15 bamabarnaböm. Síðustu árin átti Björn góða vin: konu, Snjólaugu Baldvinsdóttur frá Eyrarlandi á Akur- eyri, sem svo varð sambýliskona hans er þau bæði ákváðu að flytja á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum, um siðustu ára- mót. Björn lauk vélstjóraprófi 1938 og var sjómaður framan af ævi. Um miðbik starfsævinn- ar var hann vélstjóri í landi, lengst af í Þurrkhúsi Vest- mannaeyja, en siðustu fimmtán starfsárin vann hann við vigtar- viðgerðir fyrir fiskvinnsluhúsin í Vestmannaeyjum. Hann lét af störfum sjötugur að aldri. Björn var einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja og formaður þess 1953-54. Útför Björns fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 26. júlí. þjást lengi í veikindum þínum. Á samverustundum fjölskyldunn- ar varstu alltaf sá sem hélt uppi glensinu og gamninu með þinni léttu lund. Og ekki var það bara við fjölskyldan sem fengum að njóta glaðværðar þinnar. Á mannamótum varstu oftast hrókur alls fagnaðar og þú varst léttur í spori þegar þú varst að tygja þig til ferðar á spila- kvöld og skemmtanir hjá eldri borg- urum nú seinni árin. Höfðum við það stundum á orði og var ekki laust við öfund í rómn- um, hvað þú værir alltaf duglegur að taka þátt í því sem boðið væri uppá og gerðir okkur yngra fólkinu skömm til með dugnaðinum. Þó var lífíð þér ekki alltaf dans á rósum. Þungbær var sorgin, þeg- ar hafið tók Gunna, bróður okkar og einkason þinn, frá konu og 3 ungum dætrum haustið 1968. Einn- ig tóku á þig veikindi móður okkar, sem leiddu til dauða hennar vorið 1983. Samt reyndir þú alltaf að vera sá sterki og hlífa henni við öllum áföllum eins og þér framast var unnt. Okkur börnunum þínum og tengdabörnum varstu hinn besti faðir. Alltaf varstu tilbúinn að styðja okkur og styrkja í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Skipti þá ekki máli hvort fram- kvæmdin var lítil eða stór. Þú fylgd- ist alltaf með og gafst góð ráð eða réttir hjálparhönd, ef þú gast því við komið. Þegar barnabömin og seinna barnabamabörnin komu svo eitt af öðm í þennan heim þá sýndir þú þeim alveg sömu ástúðina og rækt- arsemina og þú hafðir sýnt okkur. Þau kveðja þig nú öll með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig. Þó kveðjustundin sé sár þá þökk- um við fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur þennan tíma. Við trú- um því, að þú sért nú með ástvinum okkar á betri stað, laus við veikindi og þjáningar þessa heims. Við trú- um líka að þú munir taka á móti okkur af sama kærleika og alltaf, þegar okkar kall kemur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir alit og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) BJORN KRISTJÁNSSON Dæturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.