Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska ¥ !' <v (v4 1 11 •• 1 n~nl Dlst. by UFS, Inc. H I' Smáfólk Hvenær sendirðu mér blóm Tónlistarmenn senda ekki blóm, Að dansa? - Nei, að senda bióm. síðast? og við dönsum ekki heldur... Þú BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hverá þjóðkirkjuauðinn? Frá Guðríði Krístínu Magnúsdóttur: ÞAÐ ER mjög líklega þjóðin. Ég vil vekja athygli á að þetta er há- júritískt (lögfræðilegt) spursmál. Almannafé hefur verið notað í rekstur og fjárfestingar. Einnig ber að athuga: Jarðir sem voru í eigu heiðinna forfeðra okkar árið 930 lentu hjá kirkjunni á vafasaman hátt. Hofum fyrri lögmætra eigenda var breytt í kirkjur. Munir úr hofun- um voru brenndir, en aðrir munir settir þar í staðinn. Hver er lögmæt- ur eigandi jarðanna nú? Heiðnir menn? Hluti þjóðarinnar tilheyrir ekki ríkisreknu kirkjunni. Ef allir segðu sig úr henni nema sex manns væri þá sjálfgefið að öll auðæfin ríkisreknu yrðu gefin þessum sex og biskupnum við einkavæðingu? Tökum dæmi: Ef bæjarfélag hættir útgerð selur það togarann. Það gefur ekki áhöfninni hann, er það? Þótt áhöfnin þiggi kaupið sitt þarna veitir það ekki eignarrétt, er það? Ríkið hefur staðið í að byggja fok- dýrar kirkjur — arkitektúr-bruðlið í algleymingi — og haldið alfarið eignunum við í langan, langan tíma. Það er ekki sanngjörn einkavæðing að þjóðin gefi einhverjum einkaaðil- um milljarðaeignir sínar. Mér fínnst að losa eigi ríkiskass- ann við þjóðkirkjuna með því að selja áróðursritaútgáfur, kirkjur, skrifstofu-rúmmetra, orgel, skrúða og annað veraldlegt skraut. Um er að ræða geysimikla fjármuni. Hvers virði er t.d. Kirkjuhúsið v. Laugaveg í Reykjavík? Allir gætu orðið sammála um að einkavæða ríkisreknu kirkjuna með sölu. Margir vilja kirkjur og presta. Aðrir sértrúarsöfnuðir virðast geta þetta alveg sjálfir. Lögfræðileg niðurstaða um með- höndlun almannafjár má ekki vera geðþótta- og tilfinningamál. Mér dettur í hug að þingmenn séu hræddir um að missa atkvæði, ef þeir ekki dýrka Hebrea-guðinn með peningum hins almenna borgara. Peningar þeirra íslendinga sem aldrei nota kirkjubekkina, tónleikana eða prestana (heldur borga sig inn á völlinn) hafa verið notaðir í þetta eina afbrigði innan trúarbragða, en þessi kristni er aðeins er eitt pínu-, pínulítið brot af öllum þeim útgáfum trúarbragða sem til eru. Peningar fólks í fríkirkjum fara h'ka í þennan umdeilda rekstur og hinar alltof flottu, óarðbæru fjárfestingar. Pen- ingar heiðinna manna, trúleysingja og annarra fijálsra guðs barna eru notaðir í þetta líka. Þingmenn missa ekki atkvæði þessa fólks þótt þeir komi mjög ákveðið í veg fyrir meiri fjáraustur. Er ríkiskassinn yfirfullur? Margir myndu fagna því, að fyr- ir árið 2000 væri búið að selja lyst- hafendum þessa umræddu og um- deildu stofnun. Sparast myndi við það — að auki — hinn hrikalegi rekstrarkostnaður sem skattborg- arar bera nú nauðugir viljugir. Hugsum okkur himinháar greiðslur embættismannakaups auk skatt- fijálsra fríðinda þessa fólks. Upp- hafiega var kirkjan dulbúið valda- tæki. Jesús, þessi góði drengur, var notaður í rómverskri strategíu (hernaðarlist) vegna heimsyfirráða- hugsjónarinnar — sem kirkjan stend- ur raunar enn í leynt og ljóst. Guðir sem þurfa mikla, mikla og miklu meiri peninga eru stórhættulegir. Við ættum árið 1996 að leggja niður öll embætti í kirkjugeiranum. Skattabyrði okkar verður sanngjarn- ari. Er ekki kominn tími til smá stjórnarskrárbreytingar? Við hvað erum við hrædd? Vald kirkjunnar yfir okkur? Ríkiskirkjan er búin að missa tökin á sál ansi margra, en hefur hún enn ósýnileg og óskiljan- leg tök á buddunni þeirra? Hvers vegna influtt kirkja? Fyrir sumum íslendingum er kristnitaka mikið sorglegt vand- ræðaatvik. Hræðilegt slys. Kristni var notuð sem miskunnarlaust valdatæki, en menningararfurinn var og er ónothæfur sem hlýðni- tæki, þar eð heiðnir menn verða aldr- ei söfnuður. Þeir eru einheijar. Allt þetta vissi Ljósvetningagoði þegar hann forðaði okkur frá að vera drep- in. Hræðilegar aftökur sem kirkjan stóð fyrir í aldir eru smánarblettir íslandssögunnar. Undir kristni voru Þingvellir vanvirtir og vanhelgaðir. Undir kristni var frelsið fótum troð- ið með grimmd, brennum og drekk- ingum. Jafnvel biskupsblóð rann undan öxinni. Afmæli krístni er alls ekki þjóðar- hátíð. Afmælishúllumhæ á því alls ekki að borgast af almannafé. Strax á að leysa frá störfum nýskipaða nefnd sem stjórna átti peningabunu úr ríkissjóði okkar í veraldlega skrautsýningu vegna afarkosta-kúg- unarinnar árið 1000. Þeir sem vilja fagna þessu skulu borga það húilum- hæ úr eigin vasa. Það verður Al- þingi að skilja. Það verður ríkisstjórn að skilja. Mér dettur í hug að mínir kæru samborgarar séu svo heila- þvegnir, að þeim finnist bara sjálf- sagt að ausa svimandi upphæðum í valdamikla kirkju eins og fyrr á öld- um. Kirkjan er al-veraldleg. Guði þarf ekki að dýrka með peningum. Vondi hirðirinn og aumingja sauðirnir Hvað fáum við fyrir alla pening- ana annað en tónleikana? Ég hef verið sannkristin í hálfa öld. Ég lenti í andstyggilegum presti. Ég reyndi að fá annan prest til að hjálpa mér. Hann neitaði. Prestafé- iagið taldi málið alvarlegt, þar er um var að ræða brot prestsins á landslögum gagnvart mér. En þeg- ar í ljós kom að presturinn var orð- inn þeirra hirðir máttu þeir ekkert gera og ekkert segja!!! Oðsmál útskýra guðfræði Hin bráðskemmtilega bók Óðsmál (útg. Freyjukettir) útskýrir á ljóslif- andi hátt fegurð, dýpt og tærleika trúarbragða forfeðra okkar. Fersk skýring á rúnatali Hávamála mun valda straumhvörfum. Óðsmál út- skýra Ginnungagap, sköpun heims, ruglinginn og misnotkun á hugtak- inu guð. Ymir er sama og OM. Sleipnir er taugakerfið okkar. Æsir náttúrulögmálin. Ábyrgð hins heiðna manns er útskýrð í Óðsmálum. GUÐRÍÐUR K. MAGNÚSDÓTTIR, rithöfundur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.